Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 18

Morgunblaðið - 09.01.2002, Page 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR breytingar hafa átt sér stað í hópi stærstu hluthafa Bakka- vör Group í kjölfar nýafstaðins út- boðs á hlutafé í fyrirtækinu. Bakka- bræður SARL, sem er í eigu bræðranna Ágústs og Lýðs Guð- mundssona, er sem fyrr stærsti hlut- hafinn með 28,66%. Kaupthing Lux- embourg S.A. kemur þar á eftir með 5,09%. Antonious Yerelemou, for- stjóri Kastours Fresh Foods, breska matvælafyrirtækisins sem Bakkavör Group festi nýverið kaup á, er nú orðinn þriðji stærsti hluthafinn með 4,92% en alls eru fimm af fyrrver- andi eigendum KFF á meðal 10 stærstu hluthafa Bakkavör Group. Samtals eru þeir með 18,74% hlut í félaginu. 40 stærstu hluthafar Bakkavör Group áttu hinn 4. janúar síðastliðinn alls tæplega 88% hluta- fjár. Eftir nýafstaðna hlutafjáraukn- ingu nemur heildarhlutafé Bakkavör Group nú kr. 1.515.830.002.           ! "#       %     &       ' (  )  '  ! "# *   +   ,-  ! "# -. /   ! "# "#   -     ( 0 "#    ! "      1 ,   ! "#    -"2   0   3  "#  ! 0  4!   3 55+ 1 "#  "# 1 7*0   7   +  -"2  "# 7  ( 0 "# 7   ! "# 8  & 0 91 5"#    +  1 3  55+ 1 "# :; #    <  = > ?   @ &A ! < "#*2,   !  -"2  ! "#  ! "# 5    ! "# *   & 1  ! "#  ! "# 5  !"  ! "#   , B> C;            (  0                                                                                                                                                                                (  01 #                )*      )+, -**-   40 stærstu hlut- hafar Bakkavör Group hf. NORÐMENN fluttu á síðasta ári út sjávarafurðir fyrir um 347 milljarða íslenskra króna. Það er um 8,5 millj- arða króna samdráttur frá árinu 2000 eða um 2,4%. Verðmæti laxaútflutn- ings dróst saman um 18,6% á milli ár- anna eða sem nemur um 11,3 millj- örðum króna. Í magni talið dróst útflutningurinn saman um 1,6%. Samdrátturinn er rakin til minni út- flutnings til Evrópusambandsland- anna og aukinnar framleiðslu á eld- islaxi í heiminum og verðlækkana í kjölfar hennar. Útflutningsverðmæti uppsjávar- fisks; síldar, makríls og loðnu, hefur hinsvegar aldrei verið meira eða tæp- ir 86 milljarðar króna sem er 30,5% aukning frá fyrra ári. Þar af jókst verðmæti síldarútflutnings um 43,2% og var ríflega 38 milljarðar króna. Þá fluttu Norðmenn út makríl fyrir tæpa 33 milljarða króna, sem er 22,7% aukning frá fyrra ári, og loðnu fyrir um 5,3 milljarða sem er 39% aukning. Eins náði útflutningsverðmæti saltfisks og skreiðar hámarki en það nam rúmum 55 milljörðum króna eða um 8% meira en árið 2000, samkvæmt tölum frá norsku hagstofunni og norska útflutningsráðinu. Hinsvegar dró nokkuð úr útflutn- ingi Norðmanna á frosnum hvítfisk- flökum, nam alls um 22,6 milljörðum króna sem er 20,7% samdráttur. Mest dró úr útflutningi til Bretlands eða um 30,8% frá árinu 2000. Þá dróst út- flutningur á ferskum fiski saman um 5% en verðmæti hans nam í fyrra rúmum 11 milljörðum króna. Enn- fremur dró nokkuð verðmæti rækju- útflutnings Norðmanna eða um 20% frá árinu 2000 en hann nam alls 13,6 milljörðum króna. ESB ennþá helsti markaðurinn Þrátt fyrir um 7,1% samdrátt í út- flutningi Norðmanna til Evrópusam- bandsins er ESB enn helsti markað- urinn fyrir norskar sjávarafurðir. Alls fluttu Norðmenn út sjávarafurðir til ESB landa fyrir um 192 milljarða króna á síðasta ári en fyrir um 155 milljarða króna til landa utan ESB sem er 4,1% aukning frá árinu 2000. Þannig jókst útflutningur til Austur- Evrópu um 37,5%, aðallega til Rúss- lands og Úkraínu. Einnig juku Norð- menn verulega útflutning sinn til Kína og Suður-Kóreu á síðasta ári. Minna flutt út frá Noregi á síðasta ári Verðmæti laxaútflutnings dróst saman um 18,6% ● ÁÆTLANIR Norsk Hydro gera ráð fyrir áframhaldandi fjárfestingum á þessu ári og þarf fyrirtækið að selja eignir til þess. Hydro hefur breytt rekstrarmarkmiðum ársins og boðar nú minni hagnað en áður var áætlað. Ástæðan er lægra verð á áli, miklar fjárfestingar og seinkun á olíuframleiðslu. Komið hefur fram að Hydro hefur keypt þýska álfélagið VAW fyrir 20 milljarða norskra króna og eru það stærstu fyrirtækjakaup í norskri sögu. Áætlanir gera ráð fyrir áfram- haldandi fjárfestingum og eru aðrir 20 milljarðar norskra króna upp- hæðin sem á að fjárfesta fyrir. Vegna þessarar stefnumótunar þarfnast Hydro meira fjármagns og mun því selja eignir fyrir um 10 milljarða norskra króna fyrir lok næsta árs, að því er Dagens Nær- ingsliv greinir frá. Framhald á fjárfestingum Norsk Hydro ● DEN norske Bank hefur keypt