Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN 58 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ER tími hátíða og frídaga hjá flestum. Börn og unglingar eru í fríi frá skóla og er það mörgum kærkomið. Fríum fylgja oft lengri vökur og meiri sveigj- anleiki á reglum. Eitt er það kvöld sem ríkjandi viðhorf hefur verið að í lagi sé að sleppa reglum en það er gamlárskvöld. Börn og unglingar fá að vaka frameftir og eru úti, gjarnan í fylgd for- eldra eða annarra full- orðinna framan af kvöldi. Fullorðnir og börn hafa gaman af brennum og skaupi, sprengingum og sprelli. En því miður vill það henda að eftir að seinasti flugeldurinn úr fjölskyldu- pakkanum er farinn í loftið er eins og fjölskyldan geri það líka. Fullorðnir fara á skemmtanir fyrir sinn aldurs- hóp á meðan unga fólkið heldur sitt eigið partí heima fyrir jafnaldra sína, eftirlitslaust. Útivistarreglur eru að engu hafðar og börn og unglingar safnast saman í sínu hverfi eða öðr- um. Hætturnar á nýársnótt eru engu minni en aðrar nætur. Margir sem eru á ferli eru undir áhrifum og í mis- jöfnu ástandi. Á slíku kvöldi þegar boð og bönn virðast ekki ríkja geta freistingarnar orðið enn fleiri og erf- iðara að standast þær. Margt getur gerst þessa nótt, sem ekki verður aft- ur tekið. Slys verða á fólki, ofbeldi á sér stað, drykkja eða önnur neysla, óæskileg kynlífsreynsla og svona mætti lengi telja. Slíkt getur hent hvar sem er, en hættan er meiri þeg- ar foreldrar eru ekki til staðar til að vernda börnin sín. Foreldrar athugið Þrátt fyrir að óskráð leyfi séu fyrir því að leggja niður reglur af ýmsum toga, skólaleyfi og frí frá vinnu, þá eru engin leyfi gefin frá foreldrahlut- verkinu þessi áramót. Foreldrar eru ekki á frívakt.  Skjótið ekki samveru fjölskyld- unnar út í loftið um leið og flugeld- unum  Skapið börnunum ykkar nauð- synlegt öryggi með nærveru ykkar  Notið tækifærið og skemmtið ykkur saman Staðreyndin er sú að flest börn og unglingar eru í góðum málum og for- eldrar treysta sínum eigin börnum. En ekki má gleyma því öll börn geta lent í aðstæðum sem þau ráða ekki við og við vitum ekki hvort öðrum er treystandi. Byrjum nýja árið á að safna góðum minningum og látum áramótaheitin verða í þágu barna okkar. Gleðilegt ár. Í fríi? Stefanía Sörheller Ungmenni Öll börn, segja Guðrún Arna Gylfadóttir og Stefanía Sörheller, geta lent í aðstæðum sem þau ráða ekki við. Guðrún Arna er verkefnastjóri hjá ÍTR og Stefanía hjá Félagsþjónust- unni í Reykjavík. Guðrún Arna Gylfadóttir OFT hef ég óskað að til væri í landinu penni, sem hefði getu til að fjalla um óréttlæti og fáránleika fiskveiði- stjórnar og kvótakerfis- ins á sama hátt og Hall- dór Laxness hefði getað, hefði þjóðin verið svo gæfusöm að hann hefði verið uppi aðeins seinna á öldinni. Hugg- un harmi gegn er að við höfum Sigmund, sem þegar honum tekst best upp rífur kerfið í sig nær daglega með sínum hárbeittu skopmyndum. Lipur penni, Hall- grímur Helgason, hefur nú ekki í fyrsta skipti, að þessu sinni með Höfundi Íslands, tekið upp refsi- vöndinn svo um munar. Fyrr hafði hann á drepfyndinn hátt tekið fyr- ir lífsnautnir eins mikilhæfasta ferða- og listafrömuðar þjóðarinn- ar, með lýsingum á samræði Auð- uns í Útferð við Ragnheiði Birnu „mín Birnchen“ í skáldsögunni Þetta er allt að koma, á blaðsíðum 176 til 187. Í þetta skipti var röðin komin að