Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 60
UMRÆÐAN 60 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ S: 564-4120 BRILLIANT H R I N G E F T I R H R I N G H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA OFT er talað um að jólin séu hátíð ljóss og friðar. Það skýtur e.t.v. skökku við að áður en hátíð gengur í garð er búinn að ganga yfir mánuður streitu og aukins álags. Margir eru fastir í því að allt þurfi að gerast fyrir jólin, næstum eins og þau komi ekki ef ekki er búið að baka, þrífa og þar fram eftir göt- unum. Reyndin er sú að í öllum þessum hamagangi verða slys tíðari, m.a. hjá börnum þar sem foreldranir eru uppteknir við störf innan heim- ilisins. Árlega þurfa um 21.000 börn og unglingar hér á landi að leita sér læknisaðstoðar vegna slysa, sem eru um 45% allra slysa sem verða á land- inu. Af þessum 21.000 slysum eru heimaslys um 20%, af þessum 20% eru það börn 0–4 ára sem lenda í 40% slysanna. Ákveðnir þættir valda oftar slys- um í heimahúsum en aðrir. Gott er að fara yfir þá og athuga hvort þeir séru í lagi á eigin heimili, en slys í heimahúsum er oft auðvelt að fyr- irbyggja og kostnaður við að auka öryggi heimilisins lítill. Eru þessi atriði í lagi á þínu heimili?  Skápum sem geyma eitthvað sem börn eiga ekki að vera með eða þau geta skaðað sig á þarf að læsa með þar til gerðum öryggislæsing- um sem bæði geta verið festar með skrúfum innan á eða með læsingu að utan.  Skúffur geta reynst börnum varasamar ef hægt er að draga þær alla leið út. Til að koma í veg fyrir slíkt er hægt að koma fyrir örygg- isfestingu innst á skúffunni. Einnig er hægt að nota venjubundnar læs- ingar á skúffur eins og á skápa ef þar eru geymdir hlutir sem börn geta skaðað sig á.  Frístandandi hillur þurfa að vera festar við vegg.  Oddhvöss horn sem eru í höf- uðhæð barns er gott að bólstra með þar til gerðum öryggishlífum.  Stigar ættu að hafa öryggis- hlið, bæði efst og neðst, bil á milli rimlanna á stigahandriði má ekki vera meira en 10 cm og það sama gildir ef bil er á milli þrepa.  Gluggar eiga ekki að vera með opnanleg fög sem hægt er að opna meira en 10 cm, nema til staðar sé ör- yggislæsing.  Bönd í rimlagard- ínum þarf að vefja upp er gardínan er upp- dregin til að hindra að börn geti sett böndin um hálsinn á sér.  Svalir eiga að vera með handrið af þeirri gerð sem tryggir að börn geti ekki klifrað upp á eða smeygt sér í gegn. Ekki skal geyma hluti upp við handrið sem börn geta klifrað upp á, besta reglan er að skilja börn aldrei alein eftir úti á svölum og hafa öryggislæsingu á svalahurð.  Hurðafalsar valda oft slysum á fingrum hjá börnum og eru til nokkrar gerðir af hurðastoppurum til að fyrirbyggja þessi slys.  Barnastóla er mikilvægt að nota rétt og hafa þann búnað sem á þeim á að vera, eins og klofband og beisli.  Heitt vatn úr krönum veldur oft bruna og æskilegast er að hægt sé að tempra það með hitastýrðum blöndunartækjum.  Heitir vökvar í bollum, pottum, pönnum og kötlum valda oft bruna á börnum. Gætið því ávallt að hvar slíkir hlutir eru settir, notið ekki dúk á borð ef heitir vökvar eru ofan á því, passið að sköft á pottum snúi ekki fram fyrir eldavélina, drekkið ekki heitan vöka með barn í fanginu.  Skiptiborð. Aldrei sleppa hendi af barni sem er á baðborði.  Heitir pottar/ setlaugar skulu ávallt vera byrgðir með loki sem hægt er að læsa þegar ekki er verið að nota þá og blöndunartæki skulu vera þannig útbúin að í þá renni ekki heitara vatn er 45°C.  Gólf í sturtu og baðkeri eru hál þegar þau eru blaut og því gott að nota stamar mottur á þau.  Skæri, hnífa og eldfæri skal ávallt geyma í læstum hirslum, hægt er að setja öryggislæsingar á allar skúffur og skápa.  Plastpoka eiga börn aldrei að leika sér með vegna hættu á köfnun.  