Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 43 Síðast hitti ég hann við jarðarför Árna Kristjánssonar, skóla- bróður hans, fyrir rúmlega einu og hálfu ári og nú er hann sjálfur farinn. Við lát Gunnars B. Guðmundssonar koma upp í hugann liðnar stundir. Af mörgu er að taka en fátt verður nefnt hér. Veturinn 1960 vísaði hann mér rétta veginn, fyrrihlutanema í byggingarverkfræði, starfandi um stundarsakir í námsleyfi hjá bæj- arverkfræðingnum í Reykjavík, þegar ég aðstoðaði við hönnun götu í Reykjavík. Haldgóður og hjálp- samur að vanda. Áratug síðar, árið 1970, endur- nýjuðum við kynnin. Á tæplega 20 ára tímabili á 8. og 9. áratugnum átti ég fyrst kost á stjórnarsetu með Gunnari í Hafnasambandi sveitarfélaga og síðar að vinna verkefni fyrir sambandið undir for- mennsku hans, sem hann gegndi með myndarbrag frá stofnfundi 1969 til ársins 1988. Á þessu tíma- bili gerðist margt merkilegt í hafnamálum, en minnisstæðust eru fyrstu árin. Bæði var þá margt að glíma við, t.d. gamli fjárhagsvand- inn í óendanlega fjölbreyttum birt- ingarmyndum, og það leiddi oft til fjörugra umræðna á ársfundum sambandsins þar sem stundum flugu stór orð, vísur og fleira skemmtilegt. Að hittast óvænt er gaman. Fyr- ir nokkrum árum eru þau hjón, Guðrún og Gunnar, á leið um Skagafjörð til Akureyrar. Tilviljun ræður því að við hittumst í Varma- hlíð. Sól skín á Vallhólminn og Glóðafeyki. Daginn eftir koma þau við í Hjaltadalnum í sama góða veðrinu til að eiga dagspart með okkur hjónunum. Það er bjart yfir þessari minningu. Minnisstæður samferðamaður er genginn. Gylfi Ísaksson. Það er dýrmætt að eiga góða ná- granna. Við kynntumst fyrst Gunn- ari og Guðrúnu fyrir rúmum þrem- ur árum þegar við fluttum á Laugarásveginn eftir að hafa verið búsett erlendis. Allt frá fyrstu stundu hafa kynni okkar af þeim hjónum verið afar ánægjuleg og samskiptin gefandi og það er með miklum trega sem við kveðjum Gunnar hinstu kveðju. Gunnar var um margt einstakur maður. Á velli var hann hár og glæsilegur, yf- irvegaður í fasi og frá honum staf- aði eðlislæg mannleg hlýja þeirrar tegundar sem börn virðist ein- hvern veginn skynja. Dætur okkar voru afar hrifnar af Gunnari og vingjarnleg orð í þeirra garð voru honum töm. Það er auðvelt að ímynda sér að faðmur Gunnars hafi reynst börnum í fjölskyldu hans hin besta höfn í gegnum árin, teiknuð af alúð og væntumþykju. Þau hjónin voru afar samrýnd og skemmtileg og áhugasöm um marga hluti af ólíku tagi og á sumrin voru ferðir austur í sum- arbústaðinn í Fljótshlíð jafnan tíð- ar. Gunnar var af þeirri kynslóð Ís- lendinga sem lifði í orðsins fyllstu merkingu þá hröðu byltingu í lífs- kjörum og þjóðfélagsháttum sem raun ber vitni, kynslóð sem lagði oft mikið á sig í þágu samferða- manna sinna og barna. Á sinn skemmtilega hátt sameinaði hann dugmikla landsmanninn og víðsýna heimsmanninn. Við erum þakklát fyrir að hafa orðið manngæsku Gunnars aðnjótandi og hans hlýja GUNNAR B. GUÐMUNDSSON ✝ Gunnar BjörgvinGuðmundsson fæddist í Breiðavík í Rauðasandshreppi 18. júlí 1925. Hann lést 4. