Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 41 Kæri vinur, fátækleg orð á kveðjustund eru léttvægt þakkar- efni fyrir ötult og samviskusamt starf liðinna ára í þágu Karlakórs- ins Þrasta. Um leið og við vottum aðstand- endum hluttekningu óskum við þess að andi Þórðar Björgvins megi svífa á vit ókunnra heimkynna í samfylgd syngjandi Þrasta himinhvolfanna. Karlakórinn Þrestir, Sigurður Stefánsson. Kveðja frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar Einn af sex núverandi heiðurs- félögum Rótarýklúbbs Hafnarfjarð- ar, Þórður Björgvin Þórðarson, er fallinn frá. Þórður hafði ekki verið starfandi félagi frá árinu 1995 er hann sagði sig úr klúbbnum sökum aldurs og heilsubrests eins og hann kaus sjálfur að orða það. Engu að síður er hans minnst sem trausts Rótarýfélaga í fjörutíu ár, en Þórð- ur gerðist félagi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar árið 1955. Rótarýfélagsskapurinn er alþjóð- leg hreyfing sem byggist á starfs- greinaklúbbum, nokkrum í hverju landi. Þar er mönnum boðin fé- lagsaðild á þeirri forsendu að þeir hafi unnið starfsgrein sinni vel og séu sómi stéttar sinnar. Í klúbbnum var Þórður fulltrúi póstþjónustunn- ar, en seinni helming starfsævinnar helgaði hann þeirri starfsgrein. Áð- ur hafði hann þjónað bæjarbúum og félögum sínum í Vörubílstjórafélagi Hafnarfjarðar frá stríðslokum í ná- lega tvo áratugi. Þórður var enginn hávaðamaður en átti alltaf traust félaga sinna hverjir sem þeir voru hverju sinni. Hann varð framkvæmdastjóri fé- lags vörubílaeigenda er það var sett á laggirnar 1931 sem deild innan Verkamannafélagsins Hlífar. Þórð- ur hafði forgöngu um stofnun Vöru- bílastöðvar Hafnarfjarðar árið 1940. Fram að því var einfaldlega hringt með höppum og glöppum heim til eigenda vörubílanna. Það kom í hlut Þórðar sem framkvæmdastjóra hinnar nýju stöðvar að fá félögun- um verkefni eftir því sem þau bar að og er orð á því haft hve Þórður var strangur og heiðarlegur gagn- vart félögum sínum þegar hann deildi út verkefnum. Hann vék aldr- ei frá settum reglum um röð, hvort sem verkefnin voru stór eða smá. Þetta voru einkenni Þórðar, traust og heiðarleiki. Þórður söng fyrsta bassa með karlakórnum Þröstum í áratugi. Hann var formaður Þrasta 1954–58 og gjaldkeri 1982–86. Þórður átti drýgstan þátt í því að koma á styrktarfélagi kórsins og hélt vel utan um styrktarfélagana með því að heimsækja þá á hverju vori og bjóða þeim til vortónleika að laun- um fyrir veitt framlag. Innan Rótarýklúbbsins birtust þessir eiginleikar í því að hann setti sig aldrei úr færi að koma til viku- legs fundar við félaga sína. Í klúbbnum dró hann heldur ekki af sér í félagsstarfinu. Einnig þar voru honum fengin ýmisleg trúnaðar- störf og hann var kjörinn gjaldkeri í stjórn klúbbsins starfsárið 1970– 71. Þórður var sæmdur nafnbótinni Paul Harris-félagi árið 1987. Það er viðurkenning sem ber nafn upp- hafsmanns Rótarýhreyfingarinnar, Paul Harris, en hann stofnaði fyrsta Rótarýklúbbinn í Chicago ár- ið 1905. Grundvöllur Rótarý er að öll störf og athafnir félaga standist eftirfarandi prófun: Er það satt og rétt? Er það drengilegt? Eykur það velvild og vinarhug? Er það öllum til góðs? Þeim sem kynntust Þórði ber saman um að hann hafi í hví- vetna lifað samkvæmt þessum ein- kunnarorðum. Við þekktum hann sem heiðarlegan og góðan mann sem sagði aldrei meira en það sem hann gat staðið við og vann öll sín störf óaðfinnanlega. Þórður Björgvin var gerður að heiðursfélaga í Rótarýklúbbi Hafn- arfjarðar árið 1998. Við, félagar í klúbbnum, þökkum honum sam- fylgdina og vottum fjölskyldu hans og vinum samúð á þessari kveðju- stund. Sigurþór Aðalsteinsson.                                   !"  #"!! ! #  $% "  "  #"!!    $% &' () "  $% *$! *+$!$#"!! % '$,-'# .                                          !                 !"          #$ "   $% &    ' (  )           " $%  *     (+    + , $                                                !"! #       !   !    "      # "           $       $     %    "  $" $" %%& "  '% ! #(& "   & %%  %'% $" %%&(&'% %  )&* %  +"  % $" %%  ",'- & % "  .%-"  / %  '%#                                !"#$%&!$'(%%& ) *!' +&$%&!$$#! &  "#$%&!$'(%%& ) *!' ,&!$$#! -./!!"#$%&!$'(%%& 0$ &. 1!& ,#2$$#! /  "#$%&!$$#! 3 4%"( ! / "#$%&!$'(%%& ,(5!! 5#!$! 2!2/!# 2!2!2/! Kæri vinur. Ekki ór- aði mig fyrir því er við sátum saman yfir kaffibolla á fimmtu- dagsmorgni að þú hyrfir úr þessum heimi aðeins þremur dögum síðar. Hjalta kynnt- ist ég fyrir mörgum árum. Hann kom næstum í hvert sinn þegar seldur var lyftari eða skoða þurfti eitthvert tæki er fyrirtæki mitt seldi. Hjalti kom í fyrstu fyrir sem fámáll, vandvirkur, seintekinn en ákaflega fastur fyrir. Ef hann fann eitthvað að skrifaði hann sína skýrslu og rétti mér þegjandi og hvarf á braut. Þegar ég kynntist Hjalta betur og komst inn fyrir embættismannaskelina kom hlýr maður með hjarta úr gulli í ljós. Smám saman myndaðist með okkur Hjalta góð vinátta sem hélst. Ég kynnti Hjalta fyrir félagsskap sem ég starfaði í og fékk Hjalta til að ganga til starfa með Lionskubbn- um Þór. Þar starfaði hann hann að líknarmálum og lét til sín taka. Hon- um var sérstaklega hugleikin störf fyrir skjólstæðinga okkar í Tjalda- nesi, þar kom hans rétta eðli í ljós gagnvart þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Mikill missir er af Hjalta úr klúbbnum og er hans þar minnst með þakklæti og Sesselíu eiginkonu hans vottuð samúð. Á lífs- ins braut verða margir ólíkir ein- staklingar á vegi manna. Sumir líða hjá en aðrir staldra við og skilja eft- ir sig trausta og heiðarlega vináttu sem skiptir máli. Þannig maður var Hjalti. Ekkju hans, Sesselíu, og öðr- um aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð og bið algóðan guð að styrkja þau í sorg sinni. Kári Kort Jónsson. Að morgni mánudagsins 3. des- ember frétti ég lát Hjalta Ásgeirs- sonar, vinar míns og samstarfs- manns til fjölda ára. Þótt mér og öllum sem til Hjalta þekktu væri ljóst að heilsa hans væri ekki góð voru þessar fréttir þó mjög óvæntar og reiðarslag fyrir mig. Fyrir rétt rúmri viku vorum við Hjalti að ræða aukin störf hans við vinnuvélanám- skeiðin þegar hann færi á eftirlaun hjá ríkinu eftir 2 ár. Við Hjalti kynntumst fyrst við kennslu á vinnuvélanámskeiðum, fyrir um 16 árum. Núna síðustu 5 árin jókst samstarf okkar og var hann mín hægri hönd í vélanám- skeiðunum Nýja ökuskólans og raunar báðar hendur ef svo bar undir. Hjalta prýddu margar dyggðir, s.s. stundvísi, ósérhlífni, reglusemi, og hollusta við vini sína, en þeir voru margir. Traustari kennara en Hjalta var ekki hægt að hugsa sér, ævinlega mættur ekki minna en 45 mínútum fyrir kennslu, aldrei stóð upp á neitt sem að honum laut í kennslunni. Mig rekur