Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TVEIR menn létust í umferðarslys- um í gærkvöldi. Ökumaður lést í bíl- slysi á Kísilveginum milli Húsavíkur og Mývatnssveitar og þrír slösuðust. Farþegi í framsæti fólksbifreiðar lést í árekstri þriggja bifreiða ofar- lega í Kömbunum austur af Hellis- heiði í gærkvöldi. Sjö slösuðust í árekstrinum, þar af tveir alvarlega, og voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi með sjúkrabifreiðum og TF-LÍF, þyrlu landhelgisgæslunn- ar. Að sögn læknis á slysadeild um miðnætti í gærkvöldi hafði einn sjúk- lingur verið lagður inn á gjörgæslu- deild og innlögn annars sjúklings var fyrirhuguð. Hinir sem slösuðust voru lagðir inn á spítalann til eftir- lits. Tildrög slyssins voru þau að fólks- bifreiðinni, sem í voru fimm manns, var ekið niður Kambana og fór hún yfir á öfugan vegarhelming í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst framan á jeppabifreið sem kom úr gagnstæðri átt upp Kambana. Við áreksturinn kastaðist jeppabifreiðin á fólksflutningabifreið sem ekið var samsíða jeppabifreiðinni á tvöfaldri akrein. Ekki er ljóst hvað olli slysinu en krapi var á veginum sem og á Hellisheiðinni. Í fólksflutningabif- reiðinni voru fjórtán farþegar auk ökumanns og sakaði engan. Í jeppa- bifreiðinni var þrennt. Þau voru flutt á slysadeild en eru ekki alvarlega slösuð. Fjórir úr fólksbifreiðinni slösuðust, þar af ökumaðurinn og einn farþegi alvarlega. Þyrla Land- helgisgæslunnar flutti ökumanninn á Landspítalann í Fossvogi en sjúkra- bifreiðir önnuðust flutning á öðrum farþegum. Tilkynnt var um slysið klukkan 20.28 og var fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna kvatt á slysstað. Búnaður tækjabifreiðar Slökkviliðsins í Hveragerði var not- aður til að ná fólki út úr flaki fólks- bifreiðarinnar og allt tiltækt sjúkra- og lögreglulið á Selfossi var kvatt á vettvang. Þrjár sjúkrabifreiðir frá Selfossi voru sendar á slysstað og tvær frá Slökkviliði höfuðborgar- svæðisins auk neyðarbifreiðar með lækni frá Reykjavík. Ennfremur var kallaður út læknir frá Þorlákshöfn til aðstoðar á vettvangi auk þriðja læknisins, sem var í áhöfn þyrlunn- ar. Suðurlandsvegur var lokaður fyrir umferð á meðan lögregla og sjúkra- lið athöfnuðu sig á slysstað og voru settir upp vegatálmar við hringtorg- ið í Hveragerði og við gatnamót Þrengslavegar og Suðurlandsvegar. Var umferð beint um Þrengslin á meðan. Að sögn lögreglunnar á Selfossi varð síðast banaslys í Kömbunum fyrir um tveimur áratugum. Banaslys á Kísilvegi Annað banaslys varð í gærkvöldi á Kísilvegi á Hólasandi, milli Mývatns og Húsavíkur, eftir árekstur fólks- bíls og jeppabifreiðar á blindhæð. Ökumaður fólksbifreiðarinnar lést en farþegarnir, kona og barn, auk ökumanns jeppans, voru fluttir á sjúkrahús, fyrst til Húsavíkur og svo á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Sjúkrabíll, læknir, lögregla og björgunarsveit úr Mývatnssveit fóru á slysstað. Talið er að maðurinn hafi látist samstundis. Ekki er vitað um líðan hinna þriggja sem slösuðust en ekki er talið að fólkið sé í lífshættu. Morgunblaðið/Júlíus Fjölmennt björgunarlið var kvatt á slysstað í Kömbunum í gærkvöldi eftir árekstur þriggja bifreiða. Einn lést í árekstrinum og sjö voru fluttir á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi. Tveir hinna slösuðu hlutu alvarleg meiðsl. Lokað var fyrir umferð um Hellisheiði um tíma. Tveir létust í umferð- arslysum í gærkvöldi Tíu manns fluttir á slysadeildir Reyna að skipta fölsuðum dollurum LÖGREGLAN er með til rann- sóknar peningafölsunarmál, en grunur leikur á að tveir