Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.12.2001, Qupperneq 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erla Einarsdóttirfæddist í Reykja- vík 28. júlí 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðviku- daginn 12. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ein- ar Jósefsson, f. 14.10. 1902, d. 25.9. 1989, og Stefanía Ottesen, f. 20.3. 1906, d. 16.7. 1998. Erla ólst upp á Ásvallagötu 2 og bjó þar alla ævi. Systur Erlu eru Sigríður Gróa, f. 23.6. 1939, gift Jóni Þór- hallssyni, börn hennar eru Einar Sigurður Björnsson, f. 17.4. 1960, Þóra Karen Björnsdóttir, f. 27.4. 1964, og Sveinbjörn Þór Jónsson, f. 18.4. 1975; og Þorgerður, f. 28.1. 1948, börn hennar eru Stef- án Hjörleifsson, f. 1.11. 1968, og Hildur Hjörleifsdóttir, f. 10.3. 1972, d. 26.11. 1991. Systursonur Erlu, Einar, ólst að mestu upp á Ásvallagöt- unni hjá Erlu og for- eldrum hennar. Erla var heitbundin Adolfi Karlssyni, en hann lést í október 1978. Erla gekk í Kvennaskólann og starfaði síðan á Landakotsspítala, lengst af sem gjald- keri. Hún tók virkan þátt í störfum Krabbameinsfélagsins og var m.a. í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Hún var einn frum- kvöðla að stofnun Samhjálpar kvenna og var nýverið valin heið- ursfélagi þeirra. Útför Erlu fer fram frá Krists- kirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg. Það er erf- itt að sjá á bak ástvinum þó svo að lengi hafi mátt sjá hvert stefndi. Erla var einstök manneskja, ávallt glöð, ákveðin og hreinskipt- in. Fyrir okkur er missirinn því mikill, ekki síst fyrir krakkana. Erla var þeirra besti vinur og til hennar gátu þau alltaf leitað ef eitthvað bjátaði á og ekki síður ef eitthvað var til að gleðjast yfir. Ófáar helgarnar gistu þau hjá henni og brölluðu eitthvað skemmtilegt saman, fóru á lista- sýningar, í skemmtiferðir, bíó eða leikhús. Okkur hinum var hún einnig hinn besti vinur og félagi, sem alltaf var hægt að treysta á bæði í gleði og raun. Erla þurfti að lifa með veik- indum frá unga aldri en lét þau aldrei aftra sér í að lifa lífinu til hins ítrasta. Hún tók hvern dag sem happdrættisvinning, staðráðin í að nýta hann til fullnustu. Lífs- viljinn var mikill, því hún átti allt- af eftir að gera svo margt og hún trúði því staðfastlega að morgun- dagurinn bæri ávallt eitthvað gott í skauti sér. Erla hafði einstaklega gaman af mannamótum og hafði unun af að fara í boð og leikhús. Hún naut þess að ferðast eins lengi og heils- an leyfði og var mikil heimsmann- eskja. Vinahópur hennar og frændgarður er stór og hafa vinir hennar og frændfólk stutt hana með heimsóknum og hvatningu í veikindunum sem var henni ómet- anlegt. Að leiðarlokum ber að þakka öllu því hjúkrunarfólki sem ann- aðist Erlu í veikindum hennar af einstakri alúð og hlýhug, sem og öllum þeim sem studdu hana á einn eða annan hátt. Hvert okkar geymir góðar minningar um Erlu í hjarta okkar sem vonandi hjálpa okkur að takast á við þann missi sem við nú stöndum frammi fyrir. Guðrún. Elsku Erla, nú er komið að kveðjustund. Ég sem hélt að þú myndir rísa upp aftur eins og þú hafðir svo oft gert áður. Lífsbar- átta þín var ekki alltaf auðveld en þegar þér leið vel naustu hverrar mínútu og sagðir gjarnan: „O-o, mér líður svo vel.