Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 23 Bjarni ArasonRagnar Bjarnason Páll Óskar Sími 552 9900 Sími 595 1960 Forsala í andyri Súlnasals á Radison SAS Hótel Sögu 26. desember frá kl. 13-20 Spariklæðnaður Miðaverð kr.2.000 Húsið opnað kl. 22.00 JÓLA- DANSLEIKUR MILLJÓNAMÆRINGANNA ásamt Bogomil Font, Páli Óskari, Ragnari Bjarnasyni og Bjarna Arasyni, 26. desember, annan í jólum, í Súlnasal á Radisson SAS Hótel Sögu Bogomil Font óvæntir gestir Sérstaku r gestur : Selma B jörnsdót tir FYRIR þá sem hafa hug á að bjóða upp á eitthvert sérstakt og spennandi vín yfir hátíðarnar er ýmislegt í boði á sérlista ÁTVR. Um síðustu helgi fjallaði ég um ýmiss konar forvitnilegt vín, sem fáanlegt er í öllum verðflokkum. Besta vínið er óneitanlega dýrara en gengur og gerist en það sem hér verður nefnt stendur svo sannarlega undir verði. Ekki spillir fyrir að dýrasta vínið er oft jafnvel ódýrara hér á landi en í Evrópu og Bandaríkjunum, væntanlega eina jákvæða hliðin á verðlagn- ingu víns hérlendis. Af því víni sem ég nefndi í síðustu viku fellur nokkuð í þennan flokk. Til dæmis hið ástralska Grant Burge Meshach, Bordeaux-vínið Cantenac Brown og hið argentínska Alta Vista Malbec. Á sérlistanum eru hins vegar margir aðrir gullmolar. Alta- vista frá Chile (6.780 kr.) er í þeim flokki. Þetta vín er fram- leitt í samvinnu tveggja risa í vínheiminum, Concha y Toro og Baronne Philippe de Rothschild. Markmiðið var að framleiða of- urvín í Chile. Ég heimsótti Almaviva fyrr á þessu ári og eft- ir að hafa smakkað nokkra ár- ganga get ég fullvissað fólk um að það hafi tekist. Fyrir þá sem vilja smakka hinar frægu afurð- ir Rothschild-barónessunnar skal bent á að Chateau Mouton Rothschild 1997 er fáanlegt fyrir 15.090 krónur á sérlista. Það er hægt að mæla með þeim kaupum en þó ekki með því að vínsins sé neytt nú um þessi jól. Þetta er vín sem ber að geyma til jólanna 2007–2015. Það er þó óhætt að smakka á litla bróður þess, Le Pe- tit Mouton de Mouton Rothschild (6.280 kr.), sem er framleitt úr þrúgum af sömu ekru en yngri vínvið, sem ekki standa undir því enn að þær séu notaðar í stóra vín- ið. Vínið þolir þó vel fimm ára geymslu enn. Annað risavín frá Bordeaux er Chateau Margaux 1997, sem er á svipuðu verði og Mouton eða 15.390 kr. Fyrir dýpstu pyngjurnar er hægt að benda á Petrus 1996 (75.110 kr.) og Ch. Ausone 1995 (30.110 kr.). Spánn getur líka keppt í efstu deild, ekki síst vínið frá Ribera del Duero. Ég benti á hið stór- góða Alion Reserva í síðustu viku. Eitt þekktasta vín héraðs- ins (ásamt Vega Sicilia og Ping- us) er svo Pesquera. Hér er fá- anlegur árgangurinn 1995 og vínið kostar 6.020 krónur (Ódýr- ari Crianza frá Pesquera er einnig fáanleg á innan við tvö þúsund krónur). Því miður er landslagið mun einsleitara þegar kemur að hvít- víni. Það er endalaust úrval til af Chardonnay og Sauvignon Blanc-víni frá nýja heiminum og einnig er úrvalið af Elsass-víni virkilega gott. Enda eru bestu kaup hér oftar en ekki í víni frá því ágæta héraði (mæli enn einu sinni með að þeir sem ekki hafa gert það smakki vín úr þrúgunni Pinot Gris). Þá er ágætis úrval af hvítu Búrgundarvíni og margt mjög frambærilegt í boði, s.s. Domaine Laroche Grand Gru Les Clos (6.070 kr.) og Pierre André Batard Montrac- het 1986 (7.890 kr.). En hvar er allt yndislega hvít- vínið frá Þýskalandi, að ég minnist nú ekki á Austurríki, sem er líklega eitthvert vanmet- nasta víngerðarríkið á íslenska vínmarkaðinum? Austurríska vínið, ekki síst það hvíta, er í mörgum tilvikum stórkostlegt. Það eru líka frábrugðið flestu því sem nú er fáanlegt og gæti lífgað veru- lega upp á einsleitnina, sem virðist fera farin að einkenna hvítvíns- úrvalið hér. Steingrímur Sigurgeirsson Gullmolar fyrir vandláta Le Petit Mouton. sts@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Nú kemstu í sólina eftir jólin á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 10. janúar þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu og getur fagnað nýju ári á þessum vinsæl- asta vetraráfangastað Evrópu við frábærar aðstæður. Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.905 Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar. 10. janúar, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.950 Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting, skattar. 10. janúar, vikuferð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Síðustu 23 sætin 1 eða 2 vikur Stökktu til Kanarí 10. janúar í viku frá kr. 39.905

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.