Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 13
Kristniboðsstöð Helga í Filtu er einföld í sniðum. Hann hélt því lengi leyndu að hann hefði keypt lóðina. Í nágrenninu er lendingarbraut fyrir smáflugvélar þar sem Helgi lendir vél sinni. múslima sem biðja um hjálp til binda enda á þennan harmleik. Hjálpar- stofnun norsku kirkjunnar og Kristniboðssambandið í Noregi hafa lagt mikið til hjálparstarfsins, eins hafa miklir fjármunir borist frá Kan- ada. Það dylst ekki að Helgi stendur frammi fyrir miklum vanda og hann játar að hafa eytt meiri peningum en heimild var fyrir frá Noregi. Dag hvern aka tankbílar 40 km yfir Bor- ana-sléttuna með vatn í flóttamanna- búðirnar – og það kostar peninga. Við setjumst niður í skara barna sem halda á tómum plastkönnum. Það er 40 stiga hiti og svitinn perlar. Við spyrjum krefjandi spurningar: Þar eð þú ert kristniboði áttu þá ekki fyrst og fremst að segja þessu fólki frá Jesú og fá síðan hjálparstofnanir til að annast neyðarhjálpina? Hann horfir forviða á okkur og veltir því fyrir sér hvort okkur sé al- vara. „Ég er hér sem meðbróðir. Hér er hvorki staður nér stund til að segja frá syni Guðs sem kom til jarðar að bjarga fólki. Þetta fólk á hvorki mat né vatn. Við þær aðstæður verðum við að hlýða boði Jesú um að taka að okkur manneskjuna í heild sinni. Fyrst bókstaflega að bjarga lífi þessa fólks og svo getum við talað um krist- indóm, ef tækifæri gefst til þess. Múslimarnir sjá að okkur er annt um þá og ég trúi að það muni opna fagn- aðarerindinu dyr,“ segir Helgi. „Við eigum ekki að kynna okkur með orð- um heldur góðum verkum,“ segir hann með sannfæringarkrafti. Forystumenn múslima í bænum vonast til þess að innan skamms verði leyst úr ágreiningi ættflokkanna. Þá getur flóttafólkið flutt úr búðunum og aftur heim í þorpin sín þar sem það getur framfleytt sér með uppskeru af akurbleðlum. Leynileg kristniboðsstöð Steinsnar frá flóttamannabúðun- um hefur Helgi reist sína eigin út- stöð. Hann veit að hann mun verja miklum tíma á þessum slóðum á næstunni. Þess vegna keypti hann þarna lóð, án þess að yfirmenn kristniboðsins hefðu hugmynd um. Hann lúrði á leyndarmálinu í hálft ár: „Ég vildi ekki missa af lóðinni. Hún er frábærlega vel staðsett með tilliti til lendingarbrautar fyrir smávélar sem búið er að gera hér. Þess vegna tók ég þá áhættu að kaupa lóðina fyr- ir peninga sem mér hafði tekist að leggja fyrir.“ Helgi játar að stundum sé auðveldara að fá fyrirgefningu en fyrirgreiðslu. Það eigi líka við í Guðs- ríkinu. Nú veit aðalskrifstofan í Addis Abeba hvað Helgi gerði og hann hef- ur fengið bæði þá fyrirgefningu og fyrirgreiðslu sem hann þurfti. Þessi nýja stöð er mjög einföld í sniðum. Sama herbergi er notað sem svefn- herbergi og vinnustofa. Íslamskir ná- grannar hans sjá honum fyrir mat og drykk þegar hann er á útstöðinni. Eftir heimsóknina fengum við tækifæri til að ræða um þau áhrif sem við urðum fyrir við Helga. Þarna heyrðum við margvísleg hljóð og fundum alls konar lykt, en bænar- augu barnanna sem biðja um hjálp sitja fastast í minningunni. Mitt á meðal þessara barnaaugna sjáum við hávaxinn hvítan mann sem gengur um, nánast eins og engill þeim til bjargar. Þessar myndir hugans verða til þess að við bókstaflega tárfellum. Það er mikil lífsreynsla og sterk að fá að fylgja Helga um tveggja vikna skeið í starfi hans. Helgi er einnig hugsi þetta kvöld. Hann situr úti á palli með íslensku Biblíuna sína og les fyrir okkur úr Sálmi 84: Sælir eru þeir, sem búa í húsi þínu, þeir munu ætíð lofa þig. Sælir eru þeir menn, sem finna styrk hjá þér, er þeir hugsa til helgigöngu. Íslenskan er fallegt mál þegar Helgi les úr Sálmunum. Við skiljum hvert orð og þetta verður helgistund sem á fáa sína líka. Kvöld með eilífðarvon mitt í augnabliki vonleysisins. Þegar við virðum þennan meðbróður fyrir okkur skynjum við um leið hvers vegna honum hefur tekist að komast í svo gott samband við múslima. Það er einfaldlega vegna þess að honum er annt um þetta fólk og alla veru þess. „Það fær hjálp þegar aðrir bregð- ast,“ segir Helgi hægum rómi í hita- beltisnóttinni. Það er annars kyndugt að hugsa til þess að moldríkir múslimar í Sádi- Arabíu veiti trúsystkinum sínum í Afríku ekki meiri hjálp, þegar sonur verkamanns í Reykjavík fórnar svo miklu af lífi sínu á þessum slóðum. Helgi Hróbjartsson segir að þeir sem koma til Eþíópíu með einungis æv- intýraþrá í farangrinum lýist fljótt. Höfundur er norskur blaðamaður. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.