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 11. janúar. nærvera var þeirrar gerðar að hún mun standast tímans tönn. Guðrúnu, börnum og öðrum ástvinum Gunnars sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Loftur, María og dætur. Þeim Íslendingum fer nú fækkandi, sem urðu fulltíða um miðja síðustu öld þegar þjóðin öðlaðist fullt sjálfstæði, stjórnarfarslegt sem efnahagslegt. Gunnar B. Guð- mundsson var góður fulltrúi þeirr- ar kynslóðar sem var ákveðin í að nýta þetta nýfengna frelsi til að byggja upp nýtt og betra þjóð- félag. Hann var bóndasonur af Vestfjörðum sem hleypti snemma heimdraganum, sótti menntun til Akureyrar, Danmerkur, Hollands og Parísar, en vann mestalla starfsævi í Reykjavík, lengst af sem hafnarstjóri Reykjavíkurhafn- ar. Margir af yngri kynslóð Reyk- víkinga gera sér ekki grein fyrir því hve hafnargerðin í Reykjavík í upphafi síðustu aldar markaði djúp spor í sögu þjóðarinnar og hefur átt stóran þátt í vexti og viðgangi borgarinnar allt fram til þessa dags. Gunnar gerði sér glögga grein fyrir þessu og lagði starfs- metnað sinn í að halda uppbygg- ingunni stöðugt áfram, m.a. með stækkun hafnarinnar, innleiðingu tækninýjunga og annarri framþró- un. Á hafnarstjóraárum Gunnars 1965–1989 var því góður grunnur lagður að því stórveldi sem höfnin er nú en þrotlaust starf hans og annarra farsælla stjórnenda og starfsmanna Reykjavíkurhafnar hefur leitt til þess að um áratuga- skeið hefur hún verið í fremstu röð heimshafna. Sterk staða hafnarinn- ar hefur skilað Reykvíkingum og landsmönnum öllum margvíslegum ávinningi, m.a. með sterkara at- vinnulífi og aukinni samkeppnis- hæfni. Áreiðanleiki, festa, skipulag, samviskusemi og fáguð framkoma í hvívetna voru aðalsmerki Gunnars og þeir kostir nutu sín svo sann- arlega við stjórn hins mikilvæga og margbreytilega rekstrar sem heyra undir Reykjavíkurhöfn. Gunnar hélt aga á sínum mönnum og var mér eitt sinn sagt frá því í gamni, sem eflaust hefur þó fylgt nokkur alvara, að árshátíð Hafn- arinnar væri afar prúðmannleg samkoma, a.m.k. þar til Gunnar hafnarstjóri yfirgæfi samkvæmið. Kynni mín af Gunnari hófust þegar við Hörður, sonur þeirra hjóna, gengum saman í Hagaskóla. Á þeim árum nutum við félagarnir oft gestrisni á smekklegu og vel búnu heimili fjölskyldunnar á Ás- vallagötu 79. Gunnar var mikið snyrtimenni, vildi að menn væru vel til fara og var óhræddur við að koma því áliti sínu á framfæri við okkur félagana. Þegar menn komust á bílpróf- saldurinn lék hin græna og glæsi- lega Volvo-bifreið fjölskyldunnar, með fagurblátt merki Reykjavík- urhafnar í afturrúðunni, einnig stórt hlutverk í vinahópnum enda höfðu fæstir eigin bíl til umráða. Gunnar hafði skilning á þessum bílavandræðum og var ekki nískur á bílinn en hvatti unga menn til varkárni í umferðinni. Er mér minnisstætt þegar hann hafði einu sinni sem oftar afhent syni sínum bíllyklana en sagði um leið að hann yrði þá líka að keyra eins og mað- ur. Þegar sonurinn setti upp sak- leysissvip, bætti Gunnar við höst- ugum rómi að eftir því sem hann lánaði honum bílinn oftar, yrði sá orðrómur þrálátari í bænum að hafnarstjórinn væri farinn að aka eins og vitfirringur. Gunnar var afar yfirvegaður maður og kippti sér sjaldan upp við smámuni. Gott dæmi um það voru viðbrögð hans við því þegar óboðin rotta