Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SEINT á árinu 1943 fóru þýskir kafbátar í auknum mæli að sigla einir í leit að fórnarlambi. Þeir höfðu fundið upp loftpípu sem sett var í kafbátana til að knýja dísil- vélar þeirra neðansjávar. Þessi uppfinning þeirra gerði þeim kleift að liggja á grunnsævi. Íslendingar áttu eftir að verða óþyrmilega fyrir barðinu á hinni breyttu árásartækni kafbátanna,“ segir í bókinni Í skotlínu eftir Huldu Sigurborgu Sigtryggsdótt- ur. Í byrjun nóvember 1944 var Goðafoss staddur í Loch Ewe eftir áfallalausa siglingu frá New York með 1.220 tonn af vörum. Eftir vikudvöl þarna var haldið af stað til Íslands í skipalestinni UR-142. Goðafoss var forystuskip en auk þess voru fjögur önnur kaupskip og fimm vopnaðir togarar norskir og breskir en engin herskip eða tundurspillar. Skipalestin lenti í aftakaveðri að kvöldi 9. nóvember er hún var að nálgast Íslandsstrendur. Morgun- inn eftir bjargaði áhöfnin á Goða- fossi mönnum úr tveimur lífbátum af skipinu Shirvan sem kafbátur- inn U-300 hafði grandað. Ekki var venja að forystuskip önnuðust slík björgunarstörf. Goðafoss var grámálaður, en það var skilyrði þess að skip væru tek- in í skipalest. Íslenski fáninn var málaður á stórt spjald aftan á skipinu og fán- inn var líka á stöng í skut þess. skyndilega drógu fylgdarskipin upp svartan fána – merki þess að kafbátur væri í nánd. Kafbáturinn U-300 tók að skjóta á Goðafoss og hæfði skipið fyrir aftan miðju bak- borðsmegin. Margir misstu með- vitund og þeir sem voru í vél- arrúmi hafa líklega farist strax. Flestir skipverjar voru á þiljum með björgunarbelti en farþegar í borðsal eða á göngum með björg- unarbelti Skipstjórinn kallaði: „Skipið er að sökkva og það verður hver að bjarga sér.“ Áhöfnin tók að losa um björg- unartækin en fólk var rólegt – nánast stjarft; og ræddi jafnvel um drauma. Ein manneskja var svo viss um feigð sína að hún vildi ekki fara í björgunartæki, sagði að það seinkaði bara fyrir. Björgunarflek- arnir fóru í sjóinn, annar flaut tómur burt en fólk fleygði sér út- byrðis af sökkvandi skipinu og tókst að komast á hinn flekann sem yfirfylltist. Síðar tókst að binda tvo fleka saman en þá hófust mikil vandræði, allir vildu vera á fleka með konu sem spáð hafði verið fyrir að kæmist af úr sjó- slysi. Skipbrotsfólkið beið allan eftirmiðdaginn eftir hjálp en kor- vetturnar voru að leita kafbátsins – það var talið mikilvægara að ná til hans en bjarga fólkinu að því er segir í bók Huldu Sigurborgar. Í þessu slysi fórust 43; 14 skipverjar og 10 farþegar og 19 skipverjar af Shirvan. Aðeins 19 var bjargað. Var mjög brugðið Íslendingar voru harmi slegnir vegna þessara atburða. Magnús Þorsteinsson fyrrum skipstjóri var háseti á Goðafossi á stríðsárunum en fór einmitt af skipinu þegar það hélt í sína hinstu ferð. „Mér var eðlilega mjög brugðið, en það skal tekið fram að ég fór ekki af skipinu vegna hugboðs eða slíks. Ég fór í land til þess að ljúka námi í Stýrimannaskólanum og það var löngu ákveðið. Mágur minn var á Goðafossi í síðustu ferðinni, hann bjargaðist en marg- ir fórust sem ég þekkti vel.