eða þrír menn hafi í gær reynt að skipta 50 dollaraseðlum fyrir íslenska peninga. Að sögn Harðar Jó- hannessonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni í Reykjavík, eru seðlarnir mjög vel gerðir og erf- itt að átta sig á að um falsaða seðla er að ræða. Mennirnir hafa enn ekki verið handteknir og sagði Hörður nauðsynlegt fyrir fólk að vera á varðbergi gagnvart fölsurunum. Hann sagði að í 4–5 búðum hefðu mennirnir keypt vörur fyrir mjög lágar upphæðir og fengið greitt til baka í íslenskum krónum. Vitni segi að um sé að ræða tvo eða þrjá útlendinga, líklega frá Austur-Evrópu. Hörður sagði að mennirnir hefðu verið á ferð í miðborg Reykjavíkur í gær og þeirra væri nú leitað. Hann útilokaði ekki að mönnunum hefði tekist að koma seðlum í umferð víðar. Segir upp skjólstæð- ingum STJÓRN Heilsugæslu Kópavogs hefur ákveðið að segja upp þeim skjólstæðingum sínum sem ekki eru búsettir í bæjarfélaginu. Þetta segir Halla Halldórsdóttir bæjar- fulltrúi, sem á sæti í stjórn Heilsu- gæslunnar. Að hennar sögn er talið að allt að 6.000 Kópavogsbúar séu án heim- ilislæknis og því hafi verið gripið til þessa ráðs. Telur hún að fjöldi þeirra sem sagt verður upp gæti verið um 2.000 manns. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, seg- ist ekki leggjast gegn þessum að- gerðum stjórnar Heilsugæslunnar í Kópavogi. Ákvörðunin byggist á því að of fáir læknar séu í bæj- arfélaginu. Hann leggur þó áherslu á að þó að skjólstæðingum sé sagt upp á heilsugæslustöð þýði það ekki að þeim verði ekki veitt þjón- usta heldur hætti þeir að vera skráðir með heimilislækni á stöð- inni.  Sex þúsund / 14 Heilsugæslan í Kópavogi UMTALSVERT magn þorskseiða verður á næstu dögum flutt frá til- raunastöð Hafrannsóknastofnunar í Grindavík norður í Eyjafjörð, en þar verður þeim komið fyrir í sjókvíum sem Útgerðarfélag Akureyringa hefur sett þar upp. Þetta er í fyrsta sinn sem tilraun er gerð með áfram- eldi seiða í sjó, en fram til þessa hef- ur villtur fiskur verið notaður í þessu skyni. Seiðaeldisstöð Hafró í Grindavík framleiddi um 30 þúsund seiði á liðnu ári og verða um 10 þúsund seiði nú flutt norður. „Við erum með litla seiðaeldisstöð við Hauganes og það sem fyrir okkur vakir er að byggja upp þekkingu með því að gera til- raunir með seiðaeldi sem síðar fer svo í áframeldi úti í sjó,“ sagði Guð- brandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri ÚA. Framtíð þorskeldis á Íslandi var til umfjöllunar á ráðstefnu Útvegs- mannafélags Norðurlands og sjávar- útvegsdeildar Háskólans á Akureyri í gær. Þar kom fram í máli Agnars Steinarssonar, líffræðings hjá til- raunastöð Hafró í Grindavík, að allar forsendur væru fyrir því að hefja stórfellt þorskeldi við Ísland. Grund- vallarþekking á eldinu væri fyrir hendi, en sýna þyrfti fram á arðsemi af sjókvíaeldi við Ísland. Vinna við umfangsmikið þorskeld- isverkefni er nú hafin og verður það kynnt víða um land á fundum með vorinu í samvinnu við atvinnuþróun- arfélög. Meðal þess sem athugað verður er hvaða firðir henta til sjó- kvíaeldis, fóðurrannsóknir fara fram, þróun markaða verður skoðuð sem og arðsemi. Öllum hliðum málsins verður velt upp í þessu verkefni því mönnum er umhugað um að sjá hvort Íslending- ar eiga möguleika á að keppa við Norðmenn á þessu sviði. Þar í landi eru mikil áform um uppbyggingu á sviði fiskeldis og er fyrirhugað að auka fjárveitingar til rannsókna um 20% frá því sem nú er. Þorskseiði flutt frá Grindavík í Eyjafjörð á næstu dögum Fyrsta tilraun með áframeldi seiða í sjó  Forsendur fyrir/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.