Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LITLIR drengir voru flengdir fyrir að leika sér; bændur voru fangels- aðir fyrir að erja akurinn í stað þess að vinna kauplaust við að reisa mosku og stúlkurnar földu sig í fjósinu þegar þær heyrðu, að menn með túrban væru að koma. Íbúarnir í litlu þorpunum í Log- ar-héraði, tiltölulega gróðursælli sléttu fyrir sunnan Kabúl, sluppu yfirleitt sæmilega við trúarof- stækið, sem réð ríkjum í Kabúl og öðrum borgum Afganistans, en hinn langi refsivöndur talib- anastjórnarinnar lét þá samt ekki óhirta fremur en aðra. Nú, þegar búið er að reka burt talibanana, þorir fólkið að segja sögu sína. „Þeir sögðu okkur að byggja mosku í stað þess að vinna á ökr- unum og við spurðum á hverju við ættum að lifa. Þá sögðu þeir, að Mú- hameð spámaður hefði bundið stein um mitti sér þegar hann var hungr- aður og það ættum við að gera,“ sagði Gul Din, 65 ára gamall bóndi í þorpinu Merzakhel. „Talib- anaforingjarnir voru vel haldnir en þeim var alveg sama hvort við hefð- um eitthvað að éta.“ Navid, 14 ára skýrleikspiltur í Jilga, sagði, að trúarlögreglan hefði bannað honum og félögum hans að skemmta sér við vinsælan leik, sem felst í því að berja saman hnetum. Í skólanum var uppáhalds- vísindakennari Navids rekinn burt og í staðinn skipaður múslímskur klerkur, sem kunni ekkert nema Kóraninn. „Þegar talibanarnir voru nærri, þorðum við ekki út úr húsi nema með bænahúfuna á kollinum. Áður hafði ég góða kennara en talib- anakennararnir kunnu ekki neitt. Skólinn hafði verið mitt líf og yndi en nú kveið ég fyrir hverjum degi,“ sagði Navid. Talibanarnir stóðu á gati Sumir þorpsbúanna fundu leiðir til að sporna við yfirgangi talib- ananna, einkum ef þeir voru frem- ur velmegandi og höfðu sterka fé- lagslega og trúarlega stöðu. Í Jilga búa svokallaðir Sadatar, múslímar, sem segjast geta rakið ættir sínar til Múhameðs, og hefur margt af þessu fólki getið sér gott orð í við- skiptum og fræðimennsku. Þegar talibanarnir reyndu að setja sinn eigin múlla eða klerk yfir þorps- samfélagið, þá réðu Sadatar sinn eigin klerk, frjálslyndan, mennta- ðan, 29 ára gamlan mann, sem var svo vel að sér í íslömskum fræðum, að talibanarnir stóðu á gati. „Ég var nú ekkert að rífast við þá, kvað þá bara í kútinn með skyn- samlegum rökum. Þeir hötuðu mig og reyndu að klekkja á mér með prófi en ég stóðst það ágætlega. Þá létu þeir mig í friði,“ sagði Moham- med Ali, ungi klerkurinn. Í Jilga tókst þorpsbúunum að koma í veg fyrir, að talibanar lok- uðu skóla, sem rekinn var af al- þjóðlegri hjálparstofnun, en íbú- arnir í Puhl-I-Kandhari voru ekki jafnheppnir. Hálfur klerkur, hálfur villutrúarmaður „Það var ekki hægt að rökræða við þá. Hefðum við mótmælt og kannski nefnt stúlknaskóla á nafn, hefðum við verið barin og kölluð kommúnistar,“ sagði Sulieman, fyrrverandi dýralæknisnemi. Oft var gamansemin eina vörnin og fólkið skemmti sér við að segja sögur af ruddalegum, ómenntuðum og heimskum talibönum. Sulieman segir til dæmis söguna af farþega í leigubíl, manni í vestrænum klæðn- aði, sem kom að einni eftirlitsstöð talibana. Bílstjórinn lánaði farþeg- anum túrbanann sinn og vörðurinn leyfði þeim að halda áfram ferðinni eftir að hafa komist að þeirri nið- urstöðu, að farþeginn væri „hálfur klerkur og hálfur villutrúarmað- ur“. Refsingar