Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 27                                                                                         Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar 551 8166 og 587 3325 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 551 8166 og skrifstofan í Gufunesi, sími 587 3325, eru opnar alla virka daga frá 8.30 — 16.00. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verða Fossvogskirkja og þjónustuhús í Gufuneskirkjugarði opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Á aðfangadag munu prestar verða til staðar. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00 til 15:00. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is                    TALSVERÐ bjartsýni ríkti í Arg- entínu í byrjun ársins eftir að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) ákvað að veita landinu lán að and- virði tæpra 40 milljarða Banda- ríkjadollara, 4.000 milljarða króna, á næstu árum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þessi bjart- sýni varaði ekki lengi og nú þegar árinu er að ljúka bendir allt til þess að Argentína lendi í vanskilum við er- lenda lánardrottna sína. Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn ákvað í ágúst að veita Argentínu lán að andvirði átta milljarða dollara og alls hafði landið þá fengið 22 millj- arða dollara í aðstoð á árinu. Sjóð- urinn tilkynnti síðan 5. desember að hann myndi ekki veita Argent- ínu frekari lán eftir að hafa metið stöðu efnahagsmála í landinu og efnahagsumbætur stjórnvalda. Skuldirnar hlóðust upp Erlendar skuldir Argentínu nema nú 132 milljörðum dollara, sem er um einn sjöundi hluti skulda allra þróunarlandanna. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur alls níu sinnum komið Argentínu til hjálpar frá árinu 1983. Argentína var á meðal bestu við- skiptavina IMF þar til efnahags- þrengingarnar hófust fyrir tæpum fjórum árum. Landið var tíunda auðugasta ríki heims árið 1913 en var komið í 36. sætið árið 1998 og ekki sér fyrir endann á efnahags- hnignuninni. Ein af meginástæðum efnahags- kreppunnar er að ríkið eyddi um efni fram og útgjöldin héldu áfram að aukast þrátt fyrir efnahagssam- dráttinn. Mikið af peningunum fór í velferðarkerfið og laun en nokkrir sérfræðingar í málefnum landsins kenna einnig spillingu í stjórnkerf- inu um óráðsíuna. Efnahagskreppan er einkum rakin til þess að stjórnvöld ákváðu árið 1991 að taka upp nýjan gjald- miðil, pesóann, og binda gengi hans við Bandaríkjadollara. Þannig var hægt að ráða niðurlögum óðaverð- bólgunnar, sem var meira en 900% árið 1983. Sá hængur var hins veg- ar á að ekki var lengur hægt að lækka gengi pesóans til að efla út- flutningsatvinnuvegina. Keppi- nautar Argentínu hafa hagnast á þessu ósveigjanlega gengisfyrir- komulagi og lagt undir sig útflutn- ingsmarkaði argentínskra fyrir- tækja. Sparnaðaraðgerðir vekja ólgu Stjórn Fernandos de la Rua hef- ur gripið til ýmissa sparnaðarað- gerða, meðal annars lækkað laun opinberra starfsmanna um 13%, til að koma í veg fyrir greiðsluþrot. Stjórnin hefur einnig reynt að stemma stigu við fjármagnsflótta úr landinu með því að takmarka út- tektir af bankareikningum. Fólk má ekki taka út meira en andvirði rúmra 100.000 króna á mánuði. Fjölmörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota og atvinnuleysið er um 18%. Áætlað er að þeim sem lifa undir fátæktarmörkum fjölgi um 2.000 á degi hverjum. Þessi þróun og sparnaðaraðgerð- ir stjórnarinnar hafa vakið mikla ólgu meðal landsmanna. Verka- lýðssamtökin héldu að sér höndum í forsetatíð Carlos Menems á ár- unum 1989–99 en hafa sjö sinnum efnt til allsherjarverkfalla á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan de la Rua varð forseti. Áttunda verkfallið á að hefjast á aðfangadag jóla. Tekjur rík- isins hafa minnkað verulega vegna efna- hagssam- dráttarins og það torveldar stjórninni að minnka fjárlagahallann og afstýra því að ríkið lendi í vanskilum. Í frumvarpi til fjárlaga næsta árs, sem de la Rua hefur reynt að knýja í gegnum þingið, er gert ráð fyrir því að útgjöld ríkisins minnki um fjóra milljarða dollara til viðbótar. Líklegt er að ólgan í samfélaginu magnist verði fjárlagafrumvarpið samþykkt en stjórnin er milli steins og sleggju því náist ekki samkomulag um sparnaðinn minnka líkurnar á því að Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn fallist á að veita Argentínu fleiri lán. Fáist ekki peningar frá IMF blasir greiðsluþrot við og líklegt er að það leiði til enn meiri glundroða og ólgu í þjóðfélaginu. Margir sérfræðingar segja að ekki verði hægt að leysa efnahags- vanda Argentínu í eitt skipti fyrir öll nema með því að Bandaríkin komi landinu til hjálpar og veiti því svipaða efnahagsaðstoð og Mexíkó árið 1995 og Brasilíu 1998. Stjórnin er milli steins og sleggju ’ Landið var tíundaauðugasta ríki heims árið 1913 en var komið í 36. sætið árið 1998 ‘ Erlendar skuldir að sliga Argentínu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.