Morgunblaðið - 24.01.2002, Side 39
Tryggja þarf réttláta
skiptingu vegafjár
Það hefur verið sagt að tími sé
peningar, mikil bið í bifreiðum kostar
þjóðfélagið mikla peninga. Einnig
má benda á að með betri vegum
dregur úr slysahættu, sem sparar
þegnum og fyrirtækjum mikla fjár-
muni. Hitt verður líka að horfa á að
bættar samgöngur á landsbyggðinni
eru lífsnauðsynlegar til að byggðir
geti þrifist. Svo má ekki gleyma því
að landsmenn allir nota vegina úti á
landi til ýmissa þarfa. Ekki verður
um það deilt að á undanförnum ára-
tugum hefur verulega hallað á höf-
uðborgarsvæðið við útdeilingu vega-
fjár. Finna verður lausn á þessu
vandamáli, því ekki gengur lengur að
það svæði sem greiðir mest til vega-
mála fái minnst til baka til nauðsyn-
legra samgöngumannvirkja.
Vegamál
Ekki verður um það
deilt, segir Gunnar I.
Birgisson, að á und-
anförnum áratugum
hefur verulega hallað á
höfuðborgarsvæðið við
útdeilingu vegafjár.
Höfundur er alþingismaður og
form. bæjarráðs Kópavogs.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 39
Í ANNAÐ sinn á rúmum mánuði
hafa fulltrúar atvinnulífsins séð sig
knúna til að draga ríkisstjórnina að
fundarborði til að ræða viðbrögð við
hinni háskalegu verðlagsþróun. Og
enn á ný lofar ríkisstjórnin bót og
betrun eftir að hafa nýlokið við að af-
greiða bullandi þenslu-fjárlög á al-
þingi fyrir árið 2002.
Að vonum spyrja menn í forundr-
an: Hvernig má það vera að stjórn
landsins láti sem ekkert sé, á háska-
faldi nýrrar verðbólguöldu? Nær-
tækasta svarið er auðvitað að menn
sem neita staðreyndum, og fullyrða
að allt sé í stakasta lagi, eru ekki lík-
legir til lífsnauðsynlegra mótað-
gerða. Þeir lifa í draumaheimi góð-
æris og stöðugleika, þar sem
húsbóndinn málar glansmyndir á
vegginn í sífellu.
En fulltrúar atvinnulífsins líta
raunsæjum augum á ástandið og er
óskandi að aðvörunarorð þeirra beri
árangur.
Hvaða dæmi er augljósast um
óforsjálni og sjálfsblekkingu stjórn-
valda?
Svarið er einfalt: Stjórnlaus
hækkun á útgjaldahlið fjárlaga.
Hvert er það aðal tæki, sem
stjórnvöld á hverjum tíma hafa til að
beita gegn þenslu í þjóðfélaginu?
Svar: Fjárlög hverju sinni. Enda
hafa ríkisstofnanir eins og Þjóðhags-
stofnun margsinnis bent á nauðsyn
þess að draga saman seglin í útgjöld-
um ríkissjóðs.
Það er kannski ekki von til að álit
þeirrar stofnunar sé tekið gilt; stofn-
unar, sem hótað var að leggja af, af
því sem hún treysti sér ekki til að
segja ósatt um stöðu efnahagsmála í
þágu stjórnvalda, enda stangaðist
álit hennar alveg á við góðæristal
einvaldsins. Hinsvegar ætti öllum
öðrum að vera ljós knýjandi nauðsyn
þess að standa fast á öllum bremsum
í fjármálum, nema þá kannski aðal-
ráðgjafanum, Hannesi Hólmsteini.
En, hvernig hafa stjórnvöld farið
að ráði sínu við afgreiðslu fjárlaga?
Mörg undanfarin ár hafa stjórn-
arliðar aukið útgjöld fjárlaga langt
umfram verðlagsþróun þrátt fyrir
augljós þenslumerki. Tökum árið
2001 til athugunar: Við afgreiðslu
fjárlaga fyrir árið 2001 hækkaði út-
gjaldahlið fjárlaga um 13,5 % frá
árinu 2000, eða um nærri tvöfalda
verðlagsþróun. Þar við bættist að
ráðherrar gengu þannig um fjár-
hirzlur ríkisins, að þeir eyddu á
árinu nærri 15 milljörð-
um umfram heimildir
fjárlaga og létu svo
þjóna sína á þingi sam-
þykkja óráðsíuna með
fjáraukalögum. Og
hækkun á útgjöldum
ríkissjóðs nær 20% milli
ára, sem er vitfirring.
Við afgreiðslu fjár-
laga fyrir yfirstandandi
ár voru útgjöldin aukin
töluvert umfram hækk-
un verðlags, sem þó
hækkaði langt umfram
þanþol búskaparins. Og
þetta skeður á tímum
þegar nauðsyn bar til að
draga úr útgjöldum eft-
ir megni.
Við þetta á svo eftir að bætast um-
frameyðsla ráðuneyta, því engum
skal til hugar koma
annað en að þau vinnu-
brögð verði áfram við
lýði.
Það þarf ekkert að
fara í grafgötur með
hverjir eru hinir seku
um verðbólguþró-
unina. Þann vagn
dregur ríkisstjórnin
blindandi. Svo dregur
auðvitað til þess í lok
ársins að stoppa þurfi í
göt á fjárlögum fyrir
næsta ár. Það þarf
heldur ekkert að vefj-
ast fyrir neinum til
hvaða ráðs þá verður
gripið. Það verður
þjarmað áfram að sjúkum og öldr-
uðum. Skólagjöld verða hækkuð.
Lagt enn meira hald á fjármuni safn-
aða og kirkna. Gjöld hækkuð á öllum
nema auðmönnum og fyrirtækjum
þeirra.
Mikið sagt, en menn hafa ekki á
öðru að byggja en reynslunni af þeim
ráðamönnum, sem með völdin fara.
Sögulegar staðreyndir eru það eina,
sem til viðmiðunar getur verið, þeg-
ar rýnt er til framtíðar.
Eina haldreipi þeirra, sem vita að
nauðsyn ber til að gerbreyta um
stefnu, er að samtökum vinnumark-
aðarins takist að hrinda ríkisstjórn-
inni út af þeim glötunarvegi, sem
hún hefir fetað allar götur frá því að
halla tók á ógæfuhlið í efnahagsmál-
um fyrir einum fjórum árum. Það
mun þó reynast skammgóður vermir
ef að líkum lætur.
Hinir seku
Sverrir
Hermannsson
Verðbólga
Það þarf ekkert að fara í
grafgötur með hverjir
eru hinir seku um verð-
bólguþróunina, segir
Sverrir Hermannsson.
Þann vagn dregur ríkis-
stjórnin blindandi.
Höfundur er alþingismaður og
formaður Frjálslynda flokksins.