villtist inn um glugga á svefnherbergi Harðar sonar hans í kjallaranum á Ásvallagötunni. Kemur fyrir að við vesturbæingar fáum slíkar heimsóknir, einkum á vorin, þegar þessir loðnu ferfæt- lingar leita upp úr híbýlum sínum neðan jarðar, villast stundum inn til manna og eru þá furðugæfar. Var Hörður að leggjast til svefns þegar hann varð var við hinn óboðna gest við rúmstokkinn. Skelfingu lostinn og úrræðalaus hljóp hann upp á loft, vakti föður sinn og sagði honum tíðindin. Gunnar reis upp við dogg en lét sér þó hvergi bregða og sagði áður en hann lagðist til svefns að nýju: „Þú verður bara að finna þér kött.“ Gunnar var mikill sjálfstæðismaður af gamla skólanum í bestu merk- ingu þeirra orða. Hann hafði ákveðnar skoðanir, fylgdi flokknum eindregið að málum en hikaði ekki við að gagnrýna þegar honum fannst ráðamenn sveigja af leið sjálfstæðisstefnunnar. Er ég þakk- látur fyrir þá hvatningu og stuðn- ing sem hann veitti mér þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í stjórnmálum og þá ekki síður fyrir holla ráðgjöf í þeim málaflokkum sem hann þekkti hvað best, þ.e. hafna- og samgöngumálum. Gunnar var ekki síðri gæfumað- ur í einkalífi en starfi og engum duldist að fjölskyldan var hans stærsti fjársjóður. Um leið og ég þakka góð kynni fyrir hönd okkar félaganna, sendi ég eftirlifandi konu hans, Guðrúnu J. Þorsteins- dóttur, og aðstandendum öllum, innilegar samúðarkveðjur. Kjartan Magnússon. Nú hefur sólguð aftur ægi hitt og undið hinztu geisla í rauðan hnykil, þvegið í öldum þræði sína alla. En dökkbrýnd nóttin ber við belti sitt að blárri höllu dagsins nýjan lykil. Og enginn veit hvað í þeim sölum býr sem opnast þegar húmið burtu snýr og stjarnan bjarta bliknar yfir hjalla. (Ól. Jóh. Sig.) Við óvænt brottkall Gunnars B. Guðmundssonar er genginn mátt- arstólpi úr hópi ættingja og vina. Í huganum er ímyndin skýr: Styrk- ur, mildi, hógværð, kímni. Gefandi sem með návist sinni miðlaði ósjálfrátt af góðum eiginleikum sínum. Náttúruunnandi sem gott var að njóta félagsskapar við, bera veiðidót í bíl, aka að sumarfögru vatni, setja saman stangirnar og renna færi, vonast eftir narti, hlusta á hrossagaukinn, að kveldi sýsla sitthvað með Gunnari og fé- lögum. Gunnar var að vestan, þaðan sem landið teygist lengst vestur til hafs sem er gjöfult en hefur krafist margra fórna. Í bernsku missti hann þannig föður sinn í sjóinn við Vestmannaeyjar og síðan féll móð- ir hans einnig frá, en Gunnar var vel gerður og átti góða að. Frá- sagnir hans af skólagöngu fyrir vestan og á Akureyri, ferðalögum og viðburðum, þær dugðu drjúga kvöldstund. Upp var dregin skemmtileg mynd af sveitapilti sem stundum var í dálítið tilvilj- anakenndu umhverfi. Aldrei neinir erfiðleikar að tala um. En leið piltsins lá til mennta og verkfræði varð starfsvettvangur þar sem unnið var dyggilega að hafnamál- um, að því að bæta og styrkja að- stöðu samfélags þar sem miklu skiptir öryggi við veiðar og sigl- ingar. Junna og Gunnar. Í huganum hafa þau verið saman, Gunnar og Guðrún Þorsteinsdóttir, elskuleg frænka sem eins og Gunnar um- vafði gesti hlýhug. Við viljum færa henni, börnum þeirra og öðru venslafólki dýpstu samúðarkveðjur og