Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 41 Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta ✝ Þórdís Ásmunds-dóttir fæddist í Borgarnesi 4. janúar 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 4. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ásmund- ur Jónsson, f. 27. apr- íl 1892, d. 4. desem- ber 1967, og Jónína Kristín Eyvindsdótt- ir, f. 26. janúar 1901, d. 13. september 1982. Systkini Þór- dísar eru: 1) Ragn- heiður Ingibjörg, f. 23. ágúst 1920, maki Jóhann Kr. Jóhannesson, f. 10. nóvember 1914, d. 2. nóvember 1995. 2) Guðbjörg, f. 9. júní 1924, maki Ólafur Þórðarson, f. 9.júlí 1909, d. 31. janúar 1990. 3) Eyvind- Herði Ólafssyni, f. 20.10. 1919. For- eldrar hans voru Ólafur Guð- mundsson, f. 8. febrúar 1876, d. 24. ágúst 1961, og kona hans Ásgerður Helgadóttir, f. 3. febrúar 1896, d. 6. febrúar 1987. Dóttir Þórdísar og Harðar er Guðrún María, f. 28. maí 1946, maki Sigmundur Halldórs- son, f. 30. nóvember 1943. Börn þeirra eru: a) Hörður Ólafur, f. 12. maí 1965, maki Alda Alberta Guð- jónsdóttir, f. 12. mars 1963, eiga þau þrjá syni, Sigmar Örn, Bjart- mar Egil og Ingimar Guðjón. b) Sigurbjörg, f. 27. ágúst 1966, maki Arnar Már Gíslason, f. 26. mars 1963, börn þeirra eru tvö, Gísli Már og Þórdís Sif. c) Kristinn Óskar, f. 1. september 1972, maki Kristín Gísladóttir, f. 19. mars 1973, börn þeirra eru tvö, Agnar Daði og Klara Ósk. d) Jón Þór, f. 12. sept- ember 1975, sambýliskona Hrefna Ásgeirsdóttir, f. 2. apríl 1976, dótt- ir þeirra er Ása Katrín. Útför Þórdísar fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ur, f. 17.október 1927, d. 18. febrúar 1991, maki María Ásbjörns- dóttir, f. 17. ágúst 1931. 4) Jón, f. 24. desember 1930, d. 21. nóvember 1974, maki Valgerður Sigurðardóttir, f. 9. október 1931. 5) Valdi- mar, f. 8. mars 1935, maki Edda Sigurðar- dóttir, f. 6. september 1940. 6) Margrét, f. 5. mars 1938, maki Guð- bjartur Guðmundsson, f. 1. desember 1937. Hálfsystkini: 1) Guðbjörg, f. 5. nóv- ember 1911, d. 23. júní 1923. 2) Björn, f. 13. nóvember 1914, d. 14. ágúst 1974. 3) Egill Ragnar, f. 24. júní 1918, d. 29. apríl 1996. Hinn 4. júlí 1946 giftist Þórdís Elsku amma Dísa. Nú hefur þú kvatt okkur á afmælisdaginn þinn 4. janúar eftir stutt en erfið veikindi. Þú sem varst alltaf svo brosmild og góð við allt og alla. Gerðir lítið af að láta eigin tilfinningar í ljós, og svo var einnig þegar á þessum veikindum þín- um fór að bera. Alltaf var gott að koma til þín, þú varst alltaf svo kát og brosandi. Margar yndislegar minn- ingar eigum við um þig og alla handa- vinnuna sem þú hefur gefið okkur. Það verður tómlegt að koma á Kveld- úlfsgötuna þegar þig vantar. Þín verð- ur sárt saknað en minningin um þig mun búa í hjörtum okkar alla tíð. Elsku Hörður afi, Guð gefi þér styrk til að takast á við söknuðinn og sorgina. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Blessuð sé minning þín, Hörður Ólafur, Alberta, Sigmar, Bjartmar og Ingimar. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. Ó, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. Ég spurði fyrr: Hvað hjálpar heilög trú og hennar ljós? Mér sýndist bjart, en birtan þvarr, og nú er burt mitt hrós. Ég elti skugga, fann þó sjaldan frið, uns fáráð öndin sættist Guð sinn við. Þú ljós,sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (M. Joch.) Elsku amma mín. Eftir erfið veik- indi kvaddir þú okkur á afmælisdag- inn þinn 4. janúar. Ég sakna þín sárt og mikið, en ég á yndislegar minn- ingar um jákvæða, skemmtilega og frábæra ömmu. Að fara niður til ömmu og afa og fá sér eitthvað gott í gogginn, fá að vaska upp, því upp- þvottavél var á efri hæðinni, hlusta á þig syngja, þú kunnir svo mörg