Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GÓÐIR lesendur, við skulum aðeins skoða orðið friðarferli. Þetta orð mun hafa komist í tísku eftir frið- arsamninga Ísraela og Palestínu- manna í Ósló fyrir 8 árum, notað um framkvæmd og nánari útfærslu á þeim atriðum sem um var samið og ekkert nema gott um það að segja. Í reynd er þetta orðið tákn fyrir þá hugsun að láti Palestínumenn sér ekki vel líka að stofnaðar séu nýjar gyðingabyggðir á því landi sem þeim hafði verið úthlutað með Osló- arsamkomulaginu (að vísu undar- legt að tala um úthlutun á landi sem var af þeim tekið í styrjöld) þá séu þeir réttdræpir hryðjuverkamenn. Í raun og veru minnir staða pal- estínsku þjóðarinnar mest á sauðfé í rétt þar sem hver sem er getur hve- nær sem er búist við að vera tekinn úr til lógunar. Þarna eru nokkrar milljónir manna hnepptar inni á ótrúlega litlu svæði, sem er svo sundurhólfað í nokkra dilka, sem hver um sig er umkringdur af varð- hundum. Þ.e.a.s. ísraelskum her- mönnum búnum öllum nýtísku víg- vélum. Þetta eru kölluð sjálf- stjórnarsvæði! Svo ég haldi svolítið lengra með líkinguna með féð í rétt- inni, þá er séð um það af fjárhirðu- num að ekki komist ró yfir hjörðina. Það hentar ekki fjárhirðunum sem nú ráða ríkjum á Betlehemsvöllum. Nærri daglega heyrum við fréttir af drápum á palestínskum lögreglu- mönnum eða árásum á lögreglu- stöðvar þeirra. Á sama tíma kveður við síbyljan í fréttunum, að Arafat hafi enga stjórn á sínum mönnum. Halda einhverjir að dauðir lögreglu- menn muni vera virkari við að hand- taka hryðjuverkamenn heldur en þeir sem á lífi eru! Hvernig líður ráðamönnum okkar með það að vera samábyrgir í þess- um djöfulskap? Í fréttaþættinum Kastljósi gerði utanríkisráðherra okkar játningu nýlega, sem virtist næstum hrökkva óvart af vörum hans, en var eigi að síður fagnaðarefni. Hann sagðist (efnislega) í raun vera farinn að efast um að Sharoni hefði nokkurn tíma verið mikil alvara með að við- halda „friðarferlinu“. Auðvitað er honum eins og okkur öllum, sem reynum að rýna í gegnum blekk- ingamoldviðrið, það fullljóst, að til Hryðjuverk og friðarferli Frá Sævari í Rauðholti: ÍSRAEL er orðið þátttakandi í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þetta segir a.m.k Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Hann þarf hvorki að segja mér, né öðrum, að hryðjuverk Palestínumanna í Ísrael séu sam- nefnari hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. september. Uppreisn Palestínumanna gegn hernámi Ísraela á Vesturbakkanum hefur nú staðið í rúmt ár. Síðan hún hófst hafa um 1000 Palestínu- menn og tæplega 200 Ísraelar látið lífið. Margir ráða- og samningamenn Palestínumanna vöruðu við því á sínum tíma að ef Ariel Sharon kæmist til valda í Ísrael myndu margir Palestínumenn túlka það sem stríðsyfirlýsingu. Ariel Sharon er fyrirlitinn af allri palestínsku þjóðinni, og einnig öðr- um þjóðum í Mið-Austurlöndum. Ástæðan fyrir því er frekar skuggaleg fortíð Sharons í stjórn- málum. Árið 1982 var Sharon varnar- málaráðherra. Sem slíkur bar hann ábyrgð á voðaverkum Ísraels- manna gagnvart saklausum borg- urum, ekki bara í Palestínu, heldur einnig í Líbanon. Ísraelsk stjórnvöld hafa ávallt sagt að hernám þeirra á Vestur- bakkanum sé til þess gert að verja ísraelska ríkisborgara gegn hryðju- verkum. Gott og vel, menn hafa rétt til að verja sig. En hernámið hefur gert hið gagnstæða. Í staðinn fyrir að það verndi borgarana hef- ur það orðið til þess að Palestínu- menn líta á Hamas-samtökin sem þjóðfrelsishreyfingu sem sé að berjast fyrir frelsun þjóðarinnar. Hver maður með fulla fimm yrði fljótlega geðbilaður ef hann þyrfti til lengdar að búa við þá kúgun og niðurlægingu sem hernámið hefur haft í för með sér. Reyndar gera Hamas-menn Sharon greiða þegar þeir framkvæma hryðjuverk því þá fær hann tækifæri til að koma öfga- fullum markmiðum sínum í fram- kvæmd, að útrýma palestínsku þjóðinni. Kröfur Palestínumanna sem skil- yrði fyrir friði eru bæði sanngjarn- ar og réttlátar. Þeir vilja að her- námi verði hætt. Þeir vilja að ólöglegir gyðingalandnemar fari burt. Þeir vilja fá að stofna sitt frjálsa og sjálfstæða ríki. Óbilandi stuðningur Bandaríkja- manna við hernám og nú síðast loftárásir Íraela á Gaza er mér tor- skilinn. Ég tel þó að ástæður hins blinda stuðnings Bandaríkjanna og annarra vestrænna ríkja við Ísrael sé fólgin í misskilinni samúð með gyðingum. Illa var farið með gyð- inga áður fyrr. Nasistar slátruðu gyðingum eins og dýrum í seinna stríði og auðvitað hefur maður samúð með þeim að því leyti. En nú er svo komið að þjóðin sem eitt sinn var þolandi í helför er nú orðin gerandi í annarri helför sem er fólgin í því að ganga end- anlega frá palestínsku þjóðinni. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON. Um Ísrael og Palestínu Frá Sigurði Þórarinssyni: Sigurður Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.