Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 34
Jólagáta... – Hvaða leik vilja allir ungir sem aldnir taka þátt í? – Kærleiknum. ÉG SJÁLF heitir ný plata söng- stelpunnar Jóhönnu Guðrúnar, sem gaf út diskinn 9 fyrir ári. Og það er ekki að spyrja að því, diskurinn hefur nú selst í meira en 5 þúsund eintökum og Jóhanna Guðrún hefur tekið við gullplötu fyrir það. En fyrri plat- an hennar seldist í meira en 10 þúsund eintökum. Fjögur frumsamin lög „Þessi plata er svolítið svipuð plötunni í fyrra en alls ekki eins. Við María Björk völdum lögin saman og svo eru fjögur fram- samin lög eftir Einar Bárðarson, Magnús Þór Sigmundsson og Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Þetta eru mjög góð lög, og mér finnst spennandi að syngja lög sem voru samin fyrir mig.“ – Fannst þér erfiðara að syngja þau en lög sem þú hafðir þegar heyrt? „Nei, eiginlega ekki. En ég þarf samt að pæla í hvernig ég syng lagið, en það er ekkert erf- iðara að læra þau.“ Vön að fá athygli – Hefurðu verið að syngja mikið undanfarið? „Já, ég syng mest lög af nýju plötunni og kannski einhver jóla- lög yfir jólin. Ég kem mest fram í Kringlunni og Smáralind, ég syng svo á Lions-hátíð eins og ég hef gert síðan ég var lítil. Afi minn er í Lions. Ég tek svo þátt í tónleikum til styrktar krabba- meinssjúkum börnum 30. des- ember.“ – Hvernig gengur að höndla frægðina? „Bara vel,“ segir Jóhanna Guðrún og ypptir öxlum kæru- leysislega. „Ég er ekki neitt að æsa mig yfir þessu. Ég er bara… ég sjálf!“ segir hún og hlær að orðaleiknum. – Koma krakkar að tala við þig úti á götu? „Já, það gerist stundum. Þá reynir maður bara að vera al- mennilegur.“ – Það er ekkert erfitt að fá stöðuga athygli? „Nei, nei, mér er alveg sama, ég er ekkert að spá í það. Ég hef alltaf fengið mikla athygli. Þegar ég var lítil var ég alltaf að syngja á böllum og í afmælum. Þannig að ég er orðin vön því.“ Jóhanna Guðrún er búin að kaupa sér hljómborð og ætlar að prófa að semja lög sjálf. – Hefuðu lært á píanó? „Ég lærði einu sinni á píanó, en ég er að spá í að byrja aftur að læra, svo ég geti farið að semja lög.“ – Stefnirðu á að vera með eitt lag eftir þig á næstu plötu? „Ég veit það nú ekki. Maður veit ekkert hversu flott þetta verður hjá manni. Kannski er ég ekkert góð í þessu. Ég hugsa að það verði ekki lag eftir mig á næstu plötu.“ – Eitthvað að lokum? „Gleðileg jól, allir!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhanna Guðrún er ánægð með nýja diskinn sinn. ÞAÐ er fallega gert af jólasveinunum að fara með litlu systur sína á sleða. En það er svoddan gassagangur í strákunum að stelpuskottið flýgur af sleðanum á fleygiferð og fer að hágráta. En af hvað sleða datt hún? Getur þú rakið slóðina? Lausn á næstu síðu. Sleðaferð 1) Hvað heitir minnsti jólaveinninn? 2) Hvað heitir pabbi jólasveinanna? 3) Hvert fara þeir sem ekki fá ný jólaföt? 4) Hvaða jólasveinn kemur á aðfangadag? 5) Hvaða kæsta fisk borða flestir bara á Þorláks- messu? 6) Hvaða tveir drykkir mynda jólaöl? 7) Hvaðan af landinu er laufabrauðið upprunnið? 8) Hvar fæddist Jesús? 9) Hvað fékk Jesús í gjöf frá vitringunum? 10) Við hvað starfaði uppeldisfaðir Jesú? 11) Klukkan hvað hefjast jól á aðfangadag? 12) Hvenær er seinasti dagur jóla? 13) Hvenær eru álfabrennur haldnar? 