Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 40
40 B SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bíó OCEAŃS ELEVEN, nafnið vek-ur upp nostalgíuna í brjóstimiðaldra kvikmyndafíkla, sem muna gæðamyndirnar frá Warner- bræðrum í Austurbæjarbíói. Þar hófst veislan gjarnan með hressileg- um forrétti frá Looney Tunes og Merry Melodies; með Speedy Gonza- les, Road Runner, Bugs Bunny og þeim höfðingjum öllum. Þegar þessar ágætu teiknimyndafígúrur voru bún- ar að hita upp salinn kom aðalrétt- urinn. Hann átti það til að standa ekki undir væntingum, einsog gengur. Sú var þó sjaldan raunin þegar hið gam- alkunna „Rat Pack“ gengi kom við sögu á blómatíma þess á sjöunda ára- tugnum. Leiðtogi hópsins, sem fór hamförum í skemmtanaiðnaðinum, einkum í næturklúbbum og kvik- myndum, var sjálfur Frank Sinatra. Helstu liðsmennirnir Dean Martin, Sammy Davis, Jr., Peter Lawford, Joey Bishop, Angie Dickinson og Shirley McLean. Öll komu þau við sögu gamanhas- armyndarinnar hans Lewis Mile- stone frá 1960. Framleiðend- ur 2001 árgerðar Oceańs Eleven leggja mikla áherslu á að So- derbergh sé hvorki að endur- gera né -vinna, hinn fertuga smell „rottu- gengisins“, held- ur sé aðeins stuðst við sögu- þráðinn. Leiðtog- inn í ræningja- hópnum, sem myndirnar draga nafn sitt af, ber að sjálfsögu sama nafnið, Danny Ocean. Að þessu sinni smalar Ocean ellefumenningunum saman á einni kvöldstund; í forver- anum frá 1960 voru þeir gamlir fé- lagar af vígvöllum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Þetta er aðeins eitt dæmi um nýja tóninn. Í anda mynda frá Sjö hetjum, Flóttanum mikla, Tólf ruddum, til Con Air og fjölda annarra slíkra, þar sem söguhetj- urnar eru sam- valinn hópur „fagmanna“ og hver ein- staklingur hefur sínu afmarkaða hlutverki að gegna, hefur hver og einn áhafnarmeðlimur í Oceańs Eleven eitthvað sér- stakt til síns ágætis. Hinn litríkasti mannskapur. Danny Ocean (George Clooney) er nýkominn úr fangelsi. Þessi aðlaðandi svika- hrappur situr ekki lengi auðum hönd- um; því síður hvarflar að honum að feta þrönga troðninga réttvísinnar. Um leið og hann get- ur um frjálst höfuð strokið er Danny farinn að skipu- leggja næsta af- brot. Það á ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur fremja stórbrotn- asta rán í sögu Las Vegas, setjast síð- an í helgan stein, vellauðugur mað- ur. Ocean ætlar sér hvorki meira né minna en ræna þrjú stærstu spila- víti borgarinnar í einni þaulhugsaðri aðgerð: Bellagio, Mirage og MGM Grand. Tugum metra undir yfir- borði Las Vegas er grafhvelfing sem hýsir hvern dal sem lendir í úttroðn- um peningakössum spilavítanna þriggja. Þau eru öll í eigu sama mannsins, Terry Benedict (Andy Garcia), ófyrirleitins viðskiptajöfurs sem er háll sem áll. Jafnskynsamur og útsmoginn og hann er harðsnúinn. Þá hikar Benedict ekki við að grípa til allra ráða ef hann hefur hug á að eign- ast eitthvað. Sem að þessu sinni er glæsihótel Reubens Tishkoff (Elliot Gould), og hin íturvaxna Tess (Julia Roberts), kvenkostur mikill og fyrr- um eiginkona Oceans, núverandi