Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 19 Höfðabakki 9 - Til leigu FRÁBÆR STAÐSETNING OG HIMNESKT ÚTSÝNI! MJÖG HAGSTÆÐ LEIGA Síðumúla 27, sími 588 4477, fax 588 4479. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 Skrifstofuhúsnæði sem uppfyllir allar kröfur til reksturs nútíma húsnæðis. Hæðirnar hafa verið í notkun PriceWaterhouseCoopers, PWC. 4. hæð, 900 fm. Laus. 5. hæð, 900 fm. Laus. 7. hæð, (efsta hæð), 850 fm. Laus nú þegar. Mögulegt er að skipta hverri hæð í tvær einingar. Eignin er í eigu Landafls sem er öflugt fasteignafélag sem sérhæfir sig í eignarhaldi og útleigu fasteigna. BORGARAFUNDUR um málefni Brekkuskóla verður haldinn í sal skólans í efra húsi, gamla gagn- fræðaskólanum, næstkomandi þriðjudagskvöld, 15. janúar, kl. 20. Húsnæðismál skólans hafa verið til umræðu frá því í haust, m.a. vegna skordýravandamála og leka, en heil- brigðiseftirlitið lokaði einni skóla- stofu vegna þessa. Brekkuskóli er elsta skólahúsnæði bæjarins og segja foreldrar húsnæð- ið það langlélegasta sem grunnskóla- börnum í bænum sé boðið upp á. Það fullnægi engan veginn þeim kröfum sem nú séu gerðar til skólabygginga. Foreldrar krefjast úrbóta, en segja að svo virðist ekki að sjá að Akureyr- arbær ætli að bregðast við með að- gerðum í fyrirsjáanlegri framtíð. Á fundinum á þriðjudagskvöld munu fulltrúar foreldra verða með stutt innlegg, auk skólastjóra og fulltrúa bæjaryfirvalda, en að því loknu verð- ur opnað fyrir fyrirspurnir og al- mennar umræður. Borgarafund- ur vegna hús- næðisvanda Foreldrar krefjast úrbóta í Brekkuskóla SAMTÖK fé- lagsmiðstöðva á Ís- landi, Samfés, héldu starfsdag sinn í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri sl. fimmtudag. Starfsdagur Samfés er haldinn einu sinni á ári og er hann not- aður til að yfirfara þau verkefni sem samtökin vinna að hverju sinni og ræða stöðu og framtíð samtakanna. Í gær, föstudag, var dagskránni fram haldið en þá kynnti Andrew Cummings, sérstakur ráðgjafi í vottun félagsstarfs, breskt vott- unarkerfi sem unnið hefur verið með í Bretlandi til nokkurra ára. Koma Cummings hingað til lands var sérstaklega skipulögð af Sam- tökum félagsmiðstöðva á Íslandi. Samfés eru 16 ára gömul lands- samtök félagsmiðstöðva á Íslandi og eru m.a. aðili að ECYC, Evrópu- samtökum félagsmiðstöðva og UFN, norrænum samtökum fé- lagsmiðstöðva. Eiríkur Björn Björgvinsson íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Akureyrarbæjar seg- ir í fréttatilkynningu að fé- lagsmiðstöðvar á Íslandi séu mjög stór vettvangur fyrir ungt fólk til að stunda hvers konar tómstundaiðju í vímulausu umhverfi og undir leið- sögn mjög hæfra starfsmanna. Á hverju ári stendur Samfés fyrir mörgum uppákomum fyrir ungt fólk með það að markmiði að bjóða upp á vímuefnalausar samkomur hvort sem um er að ræða tónleika, böll, keppnir eða kynningar. Andrew Cummings, á miðri mynd, kynnti fé- lagsmönnum í Samfés breskt vottunarkerfi sem unnið hefur verið með í Bretlandi til nokkurra ára og sat fyrir svörum. Vottun félagsstarfs kynnt Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.