Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 47 Opið 17. – 18. janúar kl. 14:00–20:00 19. – 20. janúar kl. 10:00–20:00 Velkomin á vörusýninguna Kínverskir dagar í Laugardals- höll. Tólf kínversk fyrirtæki kynna hágæða iðnaðarvöru. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru til viðtals á staðnum. Sýningin er opin almenningi. Heimilistæki Ferðaþjónusta Kínverskur bjór Iðnaðarvörur Listiðnaður Fatnaður Gjafavörur Verkfæri Kínverskir listmunir Smíði fiskiskipa Viðhald fiskiskipa Veiðarfæri Aðgangur 500 krónur fyrir 12 ára og eldri. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til Kína. Skipulagt af China Council for the Promotion of International Trade og China Chamber of International Commerce. Samstarfsaðilar: Íslensk – kínverska viðskiptaráðið, Kínversk – íslenska menningarfélagið, Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins og Útflutningsráð Íslands. Kínverskir dagar í Laugardalshöll 17. – 20. janúar F í t o n / S Í A F I 0 0 3 8 6 0 Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang travest@simnet.is Golfferðir okkar til Túnis njóta sífellt meiri vinsælda, því auk góðra golfvalla býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu og gott loftslag við Miðjarðarhafsströndina. Hvernig væri að framlengja golftímabilið við kjöraðstæður? Búa á fyrsta flokks strandhótelum í þægilegum hita, borða góðan mat og leika golf á góðum golfvöllum? Næsta vetur og vor býður Ferðaskrifstofa Vesturlands upp á þrjár 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.  Brottfarir eru 22. febrúar og 26. apríl.  Verð í brottför 22. febrúar er kr. 141.700 á mann í tvíbýli.*  Verð í brottför 26. apríl er kr. 145.800 á mann í tvíbýli.*  Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 15.000. Fararstjóri: Sigurður Pétursson, golfkennari. Innifalið í verði er flug, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum, hálft fæði, 8 vallargjöld og skoðunarferð til Kariouan. *Að viðbættum flugvallarsköttum. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323. G LF í Túnis Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Hvað fá þátttake ndur út úr slíkum námsk eiðum? Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs. Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Lausir einkatímar í heilun og ráðgjöf Námskeið í Reykjavík 16. janúar upprifjun fyrir 2. stig. Eitt kvöld. 19.-20. jan. 1. stig. Helgarnámskeið. 2.-3. feb. 2. stig. Helgarnámskeið Námskeið á Akureyri 1. stig 22.-24. feb. Kynningarfundur 21. feb. á Glerárgötu 32, efstu hæð, kl. 20.00. FERÐAFÉLAG Íslands efnir til ferðar í Herdísarvík sunnudaginn 13. janúar. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 11 og komið við í Mörkinni 6. Páll Sigurðsson prófessor rifjar upp sögur og sagnir af búsetu Einars Benediktssonar skálds og annarra í Herdísarvík. Þátttökugjald er 1.900 kr. en 1.600 fyrir félagsmenn. Ferð í Herdísarvík UMRÆÐUFUNDUR verður hjá Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði í Reykjavík í dag, laugardaginn 12. janúar, kl. 11 í húsakynnum flokksins í Hafnarstræti 20. Kolbrún Halldórsdóttir þingkona hefur fram- sögu um áformaðar virkjanir á Aust- urlandi og stöðu þeirra í kjölfar ný- legs úrskurðar umhverfisráðherra. Umræðum stýrir Kolbrún Rúnars- dóttir. Kaffi á könnunni og allir vel- komnir, segir í frétt frá stjórn VG í Reykjavík. Virkjanamál á Torginu STRANDGANGAN er áfangaganga með strönd Faxaflóa og hefst við Straum sunnan Hafnarfjarðar og lýk- ur við Stóru-Sandvík á Reykjanesi. Gengið verður annan hvern sunnudag og áfangarnir eru sjö sem skiptast þannig. Straumur – Kúagerði, Kúa- gerði – Vogar, Vogar – Njarðvík, Keflavík – Sandgerði, Sandgerði – Ósabotnar og síðasti áfanginn verður Ósabotnar – Stóra-Sandvík. Í þessum göngum verður ströndinni fylgt að mestu og vegalengdir ekki lengri en svo að allir geta tekið þátt í þeim. Fyrsti áfangi verður farinn sunnu- daginn 13 janúar frá BSÍ kl. 10.30 Gangan hefst við Straum sunnan Hafnarfjarðar og lýkur við Kúagerði, segir í fréttatilkynningu. Strandganga við Faxaflóa HELGA Dögg Helgadóttir og Ísak Halldórsson Nguyen voru kjörin íþróttakona og íþróttakarl Kópa- vogs fyrir árið 2001 á íþróttahátíð Kópavogs. Helga Dögg og Ísak eru búin að skipa sér í raðir bestu dansara Evr- ópu þrátt fyrir ungan aldur. Sem íþróttakarl og íþróttakona fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar vegna kjörsins jafn- framt því sem Sigurður Geirdal bæjarstjóri afhenti þeim 50 þús. kr. ávísun til viðurkenningar frá bæj- arstjórn Kópavogs. Helga og Ísak voru valin úr hópi 24 íþróttamanna sem fengu við- urkenningu ÍTK eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Helga Dögg Helgadóttir og Ísak Halldórsson Nguyen. Íþróttahátíð Kópavogs Á FUNDI bæjarstjórnar Borgar- byggðar 10. janúar 2002 var eftirfar- andi tillaga lögð fram og samþykkt samhljóða: „Bæjarstjórn Borgarbyggðar lýs- ir yfir áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í atvinnumálum í sveitarfélaginu með uppsögnum Norðlenska á öllum starfsmönnum í slátrun og kjötvinnslu í Borgarnesi um sl. áramót, auk þess sem óvíst er um áframhald sauðfjárslátrunar. Slík aðgerð setur lífsafkomu margra fjölskyldna í mikla óvissu, og er hún jafnframt óásættanleg fyrir fram- leiðendur og héraðið í heild. Unnið er markvisst að því að finna lausnir á þessu máli og leggur bæjarstjórn áherslu á að þær skili árangri til framtíðar.“ Lýsir áhyggjum af stöðu atvinnumála KROSSGÁTUBÓK ársins 2002 er komin út og er þetta 19. árgang- urinn. Sem fyrr er það Ó.P.-útgáfan sem gefur bókina út en hún er alla jafna fyrsta bók- in sem kemur á markaðinn ár hvert. Að þessu sinni er bókin 70 blað- síður að stærð. Lausnir á ann- arri hverri gátu eru aftast í bókinni. Hún fæst í flestum bókabúðum og á blað- sölustöðum. Krossgátubókin 2002 komin út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.