Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 23 www.isb.is 27. des. kl. 9:15-16:00 28. des. kl. 9:15-16:00 31. des. kl. 9:15-12:00 3. jan. kl. 9:15-16:00 Vakin er athygli á flví a› bankar og sparisjó›ir eru loka›ir a›fangadag og 2. janúar. Netbankinn á isb.is er opinn allan sólahringinn. Gle›ileg jól, Starfsfólk Íslandsbanka Afgrei›slutími Íslandsbanka um hátí›irnar Ármúla 13A, 108 Reykjavík Sími 515-1500, fax 515-1509 Verðtryggð skuldabréf Kaupþings hf., 2. flokkur 2001, á Verðbréfaþing Íslands Verðbréfaþing hefur samþykkt að taka skuldabréf Kaupþings hf., 2. flokk 2001, á skrá þingsins. Bréf- in verða skráð fimmtudaginn 27. desember nk. Skuldabréfin greiðast í einu lagi 24. júlí 2009, bera 7,00% fasta flata vexti og eru bundin vísitölu neysluverðs. Skráningarlýsingu og þau gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Kaup- þingi hf. FYRIRTÆKIÐ Nordisk Restaur- ant Group, sem eignarhalds- félagið Gaumur á meirihluta í ásamt norska fyrirtækinu Möller Group og rekur Pizza Hut hér á landi og í Svíþjóð, hyggst opna sex til tíu Pizza Hut-veitingastaði í Svíþjóð á næsta ári og á hverju ári eftir það þar til um 50 Pizza Hut-staðir verða komnir upp í Svíþjóð. Nú þegar rekur Nordisk Restaurant Group tólf Pizza Hut- veitingastaði í Svíþjóð að sögn Jóns Garðars Ögmundssonar framkvæmdastjóra Jón Garðar telur reyndar að markaður sé fyrir um 100 Pizza Hut-veitingastaði í Svíþjóð en segir að það sem hægi á upp- byggingu veitingakeðjunnar þar í landi sé vandinn að finna stað- setningu svo og þjálfun starfs- fólks. Fimm Pizza Hut-veitingastaðir eru reknir hér á höfuðborg- arsvæðinu og segir Jón Garðar að búast megi við að einn eða tveir nýir Pizza Hut-veitinga- staðir verði opnaðir á höfuðborg- arsvæðinu á næsta ári. Hann seg- ir að reksturinn gangi vel og að um fimmtíu þúsund manns heim- sæki Pizza Hut-veitingastaðina hér á landi í hverjum mánuði. „Veltan hefur fjórfaldast hjá okk- ur á síðustu tveimur árum,“ segir hann. Eins og kunnugt er var Pizza Hut-veitingastaður opnaður í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi í haust og hlaut Jón Garðar í vikunni verðlaun Norð- ur-Evrópudeildar Pizza Hut í Danmörku fyrir hönnun og mark- aðssetningu veitingastaðarins þar. Fleiri Pizza Hut-staðir opnaðir í Svíþjóð ÍSLENDINGAR veiddu næstmest allra þjóða við Norður-Atlantshaf af kolmunna á þessu ári. Heildarkolm- unnaafli ársins er nú orðinn rúmar 1,7 milljónir tonna, nærri þrefalt það sem vísindamenn hafa ráðlagt. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir Evrópusambandið og Færeyinga sýna óbilgirni í viðræð- um um skiptingu kolmunnakvótans og ætli sér að nota kvótann sem skiptimynt fyrir annan veiðirétt. Norðmenn hafa veitt mest allra þjóða við Norður-Atlantshaf af kol- munna á þessu ári, samtals um 570 þúsund tonn eða um 33,4% af heild- arafla ársins. Íslendingar hafa veitt um 349 þúsund tonn eða 20,5% heild- araflans. Mest hefur veiðst innan lögsögu Evrópusambandsins á árinu eða alls 457 þúsund tonn sem eru um 26,8% heildaraflans. Um 269 þúsund tonn veiddust innan íslensku lögsög- unnar á árinu, eða 15,%. Ætla að nota kolmunnakvótann sem skiptimynt Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að þrátt fyrir sex vikna sjómannaverkfall á árinu séu Íslend- ingar næstmesta kolmunnaveiðiþjóð á Norður-Atlantshafi. Hann bendir á að verkfallið hafi staðið yfir á þeim tíma sem kolmunninn hélt sig eink- um á alþjóðlega hafsvæðinu, á norð- urleið, og því sé enginn vafi á því að afli Íslendinga gæti hafa orðið meiri ef ekki hefði komið til verkfalls. Ekkert hefur þokast í viðræðum þjóðanna um skiptingu kolmunna- kvóta. Samanlagðar kröfur þeirra þjóða sem bítast um kolmunnann í Norður-Atlantshafi nema samtals um 160% af þeim heildarkvóta sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur ráðlagt. Íslendingar hafa farið fram á að fá 23% kvótans, sem Kristján segir vera mjög nærri veiðinni bæði á þessu ári og í fyrra. Eins sé krafan í samræmi við dreifingu stofnsins í lögsögu hverrar þjóðar. Hann segir viðmiðanir annarra þjóða byggjast á veiði langt aftur í tímann en ekki á veiði undanfarinna ára. Kristján segir gríðarlega brýnt að samkomulag náist um skiptingu kol- munnakvótans því stofninn sé í út- rýmingarhættu miðað við tækni og veiðigetu flotans. Hann segir að Ís- lendingar muni samt sem áður ekki slá af kröfum sínum. „Ég sé ekki nokkra ástæðu til þess, enda skaðar það verulega framtíðarhagsmuni okkar. Við höf- um fjárfest í nýjum og glæsilegum skipum sem hafa sýnt hvers þau eru megnug í veiðunum. Við erum aftur á móti tilbúnir til að skera verulega niður veiðina í því skyni að vernda stofninn. ,“ segir Kristján. Íslendingar veiddu næstmest af kolmunna                               !  " #    ! "# " !#  $  %  $! %# &#! &#! $! '' %# ()*+, ()*+, -.*/, 00*), (1*+, (..*.,        -1*2, -0*-, (/*2, (0*-, -(*., (..*., Brýnt að ná sam- komulagi um kvóta, segir for- maður LÍÚ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.