Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 41
sér niðri á Benedict og komast aftur til valda í Vegas. Með illu ef ekki með góðu. Carl Reiner leikur fyrrum svikahrapp og leikara, sem má muna sinn fífil fegurri. Hann er ráðinn til að blekkja Benedict í stórum stíl við spilaborðið. Allt hluti af heildarað- gerðinni. Ungstjörnurnar Casey Af- fleck og Scott Caan leika tvíbura- bræðurna Turk og Virgil. Þeir koma að ráninu sem afburða ökuþórar. „Oceańs Eleven er mynd sem menn einsog John McTiernan, Ste- ven Spielberg og David Fincher geta afgreitt með hendurnar bundnar fyr- ir aftan bak, hvað tækninni viðvíkur,“ segir Soderbergh. „Ekki ég, þetta var eilíf barátta. Þegar verkið var um það bil hálfnað fór ég að velta því fyrir mér hvað ég væri búinn að koma mér útí. Eitt vandamálið sem blasti við í upphafi var hversu margar og sein- legar tökur voru fyrirhugaðar inni í spilavítunum. Mér er kunnugt að þau stóru í Vegas hafa ekki leyft kvik- myndagerðarmönnum að athafna sig innandyra á öðrum tíma en yfir blá- nóttina. Þetta reyndist ekki vanda- málið. T.d. stóð Bellagio okkur jafnan opið.“ Lykillinn að spilavítunum var framleiðandinn Jerry Weintraub. Hann var áberandi í tónlistarbrans- anum um 1960 og vann með Frank Si- natra að gerð gömlu myndarinnar. „Það sem bíógestir komu til að sjá var Sinatra, Dean Martin, Sammy Davis, Peter Lawford og Joey Bishop í sömu myndinni,“ segir Weintraub. „Mynd- in hefði orðið jafnvinsæl þótt þeir hefðu verið að lesa símaskrána.“ George Clooney segir að Weintraub hafi verið stærð sem þeir Soderbergh þekktu ekki. „Við vissum að hann setti upp fjölda stórra hljómleika, en höfðum ekki hugmynd um hæfni hans sem framleiðandi. Aðeins með því að ljúka upp öllum dyrum í Vegas vegna gamallar vináttu og kunningsskapar sparaði hann okkur milljónir.“ Ástæðuna fyrir að Bellagio var val- ið bakgrunnur myndarinnar segir Weintraub vera þá að það sé einfald- lega fallegasta spilavítið í borginni. „Það er íburðarmest og mikilvægast. Aukinheldur var það í eigu vinar míns þegar framleiðslan hófst, sem seldi það síðan Kirk Kerkorian, sem reyndar er einnig gamall vinur. Við settum allt á annan endann í spilavít- unum á meðan á tökum stóð. Það varð að loka bílastæðum dögum saman, görðum, blómaskálum, gestamót- tökum, við lögðum jafnvel undir okk- ur VIP spilasalinn um tíma.“ Soderbergh fékk til liðs við sig fjölda fyrrum samverkamanna við Erin Brockovich og Traffic. Þ.á m., framleiðslu- og búningahönnuði og leikmunasmiði. Á þá reynir geysimik- ið; það þurfti að smíða eftirlíkingar, skapa hárrétt andrúmsloft fjöl- margra sviðsmynda þar sem hvert smáatriði þurfti að hafa rétt yfir- bragð í lit og stíl. „Oceańs Eleven er fullkomin andstæða Traffic,“ segir Soderbergh. „Þar völdum við töku- staði sem við gátum nánast hafið tök- ur undirbúningslaust.“ Þá tókst So- derbergh og Weintraub að skapa einstakt andrúmsloft manna á milli í leikhópnum. „Þegar tökur hófust reyndum við að fá ellefumenningana til að halda hópinn utan vinnutímans. Það gekk vel, þar sem þeir smellpöss- uðu saman. Vináttan blómstraði þeg- ar tökuvélarnar þögnuðu. Þeir gátu ekki beðið uns þær rúlluðu á ný, svo mikla ánægju veitti þeim samvinnan. Slíkt fær maður ekki keypt fyrir pen- inga,“ segir Weintraub. Soderbergh sótti innblástur í aðrar sígildar ævintýramyndir. „Ég hef aldrei dregið dul á að Jaws er ein af mínum eftirlætismyndum. Ég tel hana sígilda afþreyingu. Ég dái myndir sem tekst að halda sig við það sem þeim er ætlað. Fyrir mér er Oceańs Eleven mitt tækifæri til að gera mynd sem er ekki ætlað neitt annað en að skemmta fólki frá upp- hafi til enda.“ Svo mælir einn athygl- isverðasti leikstjóri samtímans, og skemmst frá að segja hefur Oceańs Eleven hvarvetna farið beinustu leið á toppinn. Soderbergh leikstýrir Ocean’s Eleven: Mitt tækifæri til að gera mynd sem er ekki ætlað annað en að skemmta fólki frá upphafi til enda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 B 41 bíó LOFUM ÖLLU FÖGRU H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.