Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 04.01.2002, Blaðsíða 58
HINN 27. desember fóru fram styrktartónleikar á Gauki á Stöng á vegum útgáfufyrirtækisins Thule og Mysufélags Reykjavíkur og rann allur ágóði óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. Fram komu listamenn sem allir eru á vegum Thule; Funerals, Exos, Trabant, Sofandi og Worm is Green. „Þetta gekk vel, mætingin var með besta móti og stemmningin var góð,“ segir Þórhallur Skúla- son, eigandi Thule. „M.a. var Ást- þór Magnússon, fyrrum forseta- frambjóðandi, þarna í banastuði og allir náttúrlega í jólaskapi.“ Þórhallur segir þegar búið að ákveða að gera þetta að árlegum viðburði og næsta ár verði Und- irtónar með í spilinu og tónleikarn- ir haldnir fyrir jól. Á tónleikunum fór og fram sala á plötum Thule og runnu 1000 kr. af hverri seldri plötu til Mæðrastyrksnefndar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sofandi voru glaðvakandi og léku lög af nýrri plötu sinni, Ugly Demos. Mæðrastyrksnefnd styrkt með hljómleikum Góðhjartaðir áhorfendurnir voru vel með á nótunum. Björn Jörundur og Jón Ólafs- son úr Ný dönsk verða í Grindavík á laugardagskvöld.  CAFE ROMANCE: Liz Gammon syngur og leikur á píanó öll kvöld frá fimmtudegi til sunnudags.  CATALINA, Hamraborg: Upplyft- ing lyftir gestum upp föstudags- og laugardagskvöld. Aðeins þessi tvö skipti.  DÚSSA-BAR, Borgarnesi: Gleði- gjafinn Ingimar leikur föstudags- kvöld.  GAUKUR Á STÖNG: Hljómsveitin Land og synir treður upp föstudags- kvöld. Hljómsveit laugardagskvölds- ins er engin önnur en Írafár. Hljóm- sveitin Dúndurfréttir leikur miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Liðsmenn sveitarinnar hafa undan- farin ár sérhæft sig í Led Zeppelin og Pink Floyd-fræðum með eftirtektar- verðum árangri.  GRANDROKK: Ceres 4 leikur laugardagskvöld. Það er mál og mannasiður að gera upp árið og lífið á áramótum og þess vegna ætlar pönkl- jóðskáldið Ceres 4 að lesa yfir lýðnum á Grandrokk næstkomandi laugar- dagskvöld ásamt hljómsveit sinni Sannaðu það. Ærlegheitin hefjast á örlagatíma; miðnætti.  HLÉGARÐUR, Mosfellsbæ: Hljómsveitin Spútnik leikur laugar- dagskvöld.  HÖLLIN, Vestmannaeyjum: Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi laugardagskvöld.  KRINGLUKRÁIN: Hljómsveitin Pops leikur föstudags- og laugar- dagskvöld og heldur upp á að 10 ár eru síðan endurkoman átti sér stað á Hótel Sögu.  PLAYERS-SPORT BAR, Kópa- vogi: Hljómsveitin Karma leikur föstudags- og laugardagskvöld.  SJÁVARPERLAN, Grindavík: Björn Jörundur og Jón Ólafsson halda miðnæturtónleika laugardags- kvöld.  SPOTLIGHT: DJ Sesar með bland- aða og röff tónlist föstudagskvöld og þrettándastuð laugardagskvöld.  VIÐ POLLINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Einn og sjötíu skemmtir föstu- dags- og laugardagskvöld.  VÍDALÍN: Hljómsveitin Moon- boots veður upp að hnjám í 80’s stuði á laugardagskvöld. Hljómsveitin Írafár verður á Gauki á Stöng á laugardagskvöld. FráAtilÖ  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM 58 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Apaspil (Monkeybone) Gamanmynd Bandaríkin 2001. Skífan VHS. Ekki við hæfi ungra barna. (97 mín.) Leikstjórn Henry Selick. Aðalhlutverk Brendan Fras- ier, Bridget Fonda. ÞESSI bíógerð á myndasögunni Dark Town hefur á sér þann svíðandi stimpil að vera einhver almesti skell- ur liðins árs. Miklu var til tjaldað en allt kom fyrir ekki, áhorfendur sátu heima og höfðu nákvæmlega engan áhuga á útkom- unni. Þegar upp var staðið nam tap- ið af henni vel yfir 60 milljónum doll- ara eða ríflega 6 milljörðum króna. En áhugi Kana og einhver reikn- ingsdæmi koma þessari mynd í sjálfu sér ekkert við og auðvitað á maður ekki að láta slíkt trufla sig. Enda kemur á daginn að myndin er engan veginn eins vond og látið er í veðri vaka. Vandinn var bara sá að markhópurinn er mjög ógreinilegur, til hverra myndin höfðar helst. Hún er of ögrandi og pervertísk til að vera barnamynd og kannski full- kjánaleg fyrir stálpaða en með opn- um huga er vel hægt að hafa gaman af þessari vitleysu. Hugmyndaflugið er ótæpilegt, brellurnar lyginni lík- astar og Frasier á svipuðum slóðum og í annarri vel heppnaðri dellu, George of the Jungle. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Dýrt spaug Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is Miðasölusími: 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Lau. 5/1 örfá sæti laus, lau 12/1 nokkur sæti laus, lau. 19/1. MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI - Marie Jones Sun. 6/1 örfá sæti laus, fim. 10/1 nokkur sæti laus, fös. 11/1, sun. 20/1. HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Ekki er hægt að hleypa inn í salinn eftir að sýning er hafin! Litla sviðið kl 20.00 Sun. 6/1 örfá sæti laus, fim. 10/1, fös. 11/1. Smíðaverkstæðið kl 20.00 Sun. 6/1 kl. 14:00 nokkur sæti laus, 15:00 og 16:00, sun. 13/1 kl. 14:00, 15:00 og 16:00. KARÍUS OG BAKTUS - Thorbjörn Egner CYRANO - SKOPLEGUR HETJULEIKUR - Edmond Rostand Stóra sviðið kl 20.00 5. sýn. í kvöld fös. 4/1 örfá sæti laus, 6. sýn. mið. 9/1 örfá sæti laus, 7. sýn. sun. 13/1 nokkur sæti laus, 8. sýn. fös. 18/1 nokkur sæti laus, 9. sýn. fim. 24/1. KARÍUS OG BAKTUS 3 SÝNINGAR Á SUNNUDAG! www.borgarbokasafn.is Aðalsafn Grófarhúsi, Tryggvagötu 15 Opið mán.-fim. 10-20, fös. 11-19, lau.-sun. 13-17 Bókasafnið í Gerðubergi og Foldasafn. Opið mán.-fim. 10-20, fös. 11-19, lau.-sun. 13-16 Kringlusafn í Borgarleikhúsi – Opið mán. – mið. 10-19. fim. 10-21, fös. 11-19, lau. og sun. 13-17 Seljasafn. Opið mán. 11-19, þri.-fös. 11-17 Sólheimasafn. Opið mán.-fim. 10-19, fös. 11-19, lau. 13-16 Hægt er að panta sögustundir og leiðsögn fyrir hópa. www.arbaejarsafn.is Safnhúsin eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn á mán., mið. og fös. kl. 13. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi. Upplýsingar s. 5771111. Viðey Upplýsingar um móttöku skólahópa og leiðsögn s. 5680535. www.rvk.is/borgarskjalasafn Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Afgreiðsla og lesstofa opin mán.-fös. kl. 10-16. www.listasafnreykjavikur.is Ásmundarsafn. Opið daglega 13-16. Yfirlitssýning á verkum eftir Ásmund Sveinsson. Kjarvalsstaðir. Opið daglega 10-17, miðvd. 10-19. Sýningar: Tékknesk glerlist og Myndir úr Kjarvalssafni. Sunnudag 6.1. kl. 15.00 leiðsögn og Tríó Hafdísar. Hafnarhús. Opið daglega 11-18, fimd. 11-19. Sýningar: Beggja skauta byr. Leiðsögn alla sunnudaga kl. 16.00. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Opið mán.-fös. kl. 10-16. www.gerduberg.is. Gerðubergi 3-5, 111 Rvk, s: 575 7700. Sýningar opnar kl. 11-19 mán-fös., kl. 13.-16.30 lau-sun. Sýningar: Myndskreytingar Brians Pilkingtons úr Jólunum okkar. Stendur til 6. janúar n.k. Í Félagsstarfi: Bryndís Björnsdóttir. Borgarbókasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur Borgarskjalasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur Ljósmyndasafn Reykjavíkur Menningarmiðstöðin Gerðuberg ÖRFÁ SÆTI LAUS ÖRFÁ SÆTI LAUS Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Gabriele Fontana Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is í kvöld kl. 19:30 í Laugardalshöll AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Í þau þrjátíu ár sem Sinfónían hefur við- haldið glæsilegri tónlistarhefð Vínarborgar hefur oftar en ekki verið uppselt á þessa vinsælu tónleika. Tryggðu þér miða í tíma! laugardaginn 5. janúar kl. 17:00 í Laugardalshöll       +  A )  ;& B  .' C  " D (  B   E . 4&( 5<F B   5 !      !( 7 6   :  7  A  +         ! "  # "   #      "  #   $!%  "  # #  & ' ()$$       *    0  ) &     +  )     )      )$+  *  "  ,   "         ! "  # "   #      "  #   $!%  "  # #  & ' ()$$ FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen Lau 5. jan. - NOKKUR SÆTI Su 13. jan. - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson Su 6. jan. kl. 14 - NOKKUR SÆTI Su 13. jan. kl. 14 - LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 12. jan. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 18. jan kl. 20 - SÍÐASTA SÝNING MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 19. jan. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 26. jan. kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 12. jan. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Su 6. jan. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 12. jan kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.