Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ' 3#4&'! 45# !           &'   () 467 489:#;! *+   ,4<!8  <! 4:=& !  -   ./0 4<##"   4  #;! * ' 1 , (  48 >%? 4@  2+ , 3 , 2 , 4 5 4" 7 >#   ##489:#;! *+ 64& &  4A;   7  7  8  9  7  (  4B !B' 489:#;!  (   ' ::4@ '" ##*&'&C  !%4:=& !  6     +  # #%4D8' 489:#;! ;  <+,4$  D  4:=& !   #!E              *+   ,4<!8  <! 4:=& !  *+ 64& &  4A;   ;  <+,4$  D  4:=& !  = &( ) 4! B  ##4A;   >  )  )4: B  ##4D ?   @,  4A & F4"   A ,   47   "# 4" # . ,  4"#  > 4D B () ;   7 )  4"#   8   ##4A;   ;9C 4@<! 4@                       * ' 1 , (  48 >%? 4@    >D4 F! 489:#;! ;  ,   E 4G  ; *"  ;   ##4:=& !  * ' 1 ,    48 >%? 4@  6 ) 4># & B  ##4A;   2 ,     4"' H $ 8I  4"   * ' 1 ,  '   48 >%? 4@  7+,  '   4  @ # 4" #    ( ) ,      ) 47 9 489:#;! F)  G 9  (+ 48  >'# 4A;                  -   ./0 4<##"   4  #;!  (   ' ::4@ '" ##*&'&C  !%4:=& !  6     +  # #%4D8' 489:#;!  +  (  / +, <)  48 %  ##J4J  !C 6   +  4$3#B   4:=& !  *  () 49;   4"  &       H4B K;& ;  4 8    ,47K &? F%F# 489:#;! 2 @ A   6  , : 4@'B    # # 4A;   B 6  , 4"A;8  4 # J  !"#$%&'(%%)*++&+ ++ "  # #C  #!  ;' (L%  -..(%M ! A D* C   # ! C =#!   % #        ! ; ' J  ; #  * C    ,                &'   () 467 489:#;! 2+ , 3 , 2 , 4 5 4" 7 >#   ##489:#;! 7  7  8  9  7  (  4B !B' 489:#;! ? , ( 9  4@ ' 8  @ '  4   +)   )4G "# !;  ##489:#;! 2I4B  8  4D J  ) ' 648 & # 4& 7  7  8  9  >'  (  4B !B' 489:#;! . /4" " ##4:=& !  *    K5 L47 9 N 489:#;! :   -./              C   () 4B 8  4& &, ()  0 &,  F)  */44A;   M , )   ,  + 9 , +, 49   4&;#;! 8) ,   4"'@ ' " ##J4A;    <C 9 ,     4A   4A;    ,     ,  9 4"#  "#  4:=& !  > ,  <@ 4: @ # ##4:=& !  ;   G 8) ! +4<!&   4&'#;! 6  < /  9   ) 49;@   #  4&'#;! F)) 4B !B'  4   9  =@ > ! *> !  @  8 3  *! >!C: #=&  #  *& #  9  =@*4&! # #$ 9  =   *B ;#*$ " *#'       @# #*&  @ A;  *K  @ A;  *"   @ A;  *& @ A;  *A  @ A;  *&      *>   9  =   *$## # 9  =   *&! ! 9  *>   :  & B!! ÓLAFUR Elíasson pí- anóleikari og kamm- ersveitin London Chamber Group hafa gefið út geisladisk þar sem flutt eru þrjú verk eftir Jóhann Sebastian Bach; Píanókonsertar í d-moll BWV 1052 og í F-dúr BWV 1057 og Hljómsveitarsvíta nr. 1 í C-dúr BWV 1066. Stjórnandi er Harry Curtis. Ólafur hefur rekið útgáfufyr- irtækið Skref, sem gefið hefur út geisla- diska með leik ís- lenskra tónlistar- manna, en nú var röðin komin að honum sjálfum og hljómsveitinni sem hann átti þátt í að stofna. „London Chamber Group var stofn- uð 1996. Upphaflega var sveitin að mestu skipuð félögum okkar Harrys úr Konunglegu tónlistar- akademíunni, þar sem við vorum báðir við nám. Harry Curtis þykir mjög upprennandi stjórnandi og var mikil stjarna í skólanum, þar sem hann fékk mörg góð tækifæri til að stjórna og vann til ýmissa verðlauna. Við ákváðum að koma saman hljómsveit og hugmynda- fræði okkar var að virkja aðeins hljóðfæraleikara sem voru búnir að læra í bestu skólunum, en væru ekki komnir með leið á því að spila. Við vorum mjög duglegir að halda tónleika í London til að byrja með, og færðum meðal annars upp heila óperu eftir Peter Maxwell Davis sem fékk góða dóma. En með tím- anum erum við að sjóast í þessu og sjáum framtíðina fyrir okkur í geisladiskum. Það er mikilvægast fyrir okkur núna að vera duglegir að framkvæma verkefni eins og þennan geisladisk, og við gerum okkur vonir um það að þetta fari að rúlla af alvöru með fjórða, fimmta diski, – en þessi er númer tvö.