Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 26
Stúdentarnir sömdu eymd- arleg ljóð eða máluðu átak- anlegar mynd- ir í fangelsinu.  FRÉTTABRÉF Lonely Planet, Scoop, greinir frá því að orðið hafi vart við mikið barnalán í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu að undanförnu. Ástæðan er talin vel heppnaðir ólympíuleikar í Sydney á síðasta ári og að almenn vellíðan íbúa eft- ir velgengni ástralskra íþróttamanna á Ólympíuleik- unum hafi leitt til afreksverka í hjónasænginni líka. Fæðingartíðni í Nýja-Suður-Wales kvað hafa auk- ist um 10% á síðasta ári, eftir að hafa staðið í stað í 10 ár. Dr. Trevor Mudge hjá Læknasamtökum Ástr- alíu er þeirrar skoðunar að mikil fylgni sé milli al- mennrar líðunar og þeirrar ákvörðunar að geta börn. Skyndileg fjölgun barna í Nýja-Suður-Wales sé því dæmi um „síðólympíska sæluvímu“. Mudge seg- ir að sá munaður að geta börn eftir hentugleikum hafi einungis þekkst í 50 ár og að almenn bjartsýni ýti undir fjölgun mannkynsins. Mannfjölgun síðustu 12 mánaða virðist styðja þá skoðun og því má segja að ástralski sundkappinn Ian Thorpe hafi ýmislegt fleira á samviskunni en hann hefði mátt ætla. Síðólympísk sæluvíma leiðir til mannfjölgunar í Ástralíu  BRESKA ferðaskrifstofan Steppes East efnir til hestaferðar um eyðilendur Rajastan á Indlandi í janúar. Ferðin er 17 daga löng og reiðskjótarnir konunglegir kathi- awari- and marwari-hestar. Riðið er allt að 35 kílómetrum á dag og liggur leiðin gegnum óbyggðir Ra- jastan til Udaipur og eyðimerkurborgarinnar Jais- almer, þar sem gefur að líta margvísleg virki og hof. Gist er í tjöldum. Meðal þess sem skoðað verður er bleika borgin Jaipur, sandvirkið í Jaisalmer og fljót- andi höllin í Udaipur. Ferðin stendur frá 28. janúar til 14. febrúar 2002 og kostar rúmar 326.000 krónur með flugi, gistingu, akstri milli staða, skoð- unarferðum, leiðsögn og þjónustu í reiðtúrnum. Nánari upplýsingar: Steppes East (01285 651010) Á hestbaki yfir eyðisanda Rajastan á Indlandi UM átján hundruð Íslendingar eru fjarri heimahögunum yfir hátíðirnar. Átta hundruð Íslend- ingar verða á Kanaríeyjum á vegum Heimsferða yfir jól og áramót, segir Andri Már Ingólfs- son eigandi fyrirtækisins. Ferða- langarnir dvelja allt frá einni viku upp í fjórar, segir hann enn- fremur, flestir 2–3 vikur, auk þess sem margir skjótast yfir áramót í vikuferð. Langflestir dvelja í Gran Canaria og San Augustin. Andri Már segir „heldur fleiri“ ferðamenn á sínum vegum í sól- inni á þessum árstíma en áður. „Mér sýnist að við séum með heilli vél meira yfir háannatím- ann en í fyrra, eða 36% aukn- ingu. Jólin seldust hratt upp, enda hafa jólaferðir aldrei verið á jafn hagstæðu verði. Einnig virð- ast fleiri vilja vera úti yfir hátíð- irnar en áður,“ segir hann. Verðlækkunin er 7–10% milli ára segir Andri Már jafnframt. „Ástæðan er fyrst og fremst betri samningar, við erum stærstir á Kanaríeyjamarkaðin- um í dag. Fjögurra manna fjölskylda er að spara hátt í 100.000 krónur með þessari lækkun,“ segir hann. Nokkur jólastemmning mun ríkja syðra fyrir þá sem vilja, segir Andri Már ennfremur, og þá á jóladag, en nokkuð er af barnafólki á Kanaríeyjum yfir jólin með Heimsferðum. Anna Kristín Hrólfsdóttir, sölufulltrúi hjá Plúsferðum, sem rekin er af Ferðaskrifstofu Ís- lands, segir tvær ferðir á vegum fyrirtækisins til Kanaríeyja yfir jólin með 90–100 manns, sem sé „svolítil aukning frá því í fyrra“. Páll Þór Ármann markaðs- stjóri Úrvals-Útsýnar, sem einnig er rekin af Ferðaskrifstofu Ís- lands, segir fjölda fólks á vegum skrifstofunnar erlendis yfir jólin. „Hluti þess er í skipulögðum ferðum en aðrir í fríi hjá ætt- ingjum. Um 400 manns eru á okk- ar vegum á Kanaríeyjum og um 200 manns í skíðaferðum á Ítalíu og í Noregi. Á Kanaríeyjum er ýmislegt gert til þess að halda upp á jólin en Úrval-Útsýn hefur meðal ann- ars haldið jólaball um árabil sem yngri kynslóðin hefur kunnað að meta,“ segir Páll. Er þessi fjöldi svipaður og í fyrra að hans sögn. Um 150 manns eru á skíðum yfir hátíðirnar með Flugleiðum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar upplýsingafulltrúa. Áfangastað- irnir