“ Ég hugsa svo oft til þín þegar það gengur ekki allt upp hjá mér. Hvað er ég að kvarta? Ég á svo margar góðar minningar af Ásvallagötunni. Það voru mikil tengsl á milli Ásó og Hóló eins og við kölluðum það. Þú varst ekki bara frænka okkar, þú varst vinkona mömmu og vin- kona okkar. Þegar við sátum og spjölluðum var enginn aldursmun- ur á okkur. Þú varst mjög gefandi persóna enda þarf sterka mann- eskju til að gefa svo mikið af sér, eins og þú gerðir fyrir Krabba- meinsfélagið og Samhjálpina, þar sem margir nutu góðs af. Þú mátt- ir ekkert aumt sjá, þá varstu búin að taka ráðin í þínar hendur. Þar kom það sem við áttum sameig- inlegt, stjórnsemin. En við gátum hlegið að því, því við vorum að vinna í þessu, að vera ekki of stjórnsamar. Ég þekki fáar manneskjur sem ræktuðu vini og fjölskyldu eins og þú. Þú naust þess að vera innan um fólk og áttir frábæra fjölskyldu sem gerði allt fyrir þig. Einar sem var eins og sonur þinn og hans fjölskylda, Karen og hennar fjöl- skylda og Dista systir þín, sem öll hafa stutt þig og annast í þínum veikindum. Ég veit hvað þú varst þeim þakklát, því þú talaðir um það í hvert sinn sem við hittumst. Það er erfitt og sárt að kveðja, en ég heyri þig segja: „O-o, hvað mér líður vel núna.“ Ég bið góðan Guð að blessa þig og varðveita og styrkja þá sem næst þér standa. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Oddný Rósa. Okkur langar til að minnast frænku okkar og guðmóður sem var einstök manneskja. Það var gott að þekkja Erlu á Ásvallagöt- unni og verða aðnjótandi um- hyggju hennar og hlýju. Það var skammt á milli heimilis Erlu og vinnustaðar, sem var alla tíð á skrifstofu St. Jósefsspítala, Landa- koti. Og miðpunkturinn á milli þessara staða er Landakotskirkja. Nú þegar horft er til baka skynjum við þann kraft sem Erla sótti til trúarinnar, kraft sem hún miðlaði áfram til annarra og styrkti hana jafnframt í löngu og erfiðu veikindastríði. Erla unni fögrum listum, hún var víðlesin og reglulegur gestur á tónleikum og í leikhúsum, þar sem hún fylgdist ætíð vel með. Hún gerði sér far um að halda mann- fagnaði og veislur, sem eflt hafa fjölskylduböndin. Þar áttum við systur kost á að hitta stórfjöl- skylduna við gott atlæti Erlu. Umhyggja hennar fyrir öðrum var einstök. Aðdáunarvert var ERLA EINARSDÓTTIR ✝ Þórdís Svein-björg Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. september 1914. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 16. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jón Krist- jánsson, f. 1860, d. 1925, og Ingveldur Rut Ásbjörnsdóttir, f. 1872, d. 1964. Bræð- ur Þórdísar Svein- bjargar voru Elías Kristinn Guðmunds- son, f. 1909, d. 1935, og Ragnar Svavar Jónsson, f. 1912, d. 1991. Þórdís giftist 1940 Eyþóri Ingi- bergssyni frá Melhóli í Meðal- landi, f. 6.4. 1915, d. 24.6. 1984. Börn þeirra eru: 1) Baldur, f. 8.8. 1940, kvæntur Jóhönnu Hlíf Stef- ánsdóttur. Börn þeirra eru Stef- án, sambýliskona Linda Péturs- dóttir þau eiga einn son, Þórdís Anna og Ásdís. 