Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 49
hafa fengið að kynnast þessum merka manni. Blessuð sé minning hans. Ingi Már Ljótsson. Ég sakna afa og syrgi hann mjög, því að í honum átti ég góðan vin. Hann sem stundum var kallaður „Gamla ljónið“ var í eðli sínu stjórn- samur og ákveðinn en átti til svo ósköp mikla og innilega hlýju. Ég hef alla tíð litið mikið upp til afa, hann var dugnaðarforkur á allan hátt. Hann sagði alltaf að sá sem vildi, hann gæti! Ég minnist fjölmargra góðra stunda er ég gisti hjá honum og ömmu og ánægjulegra laugar- dagsheimsókna í seinni tíð, er hann kom oft með blóm handa mömmu og fékk í staðinn vöfflur og kaffi. Sem gamall íþróttamaður hugsaði hann mikið um heilsuna og stundaði lík- amsrækt af kappi. Ég veit að leikfim- ishópurinn saknar hans líka. Afi minn var mikill fagurkeri og lagði mikið upp úr því að hafa snyrti- legt og smekklegt í kringum sig, hann hafði svo gaman af lífinu og naut þess að gleðja sig og aðra. Ég mun alla tíð minnast þess er ég og Harpa Mjöll heimsóttum hann í síð- asta sinn og hvað hann brosti inni- lega til okkar systranna og kallaði okkur rósirnar sínar. Þá mynd af honum mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Minningin lifir um yndislegan afa. Helga Björt Ingadóttir. Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (E. Ben.) Þessar ljóðlínur fór afi Gulli oft með fyrir okkur og sagði þær góðar leiðbeiningar um mannleg samskipti. Afi kenndi mér margt um lífið og til- veruna og þá helst þegar við bjugg- um hjá honum á Klettahrauninu. Hann kunni svo sannarlega að njóta lífsins og hafði unun af fögrum hlut- um hvort sem það var fallegt ljóð eða lítið blóm. Það var alltaf jafn gaman að fá afa í heimsókn og þá sérstak- lega á laugardögum þegar við bök- uðum handa honum vöfflur, hann sagði þær hvergi fást betri. Afi hlust- aði helst á allar fréttir dagsins, enda var hann sérfræðingur í öllum heims- málum. Honum þótti gaman að ferðast og sýndi mikinn höfðingsskap þegar hann bauð allri stórfjölskyld- unni til Kanarí til þess að halda upp á 75 ára afmælið sitt. Sýnir það vel hversu örlátur og stórtækur hann var. Það var sárt að sjá hann veikjast en ég mun alltaf muna brosið hans blíða þegar við heimsóttum hann í síðasta sinn í fallegu íbúðina á Fjarð- argötunni. Með söknuði kveð ég góðan afa og vin sem mér þótti svo vænt um. Nú leiðast þau amma Helga í landi feg- urðar, hamingju og gleði. Þar til við hittumst á ný. Harpa Mjöll Ingadóttir. Afi minn er dáinn og ég er dapur yfir því en ég veit við hittumst síðar himnaríki í. Þinn sonarsonur og nafni, Gunnlaugur Jón Ingason. Jólaljósin skína í skammdegis- myrkrinu. Ég horfi á þau gegnum tárin og hugurinn er fullur trega. Hjartkær bróðir minn er dáinn og til- veran verður aldrei aftur eins. Hann var yndislegur maður og skipaði svo stóran sess í fjölskyldunni með drenglyndi sínu, hjálpsemi, lífsgleði, hlýju og gamansemi. Samverustund- ir með honum voru sólskinsstundir, sem lyftu huganum upp úr drunga hversdagsins. Það er búin að vera þung raun að fylgjast með margra mánaða þrauta- göngu Gunnlaugs í baráttunni við hinn erfiða og óvægna sjúkdóm, sem smám saman braut niður allt líkam- legt þrek. Hann átti þá því láni að fagna að börn hans og tengdabörn reistu um hann skjaldborg umhyggju og kærleika og stóðu þétt við hlið hans í baráttunni allt til enda. Ég veit að það var honum einstaklega mikils virði og fórnfýsi þeirra og elskusemi sýnir hverrar gerðar þau eru. Með þeirra hjálp gat hann lengst af verið heima í fallegu íbúðinni sinni í Fjarð- argötu 