Eldavélar eru algengur slysa- valdur, sérstaklega í desember, þeg- ar mikil matargerð er og bakstur.  Hlífar er hægt að setja framan á eldavélar til að börn geti ekki náð í það sem á þeim er.  Barnalæsingu er hægt að setja á ofninn, ef sá búnaður er ekki til staðar, til að koma í veg fyrir að þau geti opnað hann.  Ofnhlíf er hægt að nota ef ofn- hurðin hitnar að utan.  Hlíf framan á eldavélatakkana er hægt að fá, ef öryggislæsing er ekki á þeim, sem hamlar því að börn- in geti sett straum á eldavélina.  Rafmagnsleiðslur er gott að hafa eins stuttar og kostur er og láta þær ekki liggja niður á gólf.  Innstungur sem ekki hafa inn- byggðar öryggislæsingar skal hylja með þar til gerðum öryggislokum ef þær eru ekki í notkun.  Lampa í barnaherbergjum er best að hafa veggfasta til að ekki sé hægt að leika með þá og stinga þeim undir sæng eða hylja á annan hátt.  Svefnstæði barna þarf að velja með tilliti til aldurs þeirra. Ef vagga er notuð verður að athuga stöðug- leika hennar og ekki nota hana ef barnið er farið að snúa sér. Ef koja er notuð skal það barn sem sefur í efri kojunni vera a.m.k. 6 ára og hafa skal brík til að varna því að barnið detti fram úr.  Barnavagn. Barn skal ávallt vera með beisli í barnavagni. Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar ykkur gleðilegrar og slysa- lausrar hátíðar. Slys í heimahúsum Sigrún A. Þorsteinsdóttir Slys Árlega þurfa um 21.000 börn og unglingar hér á landi, segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, að leita sér læknisaðstoðar vegna slysa. Höfundur er forvarnafulltrúi Lands- bjargar á slysavarnasviði. ÁRNI Hjartarson, jarðfræðingur á Orku- stofnun, telur að ég reyni að „níða“ af sér æruna. Þetta má lesa í grein eftir hann í Morgunblaðinu 19. desember sl. Undanfarið hafa málin æxlast svo í orðaskiptum okkar Árna í Morgunblaðinu að þetta stendur eftir: Árni Hjartarson og Árni Þórður Jónsson, umsjónarmaður Norð- lingaölduvefjar Landsvirkjunar, létu hjá líða að leiðrétta umsögn sem birtist á þeirra ábyrgð í Morgunblaðinu og sýndi fyrirhugað miðlunarlón í Þjórsár- verum í jákvæðara ljósi en vísinda- legar rannsóknir gefa tilefni til. Vegna þessa lét ég m.a. svo um- mælt að það sé óaðskiljanlegur hluti af starfsheiðri vísindamanns að sjá til þess „eftir mætti“ að það sem eftir honum er haft sé í sam- ræmi við niðurstöður hans. Þessari skyldu brást Árni Hjartarson. Hann kaus að láta ranga framsetn- ingu á niðurstöðum sínum um Þjórsárver standa. Þar með gróf hann sjálfur undan starfsheiðri sín- um. Illyrði hans um mig breyta engu þar um. Hlutur hans sem vísindamanns batnar ekki eftir grein hans 19. desember. Þar segir hann að „meinleysisleg villa“ hafi slæðst „inn í frétt blaðamanns“ af nið- urstöðum hans „um áhrif Norð- lingaöldulóns á land og vatnafar í Þjórsárverum“. Þeir vísindamenn sem ég ræddi við um ofangreinda frétt töldu þessa villu ekki meinlausa. Þeir töldu hana alvarlega vegna þess að hún fól í sér þá röngu staðhæfingu að lón í 575 m hæð hefði jákvæð áhrif á tiltekinn uppblástur í Þjórs- árverum. Skýring Árna Hjartar- sonar á því hvers vegna hann velur að leiðrétta ekki þessa villu eins og hún birtist í Morgunblaðsfréttinni er þessi: „Mér þótti hún þó ekki stórvæg. Hugmyndir um Norðlingaöldulón og vatnsborð þess hafa tekið miklum breytingum gegn um tíðina. Þras um lón- hæðir í 575 m, 578 m, 581 m eða 593 m rugla (r) flesta bara í rím- inu, hugsaði ég.