Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓLASKÁKÞRAUTIRNAR í ár eru sem endranær misþungar og fjölbreyttar. Í fyrstu þrautinni á hvítur skemmtilegan leik sem leiðir til þvingaðs máts eða gjörtapaðrar stöðu fyrir svartan. Allir ættu að prófa að glíma við þessa þraut og það sama má segja um þriðju þrautina sem örugglega á eftir að skemmta mörgum skákáhugamanninum. Munið að leikjafjöldinn segir ekki allt um það hvort skákþrautir séu erfiðar eða ekki. Hvítur á leik í öllum þrautunum. Lausnir verða birtar eftir jólin. Gleðileg jól! Jólahraðskákmót Taflfélags Kópavogs Hið árlega Jólahraðskákmót Tafl- félags Kópavogs verður haldið mið- vikudaginn 26. desember kl. 14 í hús- næði félagsins í Hamraborg 5, þriðju hæð. Að venju verða vegleg verðlaun í boði og jólasveinn TK verður krýndur. Flugeldamót Taflfélags Kópavogs Hið árlega flugeldamót Taflfélags Kópavogs verður haldið laugardag- inn 29. desember kl. 14 í húsnæði fé- lagsins í Hamraborg 5, þriðju hæð. Flugeldapakkar eru í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Jólaskákþrautir SKÁK SEX SKÁKÞRAUTIR SKÁK Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Hvítur á leik og vinnur. Hvítur leikur og heldur jafntefli. Hvítur leikur og mátar í 6 leikjum. Hvítur leikur og vinnur. Hvítur leikur og mátar í 5 leikjum. Hvítur leikur og vinnur. Flest þau viðfangsefni sem blasa við spilurum í sæti sagnhafa byggj- ast á tiltölulega einfaldri tækni, enda eru flóknar endastöður með þvingun í bak og fyrir mun sjaldfæfari í raun- veruleikanum en í bridsdálkum dag- blaða. En tvennt kemur nánast alltaf við sögu í úrspilinu: Annars vegar sú viðleitni að gjörnýta alla möguleika, og hins vegar að leitast við að tryggja öryggi samningsins eftir því hægt er. Jólaþrautirnar eru svolítið í þessum anda – gætu verið spil frá síðasta spilakvöldi. Góða skemmtun: Fyrsta þraut Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁDG10 ♥ Á98 ♦ ÁK7 ♣1098 Suður ♠ 2 ♥ KDG1032 ♦ 54 ♣ÁKG7 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 4 tíglar * Pass 4 grönd ** Pass 5 lauf ** Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass * Fyrirstaða í tígli og óbein samþykkt á hjarta. ** Spurning um lykilspil og norður sýnir þrjá ása. Útspil vesturs er tíguldrottning. Hvernig er best að spila og hverjar eru vinningslíkurnar? Önnur þraut Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á972 ♥ G4 ♦ ÁK1032 ♣D5 Suður ♠ G10 ♥ Á753 ♦ G94 ♣ÁK98 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út spaðasexu. Á kerfiskorti AV sést að þeir spila út fjórða hæsta gegn grandi, topp af engu og öðru hæsta frá lélegum fjór- lit. Hvernig viltu spila? Þriðja þraut Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKD43 ♥ 543 ♦ 84 ♣ÁDG Suður ♠ 75 ♥ ÁKDG82 ♦ -- ♣109873 Vestur Norður Austur Suður – – 4 tíglar* 4 hjörtu 5 tíglar 6 hjörtu Pass Pass Pass * Hindrun í tígli. Vestur spilar út tígulás, sem suður trompar og leggur niður hjartaás- inn. Austur á ekkert tromp til og hendir tígli. Þetta virtist vera einfalt spil, en nú er hætta á ferðum. Hver er hún og hvernig á að bregðast við henni? Fjórða þraut Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 864 ♥ G1084 ♦ K8 ♣ÁKG9 Suður ♠ Á1053 ♥ ÁKD932 ♦ Á6 ♣8 Vestur Norður Austur Suður – 1 lauf 1 spaði 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 grönd * Pass 5 tíglar * Pass 5 spaðar ** Pass 5 grönd ** Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass * Fjögur grönd spyrja um lykilspil og norður sýnir einn ás. ** Suður spyr svo um spaðann og norður kveðst eiga þar tóma hunda. Vestur spilar út spaðasjöu. Gosi austurs er tekinn með ás og AV af- trompaðir í tveimur umferðum. En hvernig á að ljúka verkinu? Fimmta þraut. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 743 ♥ DG98765 ♦ 86 ♣D Suður ♠ ÁG5 ♥ Á10 ♦ ÁK3 ♣ÁK942 Vestur Norður Austur Suður – – – 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 tíglar * Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu ** Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass * Yfirfærsla í hjarta. ** Slemmuáskorun. Vestur spilar út spaðasexu og austur lætur kónginn. Þú tekur með ás og ….gerir hvað? Lausnir verða birtar í blaðinu á milli jóla og nýárs. Gleðileg jól. Jólaþrautir BRIDS Guðm. Páll Arnarson Morgunblaðið/Þorkell Leikfimi hugans brids og skák eiga það sameiginlegt að þjálfa minnið og skerpa heilastarfsemina enda ber sérfræðingum saman um að hér sé um holla hugarleikfimi að ræða, ekki síst fyrir börn og unglinga. HELDUR minna er sótt um veiði- leyfi í fyrstu úthlutun hjá Stanga- veiðifélagi Reykjavíkur en í fyrra, en þó er munurinn lítill, aðeins nokkrum tugum umsókna færra og harðar er sótt í nokkur ákveðin svæði á afmörkuðum tímum vertíð- arinnar heldur en áður, að sögn Bergs Steingrímssonar, fram- kvæmdastjóra SVFR. Svæðin sem njóta hinnar gífur- legu hylli eru m.a. Stóra-Laxá á svæðum 1 og 2 í september, Tungu- fljót í Skaftártungum í september og október, Leirvogsá í júlí og framan af ágúst, Norðurá eftir miðjan júní fram í ágústbyrjun, Fá- skrúð í Dölum, Skógá, Gufudalsá og fleiri. Bergur sagði að dreifing um- sókna myndi skýrast betur á næst- unni, eða eftir áramót þegar þeir sem ekki fengu úthlutun í samræmi við helstu óskir hefðu skoðað það sem enn væri í boði. Silungsveiði á laxveiðiverði Vildi Bergur ekkert meira um það segja, en fregnir herma að fé- lagsmenn í SVFR hafi snúið alger- lega baki við ákveðnum svæðum og verið þar að gefa skilaboð vegna verðhækkana. Einkum er þar talað um Seglbúðasvæði Grenlækjar sem SVFR er með í umboðssölu. Nýr danskur leigutaki er með ána, en hækkaði verðið um helming, það er nú boðið á 23.000 krónur á dag til félagsmanna að því viðbættu að glæsilegt veiðihús með þjónustu bíður nú þeirra sem veiða vilja. Þetta reyndist ekki höfða til fé- lagsmanna SVFR og voru umsókn- ir að sögn innan við tíu, en áður hef- ur þurft að draga úr umsóknum á besta veiðitíma. Verðlagning Gren- lækjar er ekki bara dæmi um mikla verðhækkun veiðileyfa, heldur at- hyglisverð fyrir þá sök að í fyrsta skipti er silungsveiði verðlögð líkt og laxveiði. Seglbúðasvæðið er nú langdýrasta silungsveiði sem finnst í landinu og hefur þróunin fylgt kapphlaupinu um laxveiðiárnar að því leyti að verðið virðist hækka jafnhratt og veiði minnkar, en veiði hefur verið á niðurleið í Grenlæk síðustu árin. Útgáfa og verslun Það er í mörg horn að líta hjá veiðimönnum og nú hefur ein veiði- búðin enn bæst við. Veiðihornið í Hafnarstræti hefur fært út kvíarn- ar og opnað nýja verslun í Síðumúla 8. Gamla búðin í Hafnarstrætinu er enn á sínum stað. Þá er um óvenju auðugan garð að gresja í útgáfu fyrir veiðimenn þessi jól. Það eru fjórar bækur, Fluguveiðar á Íslandi, Veiðiflugur, Laxá á færi 1 og 2 og Íslenska stangaveiðiárbókin, auk þess sem bæði Veiðimaðurinn og Sportveiði- blaðið eru nýkomin út. Þá hafa bæði SVFR og Lax-á lagt svo í verðskrár sínar að útkoman er aðlaðandi lesn- ing fyrir áhugamenn um veiðiskap. Færri umsóknir hjá SVFR Morgunblaðið/Einar Falur Sjóbirtingur þreyttur í ármótum Tungufljóts og Eldvatns í snarvitlausu veðri síðasta haust. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.