19. Á tímabili í haust naut hann aðhlynningar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi og bar mikinn þakkarhug til starfsfólks þar, sem annaðist hann af hlýju og nær- gætni. Síðustu 3 vikurnar sem hann lifði var hann aftur heima í Fjarð- argötu með hjálp barna sinna, starfs- fólks heimahjúkrunar í Hafnarfirði og starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og átti þar góða daga, þrátt fyrir hin erfiðu veik- indi. Börnin hans, tengdabörn og barnabörn syrgja nú ástríkan og um- hyggjusaman föður, tengdaföður og afa, og við systkini hans og aðrir sem gengu með honum lífsveginn lengur eða skemur söknum vinar í stað. Það mildar þó sorgina, að vita að þjáning- unum er lokið og hann genginn inn í ljóssins ríki. Gegnum hugann líða minningar frá liðinni tíð líkt og flett sé mynda- bók: Ég sé fyrir mér sveitadreng sem lagði af stað út í heiminn án allra efna, en vann sig upp til bjargálna með fádæma dugnaði og ósérhlífni. Ég sé hinn frækna íþróttamann og glímumann, hraustan og sterkan, ganga til keppni með bestu íþrótta- mönnum á sinni tíð. Ég sé ungan mann, sem hafði hitt stóru ástina í lífi sínu. Það var hún Helga sem var bæði góð og falleg og vildi ganga með honum út í lífið. Það var ást við fyrstu sýn, yndislegt æv- intýri sem þau síðar sögðu frá með bros á vör. Ég sé stolta foreldra með börnin sín, fyrst tvíburabræðurna, síðan 3 drengi og loks langþráða litla prins- essu sem var yngst. Ég sé barnabörnin brosmild í fangi ömmu og afa. Ég sé athafnamanninn sem óhræddur tók sér fyrir hendur ný og stór verkefni, svo sem byggingu stórra sambýlishúsa og lét engan mótbyr stöðva sig. Ég sé unnanda lands og gróðurs rækta tré og blóm og unnanda ljóð- listar, sem flutti ljóð flestum betur. Ég sé hinn sterka, dugmikla og ákveðna mann, en jafnframt hinn við- kvæma og hjartahlýja. Það má lengi skoða myndabók minninganna, en ég læt hér staðar numið. Hann bróðir minn elskaði lífið og sagði oft að það hefði reynst sér bæði gott og gjöfult. Án sorgar og áfalla var það þó ekki fremur en hjá flest- um öðrum. Þyngst var sorgin, er hann missti elskulega eiginkonu sína eftir 40 ára hjónaband. Hún var einstök manneskja, elsk- uð og virt af öllum sem henni kynnt- ust. Hún studdi mann sinn ætíð með ráðum og dáð í hverju sem hann tók sér fyrir hendur og heimili þeirra var hlýtt og bjart, í þeirra orða dýpstu merkingu, og þangað var ætíð gott að koma. Síðustu árin naut Gunnlaugur þeirrar gæfu að eiga trausta vinkonu og félaga, Sigrúnu Sigurjónsdóttur. Hann mat hana mikils og hún færði honum gleði og hamingju. Eru henni hér með færðar hlýjar samúðar- kveðjur. Brátt fer daginn að lengja og skammdegismyrkrið víkur fyrir ljós- inu. Ljósið sigrar alltaf og lífið er ljós sem aldrei slokknar. Ég kveiki á að- ventukertunum, það er kyrrð og frið- ur, heilög stund. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Í bjarma kertaljóssins sé ég fagra sýn. Hann bróðir minn gengur hönd í hönd með henni Helgu sinni móti hinu fegursta ljósi, ljósi Guðs. Þau eru aftur saman. Blessuð sé minning þín, kæri bróð- ir minn. Soffía Ingadóttir. