Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓL prestanna eru eðli málsins vegna tals- vert öðruvísi en okkar hinna. Þeir hafa verk að vinna einmitt þegar við hin tökum okkur hvíld – og þeir skapa okkur hinum með verki sínu talsvert af hátíðleika jólanna. Séra Ragnar Fjalar Lárusson var lengi prestur á Siglufirði og síðar við Hall- grímskirkju. Hann er fyrir nokkru hættur störfum sem sóknarprestur en hann situr sannarlega ekki auðum höndum. Séra Ragnar á merkilegt safn ýmissa dýrgripa, meðal annars á hann fjölmargar biblíur, þar á meðal tvær Guðbrandsbiblíur í öllu sínu veldi. Hann á líka handskrifaða biblíu, litla, og eru blaðsíðurnar gerðar úr skinni af örsmáum kiðlingum, sumir segja að þeim hafi verið slátrað á fósturskeiði til þess að fá nægilega fíngert skinn í biblíuna. Heimsókn okkar til séra Ragnars og konu hans Herdísar Helgadóttur, á for- kunnarfagurt heimili þeirra við Auð- arstræti í Reykjavík, er þó ekki til þess að skoða biblíurnar, þótt stórmerkilegar séu, heldur til þess að skoða íkonasafn séra Ragnars, sem er bæði dýrmætt og sér- stakt. Maríu hélt Jörmundur sjálfur Með tilliti til jólahátíðarinnar sem nú er að ganga í garð tekur séra Ragnar niður af vegg tvo íkona, annan með mynd af heil- ögum Nikulási og hinn með mynd af fæð- ingu Jesú. Báðir þessir íkonar eru rúss- neskir og er sá af heilögum Nikulási sá elsti og dýrasti í safninu. „Það eru nokkuð mörg ár síðan ég byrj- aði að safna. Við keyptum hjónin í Stokk- hólmi eina tvo íkona, þá fyrstu. Að vísu seldi Jörmundur allsherjargoði mér fyrir margt löngu íkon með mynd af Kristi, hann átti annan með mynd af Maríu en hann vildi halda henni sjálfur. Langt hlé varð síðan og ég keypti mikið af gömlum bókum. Konan mín hafði ekki eins mikla ánægju af þeirri söfnun og ég, svo ég sagðist vera til í að selja eitthvað af bókunum og kaupa íkona fyrir andvirðið og það leist henni vel á. Þetta var fyrir fjórum árum. Nú eigum við marga íkona. Heilagur Nikulás varð jólasveinn á Vest- urlöndum Heilagur Nikulás er þeirra elstur – frá byrjun átjándu aldar. Hann var þjóð- ardýrlingur í ortódoxkirkjunni, sem ekki heldur jólin heilög fyrr en í janúar vegna annars tímatals en við höfum. Það urðu örlög heilags Nikulásar að um- breytast á Vesturlöndum í jólasveininn, eða Sankti Kláus. Hvernig þetta bar til er ekki alveg ljóst. Heilagur Nikulás var verndari sjómanna, gamals fólks, barna og ógiftra kvenna. Þrátt fyrir þetta nýja hlut- verk er heilagur Nikulás ennþá mikils- virtur dýrlingur í Rússlandi. Einnig er Georg, sem drap drekann, í miklu áliti austur þar. Algengasta myndefni íkona er þó María mey.“ Jósep hættur að vera tortrygginn og jóla- stjarnan mætt til leiks „Íkoninn sem sýnir fæðingu Jesú er líka nátengdur jólunum okkar. Ýmislegt er þó öðruvísi. Myndirnar eru yfirleitt líkar á svona íkonum. Jesús er þá settur í kassa og dýr á bak við. Vitringarnir koma með gjaf- irnar en Jósep situr hálf utan við sig og sorgmæddur. Hann er þó með geislabaug. Hann er svona dapur af því að hirðirinn er að telja Jósep trú um að það hafi ekki farið fram þarna nein yfirnáttúruleg fæðing og það sé hreint ekki frelsari heimsins sem þarna hafi fæðst. Hann væri eiginlega sendiboði hins illa. Það er talsvert mikill munur á jólahátíð ortódoxkirkjunnar og okkar. Sennilega er minna prjál hjá þeim tengt hátíðinni og hún er sem fyrr segir á öðrum tíma. Held- ur er þó þetta að færast nær, á nýrri íkon- um sést að tekin hafa verið upp ýmis mótíf frá okkur, t.d. er jólastjarnan mætt til leiks, barnið komið í faðm Maríu og ekki lengur reynt að gera Jósep tortrygginn. Mikið fæst nú hér af nýjum íkonum og ég sá líka marga álitlega á Krít er ég var þar sl. sumar. Gamlir íkonar eru hins vegar mjög dýrir þar sem bannað er nú að flytja þá út frá Rússlandi og fleiri fyrrverandi austantjaldslöndum. Ég hitti mann um daginn sem hafði keypt íkona en þeir voru allir teknir af honum við brottför frá Rúss- landi. Auðveldast er og ódýrast að kaupa íkona frá Eystrasaltslöndunum.“ Hvað er íkon? „Gluggi til himins, trúarleg mynd máluð á tré, „frosin miðaldalist“, mynd af dýrðlingi, lítill himneskur hlutir til okkar kominn, okk- ar sem búum á þessari efniskenndu jörð“, þannig mætti áfram halda,“ segir séra Ragnar Fjalar þegar ég spyr: „Hvað er íkon?