Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 15

Morgunblaðið - 09.01.2002, Side 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 15 Nám sem gefur tvær alþjóðlegar prófgráður sem eru viðurkenndar á vinnumarkaðinum bæði hérlendis og erlendis. Við kennum nútímaforritun og leggjum áherslu á hlutbundna hönnun og forritun ásamt gagnagrunnsfræði. Við sköpum traustan þekkingargrunn sem við byggjum ofaná með skriflegum og verklegum æfingum. Val er um tvær námsbrautir - Dagskóli - Fullt nám - Kvöldskóli - Nám með vinnu - Sun Certified Java Programmer - Certified Delphi Programmer Skráning í fullum gangi Allar nánari upplýsingar og skráning á www.ntv.is eða í síma 555 4980 og 544 4500 Spennandi nám í Forritun- og kerfisfræði Horfðu til framtíðar… ...við hjálpum þér af stað ! k la p p a ð & k lá rt - ij Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is n t v . is nt v. is n t v .i s HELGA Sigrún Harðardóttir atvinnuráðgjafi er ein þeirra kvenna sem fara sínar eigin leið- ir í lífinu. Hún hefur afkastað miklu í gegnum tíðina. Hún er einstæð móðir og starfar hjá Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar. Helga Sigrún átti dóttur sína að- eins sextán ára gömul, en lét það ekki aftra sér í námi, hún hefur menntað sig sem kenn- ara og náms- og starfsráðgjafa og leggur nú stund á mastersnám í mannlegum sam- skiptum við Oklahoma-háskóla. Auk námsins hefur hún starfað um langt skeið við útvarp og síðar við kennslu og námsráðgjöf. Hún rekur einnig ökuskóla og ekur um á mót- orhjóli þegar vel viðrar. – Hvenær hófstu störf við útvarp? „Upphafið má rekja til skólaútvarps sem nokkrir félagar mínir í Fjölbrautaskóla Suð- urnesja settu á fót og rekið var um jól og páska, en þá hef ég sennilega verið átján ára. Þær útsendingar gengu svo vel að ákveðið var að senda út allan ársins hring undir nafn- inu Útvarp Bros. Um það bil tveimur árum eftir stofnun út- varpsins vann ég þar að sumarlagi þegar Jón Axel og Gulli Helga komu til Keflavíkur með þáttinn Tveir með öllu. Þeir fengu afnot af Brosinu og var ég með þeim í þættinum sem þeir sendu út héðan. Það var mikil upplifun fyrir óharðnaða stelpu að fá að vinna með þeim enda voru þeir í gríðarlegri uppsveiflu á þessum tíma og nánast álitnir stjörnur í greininni. Í framhaldi af því bauðst mér að reyna fyrir mér sem helgarmanneskja á Bylgjunni. Ég staldraði þó stutt við þar, því mér bauðst starf á Fm 95,7, þar sem ég vann í um þrjú ár með náminu í Kennaraháskól- anum,“ segir Helga Sigrún. Aftur í útvarpið Vorið 1994 lauk hún námi í námsráðgjöf og hóf störf um haustið sem námsráðgjafi í Ár- bæjarskóla, stærsta grunnskóla landsins. „Um áramótin1997–1998 sá ég hins vegar að ég hefði ekki efni á að vera námsráðgjafi lengur, þar sem ég hafði hugsað mér að koma þaki yfir höfuðið á okkur mæðgunum. Þá fór ég að vinna fyrir þá bræður Þormóð og Bald- vin Jónssyni á Aðalstöðinni, sem síðar skipti um eigendur og varð Gull 90,9. Þar var mjög skemmtilegur og góður hópur að vinna á þessum tíma og margt brallað,“ segir Helga Sigrún og getur ekki varist brosi. „Ég vann á Gullinu til sumarsins 1999, en flutti þá um haustið heim til Njarðvíkur, þar sem ég stefndi að því að vera í eitt ár og fara svo til Bandaríkjanna í mastersnám í al- mannatengslum. Ég fór aftur á móti að vinna hjá Reykjanesbæ við mjög spennandi og skemmtileg verkefni á Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofunni sem mig langaði að halda áfram við og hafði svo verið hér í hálft ár þegar ég komst að því að hægt var að stunda svipað nám við Oklahoma-háskóla hjá varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli og er ég að ljúka því námi nú í vor.