eru á Ítalíu, í Sviss, Frakk- landi og Austurríki, og munu skíðastaðirnir í Frakklandi og á Ítalíu vera vinsælastir um þessar mundir. Skíðaferðirnar eru farnar í samvinnu við SAS. Einnig verða 200 manns í Flórída yfir jólin, en þar er ekki um hópferðir að ræða, heldur fólk sem tekur sig saman sjálft, segir Guðjón. Engar hópferðir til útlanda eru yfir áramót á vegum Terra Nova-Sólar, samkvæmt upplýs- ingum frá fyrirtækinu. Fjöldi landsmanna tekur sólarstrendur og skíðabrekkur fram yfir íslenskt jólahald 1.850 Íslendingar erlendis yfir hátíðirnar Madonna di Campiglio er vinsæll áfangastaður skíðamanna. Jólastemningin er líka fyrir hendi á Kanaríeyjum þótt ekki sé kalt. ÁÐUR en hryðjuverkin voru framin í Bandaríkjunum 11. september var ferðaþjónusta stærsta atvinnugrein heims, segir Worldwatch Institute (WWI), stofnun í umhverfisrann- sóknum með aðsetur í Washington. Ferðaþjónusta var lifibrauð eins af hverjum tólf mönnum fyrir 11. sept- ember og tekjur af greininni 3,6 billj- ónir, segir WWI jafnframt. „Tekjur af ferðaþjónustu hafa skipt sérstaklega miklu máli í þróunarlöndunum sem verða fyrir alvarlegum efnahags- legum skakkaföllum vegna sam- dráttarins, því ferðaþjónusta er eina atvinnugreinin í viðkomandi löndum þar sem viðskiptajöfnuður við útlönd er ávallt hagstæður. Ferðaþjónusta er næststærsta gjaldeyristekjulind á eftir olíu í 49 þróunarlöndum,“ segir jafnframt. Fjöldi ferðamanna hefur þegar dregist saman til Indlands og Nepals vegna nálægðarinnar við Afganistan og í október lokaði fyrirtækið Club Méditerranée 15 sumarleyfisþorpum við Kar- íbahafið, Mið-Ameríku, Miðaust- urlöndum, Evrópu og Asíu. Fyr- irtæki í ferðaþjónustu á Kosta Ríka greina frá 30% samdrætti í bókunum, miðað við sama tíma í fyrra, og búist er við 1,5–2% vexti í ferðaþjónustu á al- þjóðavísu á næsta ári, sam- anborið við 7,4% árið 2000. Einnig er talið að níu milljónir af þeim 200 milljónum manna sem starfa við ferðaþjónustu muni missa vinnuna. Bróðurpartur þessa vinnuafls er ut- an Bandaríkjanna og Evrópu og í ríkjum þar sem félagsleg úrræði eru af skornum skammti. Milli 1950–2000 jukust komur farþega á alþjóðavísu 28-falt, eða í 698 milljónir. Fjöldi fólks í skemmti- siglingum tvöfaldaðist nánast milli 1990 og 1999, í níu milljónir ferða- langa árlega. Á þessu ári var ráðgert að smíða 53 ný skemmtiferðaskip. Allt að 5.000 hektarar lands, eða hálft borgarland Parísar, eru ruddir árlega vegna gerðar nýrra golfvalla og einn 18 holu völlur getur útheimt 2,3 milljónir lítra af vatni á degi hverjum. Bhútan tók einungis á móti 7.500 ferðamönnum í fyrra en stefna stjórnvalda er að takmarka gestafjölda og láta ferðalanga greiða dvölina háu verði. Hver dagur kostar tæpar 26.000 krónur fyrir mann- inn. Rannsókn sem gerð var árið 1997 leiðir í ljós að 83% Banda- ríkjamanna styðja vistvæna ferða- þjónustu og að fjöldi fólks sé til í að greiða 6% hærra verð fyrir fram- leiðslu og þjónustu fyrirtækja sem taka tillit til umhverfisins. Ferðaþjónusta var stærsta atvinnugrein heims  DÓNÁ hin bláa er orðin örugg sigl- ingaleið á ný en áin hefur verið lokuð frá árinu 1999 þegar NATO gerði loft- árásir á brýr í þeim hluta hennar sem telst innan landa- mæra Júgóslavíu. Dónárnefndin svokallaða, sem hefur eftirlit með umferð á þessari lengstu á Evrópu, hefur sannfærst um að búið sé að hreinsa upp allt rusl í kjölfar stríðs- rekstrar á þessum slóðum og leyft opnun hennar. Dóná á upptök sín í Sviss og rennur í gegnum ellefu lönd á leið sinni í Svartahaf og er mikilvæg samgöngu- og flutningsleið í Mið-Evrópu. Lokun hennar hefur valdið ýmsum erf- iðleikum í Rúmeníu, Búlgaríu og Júgó- slavíu svo dæmi séu tekin. Dóná hefur verið ein helsta tengingin milli norður- og suðurhluta Evrópu og gegnir jafn- stóru hlutverki sem flutningsleið í dag og þegar Habsborgarar stunduðu við- skipti við Ottóman-heimsveldið. Dóná opnuð fyrir skipaumferð á ný GLEÐILEG JÓL Rauðarárstíg 14, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400 Smáralind, 535 0400 www.myndlist.is — Haraldur Bilson — Háskólaborgin Heidelberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.