Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 64
UMRÆÐAN 64 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er með mikl- um ólíkindum að hlusta á forsætisráð- herra þjóðarinnar státa sig ítrekað af frábærum árangri í stjórn efnahagsmála og við rekstur ríkis- sjóðs. Í þessari grein verður sýnt fram á hversu mikil og af- drifarík mistök hafa verið gerð við stjórn efnahagsmála og að Davíð Oddsson hefur markvisst fylgt mark- miðinu um báknið kjurrt. Báknið vex Á mynd 1 er sýnt hvernig tekjur og gjöld hins opinbera hafa vaxið frá árinu 1992. Eins og sjá má hafa umsvif hins opinbera vaxið gífurlega hröðum skrefum á undanförnum árum, þannig hafa útgjöldin vaxið um tæplega 50% síðastliðin 8 ár, sem er um fjórðungs vöxtur á föstu verðlagi. Þess má geta að hér er einungis verið að tala um ríkissjóð, en á þessum tíma hafa mörg stór verkefni flust frá ríki til sveitarfé- laga, s.s. eins og grunnskólinn, og einnig hafa mörg ríkisfyrirtæki verið seld. Þetta þýðir að sjálf- sögðu að vöxturinn er enn meiri að teknu tilltiti til þessa. Allt í góðu lagi? Nú kynnu menn að ætla að þessi þróun væri í góðu lagi þar sem ríkissjóður hefur haldið sér réttum megin við strikið frá 1997 og hefur einnig getað greitt niður skuldir á tímabilinu. En skoðum nú hvernig stendur á hinum auknu tekjum ríkissjóðs. Á mynd 2 er sýnt hvernig skuldir heimila og fyrir- tækja hafa vaxið frá 1993–2000. Eins og sjá má hafa skuldirnar vaxið geigvænlega. Heildarskuld- irnar hafa vaxið um tæp 140% frá 1993 og skuldir heimilanna hafa vaxið úr 116% af ráðstöfunar- tekjum 1993 í 160% árið 2000. Það ætti öllum að vera ljóst að slík skuldaaukning getur ekki haldið áfram mikið lengur og nú líður að skuldadögum. Þessi mikla skuldaaukning er ein megin skýringin á tekjuauka ríkissjóðs og þar með góðæri hans. Gera má ráð fyrir að megninu af þessari skulda- aukningu sé ráðstafað hér innanlands og má ætla að ríkissjóður fái a.m.k. um 20% af þessari skuldaaukn- ingu í tekjur. Þess má geta að tekjur ríkis- sjóðs eru um 42% af vergri landsfram- leiðslu og því er þetta varlega áætlað. Þetta þýðir að viðbótar- tekjur ríkissjóðs vegna útlánaaukning- ar gætu hafa numið tæpum 50 ma. kr. á síðasta ári, en af mynd 2 sést að útlánaaukningin nam rúmum 240 ma. kr. í fyrra. Því er krist- altært að tal forsætisráðherrans um ráðdeild í rekstri hins opinbera er innantómt hjal. Nú liggur ljóst fyrir að ríkissjóður stendur frammi fyrir miklum niðurskurði þegar fyrirtækin og heimilin fara að greiða niður skuldir. Þessu til staðfestingar má nefna að fyrstu 8 mánuði þessa árs var sjóðstreymi ríkissjóðs neikvætt um tæpa 7 ma. kr. auk þess sem skuldir hans hafa aukist um rúma 8 ma. kr. For- sætisráðherra hefur nú ekki bein- línis gengið á undan með góðu for- dæmi og nægir þar að nefna 20% fjölgun ráðherra í upphafi kjör- tímabilsins og 100 milljóna kr. framúrkeyrslu við endurbætur á Þjóðmenningarhúsinu. „Eftir höfð- inu dansa limirnir“, á hér vel við og því er ástandið eins og það er. Hvaðan koma peningarnir? Á mynd 3 er sýnt hvernig við- skiptahallinn hefur þróast frá 1994 og allt fram á spá fyrir næsta ár. Eins og sjá má hefur viðskipta- hallinn verið gríðarlegur síðustu ár og á slíkur halli sér engin for- dæmi í sögu landsins. Í afbragðs grein í Viðskiptablaði Morgun- blaðsins, 25.3. 