“ „Raunverulega er íkonið þetta allt og miklu meira. Orðið ikon er komið úr grísku og merkir mynd, einskonar endurskin, end- urspeglun hins æðsta. Íkon er í raun og veru endurskin hins ósýnilega og óskiljanlega, jarðnesk mynd af himneskri dýrð. Íkon er eins og spegill sem speglar sýnilega mynd af hinu ósýnilega. Af þessu leiðir að íkonið er á mörkum hinnar sýnilegur veraldar og hins ósýnilega andlega heims. Hefðbundið íkon er oftast eftirmynd þekktrar fyrirmyndar. Handverkið og myndverkið hefur tekið litlum breytingum í þrettán hundruð ár. Þessi hefð helgast bæði af hugmyndum miðaldanna og því að mynd- irnar eru taldar kraftaverkum gæddar. Þær voru sífellt endurnýjaðar í svipuðu eða sama formi. Íkonið er einnig háð ströng- um flatarmálsreglum. Hinn sanni íkonamál- ari þurfti því að vera kristinn og trúaður maður. Gjarnan féll það í hlut munka eða annarra sem helgað höfðu sig kristinni trú. Íkonamálarinn var eins og tónlistarmaður sem notaði hæfileika sína til að túlka og flytja verk meistarans. Hann túlkaði með list sinni hina fornu meistara íkonalist- arinnar. Þess vegna voru og eru grískir og rússneskir íkonar í meginatriðum „miðalda- legir“ í útliti og áhrif þeirra liggja bæði í því og einnig í hreinleika og frábæru litavali – og áhrifin eru stórkostleg, eða það er að minnsta kosti skoðun mín. Mætur maður hefur sagt um þessa list: „Sannur íkon er sá hlutur sem veitir trúarlega, heimspekilega og sálfræðilega fullnægju og er leit að raun- veruleika sem liggur handan við yfirborð hlutanna.“ Eins og hin „helga“ tónlist Bachs. Eftirrétturinn „afar góður“ Eftir að hafa rætt um íkonasafnið sný ég talinu að jólahaldinu á heimili séra Ragnars Fjalars og konu hans Herdísar. Séra Ragnar var prestur í þrettán ár á Siglufirði og hafði áður þjónað fáein ár á Hofsósi. Þar fæddust mörg af sex börnum þeirra hjóna. „Ég sagði börnunum margt tengt jólunum og þetta var mikil hátíð hjá okkur,“ segir hann þegar talið berst að jóla- haldinu í fjölskyldunni. „Konan mín gat sjaldan verið við aftansönginn því hún var þá að gera matinn fyrir okkur hin,“ bætir hann við. Þau hafa oftast að sögn Ragnars verið með hamborgarhrygg á aðfangadags- kvöld en ég spyr hver eftirrétturinn sé. „Það er eins konar búðingur, eða hvað má kalla það. En víst er að hann er afar góður,“ segir Ragnar. „Oft hefur verið fjölmennt hér við jólaborðið – nema í fyrra. Þá borðuðum við hjónin ein, ég var að ná mér eftir veikindi og við vildum hafa hægt um okkur. Það var í fyrsta skipti sem við vorum tvö á að- fangadagskvöld frá því við vorum nýgift og bjuggum á Garði og ég var í guðfræðinámi. Lengi vel voru öll börnin hjá okkur á jólum, líka þau sem gift voru. En nú er það ekki lengur hægt, við erum orðin svo mörg; börn- in okkar sex og makar þeirra, barnabörnin eru orðin tuttugu og sex barnabarnabörn. Við höfum hins vegar jólaboð fyrir þennan „söfnuð“ á annan í jólum og þá er aldeilis glatt á hjalla,“ segir séra Ragnar og brosir. Hann kallar að svo mæltu á konu sína til að skýra þetta með jólaeftirréttinn sem mig langar til að vita hver er og hvaðan er ætt- aður. Í ljós kemur í samtali við frú Herdísi að hinn „afar góði“ eftirréttur er sítrónufro- mage úr bók Jónínu Sigurðardóttur, en upp- skriftinni hefur Herdís hins vegar breytt dá- lítið í áranna rás – svona eftir hendinni. „Ég hef seinni árin stundum haft möndluna í eft- irréttinum, af því að krakkarnir hættu að vilja hrísgrjónagrautinn“, segir hún og bros- ir. Ég kveð þessi ágætu hjón og fagurt heim- ili þeirra og íkonasafn og hugsa spekings- lega á leiðinni út. „Svona er þetta með jólin – þau eru hátíð sem leikur á marga þætti í lífi okkar, jafnt þá andlegu sem hina efnislegu.“ Guðsorð, falleg myndlist, tónlist og góður matur – allt þetta á þátt í jólunum – en mik- ilvægust eru vafalaust okkar eigin viðhorf og hugarfar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ragnar Fjalar og Herdís kona hans. Gluggi til himins Heilagur Nikulás í samfélagi við ýmsar aðrar trúarlegar íkonamyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.