Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Odd Borgestrand Stund milli stríða í gömlu kirkjunni í Danessa. Hingað kom Helgi Hróbjartsson fyrst 1967. Múslimunum þykirvænt um hann ogeru orðnir háðir vin-áttu hans. Boðunhans er ekki mikið í orði, en hann nýtur mikillar virðingar vegna verka sinna. Múslimarnir við landamæri Sómalíu kalla hann ein- faldlega „númer þrjú“. Allah er fyrst- ur og fremstur, þá kemur Múhameð og því næst Helgi. Íslendingurinn Helgi Hróbjartsson er sá eini sýnilegi í þessari þrenningu og dagsdaglega hafa þeir sterkust tengsl við hann. Helgi Hróbjartsson gegnir lykil- hlutverki fyrir bæði norska og ís- lenska Kristniboðssambandið í Suð- ur-Eþíópíu. Auk þess að starfa við neyðarhjálp ber hann ábyrgð á eft- irliti og stuðningi við staðbundna trú- boða í Filtu, Haja Suftu, Dollo, El Kere og Wadra. Hópur innlendra samstarfsmanna tekur þátt í „tjald- gerðartrúboði“ á meðal múslima. (Með tjaldgerðartrúboði er vísað til Páls postula, sem starfaði við iðn sína um leið og hann boðaði trúna). Helgi ber einnig ábyrgð á frumherjastarfi í Neghelle og á víðfeðmri Borana- sléttunni þar sem jöfnum höndum er boðuð trú og veitt hagnýt hjálp. Hann hefur og eftirlit með starfi á sviði heil- brigðisþjónustu í El Kere. Áhættusamt líf Helgi er 64 ára gamall og mennta- ður í guðfræði og uppeldisfræði. Hann fór fyrst til Eþíópíu 1967. Heimildarmynd um Helga, sem sýnd var í norska sjónvarpinu í október sl., sýnir að hann lifir áhættusömu lífi. Honum er ekki mjög vel lagið að segja frá því hvað hann er að sýsla. Honum lætur betur að láta lítið fyrir sér fara. Svæði við landamæri Sómalíu er byggt múslimum. Ættflokkaátök, matar- og vatnsskortur er daglegt brauð hjá Íslendingnum. Þótt Helgi eigi marga vini á meðal múslima eru þeir til sem vita ekki um hve gott starf hann hefur unnið fyrir fólkið á svæðinu. Síðast í fyrravetur var reynt að ráða hann af dögum í einni af ferðum hans. – En hvers vegna er hann hér og hvað ætlar hann sér sem hvítur kristniboði í Afríku árið 2001? „Ég hef meira en nóg að gera,“ segir Helgi. „Það eru alltaf einhverjir sem þurfa á hjálp minni að halda og ég er hér fyrst og fremst til að hjálpa fólki sem mér þykir vænt um. Þótt ég sé fæddur á Íslandi finnst mér ég næstum vera orðinn Eþíópi og flestir vinir mínir eru Eþíópumenn.“ Fyrsti söfnuðurinn Helgi fer með okkur í fyrsta söfnuð sinn. Það tekur um tvo tíma að aka þangað frá Neghelle. Hann ekur um þrönga malarvegi til norðurs og áður en við náum til litla þorpsins Danessa er Toyota Landcruiserinn, sem er nokkuð kominn til ára sinna, búinn að hrista okkur svo um munar. Helgi kom fyrst hingað til Danessa árið 1967. Það var tekið vel á móti honum og lítill söfnuður varð til. Margir voru opnir fyrir boðskap kristninnar í Danessa og Helga þótti hafa tekist vel til frá upphafi. Þegar við sveigðum upp að kirkj- unni, sem byggð er úr trjábolum, tóku á móti okkur um fimmtíu safn- aðarbörn og urðu það sannkallaðir fagnaðarfundir. Helgi hafði ekki komið hingað í nokkra mánuði og var snortinn að sjá hve margir voru mættir þennan mánudagsmorgun. Um klukkustund eftir að við komum í þorpið var kirkjan næstum fullsetin. Samkomunni lýkur eftir um klukkustund. Helgi vill kynna okkur fyrir þremur nánustu samstarfs- mönnum sínum í Danessa. Þeirra fremstur er Jóhannes aðstoðarprest- ur. Hann hefur starfað hér í næstum þrjátíu ár. Faðir hans var töframaður og var ekki beint upprifinn yfir því að sonur