Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 09.01.2002, Síða 16
LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRETTÁNDANEFNDIN á Selfossi aflýsti blysför og þrettándabrennu með flugeldasýningu sem fyrirhugað var að halda á sunnudag. Þetta var gert þar sem veðurútlit var mjög slæmt klukkan 16 um daginn þegar undirbúningsfundur var haldinn. Vegna frestunar á þrettándagleð- inni á Selfossi vill þrettándanefndin koma eftirfarandi á framfæri: „Þar sem veðurútlit var mjög slæmt á þrettándanum var tekin ákvörðun kl. 16 um frestun gleðinnar. Þá var veðrið mjög slæmt og búið að gefa út stormviðvörun. Hins vegar lagaðist veðrið mjög fljótt, en þá var of seint að snúa til baka því það er mjög mikil vinna að gera allt klárt og margir sem koma að því starfi og skipulagningu. Reynt var að auglýsa í fjölmiðlum eins og hægt var en það er ljóst að það fór framhjá mörgum í blíðunni sem var um kvöldið og þeirri fjölmiðlaflóru og hlustun sem við bú- um við. Stefnt er að því að halda þrettánda- gleðina með sömu dagskrá og venja er við fyrsta mögulega tækifæri sem veðurguðirnir gefa, en að öllum lík- indum verður það ekki fyrr en laug- ardaginn 12. janúar kl. 20. Tímasetn- ingin verður auglýst í útvarpi, sjónvarpi og á plakötum sama dag og hátíðarhöldin fara fram.“ Þrett- ándahátíð- arhöldum frestað Selfoss FRAMFARAVERÐLAUN Eyr- byggja, hollvinasamtaka Grundar- fjarðarbæjar, voru veitt í þriðja skipti nýlega. Verðlaunin eru veitt fyrir dugnað við eflingu atvinnulífs, mannlífs og menningar í Grundar- fjarðarbæ. Að þessu sinni hreppti Rafeindafyrirtækið Mareind ehf. verðlaunin. Aðalverkefni fyrirtækisins er að þjónusta fiskiskipaflotann á sviði siglinga–, fjarskipta- og fiskileitar- tækja. Mareind tók til starfa 1994 og var þá staðsett í bílskúr fram- kvæmdastjórans. Síðan hefur fyrir- tækið stækkað og eflst mjög hratt, starfsmenn eru fimm og fyrir tæpu ári fluttist starfsemin í 200 fermetra stálgrindarhús í miðbæ Grundar- fjarðar. Hefur eftirspurn eftir þjónustu farið vaxandi. Viðskiptavinir koma víða að, mest frá Snæfellsnesi, en einnig frá höfuðborgarsvæðinu, sunnanverðum Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Morgunblaðið/Hallgrímur Dagbjört Lína Kristjánsdóttir, Halldór K. Halldórsson, Þorsteinn B. Sveinsson og Kristín Pétursdóttir. Mareind fær framfaraverðlaun Grundarfjörður GOLFARAR á Ísafirði fögnuðu nýju ári með viðeigandi hætti sl. sunnudag þegar slegið var upp fyrsta golfmóti ársins sem bar heit- ið „ Hið árlega“ þrettándamót Golf- klúbbs Ísafjarðar. 14 keppendur mættu galvaskir til leiks og náðu 13 þeirra að klára keppni. Leiknar voru 9 holur og réð samanlagður punktafjöldi úrslitum. Það er stundum talað um það að menn leiki af hvítum teigum á golfvöllum landsins en í þetta skipti var leikið á hvítum velli enda ofankoma tals- verð meðan á mótinu stóð. Golfvöllurinn í Tungudal hefur mörg undanfarin ár verið notaður sem æfingasvæði skíðagöngu- manna á þessum árstíma en ljóst þykir að með auknum áhuga Ísfirð- inga á golfiðkun muni verða þar breyting á. Sigurvegari mótsins eftir harða keppni varð Vilhjálmur Antonsson en hann náði samanlagt 14 punktum. Eins og nafn mótsins gefur til kynna er búist við því að hér eftir verði þetta mót árlegur viðburður enda menn búnir að sanna það í eitt skipti fyrir öll að veðrið er ekki nein fyrirstaða þegar áhugasamir kylfingar eiga í hlut. Finnur Magnússon, formaður mótanefndar GÍ, búinn að tryggja parið. Ljósmynd/Magnús Gíslason Þessir heiðursmenn voru saman í ráshóp: Vilhjálmur Antonsson sigurvegari. Tryggvi Guðmundsson, formaður GÍ, Finnur Magnússon, formaður