talibana voru oft mjög grimmilegar, fólki var misþyrmt þannig, að það ber þess aldrei bæt- ur. Rahimullah, afar brosmildur maður, segist einu sinni hafa verið í bíl með tveimur drengjum, sem varð það á að hlæja að talib- anahermönnum, sem áttu leið hjá. Allir farþegarnir voru teknir, settir í myrkrastofu, bundnir og fætur þeirra brenndir og barðir. Flúðu til Pakistans og Írans Margir af ungu mönnunum í þorpunum flýðu til Pakistans eða Írans en börnin og unglingarnir gátu ekkert farið. Þau og foreldrar þeirra voru ofurseld valdsstjórn, sem leit á saklausa barnaleiki sem synd og undirróður. „Ég gat aldrei skilið hvers vegna þeir hötuðu hnetuleikinn. Við höfð- um svo gaman af honum,“ sagði Farid Ahmad, 17 ára strákur, sem einu sinni rétt slapp við handtöku fyrir að leika sér úti á götu. „En nú eru þeir farnir, nú getum við leikið okkur,“ sagði hann með úttroðna vasana af hnetum. Washington Post/Pamela Constable Stúlkunar í Jilga fengu að halda áfram í skólanum vegna þess að íbúarnir stóðu saman gegn þrýstingi talibana. Barnaleikir voru harð- bannaðir í ríki talibana Puhl-I-Kandhari. Los Angeles Times. ’ Talibanaforingj-arnir voru vel haldn- ir en þeim var alveg sama hvort við hefð- um eitthvað að éta ‘ FULLTRÚAR ríkisstjórna 134 landa hétu því í lok fjögurra daga ráðstefnu, sem haldin var í Japan, að berjast gegn barna- klámi og þrælkun barna í kyn- lífsiðnaði. Þá hétu þeir víðtæk- ari samvinnu, hertri löggjöf og auknum stuðningi við börn sem hafa orðið fyrir misnotkun. Mannréttindasamtök segja hins vegar að það þurfi meira til en fögur fyrirheit til að bjarga milljónum barna sem búi við kynferðislega misnotk- un. Þá segja þau að án fjár- magns og sérstakra aðgerða muni barnaþrælkun í kynlífs- iðnaði halda áfram að blómstra. Ríkisstjórnir, alþjóðasamtök og ýmis minni mannréttinda- samtök tóku þátt í ráðstefn- unni, en fimm ár eru síðan fulltrúar 122 ríkisstjórna lýstu barnaklámi og barnaþrælkun stríð á hendur. Ebóla í Lýðveldinu Kongó Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur staðfest að ebólu- sýking sé komin upp í Lýðveld- inu Kongó, en vírusinn greind- ist nýlega í Gabon. Heilbrigðisyfirvöld í löndunum tveimur leita nú allra þeirra, sem hafa komist í snertingu við sýkta einstaklinga, en talið er að 133 geti hafa smitast í Gabon og 94 í Lýðveldinu Kongó. Vír- usinn, sem er banvænn í 50– 90% tilvika, berst einungis á milli manna með snertingu. Strandaði við Álandseyjar BÚIÐ er að flytja farþega og áhöfn úr ferjunni Isabella sem strandaði á Álandseyjum í fyrrinótt og draga ferjuna til hafnar í Långnäs á eyjunum. Engan sakaði við strandið og ekki komst vatn inn í skipið. Ísabella strandaði við Álands- eyjar um miðnættið í fyrrinótt á leið frá Åbo í Finnlandi til Stokkhólms. Alls voru 655 far- þegar og 156 manna áhöfn um borð. Mjög hvasst var á þessum slóðum þegar óhappið varð en ekki er ljóst hvort það var or- sök strandsins. Farþegarnir, sem margir sváfu í klefum, voru vaktir og látnir setjast í björgunarbáta uppi á þilfari áð- ur en talið var að hætta á að skipið sykki væri liðin hjá. Þak á versl- unarmiðstöð hrundi TUGIR manna slösuðust, sum- ir alvarlega, og um 50 manns lokuðust inni þegar þak á Kol- onnade-verslunarmiðstöðinni skammt frá Pretoriu í Suður- Afríku hrundi í gær. Bætt var nýlega hæð ofan á húsið og