2) Guðríður Karól- ína, f. 7.2. 1942, d. 25.12. 1980, gift Jóni H. Hraundal, f. 6.7. 1941, d. 27.7. 1990. Börn þeirra eru Fríða Bjarney, gift Jóni Karli Helga- syni, þau eiga þrjú börn, Samúel og Þórir. 3) Elsa, f. 18.2. 1947. Dóttir hennar er Þórdís Skúladóttir, hún á þrjú börn. 4) Ingi- björg, f. 14.2. 1952, gift Birgi Alberts- syni. Þeirra börn eru Hanna Björk, hún á tvo syni, Harpa og Sindri Brynjar. 5) Árni Jón, f. 22.1. 1954, kvæntur Sig- urlaugu Árnadóttur. Dætur þeirra eru Þórey Arna, sam- býlismaður Valgeir Þór Halbergsson, Sóley Lára, sambýlismaður Birkir Þ. Krist- mundsson, og Valey Sara. Þórdís ólst upp hjá móður sinni í Reykjavík til sex ára aldurs og síðan hjá hjónunum Valgerði Þórðardóttur og Sigurði Daníels- syni á Kolviðarhóli. Þórdís og Ey- þór settust að í Hveragerði 1940 og bjuggu þar til 1982 er þau flutt- ust til Reykjavíkur. Þórdís flutti á Dvalarheimilið Ás í Hvergerði 1997 og bjó þar síðan. Útför Þórdísar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Okkur systkinin langar að minn- ast Dísu ömmu okkar í örfáum orð- um. Margar skemmtilegar minningar koma í hugann. Þegar farið var austur í Hveragerði til afa og ömmu og kræsingarnar fram bornar með ýmsu góðgæti og góðu skapi. Þegar fjölskyldan fór saman í sumarbú- stað og spilin voru dregin fram og hlegið dátt og innilega. Þegar amma dvaldi hjá okkur á Nesinu þegar afi var orðinn lasinn, þá er líka margs að minnast frá því þegar spjallað var saman, tekið í spil eða kveðist á að gömlum sið. Við þökkum allar yndislegar sam- verustundir, Guð blessi þig elsku amma. Stefán, Þórdís Anna og Ásdís. Elsku amma, nú ertu farin. Mikið verður skrýtið að fara í Hveragerði og fara upp á hjúkrunarheimili. Mikið er ég glöð yfir að hafa stopp- að lengi hjá þér með mömmu áður en þú varðst mikið veik. Þú hlóst svo mikið með okkur og hvíldir þig á milli, en við þurftum að fá kaffi og með því og þér þótti kaffið svo gott. Alltaf spurðir þú okkur þegar við komum hvort við værum búin að fá kaffi og með því og ef það var ekki baðstu konurnar um það. Og þegar þú bjóst á Sólvallagötunni vildirðu alltaf að ég færi út í búð því þú vild- ir vera örugg að það væri enginn svangur hjá þér. Þú bjóst til heims- ins bestu pönnukökur. Þegar þið áttuð heima í Hveragerði og við mamma bjuggum heima hjá ykkur skammaðir þú mig aldrei fyrir hvað ég glamraði á orgelið hans afa eða var með alla stóla úr stofunni í teygjó úti um alla stofu. Þegar ég eignaðist Eyþór Fannar varstu svo glöð yfir að það væri kominn nafni afa. Og þegar við komum spurðir þú hvort hann væri ekki með brún augu, þú varst svo viss um það. Þú varst svo sterk í höndunum, þegar við mamma erum að reyna að opna dósir og það tekst ekki, segjum við alltaf gulkornið þitt sem þú sagðir við Jóhönnu þegar hún gat ekki opnað einhverja dós. Það er ekki von að þú getir þetta því að ég get þetta næstum því ekki. Það var allt- af stutt í húmorinn og hláturinn, mikið gátuð þið Hulda og Gústa hlegið þegar þær komu. Og mér er minnisstætt þegar við fórum stund- um austur til Ingu á Stöðvarfjörð. Þá áttir þú alltaf brjóstsykur eða eitthvað í veskinu og Þórir var far- inn