“ Ráða öllu sjálfir Ólafur segir að það sé tvennt sem þeir Harry Curtis séu mjög sammála um að verði vörumerki hljómsveit- arinnar; annars vegar að vera með góða hljóðfæraleikara á þeirra aldri og yngri eða milli tvítugs og þrítugs, sem hann seg- ir orkumesta fólkið, en hitt sé að þeir Harry Curtis hafi algjöra yfirumsjón með verkinu frá upphafi til enda. „Við veljum hljóðfæraleikarana, ákveðum hvaða verk við tökum, og hvar þau verða tekin upp og hver hljóðritar, og erum líka sjálfir með puttana í allri hljóðvinnslunni. Þetta er mjög mikilvægt, finnst okkur; – ekki bara það að geta lag- að hlutina eftir á, – heldur förum við líka með allt annað viðhorf í upptökuna þegar maður er orðinn vanur eftirvinnslunni.“ Ólafur hef- ur sjálfur unnið mikið við tónlistar- upptökur, og segir þá reynslu koma sér ákaflega vel. Hann segir disk- inn með verkum Bachs gríðarmikið unninn. „Við komum með hljómsveitina til Íslands í sumar og vorum hér í tólf daga. Við byrjuðum á þrotlaus- um æfingum, þar sem við veltum okkur upp úr smáatriðum, en svo tók við sex daga upptökulota þar sem við unnum frá morgni til kvölds. Þetta er einungis hægt með ungu fólki, vil ég meina. Það var hamast frá morgni og fram eftir degi, og svo var partí á kvöldin og farið í fjallgöngur um helgar.“ Ólafur segir diskinn tekinn upp á bestu græjur sem völ er á í heim- inum í dag. Hann er tekinn upp á margra rása harðan disk sem gaf mikla möguleika á nostri við hljóð- blöndun eftir á. „Við teljum okkur vera með mjög gott efni í hönd- unum.“ Langaði að heyra verkin með ferskri nútímahljómsveit Ólafur segir það ætíð sam- komulag þeirra Harrys Curtis hvaða verk eru leikin. „Ég var reyndar búinn að vera með píanó- konserta Bachs í hausnum mjög lengi, alveg frá því ég fór fyrst að spila á píanó. Ég var líka með krón- íska barrokkdellu um tíma og vildi ekkert heyra nema upprunaleg hljóðfæri. Svo komst ákveðin þreyta í það, og mig fór að langa til að heyra þessi verk leikin af nú- tímahljómsveit en með sama fersk- leika og barrokkhljómsveitirnar gera. Hefðbundnar hljómsveitir nota of mikið víbrató fyrir minn smekk, en við notum víbrató mjög lítið og reynum að ná mjög þéttu sándi. Margar hljómsveitir hafa leikið þetta, en þá oftast með semb- al í einleikshlutverkinu, en þetta hefur aldrei verið gert með píanói og svona ferskri hljómsveit. Það er kannski ástæðan fyrir því að við völdum þessi verk, en við stefnum að því að taka upp alla píanókons- erta Bachs á næstu fjórum árum eða svo. Næsta sumar tökum við Mozart, en svo snúum við okkur aft- ur að Bach. Við teljum okkur geta hljóðritað allavega einn disk á ári, og það má vel vera að við gerum það á Íslandi, við vorum mjög ánægðir með það umhverfi sem okkur tókst að skapa kringum upp- tökurnar í sumar. Við vorum með hljómsveitina nánast í herkví, – en fórum þó í ferðir og gerðum margt skemmtilegt, þannig að þetta var mikið stuð.