þeirri brýnu nauðsyn að tala yfir hausamótunum á nóbels- skáldinu sjálfu. Uppgjör við skáld- ið eins og það hefur verið nefnt. Tekið skal fram að hér verður ekki vitnað í efni bókarinnar þar sem ég hef ekki lesið hana enn. Ég hlakka hinsvegar til að gera það, enda hefur verið látið að því liggja, að hún verði í jóla- pakkanum frá tengdamóður minni. Ástæðan fyrir því að ég sá mig til- neyddan að skrifa þennan greinarstúf er umfjöllun Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar um bók Hallgríms Helgasonar um Höfund Íslands, sem birt var í Morgunblaðinu 16. desember sl. Grein sem ég álít að muni verða talin tímamótagrein í því að kunna sér ekki hóf og fara svo rækilega yfir strikið í mjög alvar- legum og ærumeiðandi yfirlýsing- um um lífsskoðun og verk skálds- ins Halldórs Laxness, að furðu sætir. Ég hélt áður en ég las grein Hannesar Hólmsteins, að þetta verk Hallgríms Helgasonar væri skáldsaga, og það bæri að líta á hana sem slíka. Grátt gaman eða nokkurskonar sjálfsfróun höfund- arins, í sama dúr og tilbrigðin við stefið um bólfarir Auðuns í Útferð. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að hér er á ferðinni óvenju ófyr- irleitin blaðagrein og rætin árás á minningu skáldjöfursins Halldórs Laxness, þar sem ekki er aðeins látið nægja að rægja hann fyrir skoðanir hans og þær vonir sem hann mun hafa bundið við alræði öreiganna, eins og sovétkerfið var stundum kallað. Þessu til viðbótar kemur náðarhöggið með kaflanum um handtöku Veru Hertzsch, þar sem dregin er upp mynd einhvers- konar samsærisathafnar eða allt að því þátttöku hans í hvarfi henn- ar og hörmulegum örlögum. Ásak- anir Hannesar Hólmsteins í garð Halldórs Laxness í téðri grein eru lágkúrulegt spark í látinn mann, einkum þar sem ljóst má vera að henni er ætlað að gefa túlkun hans á atburðunum í Moskvu fræðilegt yfirbragð, þar sem þessi háskóla- borgari, sem oft áður, hikar ekki við að bregða hinni akademísku hempu yfir öfgakennt ofstækið. Það er nokkuð ljóst, að það var ekki á valdi Halldórs Laxness fremur en barnsföður hennar, Benjamíns Eiríkssonar, að bjarga þessari konu, við þær aðstæður sem ríktu í landinu. Auk þess er mjög hæpið, að hann á þeirri stundu hafi haft forsendur til að gera sér grein fyrir, hver örlög biðu hennar. Mistök hans voru að hann skyldi nokkurn tíma nefna að hann hefði setið á heimili hennar umrætt kvöld. Í upphafi þessa pistils gat ég þess að ég hefði oft óskað mér þess að til væri í landinu nógu öfl- ugur stílisti, sem gæti með penn- ann að vopni mótað almennings- álitið á þann hátt sem dygði til þess að hrinda af höndum sér hin- um beiska kaleik sem er fiskveiði- stjórnarkerfi andskotans, sem þröngvað hefur verið uppá þjóðina, í trássi við stjórnarskrárvarin mannréttindi. Kvótakerfið sem eins og kommúnisminn er kerfi fundið upp af misvitrum og mis- heiðarlegum stjórnmálamönnum og lobbíistum til þjónkunar einka- hagsmunum. Þetta kerfi mun eins og hið kommúnistíska þjóðskipu- lag Sovétríkjanna líða undir lok. Fáir eða engir Íslendingar hafa komist með tærnar þar sem Hann- es Hólmsteinn hefur hælana í þeim efnum að prísa og lofa þetta óheillakerfi, sem kallað hefur á misskiptingu auðs í þjóðfélaginu í áður óþekktum stærðarhlutföllum. Kerfi sem skilið hefur stóra hluta landsbyggðarinnar eftir í rjúkandi rúst þar sem eignir fólksins hafa orðið að engu, þegar