Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.12.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÚRSKURÐARNEFND um upp- lýsingamál hefur nýlega komist að þeirri niðurstöðu að utanríkisráðu- neytinu beri að afhenda lögmanni bréf sem hann óskaði eftir, en var synjað af ráðuneytinu. Bréfið var sent í júlí sl. frá Eftirlitsstofnun EFTA (Fríverslunarsamtaka Evr- ópu), eða ESA, og innihélt form- lega viðvörun til stjórnvalda varð- andi jarðalögin, nr. 65 frá árinu 1976. Kemst ESA að þeirri nið- urstöðu að þrjár greinar jarðalaga séu andstæðar reglum Evrópska efnahagssvæðisins, EES, um frjálsa fjármagnsflutninga og stað- festurétt, þ.e. að hægt sé að flytja og setjast að eða stofna fyrirtæki hvar sem er innan EES-svæðisins. Málsatvik eru þau að lögmað- urinn, fyrir hönd umbjóðanda síns, sendi erindi til ESA í ársbyrjun 2000 þar sem óskað var eftir skoð- un á því hvort tiltekin ákvæði jarðalaganna stæðust samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, einkum þau er varða forkaupsrétt sveitarfélaga á ríkisjörðum. Eftirlitsstofnun EFTA tók erind- ið til rækilegrar skoðunar og yf- irfór jarðalögin í heild sinni. Eftir þá vinnu var stjórnvöldum sent við- vörunarbréf í júlí sl., sem er fyrsta skref umfjöllunar mála innan ESA. Ef stjórnvöld gera ekkert í málinu mun ESA skila af sér rökstuddu áliti og verði jarðalögunum ekki breytt eftir það fer málið vænt- anlega fyrir EFTA-dómstólinn. Eftirlitsstofnunin komst að því að þrjár greinar jarðalaganna, nr. 6, 11 og 30, væru andstæðar reglum EES og fælu m.a. í sér við- skiptahindranir. Um er að ræða greinar er í fyrsta lagi varða tvöfalt tilkynningakerfi á jarðasölu, þ.e. 6. greinin, bæði til jarðanefndar og viðkomandi sveitarfélags, í öðru lagi það skilyrði fyrir því að fá heimild til að stunda landbúnað að viðkomandi hafi starfað við land- búnað hér á landi í tvö ár, sem er 11. greinin, og í þriðja lagi 30. gr. þar sem kveðið er á um forkaups- rétt sveitarfélaga á jörðum. Synjað um aðgang að bréfi ESA Lögmaðurinn fór fram á það skriflega við landbúnaðarráðuneyt- ið í ágúst sl. að fá aðgang að þessu bréfi frá ESA og framsendi ráðu- neytið beiðnina til utanríkisráðu- neytisins. Það ráðuneyti synjaði beiðni lögmannsins, m.a. með eft- irfarandi rökum: „Bréf það sem þér vísið til mark- ar á grunni samningsins milli EFTA-ríkjanna um stofnun eftir- litsstofnunar og dómstóls fyrsta skrefið í mögulegri málsókn Eft- irlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir EFTA-dómstólnum. Með hliðsjón af því telur ráðuneytið eðlilegt að með beiðni yðar verði farið á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýs- ingalaga nr. 50/1996 þar sem ESA telst að mati ráðuneytisins fjöl- þjóðastofnun í skilningi þess ákvæðis. – Formleg viðvörun af því tagi er hér um ræðir er einhliða skoðun ESA á tilteknu lagalegu álitaefni sem einungis í takmörk- uðum mæli endurspeglar sjónarmið íslenskra stjórnvalda. Viðbúið er að erindið leiði til frekari skoðana- skipta milli ESA og íslenskra stjórnvalda sem á endanum kunna að leiða til þess að málinu verði ekki frekar fylgt eftir af hálfu ESA. Meðan málið er á því stigi telur ráðuneytið að almannahags- munir standi til þess að aðgangur að upplýsingum af þessu tagi sé takmarkaður á grundvelli 2. tölul. 6. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.“ Afhending bréfs gæti ekki spillt samskiptum við EFTA Í kæru til úrskurðarnefndarinnar bendir lögmaðurinn á að umbjóð- andi sinn hafi upphaflega kært mál það til ESA sem varð tilefni viðvör- unar stofnunarinnar til stjórnvalda. Þá dregur kærandi í efa að umbeð- in gögn varði þá hagsmuni sem upplýsingalögunum sé ætlað að vernda, og bendir jafnframt á að stjórnvöld hafi áður veitt aðgang að sambærilegum erindum frá ESA, þ.