Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ RENNSLI í Þjórsá og Ölfusá fór að minnka í gær, en árnar voru enn í vexti á fimmtudagskvöld þegar flóðin í Hvítá tóku fyrst að réna um klukkan 21. Rennsli í Þjórsá, sem var um 400 rúmmetr- ar á sekúndu fyrir mestu vatna- vextina, fór mest í um 1.400 rúm- metra um miðnætti á fimmtudagskvöld, en var komið niður í 1.069 rúmmetra klukkan 18 í gær. Rennsli í Ölfusá var um 1.200 rúmmetrar um miðnætti á fimmtudagskvöld og jókst lítillega aðfaranótt föstudags uns rennslið fór að minnka rólega. Til sam- anburðar var rennslið um 700 rúmmetrar tveim dögum fyrir mestu vatnavextina. Hrossum bjargað af litlum bletti Hvítá var bakkafull í gærkvöldi en jeppafært varð að bænum Auðsholti í Hrunamannahreppi um kl. 10.30 í gærmorgun. Ófært var að bænum í um sólarhring vegna flóðanna í Hvítá. Nokkrir bæir á Skeiðum voru umflotnir vatni, þar á meðal Björnskot þar sem Ólafur Leifsson býr. Bærinn er í um 5 km fjarlægð frá Hvít- árbökkum og munaði litlu að vatn færi inn í húsin. Ólafi tókst að bjarga fjórum hrossum, sem kom- in voru í sjálfheldu á 10–12 fer- metra þurrum bletti en allt í kringum þau var klofdjúpt vatn. Þá varð ófært heim að bænum Út- verkum á Skeiðum. Ólafur í Björnskoti sagði öll sín tún hafa farið undir vatn og þá hefði nokk- ur hluti túna af bæjum í nágrenni við sig farið undir vatn. Að sögn Ásdísar Bjarnadóttur bónda í Auðsholti 3 varð fólks- bílafært upp úr hádeginu og seinni partinn var allt vatn farið af vegum. Hún sagði að flóðið í Hvítá væri óvenjulega lengi að sjatna í þetta sinn en Ásdís hefur búið á bænum frá því árið 1978. „Ég komst um hálfellefu í [gær- ]morgun til að ná í son minn. Hann varð að fá að gista ann- arsstaðar,“ sagði Ásdís en hún komst ekki til að sækja fjögurra ára gamlan son sinn í fyrradag úr leikskólanum þar sem það var ófært frá bænum vegna flóðsins. „Það er óvenjulega lengi að sjatna þetta flóð. Ég hef aldrei séð flóð sjatna svona seint,“ sagði hún. Ásdís sagði að áin væri að breyta sér mikið og bryti af landi sínu. „Hún grefur undan túnunum og svo brotna þar stór stykki nið- ur,“ sagði hún og sagði að í flóð- um skemmdi áin alltaf meira og meira af landinu í Auðsholti. Ekki hægt að segja til um skemmdir strax Ásdís segir að ekki sé hægt að segja til um skemmdir ennþá. „Raunverulega er ekki farið að skoða þetta neitt því vatnið hefur verið það mikið og það var ekki hægt að sjá neitt í björtu. Það er allt farið af vegunum en það er heilmikið vatn hérna á mýrunum ennþá.“ Gullfoss var nær óþekkjanlegur í vatnavöxtunum þegar þeir voru sem mestir, en fossinn var farinn að nálgast sitt fyrra útlit í gær. Ljóst er að vegna vatnavaxtanna hafa nokkrar skemmdir orðið á göngustíg sem liggur að útsýn- isstað ferðamanna við fossinn. Þrátt fyrir minnkandi rennsli í Ölfusá var hún bakkafull við Sel- foss um hádegisbil í gær. Þökk- uðu Selfyssingar fyrir að ekki skyldi vera ísskrið í ánni við þess- ar aðstæður því þá færi áin upp úr farveginum og stórflóð yrði. „Aldrei séð flóð sjatna svona seint“ Morgunblaðið/RAX Illfært er heim að Auðsholti og túnin við bæinn voru enn meira og minna á kafi í gær. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Verulegar skemmdir hafa orðið á göngustíg við Gullfoss, en vatn var þó hætt að streyma um göngustíginn í gær. Fært á ný heim að Auðsholti eftir mikil Hvítárflóð Ógnaði lög- reglumönnum með sveðju KARLMAÐUR ógnaði lögreglu- mönnum með stórri sveðju á heimili sínu um hádegisbil, en var yfirbug- aður og færður í fangageymslur lög- reglunnar. Málið kom upp með þeim hætti að tilkynnt var um mann sem hafði skemmt hurð á bílskýli í vesturbæn- um. Lögreglan grunaði ákveðinn að- ila um skemmdarverkin og fór að heimili hans. Þar var hinn grunaði fyrir og greip til sveðjunnar. Hann er einnig grunaður um að hafa ekið utan í ökutæki, eitt eða fleiri í Kópa- vogi í gærmorgun. Þegar lögreglan handtók hann var hann í annarlegu ástandi, hugsanlega undir áhrifum vímuefna. Að sögn lögreglunnar hefur mað- urinn komið við sögu lögreglunnar áður. Dæmdur fyrir að skera konu í handlegg KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að leggja til konu með hnífi og veita