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálar- innar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arin- eldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmæl- ir þú honum óttalaust eða ert honum sam- þykkur af heilum hug. Og þegar hann þeg- ir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. (Kahlil Gibran.) Þessi orð spámannsins koma mér fyrst í hug þegar kveðja þarf góðan vin, líkt og hann Gunnlaug. Ég man það eins og gerst hefði í gær, daginn sem ég hitti þig fyrst, fyrir um átta árum. Með vináttu ykkar mömmu var ég svo lánsöm að eignast þig sem vin, og það vissi ég frá þessum fyrsta degi. Væntumþykjan og góðvildin í minn garð var ætíð fyrir hendi. Þú varst höfðingi heim að sækja og ég var ætíð velkomin, inn á heimili þitt, í bústaðinn og meðal fjölskyldu þinn- ar. Vinátta þín var mér dýrmæt og mikið á ég þér að þakka. Þú áttir allt- af til falleg orð, að ég tali nú ekki um hvatningu þína og stuðning við mig í náminu mínu. Þú varst alltaf vel að þér um málefni líðandi stundar og hér á Grandaveginum fóru reglulega fram heitar stjórnmálaumræður á laugardagskvöldum. Og ekki varstu spar á hrósið og lofsyrðin, eða eins og ein vinkona mín orðaði það: „Það þarf enginn á sjálfsstyrkingarnámskeiði að halda sem þekkir hann Gunn- laug.“ Það eru mér ógleymanlegir dagar, heimsókn ykkar mömmu til mín til Edinborgar síðastliðna páska, og það var yndislegt að fá að vera með ykkur í þessu síðasta ferðalagi ykkar saman utan. Kæri vinur, mikið á ég eftir að sakna þín og samverustunda okkar þriggja. Blessuð sé minning þín, með þökkum fyrir allt og allt. Elsku Guðrún, Guðmundur, Ingi, Gulli, Halldór og Þorsteinn, ég votta ykkur og fjölskyldum ykkar innilega samúð. Elín. Við aldarhvarf nú heyrum vér sem hljóm af fornum sögum, og eins og svip vor andi sér af öllum landsins högum; … (E.B.) Hjartkær vinur minn, Gunnlaugur Jón Ingason, er fallinn frá. Gunn- laugur fyllir stórt rúm í hjarta mínu svo og í hjörtum barna minna. Kynni okkar Gunnlaugs hófust fyrir hart- nær hálfri öld og hef ég sterklega á tilfinningunni að einmitt nú sé verið að rúlla upp gamla ættarteppinu og breiða út nýtt. Hæg voru heimatökin hjá mér að dvelja í návist Gunnlaugs því að hann kvæntist Helgu, móður- systur minni. Þau bjuggu í Reykjavík og í Hafnarfirði, eignuðust hóp af börnum, áttu glæsileg heimili, höfðu úr nógu að moða og voru örlát, gest- risin og félagslynd. Það var arðbært að vera barnapía hjá Gunnlaugi og Helgu og var ég ávallt reiðubúin að hlýða kalli þeirra á unglingsárunum. Launin voru m.a. tyggjó, súkkulaði og nælonsokkar, sem var eftirsóttur varningur í þá daga, að ógleymdum aurum í vasann. Ljúflingarnir á heimilinu, drengirnir þeirra fimm, litlu frændur mínir, trónuðu svo á toppnum. Síðar bættist í hópinn lang- þráð dóttir. Gunnlaugur var litríkur persónu- leiki og lifði lífinu lifandi. Hann kom víða við, var vaskur, ötull, ósérhlífinn og útsjónarsamur. Í mínum huga er Gunnlaugur landnámsmaður; sveita- strákur, sem festir yndi á ati og ruðn- ingi, nemur land í þéttbýlinu og byggir hús; höll. Í dag þætti Gunnlaugur strangur uppalandi því að hann þorði að leggja fast að börnum sínum að bera virð- ingu fyrir náttúru lands og gæðum, að kenna þeim að vinna og fara vel með og síðast en ekki síst að hvetja og styðja þau til náms. Ávallt var Gunnlaugur glaður á góðri stund, söng þá gjarnan Haga- vagninn hárri raust og romsaði upp ljóðum Einars Benediktssonar, sem hann kunni utan að og fann samsvör- un í, enda líka stórlax. Í tæp tíu ár var Gunnlaugur ekkill og hafði hreiðrað um sig í nýrri íbúð. Hann var umkringdur ástvinum á dánardægri og fær örugglega hlýjar móttökur hinum megin. Frændsystkinum mínum og fjöl- skyldum þeirra votta ég samúð og fullvissa þau um bænir til huggunar í sorginni; m.a. bæn ’Abdu’l-Bahá fyr- ir látnum: Ó Guð minn. Ó þú, sem fyrirgefur syndir okkar, gefur okkur gjafir, eyðir sorgum okk- ar. Sannlega bið ég þig að fyrirgefa syndir þeirra, sem hafa yfirgefið jarðneska líkama sína og haldið til æðri