lífsbjörginni var kippt burtu með lagasetningu um frjálst framsal veiðikvóta. Hannes Hólmsteinn lýkur upp munni í Morgunblaðsgreininni um það hvernig þessi gáfaði maður, Halldór Laxness, hafi getað þagað yfir því sem hann varð vitni að í Sovétheimsóknum sínum, eða beinlínis haldið fram lyginni sjálfri. Ég trúi því og vona að dagar kvótakerfisins verði taldir það snemma á þessari öld, að ekki þurfi að koma til þess að einhverj- ir sjálfskipaðir hælbítar framtíð- arinnar muni þurfa að furða sig á því hvernig þessi gáfaði prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson gat borið alla þessa lygi um gæði kvótakerfisins á borð fyrir þjóðina og þjóðir heimsins í ræðu og riti. Það er von mín að honum ásamt fleiri akademískum leigupennum og höfundum kvótakerfisins sjálfs, núverandi valdhöfum og stjórnar- herrum í landinu, verði stillt upp við vegg og þeir látnir svara til saka fyrir þann glæp sem fisk- veiðistjórnarkerfið er gagnvart al- menningi í landinu. Að ekki verði það langt um liðið þegar kerfið hrynur, að andlaust hrafnaþing framtíðarinnar þurfi að koma og skíta á leiðin ykkar, eins og nú hefur gerst gagnvart minningu Halldórs Laxness. Þar sem við sem unnum snilld þessa manns trúðum því að þar sem jökulinn ber við himin ríkti heiðríkjan ofar lágkúrunni. Kveðja til Hannesar Hólmsteins Sigurður R. Þórðarson Höfundur er matvælafræðingur. Ritsmíðar Kvótakerfið, eins og kommúnisminn, segir Sigurður R. Þórðarson, er kerfi fundið upp af misvitrum og misheið- arlegum stjórnmála- mönnum. ÁRLEGUR kostn- aður vegna vatnstjóna hérlendis er nú áætl- aður um 1,5 milljarðar króna. Um 4.500 vatnstjón eru tilkynnt til tryggingafélaganna á ári hverju eða að meðaltali um 12 tjón á dag. Vatnstjón verða því miður oft þegar fólk er að heiman og aðkoman getur verið ófögur, þar sem gólf, hurðir, innréttingar, húsgögn og aðrar per- sónulegar eignir geta verið ónýtar. Kostnaður eykst Dagana 13.-17. júní sl. var haldin norræn ráðstefna um vatnstjón. Ráðstefnan hefur verið haldin ann- að hvert ár frá árinu 1980 og sáu Norðmenn um undirbúninginn í ár. Þátttakendur voru um 70 manns frá Norðurlöndunum, þar af þrír Íslendingar, fulltrúar frá Trygg- ingamiðstöðinni, Sjóvá-Almennum og Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins. Að þessu sinni var lögð áhersla á að bera saman vatnstjón á Norðurlöndum, þ.e. fjölda tjóna, orsakir þeirra og kostnað vegna þeirra. Þá var einnig rætt um hvernig unnt væri að koma á bætt- um forvörnum á þessu sviði. Niðurstaða ráðstefnunnar var að fjöldi vatnstjóna fer vaxandi með sífellt auknum kostnaði á öllum Norðurlöndunum. Ástæður fyrir þessu eru taldar nokkrar; lagnir eldast, rangt lagnaefni hefur verið notað í sumum tilfellum og/eða frá- gangur í kringum lagnir er oft ekki sem skyldi. Bent hefur verið á að með auknu upplýsingaflæði og hvatningaraðgerðum megi koma í veg fyrir verulegan hluta vatns- tjóna. Í Svíþjóð og Noregi hafa verið skilgreindar ákveðnar kröfur til vatnstjónaöryggis og eru dæmi um að tryggingafélög þar hafi veitt afslátt af iðgjaldi tryggingar (20- 30%) standist bygging þær kröfur. Mörg átaksverkefni hafa verið unnin til vatnstjónavarna. Í Umeå í Svíþjóð var framkvæmt tilrauna- verkefni árið 1987, sem sýndi fram á að með ódýrum og einföldum að- ferðum væri unnt að byggja hús sem væru svo til án vatnstjónahættu. Byggðar voru 