Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ K ertasníkir var fag- urkeri, og kannski var það rótin að óhamingju hans. Hefði hann ekki heillast svona – eða látið glepj- ast, eftir því hvernig á málin er litið – af fegurð kertalogans þá hefði þetta svo sem ekki verið neitt mál. Hann hefði bara sporðrennt tólginni sem hverjum öðrum mat, og ekki lent í þess- ari árans krísu. Eftir því sem best verður séð af sögum lenti enginn íslensku jólasveinanna í viðlíka sál- arkreppu og Kertasníkir. Að vísu var þetta eitthvað erfitt hjá þeim sumum – Stekkjastaur lenti í basli með að sjúga ærnar af því að hann var með staur- fætur; staut- urinn hjá Ketkróki var stundum dá- lítið stuttur. En enginn sveinanna þrettán efaðist um hvað hann vildi – nema Kertasníkir. Kannski var þetta bara bölvun er fylgdi þeim örlögum hans að vera þrettándi í röðinni. Og þó, varla er ástæða til hjátrúar í sambandi við jólasveina. Nei, or- sök sálarkreppu Kertasníkis var einföld: Hann var fagurkeri. Að þessu leyti var Kertasníkir klárlega sá jólasveinn sem lík- astur var mönnum. Hann dróst að því sem var fagurt og bjart og nærði sálina – en kannski síður líkamann. Og svo mikil og sterk var þessi fegurðarþrá, að garnagaulinu var ekki svarað; skerandi hungurverkir sem ristu innan kviðinn voru að engu hafð- ir. Bara til þess að geta gónt í ljósið og vikið skammdeg- ismyrkrinu til hliðar – í smá- stund og reyndar á afskaplega takmörkuðum bletti. Það hlýtur að hafa verið óhjá- kvæmilegt að á endanum hafi Kertasníkir – þessi mannlegi jólasveinn – gefist upp fyrir kröfum búksins og sporðrennt ljósinu. Hversu margt fólk hefur ekki lent í því að falla í freistni og gleypa bókstaflega í sig það sem gleður augað – bara til að verða fyrir vonbrigðum? Maður sér Kertasníki fyrir sér, einan í myrkrinu, eftir að loginn er horfinn ofan í maga, dapran á svip, með tólgardropa á hökunni og brunablett á tung- unni. Hann horfir tregablöndnu augnaráði út í dimmuna, og það er sem hann viti á sig sök. En hann veit líka, að það var engin leið að hann stæðist þá freist- ingu að borða ljósið. Auðvitað var óhugsandi annað en að hann myndi á endanum breyta rangt – hann vissi það allan tímann – og kannski er það ekki fyrst og fremst ljósið sem hann saknar, heldur frekar sú hugmynd, sem lifði smástund, að ef til vill myndi fegurðin nú loksins hafa betur. En hann vissi, jafnvel áður en hugmyndin kviknaði, að hún myndi verða að engu. Samt naut hann hennar meðan hún tórði, vitandi vits, að hún væri blekk- ing. En ljósið er blekking sem Kertasníkir þráir; sjálfsblekk- ingin ljúfa sem enginn fær stað- ist. Það er sennilega þessvegna sem Kertasníkir kemur síðastur. Hann reynir um hver einustu jól að komast hjá því að fara til byggða því að hann veit sem er, að þrátt fyrir ljósin sem heilla hann þar bíða hans þar líka hin sárustu vonbrigði. Hvert einasta aðfangadagskvöld, þegar hann hefur lotið í lægra haldi – eins og hann vissi að hann myndi á endanum gera – tautar hann staðfastur út í myrkrið: Aldrei aftur. Þetta var í síðasta sinn. Er nema von, að þessi fárán- lega þrá eftir fegurðinni, sem ljóslega verður aldrei höndluð fyrir fullt og allt, veki honum gremju út í sjálfan sig – jafnvel fyrirlitningu – og hann óski þess að hann væri laus við hana? Geri jafnvel tilraun til að bæla hana? En alltaf fer það svo, að hann arkar af stað; þegar að- fangadagur kemur, einu sinni enn stenst Kertasníkir ekki mát- ið og eltir drauminn um að fá að njóta ljóssins. Ef hann veit að hann stefnir rétt eina ferðina á vit vonbrigðanna þá er sú vitund hans rækilega bæld, og ekkert kemst að nema birtuþráin ein. Ef út í það er farið – og kalt litið á málin – þá er í rauninni furðulegt, að svona lítill og veik- ur logi, sem ryður ekki burt nema litlu af myrkri, skuli geta dregið heilan jólasvein yfir fjöll og firnindi, jafnvel í kafsnjó og gaddi, og alla leið til byggða. En auðvitað er það ekki þessi litli logi sem dregur Kertasníki áfram í gegnum snjóinn, heldur er sveinninn knúinn áfram af neistanum sem loginn sem hann gleypti í fyrra skildi eftir sig í sálartetrinu – að því gefnu að jólasveinar hafi sál – og hefur aldrei kulnað alveg. Bráðum rennur aðfangadagur upp. Einhversstaðar á fjöllunum er Kertasníkir nú þegar búinn að gefast upp fyrir þrám sínum; segir við sig að það þýði ekkert að rembast gegn blekkingunni – kannski hefur hann verið að lesa Stein, og veit að „í draumi sér- hvers [sveins] er fall hans falið“. Er nokkuð til verra en meðvituð sjálfsblekking? Það væri þá ekki nema ímynduð sjálfsblekking. Kerta- sníkir mun ösla skaflana þung- lega og þykjast vita undir niðri að hann sé með þessu ferðalagi (sem hann er búinn að fara óteljandi sinnum – alltaf það sama) að ganga blekkingunni á vald, draumnum um að nú muni hann varðveita fegurð og birtu logans. En hann mun þykjast vita, að hann muni á endanum bara borða fjárans kertið, og byrja hringavitleysuna á ný. Það sem Kertasníki yfirsést þó alveg er að birtuþráin og ljósið, sem hann heldur að sé blekking er verði maganum að bráð, hefur ár eftir ár, öld fram af öld, rekið hann á lappir, sett honum kúrsinn, og í raun sagt honum hvað það merkir, að vera Kertasníkir. Þar sem hann veður snjóinn á leið til byggða verður ekki betur séð, en Kertasníkir sé hamingju- samur. Að borða ljósið „Þrettándi var Kertasníkir, – þá var tíðin köld, ef ekki kom hann síðastur á aðfangadagskvöld.“ VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is Jóhannes úr Kötlum: Jólasveinarnir ✝ Guðjón Guð-mundsson fædd- ist á Egilsstöðum í Flóa 8. október 1914. Hann lést á Hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 11. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Ágúst Eiríksson frá Hvítárholti, bóndi á Egilsstöðum, f. 21. ágúst 1879, d. 12.3. 1963, og Kristín Gísladóttir frá Graf- arbakka, húsfreyja, f. 6. nóvember 1883, d. 14.12. 1965. Systkini Guðjóns eru: 1) Eiríkur f. 17.7. 1909, maki 1 Gunnborg Sig- urðardóttir, f. 9.5. 1913, d. 11.4. 1984, maki 2 Margrét Benendikts- dóttir, f. 10.10. 1921. 2) Guðmund- ur, f. 8.12. 1910, d. 15.1. 1981, maki Þorbjörg Valdimarsdóttir, f. 13.2. 1910. 3) Gísli, f. 1.4. 1912, maki María Elísabet Olgeirsdóttir, f. 12.6. 1912, d. 26.12. 1994. 4) Krist- jana, f. 11.5. 1913, d. 4.9. 1995. 5) Helga Laufey, f. 18.12. 1916, d. 16.1. 1995, maki Páll Óskar Guð- jónsson, f. 6.9. 1911, d. 11.9. 1966. 6) Regína, f. 29.8. 1918, maki Pétur Kárason, f. 18.7. 1922, d. 28.9. 1996. 7) Æsa Guðbjörg, f. 29.4. 1920. 8) Albert, f. 22.9. 1922, maki Helga Ásta Jónsdótt- ir, f. 31.10. 1944. 9) Gunnar, f. 10.5. 1926, d. 1.1. 1983, maki 1 Sigríður Vigfúsdótt- ir, f. 28.8. 1928, d. 6.6. 1959, maki 2 Arn- heiður Helgadóttir, f. 21.9. 1928. Guðjón var ókvæntur og barnlaus, en hélt lengstum heimili með Æsu Guðbjörgu, systur sinni. Fyrstu starfsárin vann Guðjón við hefðbundin bústörf, stundaði sjóróðra tvo vetur og var í vinnu- mennsku í Villingaholti í Flóa og víðar. Mestan hluta starfsævinnar starfaði Guðjón við smíðar, fyrst á eigin vegum, en síðar hjá Tré- smiðju Kaupfélags Árnesinga á Selfossi um nær fjögurra áratuga skeið. Útför Guðjóns fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var fyrir liðlega 24 árum að ég kynnist fyrst Guðjóni, þegar ég fór að venja komur mínar á heimili hans, Æsu og Kristínar. Eðlilega