“ Magnús hafði unnið sig upp frá því að vera káetudrengur, óvan- ingur, viðvaningur, léttmatrós og í það að vera háseti á þilfari þegar þarna var komið sögu. Fór fyrst út á sjó á jólunum „Ég fór fyrst út á sjó á jól- unum,“ segir hann þegar ég inni hann nánar eftir fyrstu sjó- mennskuárunum hans. „Goðafoss var þá að fara til Hull og Ham- borgar í áætlunarsiglingu. Káetu- drengur sem átti að fara var ekki tilbúinn til þess og ég fór í hans stað með klukkustundar fyrir- vara,“ segir Magnús. Þetta var ár- ið 1936 og káetudrengurinn gekk inní starf Magnúsar í verslun. „Ég var þá búinn að reyna mikið að komast á skip. Ég var 17 ára og var haldinn mikilli útþrá. Enginn fór þá til útlanda nema einhverjir stórir kallar og þá kom það stund- um í blöðunum. Fyrir mig var þetta heilt ævintýri. Ég var verka- mannssonur og átti ekki marga möguleika í stöðunni. Jólaferðin var mjög góð, við fór- um eins og ætlað var til Hull og Hamborgar og vorum á síðar- nefnda staðnum um áramótin. Ég var mjög bláeygur ef svo má segja en það voru félagar á skipinu sem gátu farið með mig á ýmsa merki- lega staði. Ég var yngstur þá á skipinu og var svo á Goðafossi þar til hann var skotinn niður, svo sem fyrr sagði. Þrjú olíuskip skotin niður Ég hef margs að minnast frá veru minni á Goðafossi. Í fyrstu skipalestinni sem við fórum í voru bara tvö skip, Goða- foss og Katla, og tveir tundurspill- ar fylgdu okkur alla leið til til Ný- fundnalands. Þetta var í byrjun stríðsins og þessi ferð gekk vel og þær aðrar sem ég var með í. Ég var mjög heppinn og lenti ekki í neinum hrakförum. En vissulega voru skip skotin niður í skipalestum sem við sigldum með, t.d. olíuskip sem voru að fara tóm vestur til Bandaríkjanna. Það var mikil sprengihætta af tómum tönk- unum. Það fóru þá þrjú skip niður í skiparöðinni sem við vorum aft- astir í, en við vorum oft aftastir. Yfirleitt voru nokkrir kafbátar saman um að gera árásir á skipa- lestir. Ef þeim tókst að komast inn í lestina var voðinn vís. Það var meiri háttar mál að breyta stefnu skipalestarinnar og það varð að gera með signali með góðum fyr- irvara. Öll skipin þurftu að breyta um stefnu á sama tíma. Það gekk alla jafna ótrúlega vel. Það voru sérstök skip sem höfðu það hlutverk að „tína upp“ fólk af sökkvandi skipum, við máttum ekki gera slíkt. Þrátt fyrir að ég yrði vitni að at- burðum á borð við þennan þá var ég ótrúlega lítið hræddur, það stafaði af því að ég var svo ungur og óreyndur. Þó fann maður oft þrýstinginn þegar djúpsprengjum var kastað að kafbátum. Mikið var reynt til að ráða niðurlögum þeirra og stundum tókst að laska þá eða granda þeim. Skipalestum fylgdu fjórir til fimm tundurspillar og svo nokkrar korvettur. Ferðir í skipalestum tóku langan tíma Þótt lygilegt sé fann ég ekki fyrir neinum óhug gagnvart þessum ferðum – en ég myndi hugsa öðruvísi núna. Vafalaust hefur fjölskyldumönnum í áhöfn- inni liðið misjafnlega. Raunar gifti ég mig árið 1944 og við hjónin eignuðumst þá fyrsta barnið okk- ar, en þá var ég kominn í land og í skólann.