“ Ævintýraljómi yfir hjólamennskunni – Hvernig vildi það til að þú tókst að þér rekstur ökuskóla? „Ég datt inn í umferðarmálin þegar ég var beðin um að taka að mér kennslu í umferð- arsálfræði á meiraprófsnámskeiðum. Ég var á þeim tíma einnig að vinna við Útvarp Um- ferðarráðs, þar sem ég starfaði í um þrjú ár. Fyrir um fimm árum tók ég að mér kennslu í Ökuskólanum, Suðurlandsbraut 6, en bætti síðar við mig daglegum rekstri hans. Kennsl- an þar hefur svo verið mér eins og áhugamál þar sem samskiptin við unglingana eru mér ómetanleg. Þegar ég fór að kenna meiraprófið fannst mér mér ekki stætt á öðru en að taka prófið sjálf. Þegar ég var komin með það átti ég að- eins eftir að fá einn stimpil í ökuskírteinið mitt, sem var mótorhjólaprófið, og því þótti mér sjálfsagt að ljúka því líka. Fyrst um sinn fékk ég lánað hjól hjá vini mínum Eggerti Þorkelssyni, ökukennara og eiganda Öku- skólans. Síðasta sumar var svo skipulögð hjólaferð til Akureyrar og eftir það varð ekki aftur snúið. Ég lét síðan verða af því að kaupa hjól nú í haust og tók þá góða hjólarispu. Fyrstu fimm vikurnar eftir að ég fékk hjólið ók ég um fjögur þúsund kílómetra í stórskemmtilegum félagsskap en þá tók ég númerin af fyrir vet- urinn,“ segir Helga Sigrún brosandi og bætir við: „Það er einhver ævintýraljómi yfir þessu hausti í hjólamennskunni og nú get ég farið að hlakka til aftur þar sem sól er farin að hækka á lofti.“ Helga Sigrún var aðeins 16 ára gömul þeg- ar hún eignaðist dóttur sína, Írisi Ösp, sem er nú fimmtán ára gömul og lýkur námi í grunn- skóla í vor. Ómetanlegur stuðningur „Foreldrar mínir og systur eiga nú sinn þátt í þessu öllu saman en þrátt fyrir að ég ætti Írisi jafnung og raun bar vitni, með allri þeirri ábyrgð sem því fylgir, gerði ómet- anlegur stuðningur þeirra það að verkum að ég gat nánast gert það sem mér datt í hug, haldið áfram að læra og stundað það félagslíf sem unglingum á þessum aldri er nauðsyn- legt. Ég hef einhverra hluta vegna alltaf haft þörf fyrir að hafa mörg járn í eldinum og með aðstoð þeirra hef ég getað það,“ segir Helga Sigrún Harðardóttir. Alltaf þurft að hafa mörg járn í eldinum Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir Helga Sigrún Harðardóttir með dóttur sinni, Írisi Ösp Sigurbjörnsdóttur. Njarðvík UMRÆÐUR hafa verið innan bæj- arráðs og bæjarstjórnar Grindavík- ur hvort eðlilegt sé að taka þátt í rekstri Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar (MOA). Markaðs- og atvinnumálaskrif- stofa Reykjanesbæjar vinnur að at- vinnuþróun á öllum Suðurnesjum samkvæmt samningi við Byggða- stofnun og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og fær til þess fjár- framlög frá þessum aðilum. Í síðasta mánuði sendi framkvæmdastjóri MOA sveitarfélögunum verkefna- lista fyrir maí til ágúst 2001. Eftir umræður í bæjarráði Grindavíkur var svohljóðandi bókun gerð: Yfir- ferð á verkefnalistanum styrkir skoðun bæjarráðs á að þjónusta MOA snúi orðið alfarið að Reykja- nesbæ og því sé óraunhæft að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við reksturinn. Ólafur Kjartansson, fram- kvæmdastjóri MOA, fór á fund bæj- arráðs þegar hann fékk upplýsingar um bókunina til að skýra verkefna- listann. Hann segir að listinn hafi verið útbúinn fyrir bæjarstjóra Reykjanesbæjar og á honum séu svo til eingöngu verk sem unnin séu fyrir Reykjanesbæ. Ekki hafi fylgt nægar skýringar þegar verkefnalistinn var sendur út. Ólafur segir að ekki hafi dregið úr vinnu MOA fyrir önnur sveitarfélög á svæðinu, fyrir þau sé unnið til jafns við Reykjanesbæ, meðal annars að mörgum spennandi verkefnum. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum hefur gengið frá fjárhags- áætlun fyrir árið 2002 og þar er gert ráð fyrir óbreyttri starfsemi MOA. Einar Njálsson bæjarstjóri segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um framhald málsins. Telja óraun- hæft að kosta rekst- ur MOA Grindavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.