Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 21.12.2001, Blaðsíða 69
RJÓMABÚIÐ á Baugsstöðum. Safnið er opið lau. og sun. til ágústloka frá l. 13–18. S. 486 3369. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaðastræti 74, s. 551 3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur til marsloka. Opin lau. og sun. kl. 13.30–16. SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfirði, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og ennfrem- ur eftir samkomulagi fyrir skóla og hópa. Sími sýningar 565 4242. Skrifstofa, Lyngási 7, 210 Garðabær, sími 530 2200. Netfang: sjominjasafn- @natmus.is. SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKS- SONAR, Súðarvogi 4. Opið þri. – lau. frá kl. 13–17. S. 581 4677. SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. Uppl. í s: 483 1165, 483 1443. SNORRASTOFA, Reykholti: Sýningar alla daga kl. 10–18. S. 435 1490. STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR, Árnagarði v/Suður- götu. Handritasýning opin kl. 14-16 þri.-föst. til 15. maí. STEINARÍKI ÍSLANDS, Görðum Akranesi: Opið alla daga kl. 13–18 nema mánud. er lokað. Opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir samkomulagi. Maríukaffi býður upp á gómsætar veitingar á opnunartíma. Til sölu steinar, minjagripir og íslenskt handverk. S. 431 5566. Vefsíða: www.islandia.is/steinariki SVEINSHÚS, KRÍSUVÍK: Opið fyrsta sunnudag í mánuði frá 3. júní til 2. sept. frá kl. 13-17. Áhugasamir geta pant- að leiðsögn fyrir hópa á öðrum tímum. Uppl. í símum 861-0562 og 866-3456. ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Sýningar við Suðurgötu lokaðar vegna endurbóta á húsnæði. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ: Menningarsögulegar sýning- ar. Fundarstofur til leigu. Veitingastofa. Opið alla daga frá kl. 11–17. Sími 545 1400. AMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Mán. til fös. kl. 10– 19. Lau. 10–15. LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14– 18. Lokað mán. NONNAHÚS, Aðalstræti 54. Opið a.d. kl. 10–17 frá 1. júní – 1. sept. Uppl. í s. 462 3555. NORSKA HÚSIÐ Í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- ar frá kl. 11–17. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2001 69 Bridsfélag Borgarfjarðar Mánudaginn 17. desember var spil- aður Mitchell-tvímenningur. Úrslit urðu eftirfarandi: N-S Kristján Axelsson – Örn Einarsson 148 Magnús Magnússon – Jón Pétursson 144 Halldóra Þorvaldsd.– Unnur Jónsd. 142 A-V Guðm. Jónsson – Elín Þórisd. 162 Alda Guðnad. – Kristján B. Snorrason 141 Brynjólfur Guðmss. – Þórh. Bjarnas. 127 Bridshátíð Vesturlands Bridshátíð Vesturlands verður spiluð 5. og 6. janúar nk. í Hótel Borg- arnesi. Spilamennska hefst kl. 10 báða dagana. Á laugardag verður spiluð sveitakeppni en tvímenningur á sunnudeginum. Mótið, sem styrkt er af Sparisjóði Mýrarsýslu, er árleg- ur viðburður og eru allir spilarar vel- komnir. Spilað er um góð peninga- verðlaun. Athygli er vakin á ótrúlega góðu tilboði í gistingu og mat en allar nánari upplýsingar má fá hjá Hótel Borgarnesi í síma 437-1119 eða hjá Sveinbirni í síma 437-0029. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Stefán Stefánsson og Páll Þórsson hlutu stærsta hangilærið í hangi- kjötstvímenningi Bridgefélags Ak- ureyrar. Mikil spenna var vegna magáls og hangikjöts því þrjú pör urðu efst og jöfn með 56,3% skor. Lukkudísirnar voru að lokum látnar skera úr um niðurstöðuna. Stefán og Páll drógu ás, Soffía Guðmundsdótt- ir og Kolbrún Guðveigsdóttir drógu tvist sem er ígildi annars sætis. Þær fengu einnig hangikjöt en minna læri. Reynir Helgason – Örlygur Ör- lygsson urðu að láta sér nægja mag- ál í boði KEA sem gaf kjötið. Hraðsveitakeppni Bridsfélags Ak- ureyrar er einnig lokið og sigruðu þar Pétur Guðjónsson, Anton Har- aldsson, Reynir og Örlygur sem spiluðu í sveit, kenndri við Reyni. Sveit Sveins Pálssonar varð í öðru sæti en með honum spiluðu Jónas Róbertsson, Frímann Stefánsson og Björn Þorláksson. Í þriðja sæti varð sveit Stefáns Vilhjálmssonar en með honum spiluðu Guðmundur V. Gunn- laugsson, Haukur Harðarson, Hauk- ur Jónsson og Hermann Huijbens. Laugardaginn 29. desember fer fram flugeldatvímenningur Íslands- banka og er spilað á Hótel KEA. Mótið hefst kl. 10 og eru spilarar af öllu Norðurlandi og helst víðar hvattir til að taka þátt í skemmtilegu móti. Stjórn Bridsfélags Akureyrar óskar spilurum og öðrum velunnur- um gleðilegrar hátíðar. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Hinn 13. desember lauk árlegri stigakeppni í tvímenningskeppni, sem spiluð er á fimmtudögum á tímabilinu frá ágúst fram að áramót- um. Eftir áramót hefst önnur stiga- keppni, sem stendur til júníloka. Keppnin er þannig uppbyggð, að spilarar með meðalskor eða betra í umferð fá stig eftir ákveðnum reglum. Yfirleitt hafa 70–80 spilarar fengið stig í þessum keppnum. Verð- laun eru veitt spilurum með 6 flestu stigin að lokinni keppni. Þessir urðu verðlaunahafar eftir síðasta stigamót. Magnús Oddsson 258 Júlíus Guðmundsson 254 Rafn Kristjánsson 254 Kristján Ólafsson 250 Magnús Halldórsson 241 Eysteinn Einarsson 233 Ingibjörg Stefánsdóttir 201 Þorsteinn Davíðsson201 FÉLAG málmiðnaðarmanna á Ak- ureyri afhenti í vikunni fulltrúum barnadeildar FSA, Kristnesspítala og Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga (HL-stöðvarinnar) peningagjafir úr sjúkrasjóði félags- ins. Félag málmiðnaðarmanna fagn- ar 60 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni samþykkti stjórn félagsins að leggja heilsugæslu á svæðinu lið með þessum hætti og fékk hver ein- ing hálfa milljón króna að gjöf. Há- kon Hákonarson formaður Félags málmiðnaðarmanna afhenti Þor- steini Þorsteinssyni fulltrúa HL- stöðvarinnar, Sesselju Guðmunds- dóttur fulltrúa barnadeildar FSA og Ingvari Þóroddssyni fulltrúa Krist- nesspítala peningagjafirnar í kaffi- samsæti á FSA. Málmiðnaðarmenn gefa peninga til barnadeildar FSA FORMENN níu umhverfis- og nátt- úruverndarsamtaka sendu í gær frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Formenn neðangreindra um- hverfis- og náttúruverndarsamtaka hafa á fundi sínum í dag fjallað um úrskurð umhverfisráðherra vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í ljósi þess að Kárahnjúkavirkjun myndi valda margfalt meiri náttúru- spjöllum en nokkur einstök fram- kvæmd á Íslandi til þessa er niður- staða ráðherra óskiljanleg. Veruleg og óafturkræf áhrif virkjunarinnar, sem Skipulagsstofnun byggði úr- skurð sinn á, samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/ 2000, blasa við hverjum þeim sem kynnir sér framkomnar upplýsingar. Tæpast er hægt að ímynda sér stór- felldari röskun af mannavöldum á náttúru landsins. Í þessu sambandi er minnt á eft- irfarandi:  Kárahnjúkavirkjun mun eyði- leggja eitt stærsta hálendisvíðerni í Evrópu með mannvirkjagerð á um 1.000 km² svæði og spilla fjölbreyttu gróðurlendi á allt að 600 km² svæði, sem er hluti af samfelldri gróður- þekju frá sjó inn til jökla. Líta ber á hálendisgróður ofan við 500 m hæð sem fágæta og verðmæta auðlind.  Ómetanlegar jarðfræðiminjar og landslagsheildir á heimsvísu yrðu eyðilagðar eða þeim raskað verulega með virkjunarframkvæmdunum.  Meira en 100 fossar yrðu fyrir röskun af völdum virkjunarinnar og sumir þeirra hyrfu alveg.  Stórfelldir vatnaflutningar ein- kenna virkjunina þar sem m.a. eitt stærsta vatnsfall landsins, Jökulsá á Dal, yrði flutt á milli vatnasviða og veitt í Lagarfljót.  Nánast ekkert vatnakerfi á virkj- unarsvæðinu stæði eftir óraskað. Lífríki í stöðuvötnum og fjölmörgum ám mun eyðast eða raskast verulega, einangruðum stofnum verður út- rýmt eða þeim blandað saman við aðra stofna.  Þýðingarmikil varpsvæði og fjaðrafellisstaðir fugla eyðilegðust á sjálfu virkjanasvæðinu og samfara vatnaflutningum á Úthéraði. Mikil- væg búsvæði hreindýra og sela myndu raskast eða eyðileggjast. Standi úrskurður umhverfisráð- herra mun hann hafa fordæmisgildi fyrir mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda og stefna í hættu þeim miklu verðmætum sem felast í ís- lenskri náttúru og landslagi. Undirritaðir formenn mótmæla úrskurði umhverfisráðherra og munu beita sér fyrir því að málsmeð- ferð og forsendur fyrir úrskurðinum verði athugaðar vandlega og metið hvort ástæða sé til að fara með málið fyrir dómstóla. Anna Guðrún Þórhallsdóttir, SÓL í Hvalfirði, Árni Finnsson, Náttúru- verndarsamtök Íslands, Björn Þor- steinsson, Náttúruverndarsamtök Vesturlands, Halla Eiríksdóttir, NAUST, Ingólfur Ásgeir Jóhannes- son, SUNN, Jóhann Óli Hilmarsson, Fuglaverndarfélag Íslands, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, Landvernd, Steingrímur Hermannsson, Um- hverfisverndarsamtök Íslands, Þór- hallur Þorsteinsson, Félag um verndun hálendis Austurlands. Úrskurðurinn áfall fyrir náttúruvernd á Íslandi Yfirlýsing formanna níu umhverfis- og náttúruverndarsamtaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.