“ – En hvernig var að sigla í skipalestum? „Það var mjög ólíkt að sigla í skipalestum eða einskipa. Ferðir í skipalestum tóku miklu lengri tíma. Lengsta ferðin sem við fór- um til Bandaríkjanna í stríðinu stóð í 29 daga. Þetta var hægfara skipalest og veðrið setti einnig strik í reikninginn. Árásir voru gerðar og þá var breytt um stefnu og þannig dróst í tímann. Við vorum auðvitað í hættu á þessum siglingum. Árásir voru gerðar jafnvel um hábjartan dag- inn. Eina slíka gerði kafbátur í há- deginu er við vorum að komast upp undir Skotlandsstrendur. Sprengja lenti þá í skipi á undan okkur sem ætlaði til Reykjavíkur og sökkti því. Við sluppum með skrekkinn. Skipin í lestinni höfðu númer. Fremst var fimm skipa röð sem byrjaði á ellefu. Næst var önnur fimm skipa röð sem byrjaði á tutt- ugu og einum og þannig koll af kolli. Skipið sem stjórnaði skipa- lestinni var yfirleitt í miðju, nr. 51 eða nr. 61. Herskipið sem fylgdi lestinni var fyrir framan stjórn- unarskipið og út á hornunum framan og aftan voru fylgdarskip- in. Skipalestirnar tvístruðust oft í þoku en tókst yfirleitt að ná saman aftur þegar þokunni létti.“ Var nánast sparkað fram úr Ég spyr Magnús hvort aldrei hafi hent hann neitt sem kalla mætti yfirnáttúrulegt í þessum ferðum. „Það henti mig aldrei neitt slíkt í öllum ferðum mínum á stríðs- árunum. En eftir stríð, í einni ferð okkar kringum landið gerðist nokkuð sem ég hef jafnan átt erfitt með að skýra fyrir sjálfum mér. Ég var þá fyrsti stýrimaður Reykjafossi og veiktist strax í upp- hafi ferðar hastarlega af inflúensu. Ég lá í koju meðan lestað var og viku síðar vorum við komnir til Hollands og mér batnað. Allir hin- ir í áhöfninni fárveiktust um leið af flensunni sem var illvíg. Læknir kom um borð og ráðlagði að kaupa nóg af appelsínum og sítrónum. Ég gekk um og gaf sjúklingunum ávextina. Mönnum tók að batna en skipstjórinn var enn fárveikur og vélstjórarnir – annar þeirra komst þó á fætur og við gátum lagt af stað niður fljótið áleiðis til Hull. Í mynni fljóts við Norðursjó voru tvö vitaskip með tíu mílna millibili. Ljósmerkin frá skipunum voru það lík að hægt var að ruglast á þeim. Ég lá í koju og var að fara að sofa. Þá gerðist það að mér var nánast eins og sparkað framúr. Mér fannst eitthvað vera að. Ég hentist upp og spurði stýrimanninn hvern- ig gengi. „Ágætlega, við vorum að fara fram hjá vitaskipinu hérna,“ svaraði hann. Mér fannst enn að eitthvað væri að og lagði til að við snerum við og skoðuðum merkin frá vitaskipinu betur, en þau sáust illa. Við gerðum það og þá kom í ljós að við vorum hjá því skipinu sem við áttum ekki að vera hjá. Hefðum við haldið áfram hefðum við lent upp á söndum fyrir utan. Þarna var yfir okkur hulinn vernd- arkraftur – eins og ég vil meina að hafi verið yfir mér í öllum ferð- unum sem ég sigldi í skipalestum á stríðsárunum.“ Fór í land þegar Goðafoss fór sína síðustu ferð Goðafoss þéruðu oft alla nema kannski fyrsta stýrimann. Þetta var gamall og líf- seigur siður. Áhættupeningarnir Við fengum áhættupeninga svo- kallaða fyrir siglingarnar á stríðs- árunum. Áhættan var reiknuð eftir svæðum, var meiri á einu svæði en öðru. Áhættupeningarnir voru samningsatriði og þeir giltu meðan siglt var. Yfirmenn höfðu hærra áhættufé til 1942, þá gerðum við smá „stræk“ og eftir það var samið um að áhættupeningarnir væru 100 kr. á dag á öllu svæðinu. Jónas frá Hriflu kallaði þetta hræðslupen- inga. Það voru bara farmenn sem fengu þessa áhættupeninga, hinir