“ Í meira en þrjá ára- tugi hafa vísindamenn rannsakað áhrif fyrir- hugaðs Norðlinga- öldulóns á náttúrufar í Þjórsárverum. Um þetta hafa verið rit- aðar tugir skýrslna og álitsgerða og fréttir og greinar hafa birst um mismun- andi áhrif lónsins eftir því í hvaða hæð vatnsborðið yrði. Margir vísindamenn hafa kapp- kostað að upplýsa almenning um þetta og vandað til þess. En virð- ing vísindamannsins Árna Hjart- arsonar fyrir almenningi er létt á metunum: „Þras um lónhæðir í 575 m, 578 m, 581 m eða 593 m rugla(r) flesta bara í ríminu,“ hugsar hann, lætur það standa sem rangt er og er að eigin sögn svo „bláeygur og einfaldur“ að halda að hann sleppi með það. Guði sé lof fyrir það að aðrir vís- indamenn sem rannsakað hafa Þjórsárver hafa agaðra viðhorf en Árni Hjartarson til þess hvernig niðurstöður þeirra birtast almenn- ingi. Orðlengi ég þetta svo ekki frek- ar. Að rugla fólk í ríminu Birgir Sigurðsson Höfundur er rithöfundur. Norðlingaalda Virðing vísindamanns- ins Árna Hjartarsonar fyrir almenningi, segir Birgir Sigurðsson, er létt á metunum. ER Ísland á leiðinni að verða land ,,sovét- fasista“? flýgur æ oftar í huga mér, þegar að- gerðir af völdum stjórnvalda eiga í hlut hér á landi. Allt er með þeim gerræðislega hætti, að það hálfa væri nóg. Það gekk al- veg fram af mér, þegar svokölluð innrás yfir- valda fór fram á skrif- stofur olíufélaganna. Mörgum, sem ég hefi hitt, er um og ó yfir hörkunni í þessu máli. Um hvað fjallar málið? Eru starfsmenn olíufé- laganna í glæpasam- tökum, eins og mafían? Málið fjallar um það, að rík- isstjórnin, verkalýðshreyfingin og fjármálastofnanir hafa sprengt gengi krónunnar hátt í loft upp. Innkaupsverð á olíu hafði nú á dögunum hækkað um 50% með að- gerðum þessara aðila óháð hækk- un á heimsmarkaðsverði. Hvar var stjórnarformaður Íslandsbanka hf. staddur, þegar formaður LÍÚ flutti hina frægu ræðu um olíu- verðið? Var hann e.t.v að kaupa gjald- eyri til að laga af- komu bankans? Út- seldur lítri af bensíni gæti kostað minnst miðað við gengi á dal fyrir tveimur árum þetta 60 til 70 krón- ur eða álíka og einn lítri af mjólk. Hlutur ríkisins í verðinu er þá um 60–70%, sem þýðir að verðið gæti verið á bilinu 18 til 28 krónur til okkar, án skatta. Samráð verkalýðshreyfingar- innar, atvinnurek- enda og ríkis vekur nú athygli. Á örfáum dögum hefur gengi dals lækkað úr 110 kr. í 100 kr. Lífeyrissjóðirnir og fjármála- stofnanir eru hætt að braska með gjaldeyri. Þá að hinum þættinum, innrás- inni. Starfsmenn olíufélaganna, sem ég hef alla tíð talið til fyr- irmyndar, voru meðhöndlaðir eins og verstu dópsalar eða eins og ótíndir glæpamenn. Frá einum starfsmanni veit ég að voru teknar um það bil 35.000 blaðsíður af efni, trúnaðarmál og persónuleg skjöl þar á meðal, málinu algjörlega óviðkomandi. Það tekur líklega áratugi að fara yfir allt efnið. Að- eins smábrot af þessu efni er hugsanlega tengt málinu. Litlu munaði, að maðurinn væri sviptur myndum, sem börnin hans höfðu gefið honum, þar á meðal af bangsa á leið í skólann. Margir af starfsmönnum félaganna segja ófagra sögu af þessum aðgerðum og framkomu starfsmanna hins op- inbera. Sumir þessara valinkunnu manna geta ekki sofið af áhyggjum yfir þessari glæpsamlegu fram- göngu löggæslumanna okkar. Þeir hafa þó aðeins unnið vinnuna sína, eins og allir heiðvirðir borgarar gera. Við viljum ekki ,,sovét-fas- isma“ á Íslandi. Ríkisstjórnin, verkalýðshreyf- ingin og fjármálastofnanir ættu að líta í eigin rann. Álagning á olíu er frjáls, en ekki skattarnir og ekki verðið á gjaldeyri, þar er mein- semdin. Ég skora á forráðamenn olíufélaganna að láta ekki deigan síga og birta verð á olíu án skatta framvegis og jafnframt verðþróun á dölum og heimsmarkaðsverði. Bangsi á leið í skólann Hreggviður Jónsson Samkeppni Álagning á olíu er frjáls, segir Hreggviður Jónsson, en ekki skatt- arnir og ekki verðið á gjaldeyri. Höfundur er fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Velkomin í Hólagarð         Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.