henni tveggja sentimetra langan skurð á handlegg. Hinn 19. desember sl. var maður- inn dæmdur í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir skjalafals. Sá dómur var hegningar- auki við 20 mánaða fangelsisrefsingu fyrir þrjú brot sem hann framdi á undanförnum þremur árum. Lík- amsárásina sem hann var nú dæmd- ur fyrir framdi hann áður en hann var dæmdur fyrir skjalafalsið. Það mál var því dæmt á ný og þótti Sveini Sigurkarlssyni héraðsdómara refs- ing hæfileg níu mánuðir, skilorðs- bundin til þriggja ára. Manninum var gert að greiða skipuðum verjanda sínum, Sigurði Georgssyni hrl., 50.000 krónur í mál- svarnarlaun. Sigríður Elsa Kjart- ansdóttir fulltrúi sótti málið. Á batavegi eftir umferð- arslys TÓLF ára stúlka sem hlaut alvar- lega höfuðáverka þegar ekið var á hana á gangbraut á Háaleitisbraut 14. september sl. liggur enn á barna- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss í Fossvogi. Að sögn Ólafs Thorarensen, sér- fræðings á barnadeild, er hún á bata- vegi. MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur í embætti lands- bókavarðar til fimm ára frá 1. apríl 2002 að telja. Sjö umsóknir bárust um emb- ættið en tvær voru síðar dregnar til baka. Umsóknirnar voru sendar stjórn Lands- bókasafns Íslands - Háskólabóka- safns til umsagnar og tillögugerð- ar. Meirihluti stjórnar mælti í umsögn sinni til menntamálaráð- herra með því að dr. Sigrún Klara Hannesdóttur yrði skipuð í emb- ættið. Ráðin landsbóka- vörður Sigrún Klara Hannesdóttir STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segir að hann sem sam- gönguráðherra vildi svo sannarlega hafa úr svo miklum fjármunum að spila að hægt væri að ráðast í bæði jarðgöngin fyrir austan og norðan á sama tíma, en Halldór Blöndal, for- seti Alþingis, segist í Morgun- blaðinu í gær vilja byrja á báðum göngunum á svipuðum tíma. Sturla sagði að miðað við þær áætlanir, sem gerðar hefðu verið, væru um 1.400 milljónir kr. á vega- áætlun á næsta ári og gert væri ráð fyrir að vinna fyrir þær fjárhæðir við jarðgöngin. Miðað við það væri gert ráð fyrir að vinna á öðrum staðnum í einu, en hins vegar væri alveg ljóst að á einhverju tímabili yrði unnið samtímis á báðum stöð- um. Sturla sagði að byr yrði að ráða í þessum efnum og í þessu sambandi væru það fjármunirnir sem réðu ferðinni. Til þess að hægt yrði að vinna samtímis að báðum göngunum þyrfti að tryggja meiri fjármuni. Á eftir að sjá fjármögnun og áætlun um framkvæmdatíma Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segist ekki hafa á móti því að byrjað verði á jarð- göngum bæði austanlands og norð- an á sama tíma, ef menn vilji fara í framkvæmdir af svo miklu afli en hann eigi eftir að sjá um það fjár- mögnun og áætlun um fram- kvæmdatíma. Hann sé alveg opinn fyrir því að ræða það. Jón sagði að ef hann myndi rétt væri framkvæmdatíminn til ársins 2008 í þeim áætlunum sem lagðar hefðu verið upp. Ef byrjað yrði á báðum stöðum í einu hlyti hann að verða eitthvað styttri, en sá flötur málsins hefði ekki verið ræddur. „Ég auðvitað útiloka ekkert í því efni ef menn ætla að fara í þetta af svo miklum krafti að byrja á báðum stöðum í einu. Það hefur ekki verið rætt í mín eyru. Þetta hefur borið þannig að mér að það þyrfti að liggja fyrir á hvorum staðnum yrði byrjað og ég hef alltaf haft ákveðnar skoðanir á því í gegnum allt þetta ferli,“ sagði Jón ennfremur. Hann sagðist vilja undirstrika að það væri stórkostlegur áfangi fyrir báða þessa staði að vera búnir að fá ákvörðun um útboð jarðganga og framkvæmdatíma í þessum efnum. Jón sagði aðspurður, að því gefnu að það þyrfti að byrja á öðrum staðnum fyrst, teldi hann eðlilegt að byrja fyrir austan á þeim forsendum að þá kæmist sú framkvæmd fyrr í gagnið. og menn myndu fyrr njóta ávaxtanna og hagræðisins af því að fá jarðgöng. Suðurfjarðarsvæðið væri veikt og þyrfti styrkingu, auk þess sem verulegum vegabótum, sem áætlaðar hefðu verið á svæðinu, hefði verið frestað þegar það kom upp að þessi jarðgöng voru tekin sem fyrsti kostur fyrir austan. Samgönguráðherra um jarðgöngin fyrir norðan og austan Gert ráð fyrir að vinna á öðrum staðnum í einu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.