tók Guð- jón varlega á móti þessum unga sjó- manni, en frá fyrsta handtaki gerði ég mér grein fyrir að þarna var heiðar- legur og ákveðinn maður fyrir. Þegar kynni okkar fóru að treyst- ast, er við Kristín fóru að búa saman, kom enn betur í ljós sá hlýleiki og traust er Guðjón bjó yfir. Alltaf var hann tilbúinn að aðstoða við það sem gera þurfti og var það mér mikils virði alla tíð. Það var gaman að sitja og ræða við Guðjón, hann var gjörkunnur lífinu hér á Selfossi og í sveitunum í kring. Hann var skemmtilegur frásagnar- maður og sögur frá uppvaxtarárum hans voru alltaf jafn fróðlegar. Oft sat hann við eldhúsborðið hjá okkur og sagði sögur af því þegar hann fór ung- ur maður fótgangandi eða á hestum á milli bæja í Villingaholts-hreppnum og sinnti smíðum og öðrum viðvikum. Hann sagði skemmtilegar og fróðleg- ar sögur af mannlífi í þá daga. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast manni sem þekkti svo vel sögu þjóð- arinnar á þeim miklu breytingartím- um sem síðasta öld var. Fyrir það þakka ég innilega. Guðjón hafði sínar skoðanir á þjóð- málum og þó að okkar skoðanir lægju þar ekki saman, var fróðlegt og skemmtilegt að heyra hversu ákveðið og eindregið hann studdi sína menn, sama á hverju gekk. Hann var af- skaplega trúr sínum vinnuveitanda sem hann starfaði hjá í liðlega 40 ár og ekkert gat orðið til þess að varpa skugga á þann trúnað. Þau síðustu 10 ár sem Guðjón bjó hér í húsinu hjá okkur, hafa verið afar ánægjuleg. Það er auðvitað mörgu að sinna og í mörg horn að líta í stóru húsi og án dyggrar aðstoðar Guðjóns hefðu þau verk verið þyngri fyrir mig. Af hlýhug þakka ég fyrir öll þau góðu kynni sem ég af Guðjóni fékk þann tæplega fjórðung úr öld sem okkar leiðir lágu saman. Sigurður Þór Sigurðsson. Kæri Gunni. Það er furðuleg tilfinning að þurfa að kveðja þig núna, svona snöggt. Þér hefur verið ætlað nýtt hlutverk og er það greinilegt að eitthvað mikið er í gangi þarna uppi, fyrst þú ert kall- aður upp. Ætli Guð og englarnir standi ekki í endurbótum á hýbýlum sínum. Nú á að breyta og bæta í himnaríki og þá hefur vantað einn pottþéttan. Ekta fagmann sem kann allt og getur allt. Mikið eigum við Andri eftir að sakna þess að hitta þig ekki þegar okkur dettur í hug að líta inn. Hvort sem það var á sunnudagsmorgni eða við birtumst óvænt um kvöldmatar- tímann, alltaf var okkur jafnvel tekið, hlaupið út í bakarí og keyptar morg- unkræsingar eða við fengum ekki að fara heim fyrr en við værum búin að borða kvöldmat. Umhyggjan sem þú barst fyrir öðrum leyndi sér heldur ekki og er mér minnisstætt eitt atvik þegar þú hafðir frétt af því að við vær- um á leiðinni í heimsókn, þá dreifstu þig út í búð að kaupa hlið og varst á fullu að setja það upp þegar við kom- um, þér fannst það nú alveg ómögu- legt ef Andri tæki upp á því að detta niður stigann. Elsku Gunni, ég þakka þér fyrir alla hjálpina, góðmennskuna og kær- leikann sem þú hefur sýnt mér og Andra í gegnum tíðina. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Elsku Inga, Hilmar, Ólöf, Kristín og Karen, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja okkur á þessum erfiðu tímum. Íris. GUÐJÓN GUÐMUNDSSON ✝ Gunnar Hilmars-son fæddist á Akureyri 3. júní 1954. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 16. desem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru Kol- brún Þorsteinsdóttir, f. 26. ágúst 1936, og Hilmar Gunnarsson, f. 24. nóvember 1922, d. 18. janúar 1978. Systkini Gunn- ars eru Jóhann R. Hilmarsson, f. 27. mars 1953, Margrét Káradóttir, f. 29. sept- ember 1958, Halla Steina Kára- dóttir, f. 3. janúar 1961, og Haf- rún Hrönn Káradóttir, f. 27. júní 1963. Gunnar kvæntist 1. nóvem- ber 1980 Ingveldi Tryggvadóttur, f. 13. ágúst 1960. Þau eiga þrjú börn; Hilmar Freyr, f. 9. febrúar 1979, unn- usta Ólöf Hanna Guðmundsdóttir, f. 18. desember 1981; Kristín Ósk, f. 24. febrúar 1983; og Karen Dögg, f. 22. júní 1992. Gunnar stundaði sjó og byggingar- vinnu. Hann lærði húsasmíði sem hann vann við til síðasta dags. Útför Gunnars fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku besti pabbi minn. Það er svo margt sem ég hefði viljað segja þér og spyrja áður en þú fórst. Það er svo sárt að sjá þig deyja svona ungan úr heilablóðfalli alveg eins og Hilmar afi. Samt er mikil huggun að vita að afi tekur á móti þér og að þið vakið núna báðir yfir okkur. Elsku pabbi minn, þér er langbest lýst sem hjálpsamasta, elskulegasta og besta manni í öllum heiminum. Alltaf varst þú tilbúinn að hlaupa og hjálpa öllum sem báðu um hjálp og aldrei vildirðu neitt annað í staðinn. Þú hafðir alltaf mikinn áhuga á boltanum í sjónvarpinu, hvort sem það var fótbolti eða handbolti. Og ég mun aldrei gleyma því þegar ég sett- ist niður með þér og ætlaði sko að sýna þér hvað ég hafði mikinn áhuga á boltanum í sjónvarpinu og fór að spyrja þig um allt og á endanum sagðirðu bara: „Kristín mín viltu ekki bara fara að leika þér,“ og ég gekk þá alsæl í burtu. Elsku pabbi minn, ég elska þig og mun alltaf elska þig út af lífinu. Og við pössum hvort annað og vitum að þú vakir yfir okkur. Vertu, guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiðir mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Núna er ég búin að fá sönnun fyrir því að „þeir deyja ungir sem guðirnir elska“. Góða nótt, elsku besti pabbi minn. Þín dóttir Kristín Ósk. Kæri Gunni. Ég er ekki enn búin að átta mig á að þú sért farinn, mér finnst eins og þú sért hjá okkur. Stundum skil ég ekki vegi Guðs, hann tekur þá sem okkur þykir vænst um án þess að vara okkur við. En Guð gerir það aldrei að ástæðulausu, hann gerir það aðeins af sérstakri ástæðu, hann hefur haft eitthvert stærra hlut- verk fyrir þig og þú ert líklegast sá eini sem getur sinnt því. Ef ég þekki þig rétt ertu feginn að geta hjálpað honum því þú hefur alltaf lifað fyrir það að geta rétt öðrum hjálparhönd þegar á þarf að halda. Þitt líf var öll- um mikils virði því þú gast brætt heilu jöklana aðeins með þínu fallega brosi, allir sem hafa séð þig vita að þú varst yndislegur maður með stórt hjarta fullt af kærleik og ást. Ég vildi óska þess að ég hefði þekkt þig meira en ég geri. Ég hef aðeins þekkt þig í nokkur ár en mér finnst ég hafa þekkt þig allt mitt líf, þú tókst mér opnum örmum og varst mér alltaf góður. Þegar þú komst í veislur ljóm- aði allt í kringum þig af kærleik og öllum leið vel í návist þinni. Það er eitt sem ég hef alltaf viljað vita: Af hverju getur Guð gefið okkur svo margt sem við erum þakklát fyr- ir, til dæmis lífið, og einnig kennt okk- ur svo margt til að komast af í þess- um heimi en það er eitt sem hann gefur okkur aðeins í skornum skammti og það er styrkur til að kom- ast yfir sorgina þegar hún gengur í garð? Ég veit að það er sagt að tíminn muni lækna öll sár en þessi sár eiga sér alltaf stað í hjarta og hug okkar. Við gleymum aldrei sorginni, við að- eins hyljum hana til þess að komast af. Við sem þekkjum þig munum hugsa hlýtt til þín um alla eilífð því þú átt það svo sannarlega skilið. Ég veit að þú munt styrkja fjölskyldu þína í þessari sorg og vernda hana um alla eilífð. Ég votta þér og þinni fjölskyldu innilega samúð. Megi Guð vera með ykkur um eilífð. Þín verður sárt saknað. Kær kveðja. Sædís Hólm. GUNNAR HILMARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.