var hún ofan við skautasvellið. Fréttamenn suður-afríska sjónvarpsins sögðu að mikil skelfing hefði gripið um sig og þeir sáu fólk borið á brott á sjúkrabörum en ekki var vitað hvort einhver fórst. STUTT Berjast gegn kyn- lífsþrælk- un barna BANDARÍSKIR embættismenn og afganskir heimildarmenn segja að nánast allir leiðtogar talibana hafi lifað af loftárásir Bandaríkjamanna og ekki enn verið handteknir. Marg- ir þeirra hafa snúið aftur til átthaga sinna, gengið til liðs við andstæð- inga talibana eða laumast yfir landamærin til Pakistans, að sögn heimildarmanna dagblaðsins The New York Times. Talið er að múllann Abdul Jalil, sem var aðstoðarutanríkisráðherra talibanastjórnarinnar, sé hæst setti talibaninn sem fallið hafi í loftárás- um Bandaríkjahers. Hann mun hafa beðið bana á fyrstu dögum loftárás- anna á Kabúl og nágrenni. Breska ríkisútvarpið BBC skýrði frá því í gær að Aminullah Amin, fyrrum yfirmaður landamæravörslu talibanastjórnarinnar, hefði verið handtekinn á landamærunum við Pakistan. Hann er því fyrsti hátt setti talibaninn, sem handtekinn er frá því að veldi talibana hrundi í Afganistan. Sögðu skilið við Mohammed Omar Margir af helstu samstarfsmönn- um múllans Mohammeds Omars, leiðtoga talibana, hafa sagt skilið við hann. Nokkrir þeirra segjast nú hafa verið andvígir þeirri ákvörðun hans að framselja ekki Osama bin Laden til Bandaríkjanna eftir hryðjuverkin 11. september. Wakil Ahmed Mutawakil, utan- ríkisráðherra talibanastjórnarinnar, er á meðal þeirra sem sagðir eru hafa sagt skilið við Mohammed Om- ar. Heimildarmenn The New York Times segja að Mutawakil hafi lifað af árásirnar en vildu ekki svara því hvort hann væri í Afganistan eða hefði flúið til Pakistans. Annar náinn samstarfsmaður Mo- hammeds Omars, Obaidullah Ak- ham, varnarmálaráðherra talibana- stjórnarinnar, lifði einnig af loftárásirnar. Mohammed Omar flúði frá Kandahar fyrr í mánuðinum þegar borgin féll. „Hann er einangraður núna og mjög fáir eru hjá honum,“ hefur The New York Times eftir manni sem tengist nokkrum leið- toga talibana. „Mjög fáir leiðtoganna féllu. Flestir þeirra hafa horfið til ætt- bálka sinna, aðrir gengið til liðs við andstæðingana. Það var ekki mikill vilji til að berjast í þágu arabanna í al-Qaeda.“ Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed Omar sé enn í felum einhvers staðar í Kandahar-héraði. Heimildarmenn The New York Times sögðust ekki vita um afdrif Osama bin Ladens eða annarra leið- toga al-Qaeda. Nánast allir leiðtogar talibana komust undan ÓVÆNT vandamál er komið upp í Danmörku, því að sögn Jyllandsposten er skortur á mönnum sem vilja klæðast rauðum fötum, setja upp sítt, hvítt skegg og deila út jólagjöf- um. Svo fór að formaður kaup- mannasamtakanna í borginni Kolding varð að fara sjálfur út á götu í jólasveinabúningi. Um 150 menn eru í danska jólasveinafélaginu og fá þeir að meðaltali 3.500 til 5.500 dansk- ar krónur fyrir að mæta, eða allt að 60 þúsund íslenskar. En þokkaleg laun duga ekki til, svo mikið hefur eftirspurnin aukist. Talsmaður félagsins segir að æ fleiri fyrirtæki og félög efni nú til jólatrésskemmtana um helg- ar í desember. Hann hvetur menn til að fara þegar að panta jólasveina fyrir jólin 2002. Alvarlegur jólasveina- skortur í Danmörku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.