þakkir. Sigrún og Jón Ólafsson. „Seint mér vilja um sefagarð, sjatna hin fornu kynni“ var eitt sinn kveðið. Þegar fundum okkar Gunnars B. Guðmundssonar bar fyrst saman vorum við báðir ungir að árum. Þegar Gunnar var á fyrsta ári drukknaði faðir hans, en móður sína missti hann á fimmta ári. Hann ólst upp í skjóli fósturföður síns, Jóns Guðjónssonar skipstjóra á Patreksfirði. Góður kunningsskapur var með Jóni og föður mínum, sem þá var prestur í Sauðlauksdal. Jón kom fóstursyni sínum til sumardvalar í Sauðlauksdal, hann var þá tíu ára og dvaldi hann þar í þrjú sumur. Við Gunnar og Baldur bróðir minn vorum á svipuðu reki og minnist ég ekki annars en vel hafi farið á með okkur. Þetta var á árunum fyrir stríð og búskaparhættir þar vestra þá svipaðir og verið höfðu allt frá landnámstíð. Við snerumst í kringum kýr og kindur, sóttum hesta í hagann og teymdum heybandslestir. Rauðasandshreppur var þá all- fjölmenn sveit og meirihluti sveit- arbúa af svonefndri Kollsvíkurætt, þar á meðal Gunnar. Af ætt þessari eru komnir margir þjóðkunnir menn og nefni ég hér aðeins tvo, sem urðu prófessorar við Háskóla Íslands, þá Trausta Ólafsson og Trausta Einarsson. Þeir voru systrasynir, en Trausti Ólafsson föðurbróðir Gunnars. Og árin liðu. Gunnar lauk námi í byggingar- verkfræði og hóf störf hjá Vita- og hafnarmálastjóra í Reykjavík, síðar hjá bæjarverkfræðingi og rak um skeið verkfræðistofu. Hafnarstjóri hér í borg var hann skipaður árið 1965. Skömmu eftir að Gunnar varð hafnarstjóri var hafinn und- irbúningur að gerð Sundahafnar og að honum loknum höfnin síðan byggð. Mér er vel kunnugt að Gunnar ávann sér traust og virð- ingu allra, sem að því verki stóðu, bæði verktaka og verkkaupa. Svo vildi til að Guðrún kona Gunnars og Fríða kona mín voru skólasystur og æskuvinkonur. Varð því mikill samgangur milli fjöl- skyldna okkar. Nokkrir bekkjarbræður Gunnars höfðu stofnað spilaklúbb á náms- árum sínum í Kaupmannahöfn og urðum við Gunnar fyrir um það bil áratug þar félagar. Við hittumst að jafnaði á tveggja vikna fresti á vet- urna til skiptis á heimili okkar og var þá jafnan glatt á hjalla. Fyrir röskum mánuði hittumst við spila- félagar heima hjá Gunnari og var hann þá og við allir glaðir og reifir og hugðum gott til næsta fundar, en nú er skarð fyrir skildi. Gunnar var traustur maður og vinsæll enda drengur góður og ljúfur í allri viðkynningu. Mér kemur í hug upphaf þess forna ljóðs sem Grímur Thomsen ís- lenskaði svo: Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei boglist þarf hann ei að reyna. Banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. Við sviplegt lát Gunnars er nú mikill harmur kveðinn að Guðrúnu konu hans og fjölskyldu hennar allri. Við hjónin flytjum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Bragi Þorsteinsson. Reynir kvaddi þetta líf á aðfangadagskvöld. Bar andlát hans mjög brátt að enda þótt það hafi ekki verið ófyr- irsjáanlegt með öllu. Fjölskyldu minni og sjálfri mér þótti það sérlega leitt að Reynir skyldi verða bráðkvaddur á þessari hátíð- arstundu. En eins og Kristín Erna vinkona mín benti mér réttilega á þá var tímasetningin ekki svo slæm, heldur betri en margar aðrar hefðu verið þó að fráfall hans sé vissulega mikið áfall. REYNIR GUÐLAUGSSON ✝ Reynir Guð-laugsson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1930. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu að kveldi að- fangadags og fór út- för hans fram frá Dómkirkjunni 4. jan- úar. Síðustu dagana fyrir jól hafði Reynir hitt börnin sín og átt með þeim góða stund sínu í hverju lagi. Þau hjónin Reynir og Auður snæddu saman á að- fangadagskvöld hjá Kristínu dóttur sinni og Júlíusi manni hennar og lá þá að sögn vel á Reyni. Síðasta kvöld- máltíðin hans var því ekki af lakara taginu, sjálfur jólaverðurinn. Eftir að andlátið bar að gat svo öll fjölskyldan átt samverustund með ættarhöfð- ingjanum sínum látna í góðu tómi á tíma ljóss og friðar, undir kirkju- klukknahljómi frá nálægum kirkjum. Mín persónulegu kynni af Reyni hófust í Kvistalandinu árið 1987 en við áttum vel saman skap, einkum vegna þess að við höfðum sameigin- legan áhuga á tónlist. Reynir var mikill áhugamaður um klassík, sér- staklega gömlu þýsku meistarana, enda fór hann í framhaldsnám í gull- smíðum til Þýskalands og lék víst á trompet á árum áður. Sérstakan áhuga hafði hann jafnframt á djass- tónlist og var þar Billy Holiday efst á blaði. Næstu árin var mikið skrafað um tónlistarverk og höfunda þegar við Sveinbjörn litum inn í heimsókn í bílskúrinn í Kvistalandinu til Krist- ínar og Júlíusar. Alltaf var það jafn gaman þegar Reynir birtist með glettin augun og eilítið feimnislegt bros og var tilbúinn að tala við okkur yngra fólkið - og þá auðvitað aðallega um tónlist. Síðustu árin sá ég Reyni ekki mik- ið, en þó gerðist einn lítill atburður á nýliðnu ári sem mér finnst lýsa hon- um vel. Þannig var að ég sagði Krist- ínu frá því að allir lyklarnir að gamla skenkinum mínum væru brotnir. Og viti menn, Reynir fékk af þessu veður og smíðaði sem snöggvast lykil að skenkinum og gaf mér, með þeim skilaboðum að hann væri tilbúinn til að smíða hina lyklana tvo ef með þyrfti. Svona var hann Reynir, alltaf að gefa mönnum litla lífslykla um það hvernig menn eiga að haga sér og lifa lífinu gagnvart öðrum. Það eru marg- ir sem geta borið vitni um alla þá gullmola sem hann hefur skilið eftir sig á sinni lífsleið, hann hafði til að bera bæði gjafmildi og góðvild sem hann útdeildi óspart, og á stundum mikið umburðarlyndi og jafnvel fórn- fýsi, að því er virtist. Þegar upp er staðið er það ljóst að Reynir hafði stórt hjarta, hann var drengur góður. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fyrir þær fáu en innihaldsríku samverustundir sem ég átti með honum á lífsleiðinni. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég Auði eiginkonu Reynis okkar dýpstu samúð á erfiðum tímum. Elsku Kristín Erna, Ásgeir, Ragn- hildur, Sara og Nína og fjölskyldur ykkar, eitt get ég sagt ykkur að ég mun aldrei hlusta framar á Billy Holiday án þess að hugsa hlýlega til pabba ykkar. Sársauki ykkar er vafa- laust mikill á þessari stundu en það er líka vegna þess manns sem hann hafði að geyma. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Guð blessi minninguna um Reyni Guðlaugsson. Guðrún Elísabet (Rúna).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.