Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Við Íslendingar erum allt-af við og við minnt áþað hve starf sjómann-anna á hafi úti erhættulegt, sagði í leið- ara Morgunblaðsins fyrir fáum dögum að gefnu tilefni, þegar ís- lensk fiskiskip fórust við landið í einum vetrarhvellinum, m.a. Ófeig- ur VE á sömu slóðum og bretónsku skipin fyrir 100 árum. Þótt miklar framfarir hafi orðið í smíði fiski- skipa, veðurspár séu fullkomnari en áður og sömuleiðis björguna- tækni, getur veðrið við Ísland að vetri til orðið svo ofsalegt að við ekkert verður ráðið. Störf sjó- manna við Íslandsstrendur hafa alltaf verið lífshættuleg og eru enn. Þetta á við um fiskimenn við Ísland fyrr og síðar, íslenska og erlenda. Sára af völdum þeirra sanninda var minnst 29. september sl. í bre- tónska fiskiþorpinu Erquy í nánd við Dahouet. Minningarathöfn í frönsku þorpi Minningarathöfnin um fiskiskút- una Saint-Michel sem fórst með 26 manna áhöfn frá þessum litla franska bæ og skúturnar fimm, sem allar voru frá nágrannbæjum við Saint-Brieuc flóann og hurfu við Ísland með 117 manns, var mjög áhrifarík, enda margmenni. Við minningarmessuna, sem Lucien Fruchaud biskup í Saint-Brieuc og tveir aðrir prelátar sungu, var ekki rúm fyrir meira en 200 gesti í sjó- mannakirkjunni á staðnum, en sem betur fer var blíðviðri svo gestir gátu hlustað á athöfnina úti á flöt- inni í kring. Viðstaddir voru borg- arstjórinn, þingmaðurinn, forseti héraðsstjórnarinnar, og aðrir emb- ættismenn, bæjarstjórar nágranna- bæjanna auk afkomenda frönsku sjómannanna og heimamenn. Þarna var umkringd börnum og barnabörnum Marie-Louise, dóttir skipverjans Rene Josephs sem fórst 31 árs gamall með Saint-Mic- hel. Hún hafði þremur dögum fyrr blásið á 101 kerti á afmælisdaginn sinn. Þegar fréttir bárust um að faðir hennar kæmi ekki aftur var hún eins árs gömul. En hún var al- in upp innan um ættingjana og öll börnin úr nágrannahúsunum sem misstu sína um þessa sömu páska og hefur lifað í skugga þessa af- drifaríka sjóslyss í heila öld. Af áhafnarskránni má sjá að flestir voru skipverjarnir á Saint-Michel milli tvítugs og þrítugs, einn 41 árs gamall og þeir yngstu 17 og 15 ára léttadrengur. Fimmtán þeirra voru frá þessu litla þorpi Erquy og hinir frá nágrannabæjunum Dahouet og Saint Brieuc og smáþorpum þar á milli og létu eftir sig í þessu eina þorpi 50 börn. Á eftir afhjúpuðu tvö barnabörn MarieLouise minn- ingarskjöld um langafa sinn og 27 skipsfélaga hans, sem biskupinn frá Saint Brieuc hafði blessað í mess- unni. Og einnig fluttu tveir afkom- enda hennar minningarræður. Síðdegis var siglt út á flóann og kransi varpað í hafið í minningu drukknuðu sjómannanna. Sögðu blöðin athöfnina alla mjög hátíðlega og hlaðna geðshræringu, enda búi flestir afkomendur barnanna sem þarna misstu föður sinn enn á þess- um slóðum og nöfn margra sjó- mannanna eru á minningarveggn- um í kirkjunni, þar sem heill minningarveggur er þakinn skjöld- um í minningu þeirra sem ekki komu aftur. Við athöfnina þakkaði borgar- stjórinn Bernard Nonnet Halldóri Árnasyni, skipstjóra á Patreksfirði, og konu hans, Maríu Óskarsdóttur, tveimur vinum þessa bæjar sem deila sömu tilfinningum til hafsins, eins og hann sagði, fyrir að hafa safnað miklum