Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 61 BESTA JÓLAGJÖFIN Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Sif Ægisdóttir — SYNGJUM við þennan fallega sálm um jólin eins og ekk- ert hafi í skorist? Syngjum um friðarins jól og lokum eyrunum fyrir þrumugný sem berst frá þessum heimshluta? Hlustum e.t.v. á fréttir um hve margir hafi verið drepnir síðasta sólar- hring, á hvern hátt og hvaða afsökun dráps- mennirnir tilgreina fyrir verknaðinum? Snúum okkur svo að jólasteikinni, látum þessar fréttir ekki raska ró okkar og hugsum um hve friðsælt var í fjárhúsinu í Betle- hem fyrir 2000 árum? Við getum búist við ljósa„dýrð“ í Betlehem á þessum jólum þegar sprengjum og eldflaugum rignir yfir. Foreldrar sem fæða þar börn þessi jól geta öfundað Jósep og Maríu af fjárhúsinu. Englakór er ólíkt fallegri tónlist en sprengjug- nýr. En sumt hefur ekki breyst. Það þurfti að fara með Jesúbarnið í felur til að forða því frá morð- óðum yfirvöldum og Jesús var að endingu dæmdur og tekinn af lífi fyrir að gerast leiðtogi þeirra und- irokuðu. Leiðtogar þeirra undir- okuðu eru hundeltir og teknir af lífi hundruðum saman um þessar mundir, en án dóms og laga. Lítið hafa menn lært í 2000 ár! Við berum ábyrgð Ísland átti þátt í að stofna Ísr- aelsríki á palestínsku landi fyrir hálfri öld. Í nafni Sameinuðu þjóð- anna var gyðingum frá Evrópu út- hlutað hálfu landinu gegn vilja íbú- anna árið 1947. Þeir reyndu að verja land sitt en voru yfirbugaðir, drepnir og hraktir á flótta af hroðalegum hryðjuverkasveitum undir stjórn manna sem síðar urðu forystumenn Ísraelsríkis. Nokkr- um áratugum síðar (1967) hafði Ísrael hernumið alla Palestínu og hrakið meirihluta íbúanna á flótta frá eignum sínum og landi. Betle- hem er á því hernumda landi. Það er barist um „landið helga“. Palestínumenn heyja frelsisstríð gegn ofurefli. Ástandið virðist fara versnandi og var þó vont fyrir. Þar eru unnin hryðjuverk dag hvern hvað sem líður tali um herferð stórveldanna gegn hryðjuverkum. Ríkið Ísrael leggur smám saman undir sig það sem eftir er af Pal- estínu og beitir öflugum her og jarðýtum gegn vopnlausu fólki og eignum þess. Örvænting og hatur magnast og grafa undan heima- stjórn Arafats sem hefur reynt að leita friðsamlegra leiða. Hún hefur á síðasta áratug gert marga samn- inga sem Ísralesmenn hafa svikið. Í þessu ástandi magnast herskáir andstöðuhópar Palestínumanna sem myrtu einn ofstækisfyllsta ráðherra Ísraels og hafa undanfar- ið myrt fjölda óbreyttra ísraelskra borgara. Þó falla nær fjórfalt fleiri Palestínumenn í þessu ójafna stríði. Ísraelski herinn hefur drep- ið nærri þúsund Pal- estínumenn á rúmu ári, aðallega óbreytta, óvopnaða borgara, þar af nærri tvö hundruð börn. Þeir hafa skipulega drepið nær 70 palestínska ráðamenn og um 130 palestínska lögreglu- menn á 14 mánuðum. Þeir hafa jafnað við jörðu helstu mann- virki heimastjórnar Palestínumanna auk óteljandi íbúðarhúsa, akra og ólífutrjáa. Ólífutré eru kýr Palestínumanna. Hvernig yrði okkur Íslendingum við ef hátæknivæddur her færi um landið með jarðýtur til að leggja hús í rúst, gjarna að nóttu til, gæfi íbúunum 5 mínútur til að koma sér út, réðist síðan á kýrnar í hag- anum eða fjósunum og stráfelldi þær og meinaði sjúkraflutninga- mönnum að flytja bráðveikt og sært fólk og konur í barnsnauð á sjúkrahús? Styðjum sjálfstæðisbaráttu Betlehemsbúa Ég efast um að við Íslendingar getum ímyndað okkur þau skelfi- legu kjör sem íbúar „landsins helga“ hafa þurft að búa við í hálfa öld, kjör sem okkar stjórnmála- menn hafa átt þátt í að móta. Nú tíðkast í okkar heimshluta að veita fólki áfallahjálp sem lifir af skelfi- lega atburði. Palestínumenn veita hver öðrum slíka hjálp og telja kjark hver í annan að láta ekki bugast – og umfram allt að láta ekki hrekja sig brott eins og gerð- ist um miðja síðustu öld. Líf í flóttamannabúðum í hálfa öld hef- ur kennt þeim að það er e.t.v. skárra að deyja heima en í útlegð. Á þesum jólum skulum við taka undir réttláta kröfu íbúanna í Betlehem um yfirráð yfir eigin landi og að þeir fái alþjólega vernd gegn einum öflugasta her veraldar sem um þessar mundir lýtur stjórn hryðjuverkamannsins Shar- ons. Látum Halldór Ásgrímsson heyra þann vilja okkar. Við viljum að Ísland taki einarðlega undir þessar kröfur og láti það ekki á sig fá þótt Bandaríkjastjórn dragi lappirnar og hindri með neitunar- valdi að réttlæti nái fram að ganga. Bjart yfir Betlehem? Þorvaldur Örn Árnason Höfundur er líffræðingur og situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína. Friður Líf í flóttamannabúðum í hálfa öld hefur kennt þeim, segir Þorvaldur Örn Árnason, að það er e.t.v. skárra að deyja heima en í útlegð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.