Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 27
Munnmök og smitsjúkdómar? Spurning: Mig langar að fá svar við eftirfarandi – fylgir engin áhætta því að stunda munnmök á þessum tímum kynsjúkdóma og alnæmis og hvað ber að varast? Ein varkár. Svar: Munnmök er það kallað þeg- ar tunga og varir eru notuð til að erta kynfæri karla eða kvenna. Munnmök eru stundum hluti af forleik fyrir venjulegar samfarir en stundum eru þau einu kynmök ein- staklinganna sem geta verið karl og kona eða samkynhneigðir karlar eða konur. Við munnmök kemst slímhúð í munni í snertingu við slímhúð á kynfærum og við það er alltaf möguleiki á smiti. Smit getur borist í báðar áttir en meiri hætta er talin á smiti frá kynfærum til munns. Sár eða fleiður í munni eykur hættu á smiti og gildir það m.a. um smáfleiður sem getur orð- ið við tannburstun eða notkun tannstönguls eða tannþráðs. Í skoðanakönnunum erlendis hefur komið í ljós að stór hluti almenn- ings telur munnmök hættulaus eða a.m.k. mun hættuminni en venju- leg kynmök. Lengi hefur verið talið að munnmök séu hættuminni, m.a. fyrir alnæmissmit, en venjuleg kynmök en nú eru margir farnir að efast og nýlegar rannsóknanið- urstöður styrkja þann efa. Það verður þó að segjast eins og er að rannsóknir á þessu sviði eru frekar fátæklegar og hafa stundum gefið mótsagnakenndar niðurstöður. Þeir sjúkdómar sem mest hætta er á að smitist við munnmök eru bakt- eríusjúkdómar eins og lekandi, klamydía og sýfilis og veiru- sjúkdómar eins og herpes og al- næmi. Til er tvenns konar herpes eða áblástur, herpes-1 sem að- allega á vörum og herpes-2 sem er aðallega á kynfærum og báðar teg- undir geta smitast við munnmök. Lengi hefur verið deilt um áhætt- una að smitast af alnæmi við munn- mök og talið er líklegt að hættan sé nokkru minni en við venjulegar samfarir og talsvert minni en við samfarir í endaþarm þar sem hætta á alls kyns smiti er mjög mikil vegna þess hve þunn og við- kvæm slímhúð í endaþarmi er. Hér er verið að fjalla um kynmök þar sem engar verjur eru notaðar. Í bandarískri rannsókn á 102 sam- kynhneigðum karlmönnum sem nýlega höfðu smitast af alnæmi þótti fullvíst að 8 hefðu smitast við munnmök og segir það væntanlega eitthvað um áhættuna. Til að forð- ast smit við munnmök gilda ná- kvæmlega sömu reglur og við hvers kyns kynmök, kynmök við ókunnuga eru varasöm og ef ekki er allt á hreinu með rekkjunautinn ber alltaf að nota smokk eða aðrar gúmmíverjur, líka við munnmök. Á heimasíðu landlæknisembætt- isins (www.landlaeknir.is), hjá Net- Doktor (www.netdoktor.is) og á heimasíðu undirritaðs (www.hi.is/ magjoh) er að finna ýmiss konar fróðleik um kynsjúkdóma. MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 27 Lágmúla 5, 108 Rvík, s. 568 6880, Hafnarstræti 95, Akureyri, s. 893 5960. www.heyrnartaekni.is Viltu heyra? Fyrsta heyrnartækið sem skilur fólk Nýtt byltingarkennt heyrnartæki frá Oticon með innbyggðum raddnema og fleiri tækninýjungum. · Stafrænt - sjálfvirkt - forritanlegt · Sérsniðið að heyrnarriti, aldri og lífsstíl · Afgreitt á 2-28 dögum H E I L B R I G Ð S K Y N S E M I LÝSI&LIÐAMÍN Allra liða bót án A og D vítamína Hvað er Liðamín? Liðamín inniheldur amínósýruna glúkósamín, sem er hráefni til viðgerðar á brjóski, og kondróítín sem er eitt algengasta byggingarefnið í liðbrjóski. Hvers vegna lýsi? Lýsið í Lýsi & Liðamíni inniheldur a.m.k. 30% af omega-3 fitusýrum. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðagigt benda til þess að við reglubundna neyslu á omega-3 fitusýrum dragi úr einkennum eins og stirðleika á morgnana, verkjum og þreytu. www.lysi.is Y D D A / SÍ A Fæst í apótekum. Smit- sjúkdómar SLYSUM í heimahúsum, þar sem lausir stigar eða tröppur koma við sögu, hefur fjölgað um 62% síðast- liðinn áratug, að því er segir í frétt á vef BBC. Þessi slys geta valdið miklum meiðslum, bæði beinbrotum og höfuðáverkum. Svo virðist sem börnum sé einkar hætt við að slasa sig á stigum og lausum tröppum. Samkvæmt upplýsingum Rehab UK, samtaka í Bretlandi sem að- stoða fólk með höfuðskaða, leita um 48 þúsund manns árlega til sjúkrahúsa þar í landi vegna slysa sem þeir hafa orðið fyrir við notk- un á stigum í og við heimahús. Í upphafi 10. áratugar síðustu aldar leituðu um 30 þúsund manns sér aðstoðar eftir slys af sama tagi. Um þriðjungur þessara slysa tengist lausum tröppum, um fimmtungur A-laga stigum eða tröppum og um 17% stigum sem lagðir eru upp að vegg. Um 2.300 urðu fyrir höf- uðmeiðslum, oftast við fall úr stiga. Fjórðungur þeirra, sem meiddust á höfði, var að vinna að viðhaldi eða viðgerðum á heimili sínu. Einnig var algengt að börn „að leik“ fengju höfuðáverka. Að sögn talsmanns Rehab UK var yf- irleitt um ung börn að ræða, 1–3 ára, sem gengu á eða hrösuðu um tröppur og stiga. Oftast mátti kenna um hirðuleysi hinna full- orðnu sem skildu stiga og tröppur eftir án þess að gæta að öryggi barnanna. Taldi talsmaður Rehab UK að fólk þyrfti að huga vel að þeirri slysahættu sem fylgir stig- um og tröppum, einkum fyrir börn en ekki síður fullorðna. Þegar leitað var skýringa í Bretlandi á mikilli fjölgun slysa af þessu tagi síðastliðinn áratug beindist athyglin einkum að tvennu: Annars vegar að fólk væri orðið kærulaust eða andvaralaust um notkun stiga og hins vegar að það hefði færst í vöxt að fólk sinnti sjálft viðhaldi og viðgerðum á íbúðarhúsnæði sínu. Þar með voru talin verk sem krefjast mikillar aðgæslu, svo sem þakvinna og málun utanhúss. Morgunblaðið/Sverrir Vinna í stigum og lausum tröppum krefst aðgæslu, því þessi hjálpartæki geta valdið alvarlegum slysum. Stigar eru slysagildrur „FÓLK sem er haldið ofnæmi fyrir hnetum getur fengið bráðaofnæmi ef það kyssir einhvern sem hefur nýlega borðað þessa fæðu,“ segir dr. Rose- mary Hallett sem talaði á 59. þingi amerískra fræðimanna sem fjallaði um ofnæmi, asma og ónæmisfræði og haldið var í Orlando í Florida. „Þegar lagður var spurningalisti fyrir fólk sem haldið var ofnæmi fyrir hnetum og trjáhnetum kom í ljós að 5% þeirra kváðust hafa fundið fyrir ofnæmisviðbrögðum eftir að hafa kysst einhvern sem hafði borðað þá tegund af hnetum sem þeir höfðu of- næmi fyrir,“ sagði dr. Hallett í sam- tali við fréttamann Reuters sem fjallar um heilsufarsmál. „Þessi við- brögð eru líklega algengari en við gerðum ráð fyrir.“ Dr. Suzanne Teuber, sem stýrir of- næmis- og ónæmiskönnununum við háskólann í Kaliforníu í Davis spurði hóp af fólki: „Hefur þú fundið til of- næmisviðbragða eftir að hafa snert þá fæðu sem þú hefur ofnæmi fyrir?“ Sagði hún að 15 af 442 sem svöruðu spurningunni hefðu fundið til ofnæm- isviðbragða eftir að hafa kysst ein- hvern sem hafði borðað þá hnetuteg- und sem þeir höfðu ofnæmi fyrir. Í flestum tilfellum hafði fólkið verið að kyssa maka sinn en börnin nefndu einnig ættingja. Einn afinn kvaðst hafa fundið fyrir ofnæmisviðbrögðum eftir að hafa kysst barnabarn sitt sem hafði nýlok- ið við að borða hnetusmjör. Sumir af þeim sem svöruðu voru einhleypir en höfðu fundið til ofnæmis þegar þeir höfðu verið á stefnumóti og mótaðil- inn hafði borðað hnetur. Þegar gift fólk átti í hlut hafði makinn oft varann á eftir að hafa borðað hnetur og burstaði tennurnar á eftir eða skolaði munninn með munnskoli sem gagn- aðist vel í vörninni gegn ofnæminu. „Það er nauðsynlegt fyrir þá sem haldnir eru hnetuofnæmi að vita að hætta er á ofnæmisviðbrögðum eftir að hafa kysst manneskju sem hefur borðað hnetur,“ sagði dr. Teuber. „Jafnvel koss á kinnina getur fram- kallað ofnæmisviðbrögð og ætti fólk sem haldið er ofnæmi að íhuga hvort það eigi ekki að leggja þann sið af.“ Hnetur og kossar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.