hans yrði „Jesú-maður“. En töframaðurinn tók einnig sinnaskipt- um og það hafði mikið að segja fyrir starfið í Danessa, að sögn Helga. Okkur finnst við njóta forréttinda að fá að fara í þessa heimsókn með til- heyrandi guðsþjónustu og kirkju- kaffi. Á fáeinum klukkustundum fáum við meira en nasasjón af því hvað kristniboðið er í raun. Hér er fólk sem vitnar um hve mikill munur er á lífi í myrkri og vonleysi og svo nýja lífinu með Jesú. Við gleymum því hvað tímanum líður. Það er engin ástæða til að flýta sér annað. Heim- sóknin hefur mikið að segja, bæði fyr- ir fólkið í Danessa og Helga. Eigin flugvél Helgi hefur umsjón með stóru svæði í Suður-Eþíópíu. Við margar útstöðvanna sem hann sinnir eru lendingarbrautir fyrir smáflugvélar. Helgi er eini norræni kristniboðinn með flugréttindi og eftir margra ára stríð við yfirvöld fékk hann loks leyfi til að nota flugvél við mannúðarstarf sitt. Kristniboðsvinir á Rogalandi í Noregi og á Íslandi hafa lagst á eitt um að safna fyrir rekstrarkostnaði og Helgi tók sjálfur stórt lán til að geta látið draum sinn um að fljúga á milli útstöðvanna rætast. Hann vill ekki að sjóði kristniboðsins sé íþyngt með þeim útgjöldum. Það snart okkur djúpt að sjá þenn- an einfara tala við fólk, jafnt um ver- aldleg og andleg mál. Áhugi hans leyndi sér ekki. Þetta er líf Helga. Það hlýtur því að búa sterk köllun að baki því að hann helgar líf sitt þessu. „Já, ég verð að segja að það er köll- un. Þeir sem koma hingað einungis með ævintýraþrána í farangrinum lýjast fljótt. Það koma margir erfiðir dagar og á þeim dögum verður mað- ur að vita hvers vegna maður er hér,“ segir Helgi. „Ég hef bæði starfað sem kennari og prestur á norðvestanverðu Ís- landi. Sjómennirnir þar voru op- inskáir og höfðu Guð með í hvers- dagslífinu. Ég lærði mikið af fólkinu þar. Ég verð að vera viss um að Guð sé með mér. Þannig öðlast ég kraft til að takast á við ýmislegt sem kemur upp á,“ segir Helgi ákveðinn. Til fundar við vonleysið Eitt stærsta verkefnið sem Helgi hefur staðið frammi fyrir undanfarna mánuði er að bjarga lífi milli 20.000 og 30.000 manns í tvennum flótta- mannabúðum við landamæri Sómal- íu. Fólkið hefst við í hrörlegum kof- um og er hrúgað þarna saman í eyðimörkinni án nokkurra möguleika til að afla sér vatns eða matar. Þetta fólk er flóttamenn í eigin landi vegna ættflokkadeilna. Yfirvöld hafa gleymt því. Mannúðarsamtök og kristilegar hjálparstofnanir halda í því lífinu. Í bænum Haja Suftu búa 3.360 fjölskyldur við aðstæður sem eru ekki mönnum bjóðandi. Í Marih- anna-búðunum hittum við talsmenn 960 fjölskyldna. Í fyrra, meðan her- ferð undir yfirskriftinni „Eþíópía sveltur“ stóð, fékk hver fjölskylda daglega 10 lítra af vatni og 25 kg af sojamjöli í hverri viku. Sómalarnir í þessum búðum voru fluttir hingað nauðungarflutningum eftir langvar- andi deildur við Oromo-fólkið. Í búð- um í næsta nágrenni búa 1.200 fjöl- skyldur sem flosnuðu upp eftir átök við Borana-fólkið. Helgi er í góðu sambandi við yfirvöld á staðnum, Meðbróðir múslima í Suður-Eþíópíu Habibo er 35 ára gömul og situr hér í niðurníddum kofa með börnin sín. Af útlitinu að dæma gæti hún verið nær áttræðu. Í vikunni áður en myndin var tekin átti hún sex börn, en nú aðeins fjögur. Í næstum þrjátíu ár hefur Helgi Hróbjartsson verið meðbróðir múslima á Sómalíu-svæðinu í Suður- Eþíópíu. Odd Borgestrand heimsótti Helga á starfssvæði hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.