Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 51 DAGBÓK Opið í dag, sunnudag, kl. 13-18 Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00. Hin fitulausa panna SÍON ehf. - GASTROLUX Íslandi Smiðjuvegi 11, e gul gata, Kópavogi, símar 568 2770 og 898 2865 - www. gastrolux.is  Glerkeramik húðaðir pottar og pönnur  Steiking án feiti  Maturinn brennur ekki við  Nikkelfrí húð sem flagnar ekki af  Þolir allt að 260° hita í ofni  Málmáhöld leyfileg  Þvoist með sápu  5 ára ábyrgð Margar stærðir og gerðir Líttu við hjá okkur eða pantaðu pöntunarlista Okkur vantar jafnframt sölufólk um allt land ein sta ka Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð atorkusöm og hafið ímyndunaraflið í lagi og finnið því oft lausnir sem öðrum eru huldar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Takið engar skyndiákvarðan- ir í dag. Ef þið þurfið að taka af skarið skulið þið velta hlut- unum vandlega fyrir ykkur áður en þið takið ákvörðun. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er í lagi að láta sig dreyma svo framarlega sem þið velkist ekki í vafa um hvað er draumur og hvað raun- veruleiki. Sýnið öðrum tillits- semi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þið ættuð ekki að stunda ein- hverja lánastarfsemi í dag. Hlutirnir eiga það til að verða öðruvísi en ætlast er til og þá er best að hafa sitt á þurru. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þið ættuð að ganga úr skugga um hvað það er sem annað fólk vill áður en þið hlaupið upp til handa og fóta til að uppfylla einhverjar vænting- ar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þið ættuð að láta athuga heilsu ykkar. Það er sjálfsagt að fylgjast með henni og grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana svo hún haldist góð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þið ættuð að gefa ykkur meiri tíma með vinum og vanda- mönnum. Þeir eru bakhjarl- inn sem aldrei bregst og því eigið þið að rækta þau sam- bönd. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er engin ástæða til að hengja haus þótt verkefnin drífi að. Brettið bara upp ermarnar og takið á honum stóra ykkar. Það ætti að duga! Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þið ættuð að líta vandlega í kringum ykkur og kunna að meta það sem þið hafið. Gras- ið er ekkert grænna handan girðingarinnar, þótt þið hald- ið það. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þið ættuð bara að slaka á í dag og láta öll stórvirki vera. Stundum er besta ráðið bara að gera ekki neitt og búa sig undir næsta dag. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Gáið að ykkur í umferðinni. Nú er mikill ys og þys og skammdegið svart svo það er öllum fyrir bestu að fara var- lega. Verið jákvæð og bros- mild. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið ættuð ekki að láta draga ykkur til þess að gera annað en þið viljið sjálf. Væntingar annarra eru ekki ykkar skylda. Sýnið fullt sjálfstæði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þið þurfið ekkert að vera að æsa ykkur út af því þótt hlut- irnir fari ekki nákvæmlega eins og þið helst viljið. Þið er- uð ekki ein í heiminum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ER einhver hætta á ferð- um? Þú ert í austur, í vörn gegn fimm laufum og makker þinn byrjar vörn- ina á hagstæðan hátt með því að spila út hjartakóng. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á76 ♥ Á3 ♦ D964 ♣D752 Austur ♠ KD52 ♥ G754 ♦ G1087 ♣Á Vestur Norður Austur Suður Pass 1 tígull Pass 2 lauf Pass 3 lauf Pass 5 lauf Pass Pass Pass Sagnhafi tekur með hjartaás og spilar laufi. Þú er inni á trompásnum og … gerir hvað? Hvernig líta spil suðurs út? Greinilega á hann ekki mikið í hálitunum og í mesta lagi KG í laufi. Hann hlýtur að vera með ÁK í tígli. En hvað á hann mörg tromp? Væntanlega sex eða sjö, því ella hefði hann hugleitt þrjú grönd. Og eitt í viðbót – makker vakti ekki á tveimur hjört- um og er því tæplega með sexlit. Sem þýðir að sagn- hafi hefur ekki byrjað með einspil í hjarta. Norður ♠ Á76 ♥ Á3 ♦ D964 ♣D752 Vestur Austur ♠ 10943 ♠ KD52 ♥ KD986 ♥ G754 ♦ 52 ♦ G1087 ♣83 ♣Á Suður ♠ G8 ♥ 102 ♦ ÁK3 ♣KG10964 Hvert stefna þessar hugleiðingar? Jú, vörnin á slag á hjarta til hliðar við laufás og þriðji slagurinn kemur vonandi á spaða í fyllingu tímans ef suður á aðeins sexlit í trompi. En það væri ógætilegt að hirða hjartaslaginn strax áður en spaðakóng er spil- að. Sé það gert myndast þvingun í spaða og tígli þegar sagnhafi tekur öll trompin í botn. Það er því greinilega hætta á ferðum. Leiðin framhjá þvinguninni er að spila strax spaðakóng, áð- ur en hjartaslagurinn er tekinn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 17. desember, er áttræð- ur Hjörtur Kristinn Hjart- arson, Gullsmára 11. Eiginkona hans er Jóhanna Arnórsdóttir. Þau eru að heiman í dag. LJÓÐABROT SÓLHEIMASANDUR Svo ríddu þá með mér á Sólheimasand. Sjávar þar aldrei þagnar kliður, en Jökulsá spinnur úr jakatoga band, og jökullinn í hafið gægist niður. Hann horfir á starf hinnar hraðstreymu ár og hettuna missir af skalla, en Jökulsá hana sinn lyppar í lár og loðið tætir reyfi hvítra mjalla. En þó er sú strönd heldur þegjandalig, þar heyrast ei kvikar raddir neinar, því náttúran talar þar ein við sjálfa sig, en sveina fæstir skilja, hvað hún meinar. Grímur Thomsen 1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. Rf3 e6 4. e3 c5 5. Bxc4 Rf6 6. O-O a6 7. a4 Rc6 8. De2 cxd4 9. Hd1 Be7 10. exd4 O-O 11. Rc3 Rd5 12. Re4 b6 13. Bd2 Bb7 14. Hac1 h6 15. Bd3 He8 16. Bb1 Hc8 17. h4 f5 18. Reg5 Bxg5 19. hxg5 hxg5 20. Bxg5 Dd6 21. Bh4 Df4 22. Bg3 Dg4 23. Dd2 Rf6 24. He1 Hcd8 Staðan kom upp í Heimsmeistarakeppni FIDE í kvennaflokki sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Kínverska stúlkan Zhu Chen (2.497) hafði hvítt gegn Alisu Maric (2.457). 25. Hxc6! Bxc6 26. Re5 Dxd4 27. Dxd4 Hxd4 28. Rxc6 Hc4 29. Re5 Hxa4 30. f3 Ha1 31. Rc6 Kf7 32. Bf2 Rd5 33. Bd4 Hc8 34. Re5+ Kg8 35. Kf2 Ha4 36. Hd1 Hc7 37. g4 Re7 38. Kg3 g5 39. Bxb6 Hb7 40. Hd8+ Kh7 41. Bd4 Rd5 42. gxf5 Kg7 43. Rc4+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Morgunblaðið/Golli BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 1. desember 2001 í Iðnó af Önnu Mjöll Karls- dóttur, fulltrúa sýslumanns, Ásdís Ásgeirsdóttir og Sig- urður Gísli Björnsson. Heimili þeirra er á Sólvalla- götu 66. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 16. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Elsa Guðsteinsdóttir og Mar- geir Ingólfsson, húsasmíðameistari í Garðabæ. Þau dvelja á heimili sínu í Calle Poseidon 308, El Oasis, Los Alcazares, Murcia 30710 á Spáni. S. 0034-9-68574806. Með morgunkaffinu Klaufinn þinn! Sérðu ekki að það er þvottadagur í dag.    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.