Morgunblaðið - 16.01.2002, Page 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 2002 25
Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina í
janúar til Kanaríeyja á hreint ótrúlegu verði. Beint flug til Kanarí þann 31.
janúar þar sem þú nýtur 25 stiga hita og veðurblíðu og getur fagnað nýju
ári á þessum vinsælasta vetraráfangastað Evrópu við frábærar aðstæður.
Þú bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir
brottför, hringjum við í þig og látum þig vita hvar
þú gistir, og á meðan á dvölinni stendur nýtur þú
þjónustu
reyndra
fararstjóra
okkar allan
tímann.
Verð kr. 39.905
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar.
31. janúar, vikuferð.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 49.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting,
skattar. 31. janúar, vikuferð.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Síðustu sætin í janúar
Aðrar ferðir
7. feb. – uppselt
14. feb. – uppselt
21. feb. – 8 sæti
28. feb. – 18 sæti
Stökktu til
Kanarí
31. janúar í viku
frá kr. 39.905
FRÉTTIR eru sagðar af því, að
héraðsdómstóll hafi dæmt mann í
12 ára fangelsi fyrir að hafa við
komu til Íslands haft svonefndar
E-töflur í fórum sínum. Þetta er
hæsta refsing sem lög heimila í
fíkniefnamálum. Í forsendum
dómsins er m.a. sagt, að engu máli
skipti, þó að leggja verði til grund-
vallar, að maðurinn hafi tekið að
sér að flytja þessi fíkniefni fyrir
aðra. Allt að einu beri að beita há-
marksrefsingu laga.
Nokkrum vikum fyrr fréttum
við, að Hæstiréttur hefði dæmt
mann í 4½ árs fangelsi fyrir hrotta-
legt nauðgunarbrot gegn ungri
stúlku. Brotið var svo viðbjóðslegt,
að ýmsir fjölmiðlar treystu sér
ekki til að skýra frá atvikunum,
sem lýst var í dómnum. Á Íslandi
eru menn að jafnaði dæmdir í 16
ára fangelsi fyrir morð af yfirlögðu
ráði.
Hvernig er hægt að dæma mann
til 12 ára fangelsisvistar fyrir flutn-
ing á töflum milli landa, sem ætl-
aðar eru til sölu, þegar refsingar
fyrir gróf ofbeldisverk gegn lífi
manna og limum eru ákveðnar með
þeim hætti sem dæmin sanna? Við
okkur blasir refsiframkvæmd í
fíkniefnamálum sem einkennist af
hreinu ofstæki, sem er drifið áfram
af pólitískum rétttrúnaði. Nú skal
„senda skilaboð út í samfélagið“
um fíkniefnabrotin. Kannast menn
við orðalagið? Ráðherrar, alþingis-
menn og dómarar taka höndum
saman um að bera út þessi skila-
boð. Ofstækið er svo algert, að há-
marksrefsingunni er beitt á „burð-
ardýrið“. Þeir eiga enga viðbót
eftir, þegar „höfuðpaurinn“ næst.
Niðurstaðan er sú, að ekkert
skynsamlegt samhengi er lengur á
milli refsinga mismunandi brota.
Nú er t.d. orðinn sáralítill munur á
refsingum fyrir fíkniefnabrot og
morð. Sá sem stendur fyrir fíkni-
efnasölu og verður hræddur um að
annar segi frá, tekur ekki mikla
áhættu með því að beita hinni
„endanlegu lausn“ á uppljóstrar-
ann.
Það grátlegasta af öllu er svo
það, að þeim verður ekkert ágengt.
Neyslan eykst ár frá ári, þó að
kostnaðurinn við löggæsluna sé
aukinn og refsingarnar þyngdar.
Og fíklarnir eru dæmdir út úr sam-
félaginu. Þeir eru meðhöndlaðir
eins og glæpamenn en ekki sjúk-
lingar, sem þeir þó í reynd eru.
Undirheimaveröldin þrífst eins og
púkinn á fjósbitanum. Að loknu
góðu dagsverki fá þeir sér svo í
glas saman, ráðherrarnir, þing-
mennirnir og dómararnir. Áfengið
er nefnilega löglegt fíkniefni.
Ofstæki sem
engu skilar
Höfundur er
hæstaréttarlögmaður.
Ofstækið er svo al-
gert, segir Jón Steinar
Gunnlaugsson að há-
marksrefsingunni er
beitt á „burðardýrið“.
Nærir
og
mýkir
NÆRINGAROLÍA
Mikið úrval af
brjóstahöldurum
verð frá kr. 700
Mömmubrjósta-
haldarar kr. 1900
Úrval af náttfatnaði
fyrir börn og fullorðna
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433