hluta af sjóðastarfsemi sænska trygginga- og fjármálafyrirtækisins Skandia (Skandia Asset Manage- ment) fyrir sem samsvarar um 32 milljörðum íslenskra króna. Búist er við að sameiningin verði frá og með júní nk. Fjárfestingarsjóðir Skandia velta um 2.500 milljörðum íslenskra króna og eru m.a. starfræktir í London, New York og Hong Kong en alls starfa um 200 manns við sjóðastýringu og tengda starfsemi hjá Skandia. Svein Aaser, bankastjóri DnB, seg- ir í Dagens Næringsliv að kaupin séu liður í þeirri stefnu DnB að verða í for- ystuhlutverki fjárfestingarsjóða á Norðurlöndunum. Við sameininguna eykst velta sjóðastarfsemi DnB veru- lega, úr 1.100 milljörðum íslenskra króna í 3.600 milljarða. DnB kaupir sjóði Skandia GREINING Íslandsbanka væntir þess að hagkerfið nái því að verða í betra jafnvægi á þessu ári en á því síðasta. Líkur séu á að hratt dragi úr viðskiptahallanum og að verðbólgan hjaðni. Samhliða ættu vextir að fara lækkandi. Árið verði hins vegar að öllum líkindum ár samdráttar og um- skipta þar sem vöxtur verði í útflutn- ingi en samdráttur í innlendri neyslu og fjárfestingum. Af þessum sökum verði gangur fyrirtækja mjög ólíkur eftir því í hvaða geira efnahagslífsins þau starfa. Þetta kemur fram í nýju Markaðsyfirliti Greiningar ÍSB. Þar segir að aukinnar bjartsýni hafi að undanförnu gætt um þróun innlends efnahagslífs. Komi þar margt til og nefna megi samning ASÍ og SA sem dregið hafi úr óvissu um stöðu vinnumarkaðarins á árinu, hagvísa sem bendi til þess að hratt sé að draga úr halla á vöruskiptum við útlönd og aukningu á aflaheimildum. Samhliða þessari auknu bjartsýni hafi krónan hækkað að verðgildi og trú manna á að verðbólgan komi til með að hjaðna og vextir að lækka á næstu mánuðum styrkst. „Greining ÍSB væntir þess að verðbólgan hjaðni hraðar á þessu ári en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Grein- ing ÍSB spáir því að verðbólgan verði 3,5% yfir þetta ár og að hið rauða strik kjarasamninga haldi. Áður spáði Greining 4,2% verðbólgu yfir árið. Helstu ástæður skjótari hjöðn- unar verðbólgunnar er hækkun á gengi krónunnar undanfarið,“ segir í Markaðsyfirlitinu. Spáir verðmeiri krónu í árslok en áður var áætlað Krónan hefur hækkað talsvert að verðgildi á síðustu vikum og telur Greining ÍSB að væntingar hafi snú- ist með þeim hætti að ekki sé hægt að útiloka frekari gengishækkun í bráð. Þegar líður á árið reiknar Greining ÍSB hins vegar með því að verðgildi krónunnar rýrni nokkuð að nýju. Minni óvissa á vinnumarkaði, auknar aflaheimildir og fleiri þættir valdi því hins vegar að Greining ÍSB spái því að krónan verði verðmeiri í árslok en áður var áætlað. „Frá því að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í byrjun nóvember síðastliðins hafa horfur um verð- bólgu batnað. Greining ÍSB telur að Seðlabankinn komi til með að lækka vexti um 50–100 punkta í þessum mánuði. Ástæðurnar eru helst hækk- un raunvaxta undanfarið, minni verðbólguvæntingar, skýr merki um hjöðnun framleiðsluspennunnar, vaxtalækkanir í viðskiptalöndunum og síðast en ekki síst minni óvissa um stöðu vinnumarkaðarins á þessu ári. Greining ÍSB telur góðar líkur á að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína um ríflega 200 punkta yfir þetta ár,“ segir í Markaðsyfirliti Íslandsbanka. Greining ÍSB spáir sam- drætti og umskiptum ● VIÐRÆÐUR eru hafnar milli lág- fargjaldaflugfélagsins easyJet og flugvélaframleiðendanna Boeing og Airbus um hugsanlega stærstu pöntun nýrra véla fyrir lágfar- gjaldaflugfélag til þessa. Frá því var greint á fréttavef BBC í gær að talað sé um að easyJet vilji fá af- hentar 75 flugvélar eigi síðar en á árinu 2007. Í áætlunum easyJet er gert ráð fyrir að fjöldi véla félagsins verði 48 á árinu 2004. Félagið er nú með 26 flugvélar í flugi milli 16 borga í Evrópu. Fram kemur í frétt BBC að bæði easyJet og írska lágfargjaldaflug- félagið Ryanair geri ráð fyrir að flytja fleiri farþega en önnur evr- ópsk flugfélög innan sex ára, að undanskildum þremur þeim stærstu, British Airways, Luft- hansa og Air France. Farþegum lágfargjaldaflugfélaganna í Evrópu hefur almennt ekki fækkað, eins og farþegum sem ferðast með öðrum flugfélögum, í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september á nýliðnu ári. Haft er eftir talsmanni easyJet að breytingar á Airbus 319 flugvél- inni úr því að vera með 145 sæti yfir í 150 sæti geri að verkum að hún komi vel til greina fyrir félagið. Boeing vélar easyJet taka 149 far- þega. EasyJet stækkar flugvélaflotann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.