sjómennirnir sem sigldu voru á góðum launum því aflinn seldist svo vel. Einu sinni þegar við vorum að bíða eftir skipalest í Scapa Flow þá gerðu Þjóðverjar flugárás á skipin. Skipið okkar var stærst þeirra sem lágu þarna, það var ómálað – var enn hvítt á lit. Maðurinn sem var í brúnni sagði að flugvélin hefði flog- ið yfir okkur en beygt frá og skellt sér á bát sem lá við hliðina á okkur. Hann steinsökk. Við vorum að geta okkur þess til að flugmaðurinn hefði haldið að okkar skip væri spít- alaskip af því það var hvítt. Menn þekktu sundur hljóðin í flugvélun- um, það var slitrótt hljóðið í þeim þýsku á fluginu. Eitt sinn í upphafi stríðs fengum við á Gullfossi gamla leyfi til að sigla með gærur til Þýskalands til að fylla upp í samninga sem gerðir höfðu verið fyrir stríð. Við fórum með þessar gærur til Stettin. Þetta var síðasta ferðin áður en við urð- um innlyksa. Þá hafði maður smyglað sér með og hann sagði okkur ýmsar sögur af stríðinu. Björgunarmál og byssur Kolin voru stundum ekki góð sem við fengum til að kynda katlana. Einu sinni svo léleg að það var að deyja á kötlunum og Brúarfoss að missa dampinn. Þá var leitað að gömlum kolum neðarlega í kolabox- unum til þess að ná upp dampi aft- ur og ná í skipalestina. Það heppn- aðist sem betur fer. Það var erfitt starf að vera kyndari í þá daga og merkilegt hvað kyndurunum gekk misjafnlega að halda dampi. Björgunartæki voru mikilvæg og við fengum ýmis ný björgunartæki til að hafa við höndina. Sem dæmi má nefna björgunarsamfestinga með rennilás sem áttu að fljóta og gerðu það. Þetta voru hins vegar þunglamalegir búningar sem erfitt var að komast í og vöktu litla hrifn- ingu hjá sjómönnum. Einnig feng- um við vesti og buxur sem flutu – menn vildu heldur nota slíkt. Mér er minnisstætt að ég sá í upphafi stríðs gúmmíbát á floti frá skipi einu. Okkur voru hins vegar skaffaðir tunnuflekar. Á Heklunni björguðu menn sér á slíkum fleka. Fyrst sigldi Brúarfoss á Eng- land, síðan á Ameríku og svo á England aftur. Fengið var þá stærra skip í Ameríkusiglingarnar. Á síðari stríðsárunum var mikið barist um að fá pláss fyrir vörur sem flytja átti heim til Íslands – nógir aurar voru til, það vantað bara flutninga- plássið Þegar við sigldum á England voru settar byssur um borð á brú- arvængina og byggð byrgi í kring- um byssurnar, steypt var inn á járnplötur og inni í var byssan sem átti að skjóta úr á flugvélar. Við fórum svo einn túr og þá voru byss- urnar hækkaðar. Þjóðverjar höfðu fundið út að ekki var hægt að beita þeim nema neðan frá ella notaðist ekki byssan. Ég þekkti ýmsa sem fórust í stríðinu, bæði skólafélaga og gamla skipsfélaga. Við vorum heppnir á Brúarfossi – það er ekki hægt að orða það öðruvísi. Einu sinni þegar við lágum í höfn í Lock Ewe sagði stúlka sem við hittum að Brúarfoss myndi ekki farast í stríðinu en félagið okkar myndi missa tvö skip. Þetta kom fram. Þetta voru erfiðir tímar, ég hef verið að hugsa um þetta og ýmsir atburðir hafa rifjast upp fyrir mér seinni árin, líklega hefur verið innra með manni meiri innibyrgð spenna vegna þessara atburða allra en maður gerði sér beina grein fyr- ir.“ Gullfoss Við vorum heppnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.