Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 25
ingum eins og Bjartur í Sumarhúsum þegar hann sundreið hreindýrstarfinum og lenti austan við Jökulsá á Heiði í manndrápsveðri. Halldór Laxness segir í Sjálf- stæðu fólki: „Hann var allmjög lerkaður, þótt honum væri um geð að kannast við það fyrir sjálfum sér, miðlúngi vel undirbúinn að grafa sig í fönn, votur, í harðn- andi frosti. Snjófallið varð biturra og smágervara eftir því sem frostið óx, vaxandi skafbylur neðan, föt hans stokkfreðin utan, þótt frostinu tækist ekki að vinna á nærklæðum hans meðan hann var á hreyfíngu, afturámóti settust ískleprar í skegg hans og augnahár. Í malnum var eftir hálft annað blómursiður beingadd- að, en prikinu sínu var hann búinn að týna. Myrkur var niðdimt, svo virtist geta staðið í því hnífur, vindur af austri, og bar snjóhríðina beint í fáng mannsins.“ Vissulega er dimmt um þessar mundir; hvorki gróðurhúsaáhrif né önnur öfl fá nokkru um það breytt – önnur en maðurinn, sem lýsir umhverfi sitt sem aldrei fyrr á aðventunni og heldur þannig upp á fæðingu Frelsarans; fagnar ljósinu sem kom í heiminn fyrir tveimur árþúsundum og skín enn skært þrátt fyrir allt. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.