Morgunblaðið - 21.12.2001, Side 1

Morgunblaðið - 21.12.2001, Side 1
293. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 21. DESEMBER 2001 Hugmynd de la Rua um myndun þjóðstjórnar fékk litlar undirtektir í röðum Peronistaflokksins, sem nú er í stjórnarandstöðu, og sagði Ramon Puerta, forseti þingsins, að stjórnvöld yrðu ein að axla ábyrgð á því ófremdarástandi sem nú ríkir. Sagði annar leiðtogi stjórnarand- stöðunnar, Carlos Maestro, að de la Rua ætti engra annarra kosta völ en að segja af sér. Undir þá kröfu höfðu mótmælendur tekið er þeir kröfðust afsagnar forsetans fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires. De la Rua hef- ur verið forseti Argentínu frá árinu 1999 en hann tók við afar erfiðu búi og má segja að efna- hagskreppa hafi verið í landinu allan hans valda- tíma. Fyrr um dag- inn hafði öll ríkisstjórn de la Rua sagt af sér, þ. á m. efnahagsmála- ráðherrann Domingo Carvallo, sem mótmælendur höfðu að sérstökum skotspæni á fimmtudag. Það var Carvallo sem í síðasta mánuði fyrir- skipaði harkalegar aðhaldsaðgerðir sem áttu að miða að því að forða ríkissjóði frá gjaldþroti. Tuttugu manns hafa fallið í því öngþveiti sem skakið hefur Argent- ínu undanfarna þrjá daga en í gær hélt fólk áfram að bjóða lögreglunni birginn, stunda gripdeildir og efna til óeirða, þrátt fyrir að forseti landsins hafi á fimmtudag lýst yfir neyðarástandi í landinu sem veitir lögreglunni heimild til þess að grípa til víðtækra ráðstafana til að stilla til friðar. Greindu yfirvöld frá því að meira en tvö þúsund manns hefðu þegar verið handtekin, þ.m.t. 350 í höfuðborginni Buenos Aires. Í gær kom m.a. til átaka nærri forsetahöllinni í Buenos Aires og féllu fjórir menn þar af skotsárum eftir að hafa lent í átökum við lög- regluna. Götuóeirðir og pólitískt öngþveiti kostar tuttugu manns lífið í Argentínu AP Lögreglan dregur einn mótmælenda á brott á Mayo-torginu í Buenos Aires en algert öngþveiti ríkti í borginni í gær. De la Rua forseti segir af sér embætti Buenos Aires. AFP, AP.  Ófremdarástand/26–27 Fernando de la Rua FERNANDO de la Rua, forseti Argentínu, sagði í gær af sér embætti eftir að stjórnarandstaðan í landinu hafnaði ósk hans um að hún tæki þátt í myndun þjóðstjórnar svo að finna mætti lausn á þeim vanda sem að steðjar. Fyrr um daginn hafði de la Rua gefið til kynna að hann væri reiðubúinn að leita nýrra leiða til þess að vinna bug á efnahagskreppu sem valdið hefur því að til blóð- ugra óeirða hefur komið í mörgum helstu borgum landsins undanfarna daga. LÝTALÆKNAR í Ósló vinna nú dag sem nótt við að sinna óskum kvenna sem vilja nota tækifærið í jólamánuðinum og láta stækka á sér brjóstin. „Fólk vill skreyta sig fyrir jólin,“ er haft eftir ráðgjafa hjá AXESS- sjúkrahúsinu í Aftenposten. Sumir vilja samt að stúlkur fari að öllu með gát og þær að- ferðir sem notaðar eru til að auglýsa brjóstastækkun eru sagðar ýta undir sálarflækjur. „Þetta er synd. Stúlkurnar ættu heldur að kaupa sér fallegan brjóstahaldara með púðum sem þær geta tekið af sér á kvöldin. Stúlkurnar hafa enga tryggingu fyrir því að silíkonið muni ekki valda þeim vandræðum. Þetta er rússnesk rúlletta,“ segir Gerd Hansen hjá samtökum sem að- stoða konur er hafa orðið fyrir tjóni vegna silíkonfyllinga. Stærri brjóst í jólagjöf FYRSTU liðsmenn friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna komu til Afganistans í gær en fyrsta verkefni þeirra er að tryggja að athöfn sem haldin verður um helgina, til að setja bráðabirgðastjórn undir forsæti Hamids Karzai í embætti, fari vel fram. Öryggisráð SÞ hittist síðdegis í gær til að leggja endanlega blessun sína yfir myndun sveitanna, sem Bretar munu fara fyrir í upphafi en það voru einmitt rúmlega fimmtíu breskir hermenn sem lentu á Bagram-flugvellinum í útjaðri Kabúl í gær. Bardagar héldu enn áfram á landamærum Pakistans og Afganist- ans í gær milli pakistanskra örygg- issveita og um 150 erlendra liðs- manna al-Qaeda-hryðjuverkasam- takanna sem á miðvikudag höfðu sloppið úr greipum þeirra fyrr- nefndu. Er talið að sautján manns hafi nú fallið í þessum átökum en Pakistanar leggja allt kapp á að koma höndum yfir mennina á nýjan leik. Enn spurðist hins vegar ekkert til Sádi-Arabans Osama bin Ladens. Liðsmenn friðargæslu- sveita SÞ komnir til Kabúl Kabúl, Islamabad. AFP.  Barnaleikir/28 EINN Palestínumaður lést eftir að til skotbardaga kom við ísraelska hermenn í úthverfi borgarinnar Nablus á Vesturbakkanum en fyrr um daginn hafði Ísraelsstjórn óvænt kallað herlið sitt til baka frá þessu svæði, sem Ísraelsmenn höfðu ein- ungis nýverið tekið á sitt vald. Til átaka kom einnig í Gaza-borg þegar öryggislögregla heimastjórnar Pal- estínumanna reyndi að handtaka einn af foringjum Hamas-samtak- anna, Abdul Aziz al-Rantissi. Særð- ust tveir lögreglumenn og fimm óbreyttir borgarar í átökunum. Í gærkvöldi særðust síðan átján palestínskir lögreglumenn og fimm óbreyttir borgarar eftir að til átaka kom milli lögreglunnar og liðsmanna Hamas. Jafnframt særðust fimm lögreglumenn og einn óbreyttur borgari lést þegar nokkrir Hamas- liðar gerðu áhlaup að lögreglustöð í Gaza-borg í því skyni að frelsa nokkra félaga sína úr haldi. Harðari aðgerðir Arafats sagð- ar tengjast liðsflutningunum Ísraelar tóku á sitt vald svæði í ná- grenni Nablus og bæjunum At Tira og Beitunya nálægt Ramallah snemma í desember eftir að palest- ínskir öfgamenn höfðu myrt 26 manns í sjálfsmorðsárásum í borg- unum Jerúsalem og Haifa. Snemma í gær hélt herlið Ísraels þaðan á brott en sneri síðan til baka í eftirmiðdag- inn, með fyrrgreindum afleiðingum. Arafat hefur á undanförnum dög- um orðið við kröfum um harðari að- gerðir gegn palestínskum öfga- mönnum og fréttaskýrendur sögðu að samhengi væri á milli þeirra að- gerða og ákvörðunar Ísraela í gær að kalla herlið sitt til baka frá Nablus. Arafat fyr- irskipar að- gerðir gegn Hamas Nablus á Vesturbakkanum. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.