upplýsingum um þessi sjóslys, aðstæður og staðsetn- ingar allar með skýringarupp- drætti, látið þýða þær og komið í þeirra hendur fáum dögum fyrr með Proteau-hjónunum frá Dahou- et er höfðu verið í heimsókn á Pat- reksfirði. En fiskiskúturnar af þessu landsvæði héldu gjarnan norður með Íslandi af vetrarmið- unum á vormánuðum og áttu þá mikil samskipti við Patreksfjörð. Þau samskipti hafa nú verið endur- lífguð gegnum þetta fólk og komu fulltrúar Frakka á sjómannadaginn sl. á Patreksfirði með minningar- skjöld um þá 13 frönsku sjómenn sem munu vera grafnir á þeim slóð- um og upplýsingar um nöfn þeirra. Hrikalegt veður og ólgandi sjór Meðal fyrrnefndra heimilda, sem þessi Íslandsbær hafði nú fengið í hendur var frásögn Eldeyjar Hjalta af óveðrinu sem skall á um páskana 1901 suður af landinu, en hann var um þetta leyti skipstjóri á seglskipinu Swift. Í byrjun apríl var Hjalti á veiðum suður af land- inu, aflabrögð voru góð. Hinn 3. apríl 1901 hvessti af norðri og lét Hjalti reka til hafs. Þegar lægði, sigldi hann undir land og kom upp undir Ingólfshöfða að kvöldi 6. apr- íl. Þarna var margt af frönskum skútum. Þótt enga íslenska fleytu væri að sjá taldi Hjalti ekki síður að ætti að fást fiskur á íslensk færi en frönsk og best að vera þarna í nokkra daga enda stillt veður, milt og gott. Hugðu skipverjar gott til morgundagsins. Seinast á hunda- vaktinni um nóttina dimmdi í lofti og klukkan fjögur þegar morgun- vaktin byrjaði var kominn hauga- sjór og talsverður austankaldi. Brátt gekk vindurinn í suðaustrið, um leið hvessti mikið. Hjalti lét nú taka niður afturseglið, tvírifa stór- segl og draga upp fokkuna. Hjalti var hræddur um að skipið mundi ekki sleppa við Meðallandstanga ef hann léti reka, svo hann sigldi lið- ugan vind til hafs. Veðrið jókst og sjórinn að sama skapi. Hafði Hjalti ekki séð, hvorki fyrr né síðar, jafn- hrikalegan og ferlegan sjó eins og þennan dag í Meðallandsflóanum. En á þessum gjöfulu miðum var það einmitt sem Saint-Michel og hinar frönsku skúturnar hurfu. Í skýringum sínum, sem þessi þaul- vani sjómaður á Íslandsmiðum í 30 ár Halldór Árnason lét fylgja á veðri og vindum á þessum slóðum, getur hann sér þess til að skipverj- ar á Swift hafi vaknað óþreyttir snemma morguns til að forða sér en frönsku skútukarlarnir sem ver- ið höfðu í góðu veðri og fiskiríi þarna sunnan við landið hefðu því verið ófúsir að yfirgefa svæðið og talið að þetta væri einungis smá- hvassviðri, sem gengi fljótt yfir. Þar með hafa þeir lent of grunnt þegar versta veðrið skall á og sjór- inn tekið þá alla. Engar sagnir eru um reka á fjörum sunnan lands frá þessum tíma og því næsta víst að sjórinn hafi gleypt skipin í heilu lagi. Sú var meining Hjalta að sigla út á hafdýpi, því þar hugði hann sjóina ekki eins rifmikla og brot- gjarna. Og satt var það. Ljót var siglingin. Sjóarnir æddu hvítfextir og fjallháir. Brytu þeir yfir skipið eða það skæri sig niður, þá var sögu þessari lokið og allra þeirra sem innanborðs voru. Skipið fór 12 mílur á vöku, en að minnka seglin! Nei, eina björgin var að skipið hefði svo mikla ferð að það hlypi af sér sjóana og ekki rynni þá við á stýrinu (þ.e. að skipið gangi hik- laust gegnum brotin og leggist ekki þvert fyrir þau) Þegar