ekki minni til þess öll þessi ár að hann hafi beðið mig um tilfærslu á kennslu í nám- skeiðum fyrir sig sjálfan beint. Þá sjaldan að hann bað um breytingu var ef eitthvað stóð til hjá konu hans og hann vildi vera með henni þar. Hjalti bað svo sjaldan um nokk- urn hlut að það var sérstök ánægja að gera það sem hann bað um. Þau hjónin Hjalti og Sesselía höfðu komið sér upp fallegu og sér- lega hlýlegu heimili í Grafarvogin- um og stundum sátum við Hjalti í fallegum blómaskálanum þeirra og ræddum sameiginleg áhugamál sem var námskeiðsreksturinn. Við Hjalti ræddum sjaldan einkamál okkar en það fór ekki fram hjá mér að hann HJALTI EIRÍKUR ÁSGEIRSSON ✝ Hjalti EiríkurÁsgeirsson fædd- ist í Neskaupstað 18. apríl 1939. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi 3. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Graf- arvogskirkju 10. des- ember. taldi konu sína Sessel- íu það besta hnoss sem honum hefði hlotnast í lífinu. Hjalti hefði ekki þjónað námskeiðunum betur eða af meiri trú- mennsku þótt hann hefði átt þau einn og sjálfur. Eigendur skól- ans, Einar og Tryggvi, mátu trúmennsku hans mikils enda ekki á hverju strái launa- menn sem vinna eins og eigendur. Hjalti náði mjög vel til þess markhóps sem sækir þessi námskeið. Hann fór sínar eigin leið- ir í kennslunni og honum lét ekkert sérstaklega að kenna eða vinna eftir forskrift annarra. Hann var því betri sem maður skipti sér minna af hans aðferðum og leyfði honum að ráða meira sjálfum. Vélstjórnar- menntun og löng reynsla á þeim vettvangi til sjós og einn og hálfur áratugur sem tæknifulltrúi hjá Vinnueftirliti ríkisins gerði það af verkum að hann hafði góða þekk- ingu á þeim málaflokkum sem hann fjallaði um á námskeiðunum. Hann hafði gott lag á að skreyta kennsl- una með gamansögum sem tengd- ust efninu og oft bárust hlátrasköll- in úr kennslustofunni þegar Hjalti fór á flug. Eitt sinn spurði ég einn nemendanna hvernig honum hefði líkað við Hjalta sem þá hafði kennt kvöldið áður. Og svarið kom um hæl, „karlinn, hann er langflottast- ur.“ Þótt við Hjalti hefðum fyrirætl- anir um framtíðina fór ekki hjá því að ég óttaðist um heilsu hans og ræddum við það nokkrum sinnum. Hann taldi mig svartsýnan í meira lagi að láta í ljósi efasemdir um að hann gæti bætt við sig verkefnum. Ef mér fannst hann venju fremur þungur fyrir brjóstinu og bauð hon- um að skipta við hann á kennslu- kvöldi, þá taldi hann aldrei þörf á því og þykknaði heldur í honum. Honum var ekki um það gefið að hann væri ekki talinn fullgildur til hvers sem var. Það er dugnaðar- forkum vafalaust þungbært að finna þrekið minnka og að það sem áður var auðvelt er orðið erfitt eða jafn- vel ógerlegt. Hjalti var sérlega hjálpsamur og greiðvikinn og sýndist mér það gilda um alla sem til hans leituðu, kunnugra sem ókunnugra. Það er víst að við starfsmenn Nýja ökuskólans og Einars og Tryggva ehf. í Klettagörðum 11 söknum Hjalta Ásgeirssonar, bros- milds og létts, alltaf til í glens og grín. Þegar dauðann ber svo brátt að sem þarna var, þá fer ekki hjá því að mér finnist að allt sem ég þurfti að segja við Hjalta hafi verið ósagt. Það er svo margt persónulegt sem ég hefði kosið að segja við Hjalta en það verður ekki gert héðan af í þessu lífi. Guð blessi minningu Hjalta Ás- geirssonar. Svavar Svavarsson. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.