Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 49
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 49 Barnaskólinn við Pósthússtræti Í grein í Morgunblaðinu 5. janúar sl., þar sem fjallað er um sögu barna- skóla í Reykjavík til 1930, var í texta við meðfylgjandi mynd rangt farið með nafn götunnar er fyrsta hús sem sérstaklega var byggt sem barnaskóli stendur við. Rétt mun vera að húsið stendur við Pósthússtræti 3. Bygging þess hófst á árinu 1882 en lauk á árinu 1883. Um þetta segir svo í Árbókum Reykjavíkur eftir Dr. Jón Helgason biskup (útg. 1941) þar sem fjallað er um atburði ársins 1882: „Um vorið var barnaskólahúsið gamla (Bierings- búð) rifið og tekið að reisa nýtt hús úr steini eftir mikið rifrildi og reipdrátt innan bæjarstjórnarinnar.“ Þann 1. október árið 1883 var hinn nýi barnaskóli vígður. Barnaskólinn var starfræktur í þessu húsi til ársins 1898 er Miðbæjarskólinn var tekinn í notkun. Eftir það hýsti húsið ýmsar stofnanir: Pósthús, landsíma, lög- reglu, fangageymslu svo eitthvað sé nefnt. Einni hæð mun hafa verið bætt ofan á húsið árið 1922 þannig að útlit þess er nokkuð breytt frá því sem myndin sýnir. Gefur ekki kost á sér Ranghermt var í blaðinu í gær að Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefði ekki tekið ákvörðun um hvort hún gefur kost á sér í forystuprófkjöri sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í maí nk. Hið rétta er að Jóna Gróa hyggst ekki gefa kost á sér, en hún hefur hins vegar gert upp hug sinn um hvern hún muni styðja í væntanlegu prófkjöri og hún ætlar að lýsa yfir ákvörðun sinni þegar þeir eru komnir fram, sem ætla að taka slaginn. LEIÐRÉTT TRÉSMIÐAFÉLAG Reykjavíkur veitti Sökkli ehf. viðurkenningu fyrir góðan aðbúnað á vinnustað. Aðbúnaðar- og öryggismál hafa verið ein af baráttumálum Tré- smiðafélags Reykjavíkur um langa hríð. Eitt af því sem félagið hefur gert til að vekja athygli á aðbúnaðar- og öryggismálum byggingamanna er að veita fyrirtæki sem skarar fram- úr í þessum málaflokki viðurkenn- ingu. Aðbúnaðarnefnd félagsins hefur á undanförnum vikum verið að störfum og skoðað ýmis fyrirtæki og beint athyglinni að verkstæðum og innivinnustöðum. Í ár var verkstæði Sökkuls í Funahöfða 9 fyrir valinu. Öll að- staða s.s. kaffistofa, hreinlæt- isaðstaða og fatageymsla er til mik- illar fyrirmyndar. Öll umgengni á verkstæðinu sjálfu er góð, notkun persónuhlífa og öryggisatriða til fyrirmyndar. Einnig ber að nefna að Sökkull ehf. hefur í langan tíma verið í forustu fyrirtækja við notk- un ýmissa léttitækja sem taka af mönnum burð og erfiðar vinnustell- ingar og -aðstæður, segir í frétt frá Trésmiðafélagi Reykjavíkur. Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Trésmiðafélags Reykjavíkur, með Haraldi Lárussyni og Gylfa Lárussyni, eigendum Sökkuls ehf. Sökkull fær viðurkenningu „SAMTÖK um betri byggð vilja árétta að þau standa með engum hætti að framboði til borgarstjórn- arkosninga í Reykjavík sem kennt hefur verið við „Betri borg“. Örn Sigurðsson, sem gegnt hefur for- mennsku í Samtökum um betri byggð, hefur að eigin ósk látið af því starfi. Samtök um betri byggð þakka Erni kærlega fyrir farsælt starf í þágu þeirra og vona að þau eigi eftir að njóta krafta hans síðar,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum um betri byggð. Yfirlýsing frá Betri byggð Standa ekki að framboði TÓNLEIKAR verða haldnir í Kompaníinu við Hafnarstræti á Akureyri í kvöld, 12. janúar, og hefjast þeir kl. 20.30. Bandalag íslenskra leikfélaga stendur fyrir þessum tónleikum, en þar koma fram hljómsveitirn- ar Hundur í óskilum, Túpílakar, Tampax-tríóið, Ljótu hálfvitarn- ir og trúbadorinn Frosti Frið- riks. Listamennirnir eru allir úr röðum aðildarfélaga bandalags- ins. Aðgangseyrir er 1.200 krón- ur og mun ágóðinn verða not- aður til kaupa á ljósritunarvél fyrir bandalagið. Tónleikar í Kompaníinu HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra heldur erindi á vegum stjórnmálafræðiskorar Háskóla Íslands þriðjudaginn 15. janúar kl. 12.15-13 í Hátíð- arsal, Aðalbyggingu. Fyrirspurnir að erindi loknu. Allir velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Áhrif alþjóða- samstarfs á fullveldi Umsóknar f r es tu r e r t i l 20 . j anúa r • Nám ið he f s t 2 . f eb rúa r Allar nánari upplýsingar fást hjá þjónustudeild HR í síma 510 6200 og á www.ru.is www.ru.is Markaðsfólk sem nær árangri hefur gert sér grein fyrir að ný þekking og aðild að CIM eru lykillinn að velgengni Með samstarfi Háskólans í Reykjavík og The Chartered Institute of Marketing (CIM), virtustu og fjölmennustu samtaka markaðsfólks í heimi, gefst íslensku markaðsfólki og stjórnendum fyrirtækja kostur á að stunda sérsniðið fjögurra mánaða markaðsfræðinám samhliða vinnu. Námið er skipulagt í samvinnu færustu markaðsfræði- prófessora og leiðandi alþjóðlegra fyrirtækja. Alþjóðlega viðurkennt markaðsfræðinám Háskólans í Reykjavík og CIM Opinn kynningarfundur mánudaginn 14. janúar kl. 17:15 Á kynningarfundinum verður fyrirkomulag námsins, námsefnið og CIM samtökin kynnt. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H IR 16 46 5 01 /2 00 2 Vorönn 2002 Söngur~Leiklist~Dans Sími 511 3737 & 511 3736 Kennsla hefst 14. janúar Innritun alla virka daga frá kl. 10-14 og 17-19 Laugardaga frá kl. 10-14 Söngleikjadeild 9-11 ára og 12-14 ára Framhaldsdeild 15 ára og eldri Einsöngsdeild hóptímar - einkatímar Kórskóli fyrir konur sem vilja byrja Sól og söngur framhaldskórskóli sem endar í Toscana á Ítalíu Hljómsystur kór fyrir söngelskar konur 60 ára og eldri Stúlknakór Reykjavíkur yngri og eldri deild Gospelsystur Reykjavíkur fullskipaður Vox Feminae fullskipaður Agnar Már Magnússon Arnhildur Valgarðsdóttir Bjartmar Þórðarson Hanna B. Guðjónsdóttir Inga Backman Ingunn Ragnarsdóttir Kolbrún Anna Björnsdóttir Margrét J. Pálmadóttir Skarphéðinn Þ. Hjartarson Stefán S. Stefánsson Þórdís Guðmundsdóttir Þórey Sigþórsdóttir Domus Vox ehf., Skúlagötu 30, 2. h., 101 Reykjavík. Sími 511 3737, fax 511 3738 www.domusvox.is Netfang: domusvox@hotmail.com Kennarar: Gestakennarar: Margrét Eir Hjartardóttir Maríus Sverrisson Sigríður Ella Magnúsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.