Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 28
LISTIR
28 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Björn Gíslason og Bergur Gu›mundsson eru nemar á fjór›a ári vi› sjávarútvegsdeild
Háskólans á Akureyri og unnu sumari› 2001 a› rannsóknum á áframeldi
á florski í kvíum. Verkefni› var hluti af námi fleirra vi› deildina
og unni› í samstarfi vi› Útger›arfélag Akureyringa hf.
Menntun og rannsóknir eru forsendur framflróunar!
N†SKÖPUNARVER‹LAUN
FORSETA ÍSLANDS
Óskum sjávarútvegsfræ›inemunum
Birni Gíslasyni og Bergi Gu›mundssyni
til hamingju me› n‡sköpunarver›laun forseta Íslands
og glæsilegan árangur í rannsóknum á florskeldi.
A
TH
YG
LI,
A
KU
RE
YR
I
ORRA Jónssyni er margt til lista
lagt. Hann er ekki einasta athyglis-
verður ljósmyndari heldur á hann
allmerkilegan tónlistarferil að baki,
ekki hvað síst sem kvikmyndatón-
skáld. Sem slíkur hefur hann samið
tónlist fyrir hina nýju kvikmynd
Grétu Ólafsdóttur og Susan Muska,
„War and resilience“ – Stríð og stað-
festa – sem verður frumsýnd á næst-
unni.
Hann á einnig heiðurinn af útsetn-
ingu tónlistarinnar við fyrri mynd
þeirra Grétu og Susan, „Brandon
Teena Story“, ásamt Degi Kára Pét-
urssyni. Þá hefur samstarf þeirra ný-
lega getið af sér tónlistina við mynd-
ina „Nói albínói“, sem einnig er
væntanleg á hvíta tjaldið innan tíðar.
Orri stundaði nám í ljósmyndun
við School of Visual Arts í New York
og lauk þaðan BFA-gráðu árið 1996.
Síðan hefur hann haldið nokkrar
sýningar auk þess að gefa út tvo
hljómdiska. „Eyðibýli“, sem nýlega
var opnuð í Galleríi Skugga við
Hverfisgötu, er fjórða einkasýning
hans, en myndir úr sömu ljósmynda-
syrpu voru fyrr í vetur sýndar í Gall-
eri Image í Árósum. Gerð syrpunnar
var styrkt af Menningarborgarsjóði,
en jafnframt naut Orri stuðnings
Hans Petersen í formi úttektar á
filmum.
Vissulega er þessi efnilegi ljós-
myndari ekki einn um að hafa komið
auga á dapurlega fegurð íslenskra
eyðibýla, því þau hafa löngum heillað
ljósmyndara og kvikmyndagerðar-
menn. Það breytir því þó ekki að
meðferð Orra á myndefninu tekur
flestu fram í skerpu, myndbyggingu
og litameðferð. Hann nálgast við-
fangsefni sitt nánast eins og málari
sem hugar að áferð verka sinna.
Fúaviður, flögnuð málning, mosa-
gróin horn, rifnar texplötur og brotn-
ir skilveggir gefa til kynna öfugþró-
un menningar; það er menningar
sem hörfar fyrir óbeisluðum náttúru-
öflunum. Fegurðin sem eftir stendur
er nöturleg, en varla sorglegri en
fegurð rofabarða og hrjóstugra
öræfa sem ógna öllu íslensku lífríki,
en heilla okkur engu að síður en aðra
ferðalanga. Ef til vill sýnir það best
hve fegurðin einber er öldungis hald-
laus sem menningarlegt markmið.
En það er varla hægt að minnast á
eyðibýli án þess að leiða hugann að
hugmyndum Walters heitins Benj-
amin um yfirgefnar rústir. Hann
taldi þær erkidæmi um allegoríu –
tákngervingu – draumsýnar okkar
sem ekki hefði hlotið efndir sökum
þess að tíminn óð áfram áður en við
gátum fullkomnað verk okkar. Rúst-
ir voru því að mati hans minnismerki
um brostna framtíð, hlaðin tilfinn-
ingaflækjum og saknaðarkvöl sem
ávallt tengjast björtustu vonum sem
bregðast.
Þessum trega finnst mér Orri ná í
bestu myndum sínum. Sútin hittir
áhorfendur ljúfsár, og fegurð tök-
unnar sem 4 x 5 belgmyndavélin
hans nemur á Kodak Vericolor, eða
Portra, virkar eins og salt á sárin
sem yfirgefin býli skilja enn eftir sig
á skráp þjóðarsálarinnar. Því meiri
sem fegurðin er því verr svíður und-
an henni. Myndir Orra minna okkur
á að ekkert hefur mótað íslenska
menningu og listir jafndjúpt á liðnum
öldum og brotthvarf áa okkar af býl-
um sínum.