2001, sýndu Jón Helgi Egilsson og Kári Sigurðsson fram á með óyggjandi hætti að frá og með árinu 1999 virkaði hávaxta- stefna stjórnvalda ekki til að draga úr þenslu heldur hvatti til hennar. Þar með var grunnurinn að hinum mikla viðskiptahalla lagður, spákaupmennska með er- lend lán var stunduð grimmt, m.a. vegna tryggingarinnar sem vik- mörk hennar sköpuðu, og krónan styrktist um tíma. Þetta má einnig orða þannig að stjórnvöld hafi fals- að gengið með vaxtahækkunum til að halda verðbólgu í skefjum þó að ljóst væri að útflutningsatvinnu- vegir stæðu ekki undir að skapa jafnvægi í utanríkisviðskiptum. Þessum erlendu lánum var svo haldið stíft að landanum, sem illu heilli er veikur á svellinu þegar gylliboð um lántökur eru annars vegar, og er þar komin ein megin skýringin á skuldaaukningu heim- ila og fyrirtækja undanfarinn ára. Davíð áttar sig Það er engu líkara en að Davíð Oddsson hafi lesið greinina og átt- að sig á villu síns vegar. Því skömmu síðar var hann búinn að afsala sér stjórn á vaxta- og geng- ismálum til Seðlabankans, en frumvarp þess efnis hafði verið í smíðum í langan tíma. Þegar Seðla- bankinn afnemur svo vik- mörkin og krónan fellur, sem var augljóst að hlaut að gerast, kennir Davíð Oddsson af stórmennsku sinni Seðlabankanum, markaðsaðilum, kennurum og sjómönnum um. Í þessu samhengi er skondið að rifja upp að þegar krónan styrktist verulega í upphafi ársins 2000, sem var sem fyrr segir vegna spákaup- mennsku, varaði Davíð menn við að bera krónuna saman við evruna sem hefði „gjörsamlega runnið á rassinn“. Nú er ljóst að ekki er nóg með að krónan sé runnin á rassinn heldur er hún sennilega ofan í holu, hverja Davíð er þó góðu heilli að mestu hætt- ur að moka. Vitleysan heldur áfram Nú er það Seðlabankinn sem heldur áfram hávaxta- stefnunni, að eigin mati til að draga úr verðbólgu. Ég auglýsi hér með eftir lærðri grein frá þeim fé- lögum Jóni Helga og Kára sem gæti haft titilinn: Hvenær veldur vaxta- hækkun verðbólgu? Eins og sjá má á mynd 2 eru fyrirtækin í landinu orðin gífurlega skuldsett og erf- itt er að sjá að þau geti annað en velt fjármagns- kostnaðinum út í verðlagið. Þá virðist Seðlabankinn lít- ið spá í viðskiptahallann, sem samkvæmt hans eigin spá verður gífurlegur í ár og á næsta ári, en heldur þess í stað áfram að reyna að falsa gengið með háum vöxtum, en þar sem trú- verðugleiki bankans er nánast á þrotum gengur það ekki lengur og krónan heldur áfram að síga. Því miður er það svo að það eru engir aðrir en við, íbúar þessa lands, sem munum súpa seyðið af þessari óstjórn undanfar- inna ára. Sorglegast er þó að eng- in von er til þess að ráðamenn þjóðarinnar læri eitthvað af þess- um mistökum, þar sem þeir við- urkenna ekki að þau hafi átt sér stað og nóg er af afsökunum til að grípa til þegar harðnar á dalnum. Við Íslendingar munum því líklega búa við það um ókomin ár að stjórnvöld magni upp sveiflurnar í hagkerfinu. Heimildir: Allar myndirnar eru unnar upp úr gögnum sem nálgast má á heima- síðu Seðlabankans og eru þau á verðlagi hvers árs. Helgi Hjálmarsson Efnahagsmál Því miður er það svo, segir Helgi Hjálm- arsson, að það eru engir aðrir en við, íbúar þessa lands, sem munum súpa seyðið af þessari óstjórn undanfarinna ára. Höfundur er verkfræðingur. Hátt hreykir Davíð sér Allt til jólanna í Hólagarði         HERRAFATA OUTLET BÆJARLIND 1, (VIÐ HLIÐINA Á SPAR) FULLT HÚS AF NÝJUM VÖRUM. JAKKAFÖT............ 8.990 kr. PEYSUR .............. 2.990 kr. BOLIR ................. 1.190 kr. BUXUR ............... 2.490 kr. ÞUNNIR JAKKAR . 1.990 kr. SKYRTUR ............ 1.990 kr. BELTI .................. 990 kr. BINDI ................. 990 kr. ÚLPUR ................ 5.990 kr. FRAKKAR ............ 6.990 kr. LEÐURJAKKAR ....15.990 kr. SKÓR .................. 3.990 kr. VESTI ................. 1.990 kr. Opið fram að jólum: Föstudag frá kl. 14-19 Laugardag frá kl. 13-18 Sunnudag frá kl. 13-18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.