14) Hvar í Biblíunni er jólaguðspjallið er hefst svona: En það bar til um þessar mundir...? Gleðileg jól! 1) Stúfur. 2) Leppalúði. 3) Í jólaköttinn. 4) Kertasníkir. 5) Skötu. 6) Malt og appelsín. 7) Norðurlandi. 8) Í fjárhúsi í Betlehem. 9) Gull, reykelsi og mirru. 10) Hann var smiður. 11) Kl. 18. 12) 6. janúar. 13) Á þrettándanum, þann 6. janúar. 14) Í 2. kafla Lúkasarguðspjalls. Hvað veist þú? Jólaspurn- ingar – fyrir jólakrakka LÁKI og mamma sitja inni í eld- húsi, og eru að fá sér jólasmákök- ur og kaffisopa. Láki er reyndar að drekka mjólk en stelst til að fá sér sopa af kaffinu hennar mömmu þegar hún sér ekki til. „Mamma, pæld’íðí ef fullt af fólki í öllum heiminum myndi halda upp á afmælið mitt, næstum 2000 árum eftir að ég væri dáinn,“ segir Láki hugsi. „Ég efast nú um að það verði,“ segir mamma og brosir að Láka. „Ég gæti nú kannski orðið næsti Messías!“ svarar hann móðgaður. „Ég efast nú um það,“ segir mamma aftur og minnir hann á að Jesús hefði áreiðanlega aldrei tal- að með fullan munninn einsog Láki var einmitt að gera. „Ókei, ókei. En af hverju að kalla þetta jól? Hvað þýðir eigin- lega jól?“ „Jól? Það er eldgamalt orð held ég. Já, alveg rétt, jól er miklu eldra orð en jólin.“ „Eru jólin eldri en jólin? Mamma! Ert’ ekki í lagi?“ „Jú! Sko, áður en kristnin kom til var hátíð haldin á þessum tíma árs og kölluð jól. Þetta var ein- hverskonar sólrisuhátíð, en stysti sólardagurinn er að mig minnir 21. desember.“ „Í alvöru?“ spyr Láki hissa. „Já, og svo voru jólin teygð fram í janúar svo enginn færi að blóta að heiðnum sið, eins og van- inn var á þeim tíma árs.“ „Þannig að ásatrúarmenn héldu líka jól …,“ Láki hikar og hnyklar brýnnar. „… eða þannig. Þetta er soldið flókið.“ „Já, jólin voru helguð þeim guði sem skóp ljósið. Jól þýðir víst óljós.“ „Er það? Sjáðu, hversu lítið ljós er einmitt úti núna,“ segir Láki klóki og fær sér sopa af kaffi þeg- ar mamma lítur út um gluggann. „Já,“ segir mamma hugsi. „Fyrst þreif fólk allt hjá sér, allt átti að vera sem nýtt, það gaf hvert öðru gjafir og hélt svo veislu þar sem það át svín, og heiðraði þannig Gullinbursta, göltinn hans Freys.“ „Það er nú bara næstum alveg eins og kristin jól!“ segir Láki, dá- lítið hneykslaður. „Já,“ segir mamma, „það er satt. En það var engin Þorláks- messa þá,“ segir mamma og blikkar Láka sinn. „Nei, ekki fyrr en ég, Þorlákur Magnússon, fæddist,“ segir Láki montinn og ber sér á bringu. „Þú ert kannski Þorlákur elsk- an mín, en þú ert sko enginn dýr- lingur,“ segir mamma og dæsir. „Má ég ráða hvað verður í mat- inn á messunni minni?“ spyr Láki og lítur mömmu bænaraugum. „Ég efast nú um það,“ segir mamma og stendur upp og stynur um leið. Láki stelst í kaffið hennar sem er orðið kalt. „Og þó, aldrei að vita,“ segir mamma og snýr sér að Láka sem er að gretta sig yfir kaffisopanum. Láki brosir vandræðalega. „Nei, annars, kaffikarl. Þú færð skötu. Vel kæsta skötu vinur minn,“ segir mamma sigri hrós- andi. „Alltaf jafn heppinn!“ tuðar Láki fúll. Saga jólanna Eru jólin eldri en jólin? Morgunblaðið/Jim Smart Það er nóg að gera við að árita nýja diskinn. „Ég er… bara ég sjálf!“ Jóhanna Guðrún er með nýjan disk fyrir jólin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.