Að loknu mannlífi
MYNDLIST
Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39
Til 3. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 13–17.
LJÓSMYNDIR
ORRI JÓNSSON
Ein af myndum Orra Jónssonar af eyðibýlum, í Galleríi Skugga.
Halldór Björn Runólfsson
TÆKNIBLÚNDUR – eða
„Technolace“ – Helenu Hietanen
má rekja allt aftur til 1996, en
þetta ljósleiðaraverk úr ryðfríu
stáli, halogen-ljóskösturum, hálf-
máluðum glerskífum sem
hringsnúast, og hundruðum of-
inna ljósþráða var óskabarn
þemasýninga sem Galleri MUU –
heimkynni Samtaka tilraunalista-
manna í Helsinki – efndi til undir
heitinu „Konseptlist og handverk
– Konur og tækni“. Til að ná tök-
um á vefnaði með ljósleiðurum fór
Hietanen eftir klassískri blúndu-
bók frá sjöunda áratugnum þar
sem konum var kennt að hekla
„rúmábreiðu hjarðmeyjarinnar“
sem tilbrigði við venjubundnari
hannyrðir úr kvennadyngjunni.
Myndhöggvarinn – því Helena
Hietanen er lærð sem slík – hafði
þá nýlega gengið gegnum ákveðið
sorgarferli við sviplegt fráfall
systur sinnar. Því reyndi hún að
mæta með því að vinna verk úr
hári, sem henni fannst vera vottur
vaxtar og heilbrigðis. Hún lagði
það meir að segja á sig að læra
hárkollugerð og halda úti sam-
bandi við þrjátíu hárgreiðslustof-
ur til að safna efni í verk sem hún
sýndi sama ár og ljósleiðaratepp-
ið. Sjálf átti hún eftir að glíma við
krabbameinsdrauginn tveim ár-
um síðar.
Líkt og listmálarinn Marianna
Uutinen hefur Helena Hietanen
ekki farið varhluta af sterkri og
strangri karlmennskuhefð í högg-
myndalist, sem hún einsetti sér að
mæta með áþekkum hætti og Uut-
inen; með mýkt og mótun sem
nær hvergi var að finna í finnskum
skúlptúr á námsárum hennar. Ár-
ið 1993 óf hún meðal annars svart-
ar blúndur úr sílikongúmmí, ekki
hvað síst til að ögra fastmótuðum
hugmyndum almennings um
höggmyndalist og myndhöggvara.
Það virðist því nokkuð augljóst
að Technolace, eða Tækniblúnd-
ur, hið stóra, upplýsta verk í sal
Gallerís i8 á sér enn lengri að-
draganda en áður var haldið fram.
Að vísu gat Hietanen ekki heklað
ljósleiðaraþræðina með sama
hætti og venjulegt girni. Hún varð
því að grípa til grófgerðara
mynsturs og þrívíðrar lagskipt-
ingar til að ná fram þeim áhrifum
sem hún sóttist eftir. Jafnframt
uppgötvaði hún sér til mikillar
gleði að hún gat tvinnað saman
kvenlega handverkshefð við
tækninýjungar sem settar voru í
beint samband við kjörlendur
karlmannsins.
Og ekki verður annað sagt en
verkið virki í skammdeginu, þar
sem það hangir og skiptir stöðugt
um ham. Ýmist lýsist ysta lagið,
eða ljósið kemur úr innri lögum
verksins og breiðist út. Þá skera
hringirnir sig úr heildinni með
sínum sérstæða hætti, en hverfa
svo jafnharðan inn í hana aftur.
Uppsetningin á verkinu, og öðrum
smærri ljósleiðaravefnaði, er með
þeim hætti að vert er að gera sér
ferð niður á Klapparstíg 33 til að
njóta herlegheitanna að kvöldlagi.
Tækniblúndur Helenu Hietanen í Galleríi i8, Klapparstíg 33.
Arakne
okkar tíma
MYNDLIST
Gallerí i8, Klapparstíg
Til 2. mars. Opið þriðjudaga til sunnu-
daga frá kl. 13-17.
BLÖNDUÐ TÆKNI
HELENA HIETANEN
Halldór Björn Runólfsson
Taska
aðeins 750 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Veggklukka
aðeins 2.000 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is