“ Bach með ferskleika Ólafur Elíasson píanóleikari SPEKINGAR segja að það sem haldi mest aftur af fullorðnu fólki, við að láta drauma sína rætast og lifa lífinu til fulls sé hræðsla. Jeunet er þannig spekingur og Amélie er hrædd. Það getur verið erfitt fyrir litla stelpu að vera mikil tilfinningavera þegar foreldrar hennar eru það ekki. Svo mikið þráir hún ástúð foreldra sinna að þegar pabbi hennar lækn- irinn, hlustar hana, slær hjartað svo hratt að hann heldur hana hafa hjartagalla. Þannig er komin ágætis afsökun fyrir hjónin að ferðast ekki um heiminn eins og þau langar. Amélie lærir hegðunina af foreldr- unum, og blandar lítið geði við aðra. Einn dag ákveður hún að hjálpa öðr- um til að gleðjast í lífinu og láta drauma sína rætast. En þegar ástin kemst í spilið sér hún að nú verður hún að fara að hjálpa sjálfri sér að þora að láta eigin drauma rætast. Stundum er sagt að sannir lista- menn séu þeir sem tekst einna helst að varðveita í sér barnið, og það hef- ur Jeunet tekist. Sagan af Amélie Poulain er í rauninni eins og barna- saga, hún er ævintýri fyrir fullorðna. Amélie er heillandi, hún er barnsleg og einlæg, (það bræðir alltaf full- orðna) og myndin gengur út á barns- leg uppátæki hennar í heimi hinnar fullorðnum, með tilfinningar, vonir og væntingar hinna fullorðnu. Upphaf myndarinnar minnti mig óneitanlega á stuttmyndina Fout- aises sem Jeunet gerði 1989, þar sem ungur maður fræðir áhorfendur um hvað honum líkar og hvað honum mislíkar. Þannig eru karakterar kvikmyndarinnar kynntir til sögunn- ar og segir það ótrúlega mikið um viðkomandi á myndrænan og áþreif- anlegan hátt. Amélie elskar að sökkva hendinni djúpt ofan í bauna- poka... Strax í Foutaises sýnir Jeunet að hann hefur mjög sterkan myndræn- an stíl, og þessi einstaki myndstíll er alls ráðandi hér. Það sem mér finnst best, og vildi að ég sæi meira af í bíói, er að þessi mynd er algerlega frum- leg. Enginn annar hefði getað gert þessa mynd. Þetta er heimur sem Jeunet hefur skapað, og hann virðist ekki hafa misst neitt við það að missa félaga sinn Marc Caro sem gerði með honum tvær fyrstu kvikmynd- irnar, Delicatessen og La Cité des Enfants Perdus. Jeunet hefur fengið fína leikara til að túlka sérstæðar og skemmtilegar persónur myndarinnar. Audrey Tautou er fullkomin sem Amélie, stelpuleg og sæt með barnsleg svip- brigði. Mathieu Kassovitz, sem flest- ir þekkja betur sem leikstjóra, er fínn sem ástmögurinn Nino Quin- campoix, er hefði jafnvel mátt vera aðeins sérvitringslegri eða sérstak- ari á einhvern hátt. Jeunet fær einn- ig til sín gamalgróna leikara sem sjást í öllum hans myndum. Rufus leikur pabba hennar Amélie og Dom- inique Pinon leikur afbrýðisama elskhugann (og lék aðalhlutverkið í outaises). Þeir standa sig allir með prýði, þegar þeir takast á við frekar ýktan stílinn sem er algerlega í sam- ræmi við handrit og persónur. Amélie er einföld og einlæg saga með skýrum skilaboðum og miklum skemmtilegheitum. Uppátækin eru einstök, flest atriðanna óborganleg, fólkið dásamleg, stíllinn stórkostleg- ur og framvindan bráðskemmtileg. Einstök kvikmynd eftir einstakan leikstjóra. Einstök kvikmynd KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Handrit: Guillaume Laurant og Jean-Pierre Jeunet. Kvikmyndataka: Bruno Delbonnel. Tón- list: Yann Tiersen. Aðalhlutverk: Audrey Tauton, Mathieu Kassovitz, Rufus, Yol- ande Moreau, Dominique Pinon og Serge Melin. Frakkland 122 mín. UGC-Fox 2001. LE FABULEUX DESTIN D’AMÉLIE POULAIN / AMÉLIE Hildur Loftsdóttir „Amélie er einföld og einlæg saga með skýrum skilaboðum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.