að kalla það galdraveski því það galdraðist alltaf eitthvað upp úr því. Það er mikil guðs gjöf að hafa átt þig sem ömmu og langömmu. Hvíldu í friði, við hittumst von- andi seinna, elsku amma mín. Kveðja, Þórdís, Elsa Björg, Eyþór Fannar og Elmar Skúli. Dísa frænka í Hveragerði. Það var alltaf ljómi yfir þessum orðum. Hvernig gat annað verið þegar Dísa átti í hlut? Hún sem alltaf var svo létt og kát, alltaf svo hláturmild og lifandi. Alltaf syngjandi eða raul- andi með sinni fallegu rödd. Margt lagið tóku þau saman systkinin, pabbi og hún, og svo lyfti pabbi upp höndunum dillaði sér og tók nokkur dansspor, alveg eins og hún, alltaf léttur og hress. Þau systkinin nutu þess að hittast og vera saman. Ef til vill voru þau að vinna upp sáran að- skilnað æskuáranna, þegar Dísa litla, aðeins fjögurra ára, var látin í fóstur að Kolviðarhóli frostavetur- inn mikla 1918. Sama vetur varð Ingveldur amma mín, fátæk, ein- stæð og heilsulítil, einnig að láta frá sér elsta son sinn Elías, níu ára gamlan, að Hömrum í Grímsnesi. Hvorugt áttu þau afturkvæmt í móðurfaðminn. Aðeins Ragnar faðir minn varð eftir hjá móður sinni. En tómarúmið sem þau skildu eftir hjá föður mínum og ömmu var mikið og ekki þarf að spyrja um líðan þess- ara litlu systkina sem að eilífu voru svipt móður sinni. En slíkt var hlut- skipti lítilmagnans á fyrri hluta ald- arinnar líkt og á öldum áður. Þá var fátt til bjargar. Ekki efa ég að létta lundin hennar frænku minnar hafi leitt hana í gegnum erfiðleika lífsins bæði fyrr og síðar. En á Kolvið- arhóli átti hún þó góða daga hjá þeim Valgerði og Sigurði manni hennar. Og þar lærði hún margt bæði til munns og handa. Þar var alltaf mikið um að vera, gestir og gangandi og fjölskrúðugt mannlíf. Það fannst Dísu gaman þótt því fylgdi mikil vinna. Og aldrei slitn- uðu tengslin milli þeirra systkin- anna þótt heimsóknir væru stopul- ar. Dísa hélt alltaf áfram að vera litla systirin hans pabba og oft grín- aðist hann með að það væru bara tvö ár, mánuður og vika sem skildu þau að. En það hafði hann dundað sér við að reikna út í æsku sinni. Og strax og þau höfðu aldur og getu til treystu þau sambandið sín á milli. Aldrei var farið svo austur fyrir fjall að ekki væri komið við í Hveragerði. Og aldrei kom Dísa svo í bæinn að hún kæmi ekki á Skólavörðustíginn og svo á Hofteiginn. Marga dagana dvaldi ég hjá þeim Eyþóri og Dísu í Hveragerði og hvergi leið mér betur utan míns heimilis. Oft hugsaði ég sem barn um það að ef mamma mín og pabbi dæju þá ætlaði ég að flytja til Dísu frænku í Hveragerði. Þar vissi ég að mér mundi líða vel. Það segir ekki lítið um þá miklu hlýju og góðu útgeislun sem Dísa hafði. Dísa var glæsileg ung stúlka. Hárið dökkbrúnt, augun stór og greindarleg og andlitið laglegt. Þau voru fallegt par hún og Eyþór mað- ur hennar. Hann dökkur á brún og brá, enda ættaður úr Meðallandinu þar sem franskir sjómenn hafa stungið niður staf sínum gegnum aldirnar. Dísa var aftur á móti Reykvíkingur í níunda lið í föður- ætt, með forfeður á Arnarhóli, Ör- firisey, Reykjavíkurbænum, Rauð- ará og Vegamótum. Auk þess að vera af Bergsætt og Reykjakotsætt