200 íbúðir og ekkert vatnstjón hefur orðið á þeim 14 árum sem liðin eru. Þá voru einnig byggð 20 smá- hús og er einungis vit- að um eitt vatnstjón sem orðið hefur á þeim tíma sem liðinn er. Sænska verkefnið tókst því vonum fram- ar og aðferðirnar sem notaðar voru eru nú fastar aðferðir verk- takanna sem byggðu húsin. Frá 1987 hafa þeir byggt 4.000 íbúðir og engin vatnstjón orðið. Til samanburðar verður að meðaltali vatnstjón í 3% íbúða á ári í Svíþjóð. Flest tjón frá huldum lögnum Langflest vatnstjón hérlendis eru rakin til leka frá huldum lögn- um. Það er kannski ekki furða þar sem lengi vel hefur verið sú bygg- ingarhefð á Íslandi að hylja lagnir. Algengustu bilanir eru að lagnir tærast í sundur vegna raka í um- hverfinu. Rakinn getur t.d. stafað frá lekri þéttingu milli baðkars og veggjar, lekri þéttingu undir glugga eða í gegnum sprungur á útvegg. Einnig eru bilaðir vatns- lásar algeng orsök tjóna. Komið hefur fram í könnunum að oft þurfi að endurtaka viðgerð lagnakerfis eftir nokkur ár og þá aftur í kjölfar vatnstjóns vegna þess að ekki var gert við hina raunverulegu orsök bilunarinnar, þ.e. orsök rakans í umhverfinu. Unnt væri að koma í veg fyrir stóran hluta þessara tjóna með því að hafa lagnir aðgengilegar og þá ekki síst að hafa vatnslása undir baðkörum aðgengilega. Gera má ráð fyrir því að líftími þéttipakkn- inga í vatnslásum sé oft innan við 10 ár. Leki frá innilokuðum vatns- lásum kemur oft hægt fram og er algeng orsök vatnstjóna. Því er nauðsynlegt að hægt sé að komast að vatnslásum baðkera til eftirlits, viðhalds og viðgerða. Að setja rist eða lúgu í þilið framan við vatns- lásinn er einföld og árangursrík aðferð til að koma í veg fyrir vatnstjón. Einnig má nota laus þil á baðkör í stað þess að múra bað- körin inn eins og venjan hefur ver- ið. Það vakti athygli við samanburð á orsökum tjóna milli landanna hvað hlutfallslegur fjöldi tjóna vegna frostskmmda er lágur hér á landi. Vatnstjón rakið til frost- skemmda er þó ekki óþekkt vanda- mál hérlendis og hafa þó nokkrir sumarbústaðir verið illa leiknir eft- ir að vatn hefur flætt um þá í lengri tíma áður en komið var að. Í slíkum tilfellum hefði vatnsskynj- ari getað minnkað eignatjón, en hann skynjar vatnsleka, raka og gufu og lokar sjálfkrafa fyrir vatn- ið þannig að tjón verði minna en ella. Er hægt að koma í veg fyrir vatnstjón? Hátt á fjórða hundrað vatnstjón verða hérlendis í hverjum mánuði. Það eru því ófáir aðilar sem þurfa að horfa upp á eignir sínar eyði- lagðar og tjónið oft ekki eingöngu fjárhagslegt heldur einnig tilfinn- ingalegt. Komast mætti hjá vatns- tjónum eða a.m.k. minnka eigna- tjón verulega með einföldum forvarnaraðgerðum og breyttum aðferðum við hönnun lagnakerfa. Gera þarf ráð fyrir því við hönnun og uppsetningu að lagnakerfi húss endist ekki eins lengi og aðrir hlut- ir byggingarinnar. Það þarf því að huga að því að tjón verði sem minnst ef/þegar kerfið fer að leka. Tólf vatnstjón á dag Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir Tjón Með auknu upplýs- ingaflæði og hvatning- araðgerðum telur Ragnheiður Inga Þór- arinsdóttir að koma megi í veg fyrir veru- legan hluta vatnstjóna. Höfundur er deildarstjóri Lagna- deildar Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins og framkvæmda- stjóri Vatnstjónaráðs. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.