á m. álitum vegna áfengiseinka- sölu ríkisins. Úrskurðarnefndin telur ráðu- neytið, miðað við hve langt er liðið síðan bréfið barst stjórnvöldum, ekki hafa sýnt fram á að það geti spillt samskiptum íslenska ríkisins við EFTA eða ESA þótt almenn- ingur fái vitneskju um efni bréfs- ins. Utanríkisráðuneytinu bar að afhenda viðvörun frá Eftirlitsstofnun EFTA Þrjár greinar jarðalaga andstæðar reglum EES HALLGRÍMSKIRKJA varð aust- urríska kökugerðarmanninum Roland Kavalirek að yrkisefni er hann tók sig til og bakaði pipar- kökueftirlíkingu sem er til sýnis í Breiðholtsbakaríi. Piparköku- húsið er um einn metri á hæð og fóru um 15 kg af deigi í bakst- urinn. Húsið hefur að vonum vak- ið mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem ráðist er í framkvæmdir af þessu tagi og vildu allir Lilju kveðið hafa. Fram að jólum geta vegfarendur virt hið stæðilega piparkökuhús fyrir sér í búðarglugganum eins og þeir Eyþór Helgi og Pétur Fann- ar gerðu í gær. Bráðlega verður sett jólalýsing inn í húsið sem ætti að auka enn á virðuleikann, svona rétt fyrir jólin. Eftir jól má síðan búast við að húsið verði gefið Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuholti en frekari ákvörðun um örlög þessa fallega hnoss- gætis hefur ekki verið tekin. Morgunblaðið/Ásdís Kirkja sem bragð er af STEFNT er að því að ríkisstjórnin afgreiði á fundi sínum á þriðjudag tillögur grænmetisnefndarinnar svo- nefndu. Ganga þær út á að fella niður tolla á grænmeti að nokkru leyti til að lækka verð til neytenda. Í stað þeirra fái bændur m.a. beingreiðslur til að jafna samkeppnisskilyrði þeirra gagnvart innflutningi. Gætu þær numið rúmum 150 milljónum króna. Meðal þess sem nefndin hefur lagt til er að verð- og magntollar falli nið- ur af gúrku, papriku og tómötum. Verði innflutningur í raun gefinn frjáls en til að jafna samkeppnis- stöðu innlendra framleiðenda fái þeir beingreiðslur. Er talið að þær geti orðið rúmlega 150 milljónir króna á ári. Önnur tillaga nefndar- innar í þessa veru er að verðtollar á tómata, papriku og gúrkur falli niður en magntollar verði áfram lagðir á til þess að jafna stöðu innlendu fram- leiðslunnar gagnvart innflutningi þegar framboð er nægt. Þá er hugmyndin að fella niður tolla af útiræktuðu grænmeti, kart- öflum og sveppum en að lagður verði á magntollur þegar framboð af inn- lendum afurðum er nægilegt að magni og gæðum. Veittir verði styrkir til úreldingar Gert er ráð fyrir að samið verði með þessu um tíu ára aðlögunartíma fyrir garðyrkjubændur og aðra bændur á þessu sviði. Hafa einnig verið settar fram tillögur um að yl- ræktendur fái að njóta rafmagns- verðs til lýsingar sem sé sambæri- legt við það sem gerist erlendis sem kostað gæti um 30 milljónir, fjárfest- ing í lýsingarbúnaði verði styrkt um 15 milljónir og boðnir verði styrkir til úreldingar í nokkur ár. Tillögur grænmetisnefndar ræddar í ríkisstjórn á þriðjudag Beingreiðslur um 150 m.kr. REYKJAVÍKURBORG er nú að tilraunakeyra starfsmatskerfi, sem notað verður til að meta verðmæti starfa innan borgarkerfisins, óháð einstaklingunum sem gegna þeim. Starfsmatinu á að vera lokið 1. des- ember á næsta ári og hafa borgin og viðsemjendur hennar þá þrjú ár til að semja um hvernig laun verða löguð að niðurstöðum þess. Markmiðið er að ein launatafla nái til allra starfsmanna Reykjavík- urborgar. Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráð- gjafi Reykjavíkurborgar, segir starfsmat vega þungt í umræðunni um launamun karla og kvenna og í raun vera tæki til að jafna laun. „Reykjavíkurborg hefur verið með ólíka kjarasamninga við hina ýmsu starfshópa, en í síðustu samningum við helstu viðsemjendur borgarinn- ar var ákveðið að taka upp starfs- mat og samræma launakerfi og réttindi þessa hóps,“ segir Hildur. „Starfsmat er eina raunhæfa leið- in til að uppfylla þau lagatilmæli að greiða konum og körlum sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf. Þessi ákvörðun nær til 86% þeirra starfsmanna borgarinnar sem við semjum við.“ Reykjavík vinnur að starfsmati Markmiðið er ein launatafla  Jafnréttismál/20 BJÖRGUNARSVEITIR hófu leit að skipverjunum sem saknað er af Svanborgu SH í birtingu í gær og átti að leita í nágrenni slysstaðarins við Öndverðarnes. Á leitarsvæðið komu hópar sérþjálfaðra fjallabjörg- unarmanna, sem hugðust síga niður í klettóttar fjörur þar sem brak úr bátnum hefur borist á land. Erfitt hefur verið hingað til að fín- kemba fjörur í grennd við strand- staðinn á Öndverðarnesi vegna óhagstæðra veðurskilyrða og mikils brims en í gær vær ætlunin að leita á þeim stöðum. Um 80 björgunarsveitarmenn voru skráðir til leitar í gær. Sigið í kletta við leit að skipverjum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.