listasafnstjóri Bellagio. Benedict er maður jafnvarkár og hann er viðsjáll. Peningahirslur hans í undirdjúpum Vegas eru taldar óvinnandi vígi, líkt og samband hans við Tess. Ocean er á allt öðru máli, enda fífldjarfur. Til að eygja von um að ránsáætlanirnar geti orðið að raunveruleika kallar hann til liðs við sig úrval sérfræðinga, rjómann úr stétt afbrotamanna. Hægri hönd og trúnaðar- vinur Oceans er Rusty Ryan (Brad Pitt). Báð- ir glæpamenn af gamla skólanum, sumum finnst þeir fullgamaldags, líkt og nútímabyssubóf- ar eftir að vestrið hefur verið tamið. Ocean er hug- mynda- smiður- inn, Rusty er maður smáatrið- anna, fyll- ir í eyðurnar eftir að Ocean leggur línuna. Annar veiga- mikill meðlim- ur innbrotsþjófageng- isins er Linus Caldwell (Matt Damon), orð- lagður, bíræfinn vasa- þjófur. Kominn af ræningjum að lang- feðgatali og uppalinn í glæpaverkum ýmiss konar. Hann er snöggur að ákveða sig að slást í hópinn, enda í tregfiskiríi hálftómra vasa Chicago- búa, þegar Ocean býður honum þátt- töku. Tess Ocean (Julia Roberts), fyrr- um eiginkona höfuðpaursins, er orðin heiðvirður borgari, sneri við blaðinu er bóndi hennar lenti í fangelsinu og lét hann róa. Hún er hörð sem stál, yf- irveguð og flott. Hvort það er hún eða peningarnir sem Ocean er að sækjast eftir þegar allt kemur til alls, fá menn að vita að lokinni sýningu. Enn einn meðlimur gengisins er Basher Tarr (Don Cheadle), sem er gjaldgengur sakir einstakra hæfi- leika í meðferð sprengiefnis. Ómiss- andi maður í innbrotum í ósigrandi peningahvelfingar. Hans hlutverk er m.a. að rjúfa strauminn af spilaborg- inni. Hann er mestur sérfræðinga hópsins, fyrrum stjórnleysingi með fjölda sprengjutilræða gegn stjórn- völdum á bakinu. Hann tekur þátt í ráninu meira vegna ánægjunnar en gróðavonarinnar. Livingston Dell (Eddie Jemison) er taugaveiklaður og viðsjárverður en nauðsynlegur sök- um hæfni sinnar sem tölvusnillingur; hann á að fást við öflugan tölvu- og ör- yggisútbúnað spilavítanna. Frank Catton (Bernie Mac), er valinn í hóp- inn þar sem hann er kunnugur stað- háttum í spilavítinu. Reuben Tishkoff (Elliot Gould) er fyrrum stórjaxl í spilaborginni, sem Benedict er búinn að skáka útí horn. Búinn að kaupa upp eigur hans – á því verði sem Benedict ákvað. Til að bæta gráu ofaná svart hyggst Benedict rífa gamla glæsihótelið hans Tishkoffs til að byggja annað ennþá risavaxnara. Tishkoff er því meira en tilbúinn til að fjármagna aðgerðir Oceans, vill ná Ellefu- menningar Oceans Ein eftirtektarverðasta jólamyndin í ár er Oceańs Eleven, nýjasta stórvirki leikstjórans Stevens Soderberghs. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér myndina, sem er að litlu leyti byggð á samnefndum „Ratpack“-smelli frá sjöunda áratugnum Glæpaforinginn og gamla eiginkonan: Julia Roberts og George Clooney. Samvalinn hópur fagmanna: Fremur stórbrotnasta rán í sögu Las Vegas. REUTERS Fyrirmyndin: Gamla „rottugengið“ í Ocean’s Eleven frá 1959. Nýjasta mynd Stevens Soderberghs er ósvikin afþreyingarmynd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.