heims. Ó Drottinn minn, hreinsa þá af misgjörðum, dreif sorg þeirra og snú myrkri þeirra í ljós. Lát þá ganga í garð hamingjunnar, lauga þá með tærasta vatni og gef að þeir megi líta dýrð þína á hinu hæsta fjalli. Guðrún Erla Bjarnadóttir. Fallinn er frá góður vinur og stór- brotinn persónuleiki, Gunnlaugur Ingason, fyrrverandi byggingaverk- taki í Hafnarfirði. Fyrstu kynni okkar eru frá sólar- strönd á Spáni fyrir 36 árum. Við bundust traustum vinabönd- um er aldrei hefur borið skugga á og ekki urðu síðri vinabönd okkar hjóna við konu Gunnlaugs, Helgu Guð- mundsdóttur er lést langt um aldur fram árið 1992. Gunnlaugur syrgði konu sína mjög. Í einni heimsókn minni til hans fyrir nokkrum vikum fann ég vel hvernig hann naut þess að lýsa þeim góðu árum er hann átti með konu sinni. Ég átti því láni að fagna, fyrir 20 árum, að byggja mér sumarbústað við hlið Gunnlaugs í Vaðneslandi í Grímsnesi. Áttum við þar margar ánægjustundirnar við gróðursetn- ingar, grjóthleðslu, girðingar, borun eftir vatni o.fl. o.fl. Gunnlaugur var þéttur á velli, glæsimenni og hraustmenni mikið. Hann var framkvæmdasamur mjög og einstaklega verklaginn. Það var reisn yfir gjörðum hans. Nýlega stofnaði hann myndarlegan styrkt- arsjóð við Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar til minningar um Helgu konu sína. Við hjónin ferðuðumst nokkuð með Gunnlaugi og Helgu og eru ógleymanlegar ferðir um Hrafn- tinnusker, Lakagíga, Skaftafell, Fljótshlíð o.fl. Fyrir þremur árum sigldum við innan skerja í Noregi. Fórum frá Bergen norður til Kirkenes með við- komu á 64 stöðum. Með í þessari ferð var Sigrún vinkona Gunnlaugs. Þetta var ævintýri. Gunnlaugur stefndi á frekari ferðalög um lönd og höf en skyndi- lega varð stefnubreyting er himna- faðirinn breytti kúrsinum. Gunnlaugur sagði mér fyrir nokkru að hann væri fullsáttur við líf- ið og tilveruna, hvað er annað hægt, sagði hann, hafandi átt góða eigin- konu og sex mannvænleg börn og aldrei liðið skort svo hægt sé að tala um. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að verða samferða slíkum manni sem Gunnlaugur Ingason var. Við Karen sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur eftirlifandi börnum, Guðmundi, Inga, Gunnlaugi, Hall- dóri, Þorsteini og Guðrúnu og öðrum ættingjum. Víðir Finnbogason. Þegar Gunnlaugur J. Ingason, vin- ur minn og nágranni til margra ára, er fallinn frá vil ég minnast hans með fáeinum orðum. Gunnlaugur fæddist á Bergþórs- hvoli í Rangárvallasýslu 20. marz 1924 en ólst upp fyrstu árin á Vaðnesi í Grímsnesi. Grímsnesið var honum ávallt mjög kært. Ættmenn hans bjuggu á Kiðjabergi og sjálfur reisti hann sér og fjölskyldu sinni sum- arbústað í landi Vaðness fyrir all- mörgum árum. Undi hans sér þar mörgum stundum og leit á Grímsnes- ið sem átthaga sína. Gunnlaugur fluttist til Reykjavík- ur með fjölskyldu sinni um tíu ára aldur. Hann varð snemma góður íþróttamaður og lagði sérstaklega stund á glímu. Náði hann þar góðum árangri, enda kom þá vel í ljós það kapp og dugur, sem í honum bjó. Hann gerðist lögreglumaður í Reykjavík og gegndi því starfi í nokkur ár. Til Hafnarfjarðar fluttist Gunnlaugur fyrir rúmum 40 árum og stofnaði þar heimili með eiginkonu sinni, Helgu Guðmundsdóttur, sem var Hafnfirðingur. Þau hjón eignuð- ust sjö börn, en eitt þeirra dó í fæð- ingu. Hin sex eru öll uppkomin og hafa reynst hin mannvænlegustu. Gunnlaugur rak í fyrstu matvöru- verslun við Hringbraut í Hafnarfirði. Þegar bygging fjölbýlishúsa hófst að marki við Álfaskeiðið, þá varð hann einn af frumherjunum, sem þar létu að