Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hannes skrifaði undir hjá Viking Stavanger / C3 Þórey Edda Elísdóttir er eftirsótt / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR  Íslenskir jólasveinar / B1  Rænd æskunni / B2  Hátíðarborð / B4  Jólatré í stofu stendur / B4  Sá einn veit er víða ratar / B6  Auðlesið efni / B8 Sérblöð í dag Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Nóatúni. Blaðinu verður dreift á Suðurnesjum. RANNSÓKNARNEFND flugslysa (RNF) hefur lokið rannsókn sinni á flugatviki sem þyrla Landhelgisgæsl- unnar TF-SIF lenti í 25. maí síðastlið- inn, er þyrlan var í eftirlitsflugi um Faxaflóa og Breiðafjörð. Orsökin er talin vera sú að þyrlan flug inn í lá- réttan vindstrók sem myndaðist í vindhvörfum við suðurbrún Urðar- múla á Snæfellsnesi. Flogið var lágt yfir fjallgarðinn og þegar þyrlan flaug yfir suðurbrún Urðarmúla, á sunnanverðu Snæfells- nesi, raskaðist flug hennar skyndi- lega. Flugmennirnir brugðust við og náðu fullri stjórn á þyrlunni eftir um 9 sekúndur samkvæmt upplýsingum úr hljóðrita þyrlunnar. Strax eftir atvik- ið urðu flugmennirnir varir við óeðli- legan titring í þyrlunni og ákváðu þeir að lenda á sléttu túni skammt frá. Í ljós kom að þyrlan hafði skemmst með því að þyrilblöð hennar rákust í þrjá lóðrétta stélfleti þyrlunnar. Tafarlausra viðbragða þörf Orsök atviksins er sú, að mati RNF, að þyrlan flug inn í láréttan vindstrók sem myndaðist í vindhvörf- um við suðurbrún Urðarmúla þar sem suðlægir og norðlægir vindar mættust. Við það raskaðist flug vél- arinnar þannig að tafarlausra við- bragða flugmannanna var þörf til að ná fullri stjórn á henni aftur. Nálægð við jörðu takmarkaði úrræði flug- mannanna en ljóst er að þyrilblöðin og búkur þyrlunnar rákust saman við raskið og þegar verið var að ná fullri stjórn á þyrlunni aftur. RNF telur ólíklegt að þetta atvik hefði átt sér stað ef flogið hefði verið í meiri hæð en þarna var. RNF bendir í skýrslu sinni um at- vikið á, að flugmenn Landhelgisgæsl- unnar starfa oft við mjög erfiðar að- stæður þar sem þeir þurfa að fljúga við verstu skilyrði og gerir RNF tvær tillögur í öryggisátt. Í fyrsta lagi mælir RNF með því að Landhelgisgæslan yfirfari þjálfunar- áætlun fyrir flugmenn sína varðandi lofthreyfifræði fyrir þyrluflug og við- brögð við óvenjulegum aðstæðum sem geta skapast vegna ókyrrðar ná- lægt jörðu. Í öðru lagi, þar sem ekki virðist vera fjallað um veðurfræði í símennt- un flugmanna, mælir RNF með því að Flugmálastjórn gefi út upplýsinga- bréf til flugmanna þar sem varað er við hættulegum vindahvörfum í ókyrru lofti nálægt jörðu. Orsök alvarlegs flugatviks sem TF-SIF lenti í á Snæfellsnesi Þyrlan flug inn í láréttan vindstrók HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær fyrrverandi eigendur íbúðar í fjöleignarhúsi í Kópavogi af kröfu kaupenda fasteignarinnar um að þeir hinir fyrrnefndu greiddu kostnað við framkvæmdir á sameign fasteignarinnar, sem stofnað var til af húsfélagi fyrir undirritun kaup- samningsins. Í dómnum kemur fram að kostn- aður vegna umræddra framkvæmda við bílskúra fjöleignarhússins hafi orðið til fyrir afhending- ardag eignarinnar. Þar kemur einnig fram að kaupendum hafi ekki verið gerð grein fyrir framkvæmdum við fasteignina þegar salan fór fram. Á þeirri forsendu m.a. kröfðust stefnend- ur; kaupendur, að stefndu; seljendur, skyldu greiða kostnaðinn við framkvæmdirnar, samtals tæplega 900 þúsund kr. Keyptu íbúðina í því ástandi sem hún var í við skoðun Í niðurstöðum dómsins segir hins vegar m.a. að líta verði á að kaupendur hafi fest kaup á um- ræddri íbúð í því ástandi sem hún var í er hún var skoðuð. „Verður að leggja til grundvallar að við ákvörðun kaupverðs hafi stefnendur tekið til- lit til þáverandi ástands eignarinnar, þ.m.t. sam- eignar. Þeim bar að kynna sér frágang lóðar og hvort eftir væri að malbika bifreiðastæði og miða tilboð sitt við það,“ segir í niðurstöðum dómsins. Í dómnum er hins vegar tekið fram að hús- félagssamþykktir lágu fyrir um framkvæmdir áður en kaup tókust og að seljendur hefðu ekki upplýst kaupendur um að búið væri að ráðast í framkvæmdir. Er því fallist á að seljendur hefðu átt að upplýsa kaupendur um væntanlegar fram- kvæmdir. Þótti í dómnum því rétt m.a. af þeim ástæðum að fella niður málskostnað milli aðila. Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Kaupendum fasteignar var ekki skýrt frá fyrirhuguðum framkvæmdum Seljendur sýknaðir af kröfu um að greiða kostnaðinn VERÐ á bensíni mun lækka um ára- mót verði ekki stórvægilegar breyt- ingar á gengi krónunnar eða heims- markaðsverði á olíu fram til mánaða- móta. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, segir að heimsmarkaðsverð á olíu sé í dag nokkru lægra en það var í síðasta mánuði. Eins hafi gengi krónunnar hækkað á síðustu vikum. Dollarinn kostaði um 107 krónur þegar olíufélögin tóku ákvörðun um verðlagningu bensíns um síðustu mánaðamót. Hann kostar um 101 krónu í dag. Geir segir að þessi breyting gefi tilefni til verðlækkun- ar. Hann treysti sér hins vegar ekki til að svara því hvað Olíufélagið muni lækka verðið mikið. Líkur á verðlækkun á bensíni AÐDRÁTTARAFL söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur draga fá- ir í efa en hinir fáu efasemdarmenn sannfærast eflaust er þeir heyra sögu Amy Zuzuki sem kom gagn- gert til Íslands frá heimalandi sínu Japan til að hlýða á tónleika söng- konunnar sem fram fóru í Laug- ardalshöll á miðvikudagskvöld. „Ég ætlaði að sjá Björk í heima- borg minni Tókýó, en hún hélt tvenna tónleika þar fyrir skemmstu. Vandamálið var að mið- arnir seldust strax upp og fréttist bara af einum og einum miða til sölu. Þessir síðustu miðar voru verðlagðir í samræmi við hvað þeir voru eftirsóttir og fóru á þúsund dollara stykkið. Ég hefði alveg ver- ið til í að borga svo mikið fyrir að sjá Björk en fékk þrátt fyrir allar tilraunir ekki miða og missti af tón- leikunum,“ segir Amy um forsögu þessa sólarhringsferðalags sem hún tók sér á hendur í þeim eina til- gangi að hlýða á goðið sitt. Amy hefur verið mikill aðdáandi tónlist- ar Bjarkar allt frá því hún hætti í Sykurmolunum og gaf úr fyrstu sólóplötu sína Debut. Tónleikarnir á miðvikudag voru þó þeir fyrstu sem hún sækir með goðinu sínu. „Ólýsanleg upplifun“ Amy kom ein síns liðs til Íslands og segist ekki sjá eftir neinu, ferða- lagið yfir hálfan hnöttinn hafi verið fullkomlega erfiðisins virði og það megi leggja á sig miklu erfiðari ferðalög fyrir þá upplifun sem hún varð fyrir á Bjarkartónleikunum. „Þetta hefur verið stórkostlegt. Ég á engin orð til að lýsa tónleikunum – jú, kannski – nei, þetta var ólýs- anleg upplifun, Björk var stórkost- leg.“ Yfir hálfan hnött- inn til að sjá Björk Morgunblaðið/Sverrir Amy Zuzuki segir vert að leggja á sig hvaða ferðalag sem er fyrir Bjarkartónleika. MAÐUR féll útbyrðis af netabátnum Hólmsteini GK-20 frá Garði þegar báturinn var að veiðum úti af Staf- nesi í gærmorgun. Félagar hans björguðu manninum um borð en hann var nokkrar mínútur í sjónum. Að sögn Júlíusar Guðmundssonar útgerðarmanns kom kvika undir bát- inn og kastaðist maðurinn nokkuð frá bátnum. Áhöfnin þurfti að skera frá og sigla að manninum og var hann síðan dreginn upp á spotta. Sjómaðurinn var ekki í flotbúningi og fylltust föt hans af sjó og þyngdu hann. Saup hann talsvert af sjó. Bátnum var siglt inn til Sandgerð- is og sjómanninum ekið á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja til skoðunar. Júlíus segir að þetta sé ungur og sprækur maður og auk þess vel syndur. Hann telur að honum hafi ekki orðið meint af volkinu. Bjargað úr sjónum eftir fall útbyrðis HARÐUR árekstur tveggja fólksbif- reiða varð á gatnamótum Hálsa- brautar og Krókháls um klukkan 21.23 í gærkvöldi. Tveir sjúkrabílar og tækjabíll Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu á vettvang en beita þurfti klippum til að ná einum farþeganna úr flaki bílsins. Þrír farþeganna voru fluttir á slysadeild. Óvíst er um meiðsli þeirra. Báðir bílarnir voru fluttir í burtu með kranabíl. Harður árekstur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.