Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 1
9. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 12. JANÚAR 2002 ÍSRAELAR sendu á ný herlið og jarðýtur inn á alþjóðaflugvöllinn á Gaza-ströndinni í gærkvöldi til að brjóta upp flugbrautir en gripið var til sams konar aðgerða snemma í gærmorgun. Á fimmtudag voru 54 hús brotin niður með jarðýtum í Raf- ah-flóttamannabúðunum og urðu um 500 manns heimilislaus, að sögn tals- manns Sameinuðu þjóðanna. Fjórir ísraelskir hermenn féllu í árás sem liðsmenn íslömsku hreyfingarinnar Hamas gerðu á miðvikudag og eru aðgerðir Ísraelshers í gær og fyrra- dag taldar vera gerðar í hefndar- skyni vegna mannfallsins. Bandaríkjastjórn hefur varið stefnu Ísraela og sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær að ætlun Ísraela væri að stemma stigu við flutningi á vopnum sem smyglað væri frá suðurhluta Gaza til hermdarverkamanna. Ísraelar krefjast þess að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, stöðvi allar árásir hermdarverka- manna á ísraelska borgara. Arafat er meinað að yfirgefa bækistöð sína í Ramallah á Vesturbakkanum, skrið- drekar Ísraela eru að staðaldri nokk- ur hundruð metra frá bústað hans. Að sögn ísraelskra fjölmiðla hefur Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísra- els, hótað að hefta ferðafrelsi Ara- fats „í nokkur ár“ ef leiðtoginn sam- þykki ekki kröfur Ísraelsstjórnar. Sharon krefst þess meðal annars að Arafat hafi uppi á þeim sem reyndu nýverið að smygla sjóleiðis um 50 tonnum af vopnum til Gaza. Ísraelar fullyrða að menn í stjórn Palestínu- leiðtogans hafi verið á bak við smygl- tilraunina. Stjórn Arafats gaf í gær út handtökuskipun á þrjá háttsetta embættismenn vegna smyglmálsins. Nathan Sharansky, varaforsætis- ráðherra Ísraels, sagði í viðtali við rússneska útvarpsstöð í gær að Ísra- elar væru ekki reiðubúnir að hefja aftur friðarviðræður við Arafat. „Friðarviðræður munu hefjast þegar hryðjuverkum verður hætt og raunhæfur viðmælandi er til staðar en atburðir síðustu vikna eru hryggi- leg og ótvíræð sönnun þess að Arafat er það ekki,“ sagði Sharansky. Reuters Palestínskur unglingur beitir teygjubyssu, öðru nafni slöngvivað, gegn ísraelskum hermönnum í óeirðum í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. Yasser Arafat Palestínuleiðtogi hefur bækistöð sína í borginni. Jarðýtur á ný inn á Gaza-flugvöll Gaza-borg, Washington, AP, AFP. Colin Powell ver stefnu Ísraela PAKISTANAR brenna fána Ind- lands á fjöldafundi í Karachi í gær. Yfirmaður indverska hersins, S. Padmanabhan hershöfðingi, sagði í gær að enn væri mikil hætta á stríði. Ef til vill yrðu slík átök tak- mörkuð og eingöngu notuð hefð- bundin vopn. En hann varaði Pak- istana við að grípa til kjarnavopna, slíkri árás yrði svarað af fullri hörku. Gert er ráð fyrir að forseti Pakistans, Pervez Musharraf, flytji mikilvæga ræðu um sambúð ríkjanna tveggja og Kasmír-deiluna í dag. AP Mótmæli gegn Ind- verjum FLUGVÉL með fanga úr röðum talibana og al-Qaeda samtakanna lenti í gær í Guantanamo-herstöð- inni bandarísku á Kúbu. Um borð voru 20 fangar en búist er við að mun fleiri fylgi í kjölfarið. Skýrt var frá því að Bandaríkjamenn hefðu í vörslu sinni nokkuð á fimmta hundr- að fanga í Afganistan. Fangarnir munu sumir hafa verið hlekkjaðir við sætin á leiðinni enda taldir mjög hættulegir. „Þetta eru menn sem myndu naga í sundur vökvaleiðslur í C-17 flugvél til að láta hana hrapa,“ sagði Richard Myers, forseti her- ráðsins bandaríska á blaðamanna- fundi með Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra í gær. Rumsfeld sagði að liðsmenn al-Qaeda nytu ekki réttinda sem kveðið væri á um í Genfar-samningnum um stríðsfanga en þeir yrðu þrátt fyrir þetta með- höndlaðir sem slíkir. Er flugvélin lagði upp frá frá flug- vellinum í Kandahar í gær var gerð skotárás á völlinn, bandarísku her- mennirnir sem gæta hans svöruðu árásinni sem stóð í rúmlega hálfa klukkustund. Ekki er vitað hvort mannfall varð meðal árásarmanna en enginn Bandaríkjamaður særð- ist, að sögn Dan Greenwoods höf- uðsmanns. Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrr- verandi forseti Írans, fordæmdi í gær viðvaranir George W. Bush Bandaríkjaforseta frá því í fyrradag en þá sagði Bush að stjórnvöld í Íran yrðu að framselja alla liðsmenn al- Qaeda, sem kynnu að leita þar at- hvarfs. Varaði Bush Írana enn frem- ur við því að reyna að grafa undan bráðabirgðastjórninni í Afganistan. Rafsanjani, sem enn er áhrifamik- ill liðsmaður íhaldsaflanna í Íran, sagði að ekkert þýddi að hafa í hót- unum við byltingarsinnaða íranska þjóð. „Hótanir virka kannski gagn- vart þeim sem eru hræddir við Bandaríkjamenn, en ekki gagnvart Írönum,“ sagði Rafsanjani við bæna- hald í Teheran í gær. Komið upp um samsæri al-Qaeda í Singapore Yfirvöld í Singapore skýrðu frá því í gær að liðsmenn íslamsks hóps sem grunaður er um samstarf við al- Qaeda, hefðu meðal annars skipu- lagt hryðjuverk gegn bandarískum borgurum og fyrirtækjum í landinu og bandarískum herskipum í grennd við það. Mennirnir voru handteknir í desember og munu gögn sem fund- ust í bækistöðvum al-Qaeda í Afgan- istan hafa komið upp um þá. Fyrstu fang- arnir til Guantanamo Sumir voru í varúðarskyni hlekkjaðir við flugvélarsætin á leiðinni Guantanamo, Teheran, Singapore. AP, AFP.  Fjöldagröf/26 GENGI argentínska pesóans lækkaði í gær þegar bankar voru opnaðir í fyrsta sinn frá því að stjórnin afnam tengingu pesóans við Bandaríkjadollar á genginu einn á móti einum. Argentínumenn þurftu að greiða 1,60 pesóa fyrir dollar- ann en gengi argentínska gjaldmiðilsins lækkaði síðar um daginn. Tugir þúsunda manna mótmæltu ákaft efnahagsað- gerðum stjórnarinnar á götum Buenos Aires áður en bankarn- ir voru opnaðir og var m.a. ráð- ist á útibú erlendra banka. Gengi pesó- ans lækkar Buenos Aires. AFP. SVO virðist sem afstaðan til aðildar að Evrópusambandinu sé nokkuð að breytast innan sjávarútvegsins í Noregi. Hafa formenn í tvennum hagsmunasamtökum gefið til kynna, að þeir séu hlynntir aðild að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum. Sagði frá því í Aftenposten í gær. „Við eigum að sækja um ESB-að- ild með það fyrir augum að geta stjórnað sókninni í sameiginlega fiskstofna,“ sagði Sigurd Teige, for- maður Fiskebåtredernes Forbund, en það eru samtök útgerðarmanna fremur smárra báta. Hafa ummælin vakið athygli enda hefur Teige sjálf- ur tvívegis kosið gegn ESB-aðild. Vill viðræður strax um sjávarútvegsmálin Teige leggur þó áherslu á, að aðild komi ekki til greina nema Norðmenn nái hagstæðum samningum við ESB um sjávarútvegsmálin. Þá og ekki fyrr muni almenningur í sjávar- byggðunum taka hana til greina. Reidar Nilsen, formaður Norges Fiskarlag, sem eru eins konar regn- hlífarsamtök í norskum sjávarút- vegi, er í flestu sammála Teige og hann vill, að norska stjórnin snúi sér í alvöru að því að semja við ESB um lausn í sjávarútvegsmálunum. Sinnaskipti í norskum sjávarútvegi Aðild að uppfylltum skilyrðum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.