Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 18.12.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isFígo bestur í heimi, Owen bestur í Evrópu/B1 Fjórir nýliðar í landsliðshópi Guðmundar/B1 8 SÍÐUR28 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ÞAÐ hlýtur að teljast harla óvenjulegt að standa jóla- sveina að því að taka upp kartöflur í desember. Fréttaritari Morgunblaðsins varð heldur en ekki hissa þegar hann rak augun í tvo litla jólasveina sem voru að taka upp kartöflur nú um miðjan mánuðinn. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þetta voru þau Ingimar Sveinsson og Telma Lind Sveinsdóttir sem voru að vinna „haustverkin“ í veðurblíðunni rétt fyrir utan Djúpavog. Kartöflugarðurinn er á gömlum kirkjustað, Hálsi, en ekki náðist að ljúka við að taka upp kartöflurnar í haust. Jólasveinarnir höfðu reynd- ar góða aðstoðarmenn, þá Svein Kristján Ingimars- son, sem er faðir þeirra, og Ingimar Sveinsson, sem er afi þeirra, og voru þeir ánægðir með uppskeruna. Þeir sögðust aldrei fyrr hafa tekið upp kartöflur í miðjum jólaundirbúningi enda sennilega fáir sem geta státað af því. Vonandi þurfa alvörujólasveinarnir þó ekki að fá lánaðar kartöflur hjá þeim til að setja í skóinn fyrir þessi jól! Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Telma Lind og Ingimar með dýrindis „desemberkartöflur“. Haustverk í desember HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Gunnar Guðmundsson hf. og Tryggingamiðstöðina hf. til að greiða manni bætur vegna varan- legrar örorku sem hann hlaut þegar þungur fleki féll af vörubíl og rann á bifreið sem hann ók. Í málinu var tekist á um hvort maðurinn ætti rétt á bótum vegna varanlegrar örorku eða ekki. Trygg- ingarfélagið taldi að þar sem hann væri kominn á ellilaun ætti hann ekki slíkan rétt. Maðurinn starfaði sem verkfræðingur en komst á elli- laun þegar hann varð 65 ára. Slysið varð fimm mánuðum síðar. Í matsgerð lækna kemur fram að hann hefur alla tíð verið heilsu- hraustur en eftir slysið er hann með stöðug, álagsbundin óþægindi við vinstra hné og finnur til við gang. Þá er hugsanlegt að hálshreyfingar hans hafi skerst af völdum slyssins. Ekki liggur fyrir að maðurinn hafi haft fyrirætlanir um að taka til við störf á ný og í matsgerðinni segir að því sé ekki um varanlega örorku að ræða samkvæmt hefðbundinni túlk- un. Ætlaði hann sér á hinn bóginn að hefja aftur störf yrði að álíta að óþægindi frá hnénu myndu hamla honum verulega við að hverfa aftur til verkfræðistarfa og var varanleg örorka hans metin 10%. Í dómnum segir að þótt leiða megi að því líkur að framtíðartekjuöflun mannsins hefði verið fólgin í hefð- bundnum skrifstofustörfum sé ekki loku fyrir það skotið að hann hefði getað nýtt sér aflahæfi sitt til ann- arra starfa. Maðurinn eigi því rétt á bótum vegna varanlegrar örorku. Ekki miðað við meðallaun Ekki var þó miðað við tekjur hans síðustu þrjú ár þar sem þær þóttu ekki góður mælikvarði á framtíðar- tekjumöguleika mannsins. Þess í stað var miðað við lágmarkslaun og voru honum því dæmdar 354.200 krónur í bætur. Dómurinn féllst þó ekki á að afleiðingar umrædds slyss myndu hafa í för með sér fjártjón fyrir manninn vegna skertrar getu til starfa á heimili. Ekki var ágrein- ingur um bætur vegna varanlegs miska og þjáningar. Málsvarnarlaun lögmanns manns- ins, Guðna Á. Haraldssonar