mótanefndar. Nýju ári fagnað með golfmóti Ísafjörður UNGMENNASAMBAND Skaga- fjarðar og Sveitarfélagið Skaga- fjörður buðu til samsætis í félags- heimilinu Ljósheimum við Sauðárkrók 30. desember sl., þar sem kynnt var hverjir hefðu hlotið flestar tilnefningar sem Íþrótta- maður Skagafjarðar árið 2001. Fyrir valinu varð Sunna Gests- dóttir frjálsíþróttakona. Hún er kunn afrekskona og vann það mikla afrek á árinu 2001 að bæta 18 ára gamalt Íslandsmet Bryndís- ar Hólm í langstökki. Stökk Sunna 6,24 metra á fjálsíþróttamóti í Gjö- vik í Noregi 18. ágúst. Allir höfðu afreksmennirnir unnið sigra á árinu og sumir hömpuðu Íslandsmeistaratitlum í sinni grein eða aldursflokki. Að venju tilnefndi Umf. Tinda- stóll einnig íþróttamann Tinda- stóls í hófinu. Eftirtaldir hlutu flestar tilnefn- ingar sem Íþróttamaður Skaga- fjarðar: Aðalheiður Bára Steins- dóttir frá Grósku íþróttafélagi fatlaðra, Anton Páll Níelsson, El- ísabet Jansen og Magnús Bragi Magnússon frá hestamannafélög- unum Stíganda, Svaða og Léttfeta, fyrir hestaíþróttir, Einar Haukur Óskarsson frá Golfklúbbi Sauð- árkróks, Eysteinn P. Lárusson, Sunna Gestsdóttir Íþróttamaður ársins 2001 Skagafjörður Morgunblaðið/ÓmarSunna Gestsdóttir Tindastóli, fyrir knattspyrnu, Lár- us Dagur Pálsson, Tindastóli, fyrir körfuknattleik og Silja Ösp Jó- hannsdóttir, Umf. Neista, Sunna Gestsdóttir, Umf. Tindastóli, Theodór Karlsson, Umf. Smára, og Þórunn Erlingsdóttir, Umf. Hjalta, öll fyrir afrek í frjálsum íþróttum. Ómar Bragi Stefánsson formað- ur Íþrótta- og æskulýðsnefndar bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir árlegum uppskerudegi íþróttafólks héraðsins, er væri bæði viðurkenning fyrir glæsi- legan árangur, en um leið hvatn- ing til allra hinna um að gera enn betur. Lárus Dagur Pálsson valinn Íþróttamaður Tindastóls Páll Ragnarsson formaður Umf. Tindastóls veitti Lárusi Degi Páls- syni viðurkenninguna Íþróttamað- ur Tindastóls árið 2001 og tók Lár- us við góðum bikar þessu til staðfestingar, en hann hefur verið fyrirliði UMFT-liðsins í körfu- knattleik. Haraldur Þór Jóhannesson for- maður UMSS og kallaði hina til- nefndu íþróttamenn til þess að taka við viðurkenningarskjali og blómum og gerði í nokkrum orðum grein fyrir afrekum þeirra á árinu. Þeir þrír sem flestar tilnefn- ingar hlutu voru í þriðja sæti Lár- us Dagur Pálsson, þá Theodór Karlsson og Íþróttamaður Skaga- fjarðar árið 2001 var svo Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttamaður og veitti Sunna viðtöku hinum glæsi- lega bikar sem þessari tilnefningu fylgir. Að lokum þágu gestir veitingar í boði félaganna og áttu skemmti- lega stund með afreksfólkinu. Í LOK síðasta árs var tekin í notk- un ný slökkvibifreið hjá slökkviliði Vestmannaaeyja. Bifreiðin er af gerðinni Mercedes Benz 1222 ár- gerð 1988, yfirbyggð frá Ziegler verksmiðjunum í Þýskalandi. Bif- reiðin var áður í eigu Brunavarna Suðurnesja. Elías Baldvinsson, slökkviliðs- stjóri í Eyjum, sagðist vera mjög ánægður með bifreiðina enda væri hér á ferðinni afkastamikill slökkvi- bíll með miklum og góðum útbún- aði, m.a. dælubúnaði sem afkastar 3.400 lítrum á mínútu. Samanlagð- ur dælubúnaður slökkviliðsins er með afkastagetuna 13.900 lítrar á mínútu. Elías sagði að á síðustu mánuðum hefði orðið mikil endur- nýjun á tækjabúnaði Slökkviliðs Vestmannaeyja. „Við verðum að vera sjálfum okkur nógir, ekki leit- um við eftir aðstoð frá nágranna- byggðarfélögum á örlagastundum eins og flestir aðrir geta gert,“ seg- ir hann. Ný slökkvibifreið tekin í notkun Vestmannaeyjar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.