í móðurætt. Hún átti því traustar rætur fyrir austan fjall og í Hvera- gerði stóð heimili þeirra Eyþórs áratugum saman. Þar fæddust og ólust börnin þeirra upp; Baldur, Kaja, Elsa, Inga og Árni Jón. Hvert öðru myndarlegra og mannvæn- legra. Dísa hafði lag á að njóta líðandi stundar. Hún hafði sjaldan áhyggj- ur af morgundeginum. Hún var ræðin og glettin og hafði gaman af að spjalla. Hún var heimakær og lifði fyrir fjölskylduna og leið vel í sínu ríki. Eyþór var húsbóndi á sínu heimili, oft dálítið strangur fannst okkur krökkunum, og sjálfsagt hefði Dísa kunnað að meta meira sjálfstæði en boðið var upp á. En aldrei heyrði ég hana kvarta. Nægjusemi og hógværð voru henni eðlislæg eða áunnin í allsleysi og erfiðleikum æskunnar. Eyþór var mikið í múrverki upp um sveitir og þá var oft fjör í Frumskógum 2 enda barnahópurinn stór. Svo varð allt settlegra þegar Eyþór kom heim. Þá settist hann við orgelið og spilaði og söng. Það voru hátíðlegar stundir. En það var ýmislegt fleira sem fylgdi eiginmanninum en söng- urinn. Árum saman steypti hann blómapotta í bílskúrnum og seldi í gróðurhúsin, og ég held ég ýki ekki mikið þótt ég segi að hann hafi klippt flesta íbúa Hveragerðis ára- tugum saman. Það var því oft margt um manninn hjá þeim hjónum og mikið um að vera. Enda átti það vel við Dísu mína. Aldrei man ég eftir að við kæmum í Hveragerði án þess að fram væri reiddur veislumatur. Þar naut Dísa sín og marga hjálp- arhöndina réttu þær henni dætur hennar. Þannig liðu árin, lífið var Dísu gott og gjöfult og barnabörnin bættust í hópinn. Dísa litla dóttir Elsu átti árum saman sitt annað heimili hjá ömmu og afa og um tíma bjuggu bæði Elsa, Kaja og Árni Jón ásamt fjölskyldum í Hveragerði í návistum við foreldrana. En sorgin gleymir engum. Það voru Dísu og þeim hjónum þung spor að fylgja Kaju dóttur sinni, þriggja barna móður, til grafar aðeins 38 ára gam- alli eftir erfið veikindi. Tíu árum seinna stóð hún frænka mín svo yfir moldum Jóns tengdasonar síns, manns Kaju. Þá reyndi á sálarþrek- ið og léttu lundina. Síðustu ár sín var Eyþór einnig mikill sjúklingur og reyndist Dísa honum einstaklega vel í þeim raunum. En hún stóð aldrei ein, börnin voru henni stoð og stytta. Baldur og Jóhanna umvöfðu hana ást og umhyggju og margar góðar stundir áttu þær saman hún og Jóhanna tengdadóttir hennar þegar þær brugðu sér í bæinn, kíktu í búðir eða fengu sér kaffi- sopa. Því ef einhver kunni að njóta augnabliksins þá var það hún frænka mín. Ófáar stundirnar áttu þær líka saman Dísa, Elsa, Dísa litla og Elsa Björg, kynslóðirnar fjórar. Já, hún skilar góðu búi hún frænka mín. Hvert sem leið hennar lá brosti hún sínu ljúfa, létta brosi. Aldrei vék hún illu að nokkrum manni. Hún tók öllu af æðruleysi, nægjusemi og elsku. Hún var þakk- lát lífinu, þakklát því fyrir börnin sín og barnabörn og barnabarna- börn. Því hún átti langa ævi og far- sæla. Ég sé hana fyrir mér ljúfa og létta svífa inn í himininn þar sem þau pabbi taka lagið saman. Blessuð sé minning Dísu frænku í Hvera- gerði. Guðfinna Ragnarsdóttir. ÞÓRDÍS SVEINBJÖRG JÓNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.