Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 29 Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi Sýningunni „Leiðin að miðju jarðar“ lýkur á sunnudag en leið- sögn verður um sýninguna þann sama dag kl. 15. Á sýningunni eiga verk nokkrir af fremstu glerlista- mönnum Tékklands. Vestursalur Kjarvalsstaða verður af þessum sökum lokaður í tæpar tvær vikur en þá verður opnuð þar innsetning eftir Hannes Lárusson. Listasafn Íslands Yfirlitssýningunni „Íslensk myndlist á 20. öld“ lýkur á sunnu- dag. Sýnd eru verk í eigu safnsins eftir 38 íslenska listamenn. Sá elsti fæddist 1867 (Þórarinn B. Þorláks- son) en sá yngsti 1963 (Sigurður Árni Sigurðsson) og er sýningunni skipt í fimm hluta. Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Sýningarlok og leiðsögn Borgarleikhúsið Síðustu sýningar á leikritinu Kristnihaldi undir Jökli eftir Hall- dór Laxness í leikgerð Sveins Ein- arssonar verða í kvöld, laugardag, og nk. föstudag 18. janúar. Verkið var frumsýnt í septem- ber sl. en þarf nú að víkja fyrir nýjum uppfærslum á stóra sviðinu. Með helstu hlutverk fara Gísli Örn Garðarsson, Árni Tryggvason, Edda Heiðrún Backman, Sigrún Edda Björnsdóttir og Margrét Helga Jóhannsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell Pétur Einarsson og Gísli Örn Garðarsson í hlutverkum sínum. Kristnihald senn af fjölunum Í TILEFNI af útgáfu ljóðabókar- innar Sköpunar sem út kom á haust- dögum opnar Ritlistarhópur Kópa- vogs sýningu á ljóðum og myndverkum í Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni í dag, laugardag, kl. 15. Sýningin er í samvinnuverkefni myndlistarmanna í Kópavogi en í bókinni eru ljóð eftir 24 félaga úr Ritlistarhópnum við myndverk eftir 24 myndlistarmenn, auk myndverks sem er utan á kápu. Ritlistarhópur Kópavogs varð til árið 1995, á fjörutíu ára afmælisári bæjarins. Þá var haldinn upplestur Kópavogsskálda, annarsvegar í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni og hinsvegar í Bókasafni Kópavogs. Þá kom í ljós að fleiri skáld voru búsett í Kópavogi en menn hafði órað fyrir. Vaknaði strax áhugi meðal nokkurra skálda að hittast reglulega til skrafs og ráðagerða í kaffistofu Gerðar- safns. Um haustið var síðan farið í að skipuleggja upplestra í kaffistofunni. Félagar í Ritlistarhópnum eru nú 30 talsins og hittast vikulega á Catalinu til skrafs og ráðagerða. Upplestur er þar einu sinni í mánuði. Ritlistarhópur Kópavogs hefur gefið út tvö ljóðasöfn. Hið fyrra, Gluggi, vorið 1996 og hið síðara, Ljósmál, sem kom út 1997. Sýningin stendur til 3. febrúar og safnið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 11-17. Ljóð og mynd í Gerðarsafni SÝNING á verkum norska listmál- arans Inge Jensen verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, í dag, laug- ardag, kl. 15. Inge var gestur í gestavinnustofu Hafnarborgar sumarið 1995. Inge, sem er fæddur 1961, hlaut menntun sína Listaháskólanum í Bergen og útskrifaðist þaðan árið 1983. Hann hefur sýnt verk sín víða og kemur sýningin í Hafnarborg frá Norræna húsinu í Færeyjum. „Í byrjun níunda áratugarins voru verk Inge Jensens neoexpress- íónistísk í anda „nýja málverksins“ og í þeim mátti greina áhrif frá málurum eins og t.d. Per Kirkeby og Anselm Kiefer. Um 1990 varð stíll hans persónulegri og síðustu málverk Inges hafa nánast geó- metrískt yfirbragð þar sem hann raðar saman minni málverkum sem síðan mynda eina heild. Það er þó litameðferð Inge Jensen sem veldur því að fyrstu viðbrögð skoðandans verða viðbrögð við sjálfri fegurð- inni en við nánari athugun reynist það einmitt vera spennan milli þess- arar fegurðar og andhverfu hennar sem gerir málverk Inge Jensen svo sérstök,“ segir í fréttatilkynningu. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 11. febrúar. Morgunblaðið/Golli Norski listmálarinn Inge Jensen í Hafnarborg. Norsk mál- verk í Hafn- arborg ÞRJÁR sýningar verða opnaðar í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, á morgun, laugardag, kl. 15. Fyrst ber að nefna sölusýningu á 18 pastel- verkum Hrings Jóhannessonar í Rauðu stofunni. Verkin eru mynda- röð sem hann vann árið 1990 á sólar- strönd og hafa þau ávallt verið í einkaeign. Hringur lést 17. júlí 1996. Í Ljósafold verður opnuð sýning á ljósmyndum Magnúsar Óskars Magnússonar. Hann er fæddur árið 1945 í Hafnarfirði, en hefur búið og starfað í Noregi. Á síðasta ári kom út ljósmyndabókin Face to Face eftir Magnús. Sýningum lýkur 20. janúar. Í Baksal verður opnuð sýning á ljósmyndum Inger Helene Bóasson. Sýninguna nefnir listakonan Litið um öxl. Þar gefur að líta ljósmyndir frá árunum 1972–1975, en á þeim ár- um bjó Inger á Íslandi og starfaði fyrir Mats Wibe Lund. Inger Helene er fædd 1954 í Noregi. Hún á ættir að rekja til Íslands, en afi hennar var ættaður frá Stuðlum í Reyðar- firði. Áður hefur hún haldið tvær einkasýn- ingar á verkum sínum í Noregi og tekið þátt í samsýningum. Inger Helene er bú- sett á Íslandi um þess- ar mundir. Hún hefur fengið margar viður- kenningar fyrir ljós- myndastörf sín. Sýn- ingin stendur til 3. febrúar. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10–18, laugardaga frá kl.10–17 og sunnudaga frá kl. 14–17. Gallerí Fold, Rauðarárstíg Ljósmyndasýning- ar og pastelverk Inger Helene Bóasson ÞORBJÖRG Þorvaldsdóttir opnar sýningu á nýjum verkum í Slunka- ríki, Ísafirði, í dag, laugardag, kl. 16. Síðastliðna þrjá mánuði dvaldi hún í gestavinnustofu NIFCA í Sveaborg og eru verkin á sýningunni unnin þar. Þorbjörg stundaði myndlistarnám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og í Ecole Nationale d’Arts de Cergy-Pontoise í Frakklandi á árun- um 1989-1996. Þetta er fimmta einkasýning Þorbjargar, en hún hef- ur tekið þátt í ýmsum samsýningum á Íslandi og í Frakklandi. „Frá 1996 hef ég verið að gera ljósmyndir sem ég kalla Uppstilling- ar. Þessar myndir eru allar af venju- legu fólki að gera hversdagslega hluti, sem við öll könnumst við. Ég kalla myndirnar Uppstillingar bæði vegna þess að það er mjög lýsandi titill fyrir þær og eins vegna þess að þær eru í beinu framhaldi af hefð- bundnum kyrralífsmyndum og upp- stillingum. Í þessum nýju Uppstillingum eru myndirnar allar af fólki úti að ganga eitt með sjálfu sér. Myndefnið er samt áfram það sama; þ.e. venjulegt fólk að gera hversdagslega hluti. Til- finningin er sú sama; kyrrðin og tómleikinn. Þessar nýju myndir eiga það líka sameiginlegt að enduróma minningu um ævintýri,“ segir Þor- björg um sýningu sína. Sýningin stendur til 27. janúar og er opin frá fimmtudegi til sunnudags kl. 16-18. Uppstill- ingar í Slunkaríki Eitt af Uppstillingarverkum Þorbjargar Þorvaldsdóttur. SMÁRI,Tónleikasalur Söngskól- ans, Veghúsastíg 7. Þórunn Elfa Stefánsdóttir sópransöngkona og Ólafur Vignir Albertsson halda einsöngstónleika kl. 15 á morgun. Tónleikarnir eru lokaáfangi burt- fararprófs Þórunnar Elfu frá Söngskólanum. Á efnisskránni er m.a. ljóðaflokkurinn Pétur Gautur eftir Hjálmar H. Ragnarsson, þrjú af sjö „Elizabethan Lyrics“ eft- ir Quilter, ljóðasöngvar eftir Schumann og Strauss og aríur úr óp- erum. Þórunn Elfa tók burtfar- arpróf frá Söngskólanum sl. vor og var í framhaldi af því boðið að sækja um alþjóðlegan styrk til framhaldsnáms til „The Associated Board of the Royal Schools of Music“ í London, fyrir framúrskarandi náms- árangur. Þórunn Elfa hefur numið undir handleiðslu Dóru Reyndal söng- kennara og píanóleikaranna Kol- brúnar Sæmundsdóttur og Ólafs Vignis Albertssonar. Listhúsið, Laugardal Garðar Jökulsson listmálari opnar sýn- ingu á málverkum sínum í dag. Hann sækir efnivið í landslag og náttúru Íslands. Garðar er Reyk- víkingur. Hann er sjálfmenntaður í list sinni og hélt sýna fyrstu sýn- ingu í Blómavali árið 1984 en að jafnaði tvær á ári eftir það í fyr- irtækjum og stofnunum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Sýningunni í Listhúsinu lýkur 31. janúar og er opið alla daga, nema sunnudaga, frá 9–18.30. Gallerí Geysi, Hinu Húsinu v/ Ingólfstorg Sýningin „4“ verður opnuð kl. 16. Þar gefur að líta grafikverk eftir fjóra listnema: Arngrím Borgþórsson, Önnu Á. Brynjólfsdóttur, Hrafnhildi Heiðu Gunnlaugsdóttur og Ólöfu Dóm- hildi Jóhannsdóttur. Sýnendurnir eru allir að ljúka námi á myndlistarbraut við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Sýningin stendur til 27. janúar og er opin alla virka daga frá kl. 9– 20, um helgar frá kl. 14–18. Galleri@hlemmur.is Markmið 6 verður opnuð kl. 16. Að þessu sinni er Markmið samvinnuverk- efni Helga Eyjólfssonar og Péturs Arnar Friðrikssonar. Markmið er samsett úr margþættum verk- efnum sem unnin eru til sýningar, skrásett til birtingar á sjónrænan hátt og með öðrum heimildum. Markmið er það sem það er hverju sinni; spunaverkefni. Hver sýning er millistig síðustu sýn- ingar og þeirrar næstu. Sýningin stendur til 3. febrúar, og er opið frá fimmtudegi til sunnu- dags kl. 14–18. Í DAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.