sér kveða. Stóð hann síðan fyrir byggingu margra slíkra húsa í Hafn- arfirði. Dugnaði hans og atorkusemi var viðbrugðið, enda má með sanni segja að hann hafi verið maður eigi einhamur til verka. Er dagsverkið orðið ærið sem hann lætur eftir sig. Eftir að Gunnlaugur hætti bygginga- framkvæmdum, var hann þingvörður á Alþingi í nokkur ár, uns hann lét þar af störfum sökum aldurs. Naut hann þeirra starfa enda stjórnmála- áhugi hans mikill. Þuldi hann oft fyr- ir mig orðræður manna á Alþingi og þá helst það er honum fannst vel sagt. Gunnlaugur var maður ljóðelskur. Hann hafði miklar mætur á skáldinu Einari Benediktssyni og kunni mörg kvæða hans og greip til þeirra á góðri stundu. Oft vitnaði hann til kvæðisins „Fáka“ og þó sérstaklega síðasta er- indisins en byrjun þess hljóðar svo: Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Í þessum ljóðlínum held ég að Gunnlaugur hafi fundið samsvörun við skapgerð sína og lífssýn. Hafna öllu víli og voli og takast vígreifur á við viðfangsefnin af þeirri orku sem í honum bjó. Ég kynntist Gunnlaugi- fyrst þegar hann rak matvöruversl- unina við Hringbrautina. Síðar, þeg- ar hann hóf húsbyggingar í Hafnarfirði, leitaði hann til mín. Um árabil vann ég fyrir hann ýmis lög- fræðistörf. Umsvif hans voru mikil og ætíð líf og fjör í kringum hann enda Gunnlaugur maður athafna og framkvæmda. Á þessum tíma byggði Gunnlaugur einbýlishús fyrir fjöl- skylduna við Klettahraun og urðum við þá nágrannar. Áður hafði öðrum verið úthlutað lóðinni, en gengið frá henni sökum þess, að þar var djúp og mikil hraungjóta, sem gerði hana ekki árennilega til húsbyggingar. Gunnlaugi óx þetta ekki í augum, fremur en annað. Reisti hann þar myndarlegt íbúðarhús sem hann og fjölskylda hans bjuggu í um þrjá ára- tugi. Ég kom oft á heimili Gunnlaugs og Helgu. Þangað var gott að koma. Þar ríkti rausn og myndarskapur og heimilið gestkvæmt. Bæði voru þau hjón félagslynd og glaðsinna. Helga tók þátt í margvíslegum félagsskap, var meðal annars formaður Sjálf- stæðiskvennafélagsins Vorboðans og varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn í Hafnarfirði um skeið. Tóku þau hjón alla tíð mikinn þátt í störf- um Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og voru liðsmenn, sem um munaði. Helga lést fyrir um það bil áratug, löngu fyrir aldur fram, úr sama ill- víga sjúkdómnum sem nú hefur lagt Gunnlaug að velli. Í haust hringdi Gunnlaugur til mín og sagði mér að tekið hefði sig upp illkynjað mein sem hann taldi sig hafa sigrast á fyrir allnokkrum árum. Erindið var að biðja mig um að ganga frá gjafabréfi til Tónlistaskóla Hafnarfjarðar. Hann vildi stofna minningarsjóð um Helgu konu sína við skólann en þar hafði hún verið ritari um árabil. Sjóðnum skyldi ætlað það hlutverk að verðlauna góða nemendur. Lagði Gunnlaugur fram myndarlega fjár- hæð til stofnunar hans. Einnig gaf hann Hafnarfjarðarbæ listaverk eftir Halldór, son sinn, sem nú hefur verið sett upp. Báðar þessar gjafir náði Gunnlaugur að afhenda áður en yfir lauk. Ég kom nokkrum sinnum til Gunnlaugs á þessum tíma. Af honum var nokkuð dregið og hann oft þjáð- ur. Andlega var hann þó hress og sagðist ekki kvíða neinu. Hann vildi mæta dauðanum af sömu karl- mennsku og hann hafði lifað lífinu. Það er sjónarsviptir að slíkum manni. Við Sigríður sendum börnum og öðrum ástvinum Gunnlaugs J. Inga- sonar innilegar samúðarkveðjur, um leið og við minnumst með þakklæti vináttu góðra granna, Helgu og Gunnlaugs. Guð blessi minningu þeirra. Árni Grétar Finnsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.