kom út á hyl, urðu öldurnar gildari, en uppi á grunninu, eins og Hjalti hafði bú- ist við. Lagði hann skipinu til drifs og fór það vel á sjónum (til drifs = skipinu snúið móti sjó og vindi og seglum hagrætt samkvæmt því). Um morguninn fór að hægja. Swift var eina íslenska skipið á þessum miðum og telur Hjalti þetta því einu heimildina sem til sé um afdrif frönsku skipanna. Skúturnar á fleygiferð Ekki er það rétt, eins og kemur fram í bókinni Fransí biskví eftir Elínu Pálmadóttur, þar sem Theop- hile Jarvais, sem var við Ísland á einu eftirlitsskipanna frá flotanum 1901, lýsir því hvernig fimm gólett- ur hafi farist í hræðilegum stormi 6. apríl það ár, þær Brune og Pi- lote frá Paimpol, Capelan frá Dahouet, Maria frá Binic og Saint- Michel frá Legué. Þetta eru sömu skipin sem getið er í bretónsku blöðunum frá minningarathöfninni í haust. Spítalaskipið Heilagur Frans af Assisi, sem kom beint inn í óveðrið á miðunum sunnan við landið, mætti þarna utan við Vest- mannaeyjar frönsku skútunum í kraðaki og á fleygiferð með seglin uppi til að forða sér frá ströndinni út á opið haf. Jarvais telur er hann gerir grein fyrir slysunum heima um tvennt að ræða, að í þessum skelfilega stormi á N-NA hafi skip- in fengið á sig hnút eða lent í ásigl- ingu, sem sé óhjákvæmileg þegar skúturnar láta reka hver um aðra og reyna að ráða við fokkuna, því ís hleðst á allt. Hann talar um að þessi skyndilegi ógnarlegi stormur hafi borið skúturnar hratt á haf út, og þarna úti á opnu hafi mætist margir straumar og ógnarstórar öldur æði hver gegn annarri í hættulegu ölduróti. Hinn 10. apríl lætur fjöldi skútanna enn reka á hafi úti. Skipsmenn gera sér ekki grein fyrir ósköpunum fyrr en þeir koma inn til Reykjavíkur 14. maí. Þar er þá fjöldi af frönskum skút- um kominn og allir að gera við og þeir fá nánari fréttir. Fyrrnefndar fimm skútur farnar og að auki Yvonne og Espérance, en áhafnir þeirra hafa bjargast yfir í önnur skip þótt á rúmsjó væri. Þegar allt er talið munu 13 franskar skútur hafa farist í páskaverðinu 1901, þar af átta með manni og mús. Theophile Jarvais segir þegar hann segir frá þessum skipskaða: Þetta er eins og flóð, sem kemur Föðurmissir við Ísland fyrir 100 árum Í haust var þess minnst við hátíðlega athöfn í litlum bæ á Bretagne- skaga að 100 ár voru liðin frá því að fimm fiskiskútur þaðan og úr nágrenninu fórust við Ísland í páskaveðrinu 1901. Marie-Louise Carcaille, 101 árs gömul dóttir eins skipverjans sem fórst með Saint- Michel tók þátt í at- höfninni. Elín Pálma- dóttir segir frá þessum atburði og óveðrinu sem mun hafa grandað alls 13 frönskum skút- um. Ljósmynd/Marienoëlle frá Dahouët Nokkrir bæjarbúar í þjóðbúningum eins og þeim sem þeir klæddust þegar þeir kvöddu og tóku á móti skipinu Saint-Michel við hafnarbakkann fyrir heilli öld. Ljósmynd/Elín Pálmadóttir Marie Louise Cracaillet missti föður sinn með Saint Michel við Ísland. Hún lét sig ekki vanta á minningarathöfnina um sjóslysin fyrir 100 árum þótt hún sé orðin 101 árs gömul. Frá kirkjuathöfninni til minningar um frönsku sjómennina. Biskupinn frá Saint-Brieuc fyrir altari. Vegna þrengsla varð fjöldi kirkjugesta að hlusta á athöfnina utan dyra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.