Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 51 DAGBÓK Árnað heilla 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Rf3 b6 5. Bg5 Bb7 6. Rd2 h6 7. Bh4 c5 8. a3 Bxc3 9. bxc3 d6 10. f3 Rbd7 11. e4 e5 12. d5 De7 13. Bd3 Rf8 14. Da4+ Kd8 15. Bf2 Rg6 16. g3 Rh7 17. h4 Kc7 18. Rf1 Df6 19. Ke2 Re7 20. Re3 h5 21. Haf1 g5 22. hxg5 Rxg5 23. Be1 Dg6 Staðan kom upp í stór- meistaramótinu í Hastings sem lauk fyrir stuttu. Alex- ey Barsov (2525) hafði hvítt gegn Zhang Zhong (2657). 24. f4! Í kjölfar þessa opnast taflið hvít- um í vil. 24... Rxe4 25. fxe5 Rxg3+ 26. Kd2 Rxf1+ 27. Hxf1 Dg5 28. exd6+ Kxd6 29. Hf6+ Ke5 29... Dxf6 gekk ekki upp vegna 30. Bg3+ og hvítur vinnur. 30. Hf3 f5 31. Bxf5 Hhd8 32. Bg3+ Kf6 33. Bc8+ Kg7 34. Bxb7 Hf8 35. Bf4 SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hxf4 36. Hxf4 Hd8 37. Hf2 Rg6 38. Hg2 Df4 39. Dc2 Hd6 40. Df5 og svartur gafst upp saddur lífdaga. Loka- staða mótsins varð þessi: 1.–3 Krishnan Sasikiran (2569), Pentala Harikrishna (2502) og Alexey Barsov (2525) 6 ½ v. 4. Mark Heb- den (2567) 5 v. 5.–6. Petr Kirjakov (2547) og Zhang Zhong (2657) 4 ½ v. 7. Joe Gallagher (2511) 4 v. 8. Nicholas Pert (2451) 9. Pet- er Wells (2517) 3 v. 10. Irina Krush (2411) 1 v. 5. einvíg- isskák Hannesar Hlífars og Nigels Shorts hefst í dag kl. 17.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 80 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 14. janúar, er áttræður Arnór Stígsson húsgagnasmíðameistari, Hlíðarvegi 32, Ísafirði. Hann tekur á móti gestum í Frímúrarahúsinu á Ísafirði í dag, laugardaginn 12. jan- úar, kl. 15-18. 75 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12. janúar, er 75 ára Aðalsteinn Finnur Örnólfsson vélfræð- ingur, Gullsmára 7, Kópa- vogi. Hann tekur á móti ætt- ingjum og vinum í dag kl. 17-19 í Gullsmára 13 (þjón- ustukjarna). 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12. janúar, er áttræður Bent Sch. Thorsteinsson, Efsta- leiti 12, Reykjavík. Hann er að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Nk.mánudag 14. janúar er sjötug Hermína Jóns- dóttir, Lönguhlíð 5g, Akur- eyri. Af því tilefni tekur hún og fjölskylda hennar á móti gestum í sal Hjálpræðis- hersins, Hvannavöllum 10, í dag, laugardag, kl. 16–19. Í spili gærdagsins fóru Bandaríkjamennirnir Son- tag og Weichsel illa með Frakkann Christian Mari í vörninni gegn hjartabút. Mari var í hlutverki áhorf- andans í því spili og gat ekkert gert sér til bjargar, en hér er hann hins vegar með töglin og hagldirnar. Settu þig í spor Mari, sem sagnhafi í þremur grönd- um: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁG ♥ ÁK102 ♦ ÁD432 ♣109 Suður ♠ K94 ♥ 63 ♦ K765 ♣D743 Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 2 tíglar Dobl 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pas Pass Vestur spilar út laufás og austur frávísar með átt- unni (lá köll). Vestur skipt- ir yfir í spaða í öðrum slag, gosinn úr blindum, drottn- ingin frá austri, sem tekin er með kóng. Hver er nú áætlunin? Níu slagir eru á borðinu ef tígullinn kemur, en lauf- áttan sem kom frá austri í fyrsta slag gerir það að verkum að vörnin getur ekki tekið nema þrjá slagi á litinn. Því kostar ekkert að spila hjarta að blindum og setja tíuna ef vestur kemur með smáspil. Kannski liggja litlu hjónin fyrir svíningu: Norður ♠ ÁG ♥ ÁK102 ♦ ÁD432 ♣109 Vestur Austur ♠ 107653 ♠ D82 ♥ DG75 ♥ 984 ♦ -- ♦ G1098 ♣ÁKG2 ♣865 Suður ♠ K94 ♥ 63 ♦ K765 ♣D743 Mari spilaði þannig. Þegar tían hélt, fór hann í tígulinn og af austri slag á litinn. Þetta var í sveitakeppni og fyrstu tveir slagirnir voru eins á hinu borðinu, en í þriðja slag spilaði sagnhafi tígli á ásinn og tapaði spilinu. Nú er of seint að reyna við hjarta- slaginn, því vestur getur stungið á milli og þá vant- ar innkomu til að svína. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 12. janúar, verður fimmtug María Óskarsdóttir, Reyr- haga 12, Selfossi. Í tilefni þess taka hún og eiginmaður hennar, Unnar Ólafsson, á móti ættingjum og vinum í Félagsheimili Karlakórs Selfoss, Gagnheiði 40, Sel- fossi, milli kl. 17 og 21 á af- mælisdaginn. LJÓÐABROT Á GLÆSIVÖLLUM Hjá Goðmundi á Glæsivöllum gleði er í höll, glymja hlátra sköll, og trúðar og leikarar leika þar um völl, en lítt er af setningi slegið. Áfengt er mungátið, og mjöðurinn er forn, mögnuð drykkjarhorn, en óminnishegri og illra hóta norn undir niðri’ í stiklunum þruma. – – – Á Glæsivöllum aldrei með ýtum er fátt, allt er kátt og dátt. En bróðernið er flátt mjög, og gamanið er grátt. Í góðsemi vegur þar hver annan. – – – Grímur Thomsen STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir dásamlegri blöndu glettni og alvöru en átt til að vera vanmetinn. Nýja árið verður þér mjög hagstætt og þú færð mörg atvinnutækifæri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gjafmildi þín gæti farið yfir mörkin í dag. Gjafmildi er göfug en getur orðið fárán- leg gangi hún úr hófi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert fullur eftirvæntingar. Láttu ekki bjartsýni þína telja þér trú um eitthvað sem á ekki við rök að styðjast. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur miklar fjáröflunar- hugmyndir í dag. Vertu óhræddur við að reyna þær með einhverjum því þú hefur möguleika á að laða að þér peninga. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Júpíter er í stjörnumerki þínu og því hefurðu látið ým- islegt eftir þér að undan- förnu. Dagurinn hentar vel til að halda því áfram með nýjum hætti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Flest ljón eru lífleg og dramatísk og því gerir fólk sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarleg þau eru. Gefðu þér tíma til að sinna andlegu og mjúku hliðunum á sjálfum þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinur þinn gæti hvatt þig til að taka þátt í einhverju. Far- ið varlega. Það eru miklar líkur á að þið farið yfir strik- ið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leitaðu tækifæra til að koma sjálfum þér og vinnu þinni á framfæri. Þú átt auðvelt með að hrífa fólk og það getur átt eftir að koma sér vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur áhuga á að víkka sjóndeildarhring þinn með ferðalögum og frekara námi. Reyndu að halda í vonina og bjartsýnina. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Maki þinn gæti fengið launa- uppbót eða gjöf í dag. Þú getur á einhvern hátt notið góðs af heppni og auði ann- arra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samskipti þín við aðra eru sérlega hlýleg og vinsamleg í dag. Þú sérð að maður upp- sker eins og maður sáir í vin- áttu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Leitaðu leiða til að bæta þig í starfi. Hvort sem þú veist af því eða ekki þá ertu öðrum fyrirmynd. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú hefur auðugt ímyndunar- afl og færð því skemmtilegar hugmyndir. Hrintu einhverj- um þeirra í framkvæmd í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð í Hafnarfjarðarkirkju 6. árið í röð Skráning hefst mánudaginn 14. janúar á hið feikivinsæla hjóna-námskeið Hafnarfjarðarkirkju sem yfir 4500 manns hafa tekið þátt í frá árinu 1996. Á námskeiðinu er fjallað um samskipti hjóna, leiðir til að styrkja hjónabandið orsakir sambúðarerfiðleika, leiðir út úr víta- hring deilna og átaka, ólíkar fjölskyldugerðir, ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin fyrir utan allt hitt Aðeins 15 pör komast á hvert námskeið. Skráningarsími er 555 1295 á skrifstofutíma alla virka daga. Þórhallur Heimisson, Hafnarfjarðarkirkju, en hann hefur mikla reynslu af fjölskyldustarfi. Kynningarkvöld í Neskirkju mánudaginn 14. janúar kl. 20 Kaffi og veitingar Hver er tilgangur lífsins? Hver er kjarni kristinnar trúar? Alfa er 10 vikna námskeið um grundvöll kristinnar trúar. Hvert kvöld hefst á léttum kvöldverði. Að honum loknum er fyrirlestur, umræðuefni útskýrt og rætt í hópum. Einu sinni á námskeiðinu er farin helgarferð. Skráning fer fram á kynningarkvöldinu. Alfa-námskeið í Neskirkju Neskirkja v. Hagatorg, sími 511 1560 Vefslóð: www.neskirkja.is Fyrirlesari séra Örn Bárður Jónsson. Söngnámskeið - Hóptímar - Einkatímar Grunnatriði í raddbeitingu, tónheyrn og nótnalestri Fullorðinsnámskeið - Unglinganámskeið Söngkennsla Ingveldur Ýr, söngkona/söngkennari Sími 898 0108 www. mmedia.is/~ingaj Námskeið hefjast 14.janúar  Ég vil þakka öllum þeim, sem stóðu að því að halda mér samsæti í tilefni af 75 ára afmælinu mínu 14. desember. Einnig öllum þeim, sem glöddu mig með nærveru sinni, gjöfum og skeyt- um. Það verður mér ógleymanlegt. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Björnsdóttir frá Kollsá. Útsalan er hafin Barnarúm og barnavagnar Hlíðasmára 17, Kópavogi, sími 564 6610 verslun.strik.is/allirkrakkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.