hrl., voru greidd úr ríkissjóði þar sem um gjafsóknarmál var að ræða en Tryggingamiðstöðin og Gunnar Guð- mundsson hf. voru einnig dæmd til að greiða andvirði þeirra til ríkis- sjóðs, 200.000 krónur. Helgi I. Jónsson héraðsdómari kvað upp dóminn en Valgeir Pálsson hrl. var til varnar. Á rétt á bótum þótt kominn sé á ellilaun ELDUR kom upp í stýrishúsi í bátnum Sindra GK 270 er hann var á veiðum í Patreksfirði nokkrar mílur frá Blakki í gærmorgun. Tveir menn voru um borð og hörf- uðu þeir í björgunarbátinn undan miklum reyk en sluppu ómeiddir frá eldinum. Að sögn lögreglunnar á Patreksfirði gerðist þetta mjög skyndilega og höfðu bátsverjar ekki tíma til að senda út neyð- arkall, en Villi í Efstabæ BA 124 var á veiðum skammt undan. Hann kom fljótt á vettvang og tók menn- ina um borð. Hafist var þegar handa við að slökkva eldinn og gekk það greið- lega með slökkvitækjum um borð í Villa ásamt því að sjó var sprautað yfir Sindra. Hann var síðan dreg- inn til hafnar þar sem Brunavarnir Vesturbyggðar kæfðu eldinn end- anlega. Að sögn lögreglu er óljóst um ástæður þess að eldurinn kom upp í bátnum, sem er talsvert skemmd- ur af völdum eldsins innan í lúkar og stýrishúsi. Flúðu undan miklum reyk í björg- unarbát Morgunblaðið/Sigurbjörn Sævar Eldur í báti Sindri GK 270 við höfnina í Patreksfirði eftir að eldurinn var slökktur. Leiknar auglýsingar á mbl.is LESENDUM fréttavefjar mbl.is er nú boðið upp á að skoða leiknar auglýsingar á fréttavef mbl.is. Auglýsingin birtist efst í hægri dálki vefjarins þegar lesandinn tengist vefnum. Auglýsingin birtist í upphafi án hljóðs en með því að smella á hljóðtáknið fyrir neðan auglýsinguna er hljóðið gert virkt. Einnig er hægt að skoða auglýs- inguna eins oft og óskað er eftir með því að smella á viðeigandi hnapp. Vill grípa til neyðar- réttar STJÓRN Kirkjugarðs Hafnarfjarðar telur að grípa þurfi til þess ráðs að loka kirkjugarðinum fyrir öðrum en heimamönnum, sem hafa greitt kirkjugarðsgjöld til garðsins, ellegar fyllist hann innan þriggja ára. Sam- kvæmt bréfi sem stjórn garðsins lagði fyrir bæjarráð á fimmtudag eru ekki hafnar nema að mjög takmörkuðu leyti framkvæmdir við stækkun garðsins til austurs samkvæmt aðal- skipulagi. Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, segir að fram- kvæmdir við stækkun séu háðar hönnun Reykjanesbrautar sem sé á lokastigi. Undanfarin fimm ár hafa um 130 greftranir farið fram í garðinum ár- lega. Þar af hafa heimamenn verið um 60% en aðrir um 40% eða rúmlega 50 talsins. Nú eru um 300 ný grafarstæði eftir í nýrri hluta garðsins sem þýðir að innan þriggja ára mun hann fyll- ast. Landsvæði austan garðsins er frátekið sem framtíðarland garðsins samkvæmt gildandi aðalskipulagi.  Kirkjugarðurinn/14 Stjórn Kirkjugarðs Hafnarfjarðar Formlegri leit hætt FORMLEGRI leit að skipverjanum sem saknað er af Ófeigi VE er lokið. Björgunarsveitir frá Álftaveri, Kirkjubæjarklaustri og Vík í Mýrdal leituðu á laugardag og sunnudag frá Skaftárósum að Reynisfjalli. Einnig var leitað úr lofti frá Holtsósi undir Eyjafjöllum austur að Skaftárósum. Í leitinni tóku þátt 30 björgunar- sveitarmenn á fjórum jeppum og tveimur fjórhjólum. Í fréttatilkynn- ingu frá Landsbjörgu segir að bænd- ur á svæðinu verði hins vegar beðnir að vera með eftirgrennslan á fjörum. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.