Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 23 siminn.is á Símaskrá Skráningarfresturvegna breytinga rennur út 31. janúar 2002 Haf›u samband vi› skrifstofu Síma- skrár e›a skrá›u flig á einfaldan og flægilegan hátt á fiínum sí›um á siminn.is flínarsí›ur Skrifstofa Símaskrár, Sí›umúla 15, sími 550 7050 Vertu áberandi í ár! – Skráning á net- og vefföngum – Skráning í lit – Skráning feitletru› N O N N I O G M A N N I • 5 0 5 9 /s ia .is flínarsí›ur skrá›u flig á fiínum sí›u m einfalt og flægilegt GUNNAR Jónsson hrl. segist ekki vita til þess að erlendu aðilarnir, sem lýst hafa áhuga á að kaupa hlut Orca- hópsins í Íslandsbanka, hafi leitað samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyr- irfram. Gunnar hefur starfað fyrir hópinn vegna þeirra þreifinga sem hafa verið vegna hugsanlegrar sölu á bréfum hópsins. „Ég veit ekki til þess að þeir hafi gert það. Hins vegar held ég að þetta sé nú meira formsatriði en nokkuð annað, a.m.k. þegar sá sem hlut á að máli getur gert grein fyrir sér, sem ég held að verði ekki vandamál í þessu tilviki. Ætlunin með ákvæðinu er ekki að takmarka eðlileg viðskipti með hluti í bankanum,“ segir Gunn- ar. Í frétt Morgunblaðsins í gær kom fram að skv. 10. grein laga um við- skiptabanka og sparisjóði skulu að- ilar, sem hyggjast eignast virkan eignarhlut í viðskiptabanka, leita samþykkis Fjármálaeftirlitsins fyr- irfram. Kaup á hlut Orca í Íslandsbanka Leituðu ekki samþykkis Fjármálaeftirlitsins ● FORD bílaframleiðandinn hefur tilkynnt að fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verði lokað og 20 þúsund störf verði af þeim sökum lögð niður. Þá verður ráðist í end- urskipulagningu ellefu verksmiðja til viðbótar. Ford hefur með þessu alls sagt upp 35 þúsund manns, sem svarar til 10% mannafla fyr- irtækisins, á síðasta ári og það sem af er þessu. Í stað 5,7 milljóna ökutækja framleiðslugetu áður, mun Ford eftir breytingarnar framleiða 4,8 milljónir. Bill Ford, forstjóri fyr- irtækisins, segir þessar aðgerðir sársaukafullar en nauðsynlegar, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Ford er annar stærsti bílafram- leiðandi í heimi, á eftir General Motors. Búist er við að síðar í þessum mánuði tilkynni Ford tap af rekstrinum á síðasta ári. Það verður í fyrsta skipti síðan 1992. Ford lokar 5 verksmiðjum ÍSLANDSBANKI gaf í gær út skuldabréf á alþjóðlegum markaði til tveggja og hálfs árs að fjárhæð 375 milljónir evra, sem jafngildir um 34 milljörðum króna. Skuldabréfaútgáfan mun vera sú stærsta sem íslenskur útgefandi, að íslenska ríkinu og Landsvirkjun með- töldum, hefur staðið fyrir á alþjóð- legum markaði til þessa. Andvirði skuldabréfanna verður að mestu var- ið til endurfjármögnunar eldri lána. Umframeftirspurn var eftir bréfun- um og eru kaupendur sjóðir og fag- fjárfestar víða í Evrópu og Asíu. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir mikilvægt að ís- lenskur aðili skuli standa að svo stórri skuldabréfaútgáfu á þessum tíma. „Ég tel það mikið stuðnings- merki og traustsyfirlýsingu á stöðu efnahagsmála í landinu. Það er ánægjulegt að sjá hversu greiðan að- gang bankinn hefur að erlendu lánsfé. Eftirspurnin var mun meiri en við höfðum þörf fyrir en það voru ríf- lega 40 milljarðar.“ Umsjón með útgáfunni höfðu Barclays Capital og Credit Suisse First Boston í Lundúnum. Ásamt þeim tóku þátt í útgáfunni fimm aðrir erlendir bankar. Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 34 milljarða á alþjóðlegum markaði Stærsta útgáfa skuldabréfa til þessa Á ÁRLEGUM fundi viðskipta- nefndar Íslands og Kína, sem hald- inn var í Peking í vikunni, kom fram að viðskipti landanna hefðu aukist í fyrra og voru ríkin sam- mála um að leita leiða til þess að efla þau enn frekar. Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir að fyr- irhugaðar tollalækkanir í tengslum við nýlega aðild Kína að Alþjóða- viðskiptastofnuninni (WTO) muni greiða fyrir þeirri þróun. Möguleikar á gagnkvæmum fjár- festingum voru einnig ræddir og þá tóku Kínverjar jákvætt í beiðni Ís- lendinga um að gerður yrði ferða- málasamningur milli landanna sem myndi greiða fyrir því að kínversk- ir ferðamenn gætu sótt Ísland heim. Meginviðfangsefni fundarins nú var hins vegar aukið samstarf á sviði jarðhitanýtingar; undirbún- ingsstarf hefur þegar skilað ár- angri og vænta Kínverjar mikils af þessu samstarfi. Shi Gunagsheng, utanrík- isviðskipta- og efnahagsráðherra Kína, er væntanlegur í opinbera heimsókn 2.–5. febrúar og mun hann m.a. annars ræða við Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Geir Haarde, fjármálaráðherra. Kínverskir dagar í Laugardalshöll Kínverskir dagar er heiti vöru- sýningar sem haldin verður í Laug- ardalshöll dagana 17. til 20. janúar næstkomandi. Tilefni sýning- arinnar er að um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því að sjórnmála- samband komst á milli Íslands og Kína. Ellefu fyrirtæki sýna framleiðslu sína á Kínverskum dögum. Kynntar verða meðal annars skipasmíðar Kínverja og raftækjaiðnaður, járn- vörur, textíliðnaður, gúmmíiðn- aður, listmunir og ferðaþjónusta. Þá verður kynntur kínverskur bjór sem framleiddur er úr hrísgrjónum og kínverskir tónlistarmenn skemmta. Forsvarsmenn fyrirtækj- anna verða á sýningunni til við- ræðna við fólk úr íslensku við- skiptalífi. Sýningin verður opin almenningi. Vaxandi viðskipti Íslands og Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.