kvæði, ljóð og lög. Horfa á þig gera alla þína fallegu handavinnu, þú saumaðir mik- ið af fötum á okkur systkinin. En það væri efni í heila bók ef ég færi að telja upp allt sem þú hefur gert í hönd- unum þínum og varst óspör að gefa. Börnin mín fengu sem betur fer að kynnast þér og það vel því þau voru hálfan daginn í pössun hjá ykkur afa Herði þegar þau voru yngri, og nutu þess bæði vel, því þú kenndir þeim margt og fræddir um ýmislegt. Þakka þér fyrir allt og allt, elsku amma. Ég lofa að við gætum afa fyrir þig. Guð geymi þig. Þín Sigurbjörg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi þig, amma Dísa. Jón Þór, Hrefna og Ása Katrín. Vertu, Guð, faðir faðir minn, í frelsarans Jesú nafni hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku amma Dísa. Þú kvaddir okk- ur á afmælisdaginn þinn 4. janúar. Ég var svo heppinn að fá að kynnast þér vel, var í pössun hálfan daginn hjá þér og afa Herði fyrstu árin mín. Við spil- uðum mikið á spil, vorum í boltaleik með bolta sem þú gerðir úr dagblaði og álpappír, eldhúsvogin þín var karf- an. Fórum í fjallaferðir upp á holt, gerðum báta úr blöðum sem við sigld- um í vaskinum. Já, við gerðum margt saman og þú kenndir mér margt. All- ar minningarnar um þig varðveiti ég vel. Þakka þér fyrir allt, langamma mín. Þinn Gísli Már. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson.) Elsku amma Dísa. Það er sárara en nokkur orð geta sagt, hversu mikið við söknum þín. Alltaf þegar við kom- um og fórum af Kveldúlfsgötunni komst þú út og gafst okkur mola og súkkulaði sem við áttum að setja upp í munninn, báða í einu, því þá kæmi svo gott bragð. Þannig varst þú við allt og alla, þú gafst fuglunum sem voru í garðinum þínum brauð og þú fórst með mat og gafst krumma en þeir voru farnir að koma og bíða eftir þér og flugu svo á undan þér út að fjöru þar sem þú lagðir matarbitann til þeirra. Blómin í garðinum þínum fengu líka sinn skammt af góð- mennsku þinni þar sem þú meðhöndl- aðir þau af slíkri virðingu að annað eins höfum við ekki séð. Stundum fannst manni að þú hefðir eitthvert æðra samband við náttúruna og um- hverfið í kringum þig, annað en við hin höfum. Þannig varst þú við alla. Ef eitthvert vandamál kom upp, hvort sem það var stafsetning, saumaskap- ur, stærðfræði, matreiðsla eða bara að maður þurfti að tala við einhvern, þá var alltaf viðkvæðið hjá okkur: „Farðu bara til ömmu Dísu, hún hjálpar þér,“ og það gekk eftir, þú átt- ir alltaf svör á reiðum höndum. Elsku amma Dísa, takk fyrir allt. Kristinn Óskar og Kristín. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku amma Dísa. Alltaf þegar við komum á Kveldúlfsgötuna til ykkar og sváfum á efri hæðinni hjá ömmu Gunnu og afa Simba þá læddumst við niður á morgnana til þín þegar full- orðna fólkið lúrði og þú spældir fyrir okkur egg. Núna erum við og amma Gunna búin að fara niður og ná í pönn- una þína og spaðann og amma Gunna ætlar að spæla fyrir okkur eggin eins og þú gerðir. Elsku amma Dísa, nú ert þú engill og passar okkur, takk fyrir allt. Agnar Daði og Klara Ósk. Kær vinkona mín, Þórdís Ás- mundsdóttir (Dísa), hefur verið burt- kölluð. Það reyndist mér mikil gæfa að fá að kynnast henni og verða henni sam- ferða stuttan spöl á æviskeiðinu. Gjafmildari manneskju á bros, upp- örvun, jákvætt viðmót og sína ein- stöku handavinnu er erfitt að finna. Allir þeir er kynntust henni og hlustuðu á dillandi hláturinn, sönginn, ljóðin og nutu hennar frábæru frá- sagnarhæfileika, hljóta að hugsa líkt og ég: „Þvílíkur missir og þvílíkt ríki- dæmi að hafa fengið að þekkja þessa konu.“ Slíkt er ómetanlegt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Kæri Hörður, Gunna Maja, Simbi, barnabörn og barnabarnabörn. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þið hafið öll misst mikið, en minningin lif- ir. Ég mun minnast hennar með þakk- læti og í hennar anda með bros á vör. Ingileif. ÞÓRDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR Elskulega litla barn. Hver eru ör- lög svo grimm, er hrifsa þig svona skjótt úr faðmi ástríkra foreldra? Hver er tilgangurinn með því að kveikja það líf og ljós er svo skamma hríð fær lifað? Raunar mun óþarft að spyrja svo fávíslega, því vissulega hafði þessi litli drengur fært foreldrunum ríka gleði og hamingju, þótt sú gleði væri blandin óvissu og trega vegna veik- inda barnsins. Jökull Már var aðeins þriggja og hálfs mánaðar gamall er hann and- aðist. Nokkrum vikum eftir fæðingu kom í ljós hreyfihömlun hjá barninu er stafaði frá mænunni. Var dreng- urinn litli settur í meðferð hjá sjúkraþjálfara og sýni tekin og send í rannsókn til útlanda. Í byrjun des- ember féll síðan hinn hræðilegi úr- skurður samkvæmt niðurstöðum rannsókna. Barnið væri haldið þeim sjúkdómi, fátíðum, sem ekki yrði við ráðið. Gaf sérfræðilæknirinn enga von um lengra líf barninu til handa en í mesta lagi tvö til þrjú ár, og gæti þar brugðið til beggja vona með mun skemmra líf, sem raunar kom á dag- inn. Hvatning mín til syrgjandi for- eldra er þessi: Ástundið bænina svo sem kostur er. Bænin veitir styrk og huggun sorgmæddum hjörtum. Bænin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmislig. Þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. (Hallgr. Pét.) Nú dvelur þú, afadrengurinn minn litli, á blómskrýddum völlum sum- arlandsins hlýja, meðal þúsunda annarra engla í umsjá Drottins Jesú Krists. Sofðu rótt, elskulega barn. Bragi Björgvinsson. Okkur langar að kveðja Jökul litla með þessari bæn: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Guð blessi þig, litli vinur. Amma og afi, Anna, Búi og Sigríður. Elsku litli drengurinn okkar. Þú varst heimagangur hjá okkur frá JÖKULL MÁR BJARKASON ✝ Jökull MárBjarkason fædd- ist á Landspítalanum við Hringbraut 17. september 2001. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Aust- urlands 3. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Margrét Lísa Sigþórsdóttir frá Búastöðum í Vopnafirði og Bjarki Hrannar Bragason frá Egilsstöðum Jökull Már verður til moldar borinn frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. fæðingu og fannst okk- ur fjölskyldunni við því eiga heilmikið í þér. Það kom fljótt í ljós að þú varst mjög athugull ungur drengur sem ekkert lét framhjá sér fara. Alltaf var stutt í fallega brosið þitt og hjalið lífgaði upp á skammdegið, líkt og jólaljósin sem þú varst svo hrifinn af. Síðasta heimsóknin þín til okk- ar var kvöldið áður en þú fórst með mömmu og pabba í sveitina fyr- ir jólin. Þú varst sjálfum þér líkur; brosandi og hjalandi. Ekki óraði okkur fyrir að þetta yrði síðasta heimsókn þín til okkar og að jóla- knúsið yrði hinsta kveðjan. Það var mikið áfall þegar við fréttum að þú hefðir kvatt þennan heim. Hugurinn hefur dvalið hjá þér og foreldrum þínum síðan, en minningin um þig verður ætíð í hjarta okkar. Það er með miklum trega sem við kveðjum þig eftir stutta veru hjá okkur. Þó er huggun harmi gegn að vita til þess að þú ert nú hjá Guði og að englarnir vaka yfir þér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Elsku Bjarki og Lísa. Missir ykk- ar er mikill og þung byrði hefur verið á ykkur lögð. Á svona stundum er gott að eiga góða fjölskyldu og vini til að létta byrðina. Þið hafið ætíð verið sem ein af fjölskyldunni, kæru vinir, og okkar heimili er ykkar. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Ykkar, Björn, Sigrún og Gylfi. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.